Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN 19. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR14
F Y R S T O G S Í Ð A S T
D A G U R Í L Í F I . . .
Sævars Freys Þráinssonar, forstjóra Símans
7.00 Vaknaði klukkan sjö eins
og flesta aðra morgna. Öllum
morgnum þessa dagana fylgir
mikið fjör og ég fékk strax að
heyra allt um hvað jólasveinn-
inn setti í skó dætra minna þá
nóttina.
7.40 Eftir morgunverð og undir-
búning barnanna fyrir skólann
dreif ég mig af stað. Ég bý á
Akranesi og nota bílferðirnar
á milli iðulega í vinnusímtöl.
Eitt þeirra var við starfsmanna-
stjóra Símans sem er að aðstoða
mig við leitina að nýjum fram-
kvæmdastjóra einstaklingssviðs
Símans.
8.20 Kominn í Ármúlann í
höfuðstöðvar Símans. Við tók
undirbúningur fyrir fundi fram
undan.
9.00-10.30 Fundur með for-
stjóra Póst- og fjarskiptastofn-
unar, Hrafnkatli V. Gíslasyni.
10.30-11.00 Púlsinn á nokkr-
um málum tekinn á fundi með
Brynjólfi Bjarnasyni, forstjóra
Skipta, móðurfélags Símans.
11.00-12.30 Fundur með
þremur stjórnendum frá kín-
verska fyrirtækinu Huawei sem
er meðal annars með farsíma-
kerfi. Þeir voru hingað komnir
til að ræða mál sem snúa að
þjónustu um langdrægt farsíma-
kerfi og fleira.
12.30 Náði í jakkaföt í hreinsun
og brunaði út á flugvöll.
13.15 Farinn í loftið á hár-
réttum tíma. Leiðin liggur til
Akureyrar.
14.15 Beint úr vélinni á blaða-
mannafund. Við vorum að opna
þriðju kynslóðar þjónustuna
okkar á Akureyri. Við afhentum
meðal annars Sigrúnu Björk
Jakobsdóttur bæjarstjóra fyrsta
gagnakortið fyrir 3G þjónustuna
sem dekkar nú alla Akureyri.
15.00 Ég hafði ekki komist í
að borða síðan um morguninn
þannig að ég fór á Hlöllabáta
við hliðina á versluninni og
greip mér eitthvað í fljótheitum.
Fórum svo á Glerártorg og skoð-
uðum aðstöðuna þar.
15.30 Aftur niður í verslun og
skrifstofur Símans. Heilsaði
upp á samstarfsfólk á Akureyri
og ræddum ýmis mál sem snúa
að viðskiptavinum okkar á
Akureyri.
16.30 Fengum fregnir af töfum
á fluginu til baka hjá Flugfélagi
Íslands. Þá var bara sett í gírinn
og farið í gegnum tölvupóst sem
hafði safnast upp yfir daginn á
meðan beðið var frekari fregna.
18.00-24.00 Kom í ljós að ekk-
ert yrði af flugi sökum veðurs.
Þá var ekki annað að gera en
að fá sér bílaleigubíl og bruna
suður. Eyddi því kvöldinu í
bílaleigubíl með samstarfsfólki
og nýtti Blackberry-tækið til að
svara tölvupóstum á leiðinni.
Á LEIÐINNI NORÐUR Mánudagurinn var óvenju langur og erilsamur hjá Sævari Frey
Þráinssyni, forstjóra Símans. Meðal annars fór hann til Akureyrar vegna opnunar þriðju
kynslóðar þjónustu Símans þar.
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
V
ið eigum góða að,“ segir
Almar Guðmundsson,
framkvæmdastjóri
greiningar Glitnis.
Hann á fjögur börn,
allt frá sex mánaða til ellefu ára,
og er eiginkona hans í fæðingar-
orlofi. Sjálfur tók hann gott fæð-
ingarorlof í sumar. „Lykillinn
fyrir mann eins og mig er að
hafa borið gæfu til að eiga konu
sem er heimavinnandi eins og
er og hefur verið í störfum með
sveigjanlegan vinnutíma. Álagið
á konuna mína er engu að síður
miklu meira en á mig. Það er
heljarinnar vinna,“ segir Almar,
sem ferðast mikið til útlanda í
tengslum við vinnuna. „En ég
reyni að gera mitt besta, bæði
að morgni dags og þegar eitt-
hvað kemur upp á,“ segir hann
en bætir við að mikilvægt sé að
eiga góðan bakhjarl í öfum og
ömmum barnanna. „Annars yrði
þetta mjög erfitt.“
Anna Katrín Halldórsdóttir,
framkvæmdastjóri markaðs- og
sölusviðs Póstsins, tekur í sama
streng. Nokkrum sinnum komi
fyrir að sjö ára sonur hennar
þurfi að vera heima, svo sem á
starfsdögum, í vetrarfríum og
svo framvegis. „Hann á góðan
afa og ömmu sem eru hætt að
vinna og oft er hann þar,“ segir
hún en bætir við að vetrarfrí,
sem eru tvisvar á ári og ná yfir
fimmtudaga og föstudaga, nýti
fjölskyldan betur. „Þá nýtum við
hluta af sumarfríunum okkar og
förum eitthvert, skiptum um um-
hverfi og förum í bústað, út á
land eða til útlanda,“ segir hún.
Þau Almar og Katrín segja það
skýrt markmið hjá fyrirtækjum
sínum að barnafólk hafi sveigjan-
leika til að sinna fjölskyldu sinni
og börnum. Oft komi fyrir að
börn sjáist á vinnustaðnum.
Almar tekur þó fram að það ger-
ist iðulega utan háannatíma, oft-
ast eftir lokun markaða klukk-
an fjögur. „Þetta er yfirleitt í
skemmri tíma til að brúa ákveðið
bil,“ segir Katrín.
Þau segja bæði aðstöðuna hins
vegar litla fyrir börn en í besta
falli geti þau sest niður við tölvu
og horft þar á mynddisk eða litað
í bók. Þetta er í samræmi við
það sem stjórnendur og starfs-
menn annarra fyrirtækja sögðu
í samtali við Markaðinn en mörg
fyrir tæki, svo sem bankarn-
ir og Pósturinn, fengu aðkeypta
gæslu fyrir börn þegar verk-
föll voru í skólum fyrir nokkr-
um árum. Fá ef engin leikföng
eru hins vegar til staðar fyrir
börnin nema ef vera skyldi í
húsa kynnum Capacent en þar
má finna dótakassa, að því er
næst verður komist.
Engin aðstaða fyrir börnin
Fyrirtæki eru almennt mjög sveigjanleg þegar kemur að barnafólki. Afar og ömmur eru mikilvægir bakhjarlar starfsfólks.
BÖRNIN RÆÐA UM LANDSINS GAGN OG NAUÐSYNJAR Í BANKANUM Mörg fyrirtæki hér á landi hafa skýra stefnu um sveigjanleika gagnvart barnafólki. Stundum kemur fyrir að
starfsfólk fyrirtækjanna þurfi að koma með börnin með sér í vinnuna. Aðstaðan fyrir þau er hins vegar af skornum skammti. MARKAÐURINN/GVA
Jólagjöfin hennar
smáralind
www.coast-stores.com