Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 10
MARKAÐURINN 19. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR10
S K O Ð U N
ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRI: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristján
Ármannsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@
markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.
is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn
áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds.
bjorgvin@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@
markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
U M V Í Ð A V E R Ö L D
Ekki hafa verið gefnar skýringar á því af hverju Fjármála eftirlitið
synjaði sameiginlegri umsókn FL Group og Jötuns Holding um
heimild til að eiga og fara með allt að 39,9 prósenta eignarhlut
og samsvarandi atkvæðisrétt í Glitni banka. Úrskurður Fjármála-
eftirlitsins var birtur á fimmtudaginn í síðustu viku og tilkynning
birt í Kauphöll Íslands í kjölfarið.
Hinn 1. júní í sumar sóttu félögin um heimild FME til að fara
með tæplega fjörutíu prósenta eignarhlut í bankanum, sem kom í
kjölfar hluthafasamkomulags þeirra og fól í sér samstarf um kjör
stjórnarmanna.
Eignarhlutur Jötuns í Glitni er 6,85 prósent. Félagið er í eigu
Baugs Group, Fons og West Coast Capital, sem er í eigu Tom
Hunter, samstarfsmanns Baugs í mörgum verkefnum erlendis.
Eignarhlutur FL Group í Glitni nemur 31,97 prósentum. Baugur
fer nú með rúmlega 36 prósenta hlut í FL Group og lá það fyrir
áður en úrskurður FME var gerður opinber. Fons, sem er í meiri-
hlutaeigu Pálma Haraldssonar, á rúm sex prósent í FL Group.
Samkvæmt þessu fara sömu aðilar með stóran eignarhlut í FL
Group og Jötni.
Í fréttatilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu er þetta haft eftir
Jónasi Fr. Jónssyni, forstjóra eftirlitsins: „Eftir ítarlega skoðun er
það niðurstaða fjármálaeftirlitsins að miðað við fyrirliggjandi for-
sendur sé þrengra eignarhald ekki heppilegt fyrir bankann. Eftir
stendur kjölfestuhlutur sem felur í sér mikla ábyrgð þeirra aðila
sem með hann fara.“
FL Group hefur áfram leyfi til að fara með allt að 33 prósenta
eignarhlut í Glitni. Í tilkynningu frá FME segir að FL Group og
Jötni beri að selja eignarhluti sína í Glitni umfram 32,99 prósent
innan tiltekins tíma. Það eru tæp sex prósent í bankanum. Í til-
kynningu frá félögunum kemur fram að þau afsali sér atkvæðis-
rétti Jötuns og hafi tekið upp viðræður við FME um næstu skref.
Leitast verði við að skipta eignarhlut Jötuns í Glitni milli hlut-
hafa þess.
Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki skal sækja um leyfi
til FME ef eignarhlutur hluthafa eða tengdra aðila fer yfir 33
prósent. Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort umsækjandi sé
hæfur til að eiga eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts
reksturs fjármálafyrirtækis. Eru ýmis atriði höfð til hliðsjónar við
afgreiðslu umsóknar.
Það sem hluthafar Glitnis eiga heimtingu á að vita er af hverju
þessi tvö félög geti ekki farið með meira en 33 prósent í bankanum
að mati Fjármálaeftirlitsins. Býður fjárhagsstaða þessara aðila
ekki upp á það, en þeir eru fyrir stórir hluthafar? Vantaði upplýs-
ingar? Hafa einhver dómsmál áhrif á þessa niðurstöðu? Hvað er
það sem ræður þessari ákvörðun FME?
Í ummælum forstjóra FME segir að þrengra eignarhald sé „ekki
heppilegt fyrir bankann“. Er það almenn regla sem forstjórinn er
að setja um eignarhald fjármálafyrirtækja? Mun sú regla gilda um
aðrar fjármálastofnanir í framtíðinni? Jónas Fr. Jónasson hefur
lýst þeirri skoðun sinni opinberlega að hann telji óæskilegt að
tengdir aðilar fari með meira en 33 prósent í skráðu félagi án þess
að yfirtökuskylda myndist. Tengist sú afstaða þessari afgreiðslu?
Það er nauðsynlegt að forstjóri Fjármálaeftirlitsins stígi fram
og útskýri afstöðu og forsendur eftirlitsins. Hluthafar og stórir
fjárfestar þurfa frekari skýringar. Og til þess þarf að svara spurn-
ingum fjölmiðla.
Fjármálaeftirlitið synjaði umsókn FL Group og Jötuns.
Hluthafar Glitnis
þurfa skýringar
Björgvin Guðmundsson
Undanfarna mánuði hafa miklar
hræringar átt sér stað á fjár-
málamörkuðum heimsins. Upp-
haf óróans má rekja til vandræða
á bandarískum húsnæðislána-
markaði og auknum vanskilum
á skuldabréfa afurðum tengdum
honum. Samþætting fjármála-
markaða hefur valdið því að
áhrifin hafa smitast víðar og
skapað mikla lausafjárþurrð á
mörkuðum. Íslendingar hafa ekki
farið varhluta af ástandinu enda
hafa umtalsverðar lækkanir átt
sér stað á hlutabréfamörkuðum
auk þess sem aðgengi fjármála-
fyrirtækja að lánsfjármagni er
nú mun verra en verið hefur.
Síðustu ár hefur verið sann-
kölluð gósentíð á mörkuðum þar
sem lágt vaxtastig og lausafjár-
gnógt hafa skapað afar hagfelld
skilyrði til fjárfestinga og vaxtar.
Þessar aðstæður hafa íslensk
fyrir tæki fært sér vel í nyt. Það
er þó ljóst að sókn íslenskra fyrir-
tækja á erlend mið hefur í för
með sér stóraukna fylgni við al-
þjóðamarkaði og því ber ekki að
undrast að hér sverfi að á meðan
skilyrði á erlendum mörkuðum
eru slæm. Það sem skiptir mestu
máli í slíku ástandi er hversu
vel fyrirtæki eru í stakk búin
til að mæta lausafjárþurrðinni
og tímabundinni niðursveiflu í
hlutabréfaverði.
NÝ SKÝRSLA UM
ÍSLENSKT FJÁRMÁLAKERFI
Nýverið gaf Viðskiptaráð Ís-
lands út skýrslu um alþjóðavæð-
ingu íslenska fjármálakerfis-
ins. Í skýrslunni er farið í stuttu
máli yfir þá þróun sem átt hefur
sér stað undanfarin ár og greint
frá helstu áhrifaþáttum í þeim
mikla vexti sem hefur átt sér
stað í íslensku viðskiptalífi, sér í
lagi í fjármálaþjónustu. Ástæður
þessa eru flestum Íslendingum
kunnar en mikilvægt er að gera
erlendum markaðsaðilum grein
fyrir hvernig margir samverk-
andi þættir, s.s. aðild að EES-
samningnum, aukið frelsi á fjár-
málamörkuðum, uppgangur líf-
eyrissjóðakerfisins, einkavæðing
bankanna og hagfelld skilyrði á
heimsmörkuðum, hafa stuðlað að
þeim mikla uppgangi sem hefur
átt sér stað.
Í skýrslunni er einnig gerð
grein fyrir þeim vanda sem
steðjaði að íslenskum fjármála-
fyrirtækjum á vormánuðum
2006. Eðli yfirstandandi þreng-
inga er mjög ólíkt þeim erfiðleik-
um sem við var að glíma þá, enda
er nú um alþjóðlegt vandamál er
að ræða. Á vormánuðum í fyrra
var vandinn aftur á móti bund-
inn við innlendan fjármálamark-
að. Erlendir markaðsaðilar lýstu
yfir áhyggjum af styrkleika og
fjármögnunar samsetningu bank-
anna og efnahagslegt ójafnvægi
íslenska hagkerfisins var mikið
til umræðu. Að ýmsu leyti var
um réttmæta gagnrýni að ræða
en í sumum tilfellum byggðist
hún á vanþekkingu á íslensku
fjármálakerfi. Þar var að hluta
til um heimatilbúinn vanda að
ræða enda vantaði talsvert upp
á gagnsæi og upplýsingastreymi
af hálfu íslenskra fjármála-
fyrirtækja. Með samstilltu átaki
til aukinnar upplýsinga gjafar
og ýmsum úrbótum af hálfu ís-
lensku bankanna var þróuninni
snúið við og íslenskt fjármálalíf
stóð af sér storminn.
VEL Í STAKK BÚNIR
TIL AÐ MÆTA ERFIÐLEIKUM
Þegar horft er til baka er ekki
nokkur vafi á því að sú gagn-
rýni og vandamál sem íslensk
fjármálafyrirtæki mættu hefur
leitt til þess að þau standa nú
mun styrkari fótum en ella hefði
orðið. Í skýrslu Viðskiptaráðs er
þessu gerð góð skil en þar er
núverandi staða þriggja stærstu
bankanna í borin saman við
stöðu þeirra vorið 2006. Þannig
er gerður samanburður á mörg-
um veigamiklum þáttum í rekstri
bankanna, s.s. líftíma og sam-
setningu lánsfjármagns, innlána-
hlutföllum, víxleignatengslum,
gæðum útlána, tekjusamsetn-
ingu og gengisáhættu eiginfjár-
grunns. Niðurstaðan leiðir í ljós
að bankarnir hafa bætt sig mikið
á öllum sviðum og ættu því að
vera mun betur í stakk búnir til
að glíma við erfiðar aðstæður.
VELGENGNI Á VEIKUM GRUNNI?
Það er einnig áhugavert að skoða
samanburð íslensku bankanna
við aðra norræna banka. Það
er ekkert launungarmál að við-
skiptamódel íslensku bankanna
er frábrugðið því sem tíðkast hjá
hefðbundnum viðskiptabönkum.
Þannig hefur stærri hluti hagnað-
ar komið frá fjárfestingabanka-
starfsemi en algengt er og bank-
arnir taka virkari þátt í fjárfest-
ingum viðskiptavina sinna. Þá
hafa íslenskir bankar einnig þótt
nokkuð áhættusæknir í hluta-
bréfafjárfestingum sínum, þó í
misjöfnum mæli. Þessari auknu
áhættu hafa bankarnir mætt með
háum eiginfjárhlutföllum sem
skapar þeim svigrúm ef í harð-
bakkann slær. Þetta óhefðbundna
viðskiptamódel hefur skilað ís-
lensku bönkunum arðsemi langt
umfram það sem gengur og ger-
ist hjá öðrum norrænum við-
skiptabönkum.
Þrátt fyrir þetta hefur loðað við
umfjöllun um íslensku bankana að
velgengni þeirra sé reist á heldur
veikum grunni. Með því er vísað
til þess að hátt hlutfall gengis-
hagnaðar af heildarafkomu leiði
til þess að grunnafkoma þeirra
standist ekki samanburð. Enn-
fremur bendir hátt trygginga álag
og hlutfallslega lægra lánshæfis-
mat til þess að fjármögnunar-
áhætta þeirra sé mun hærri en
annarra norrænna banka.
Skýrsla Viðskiptaráðs sýnir að
grunnafkoma íslensku bankanna
stenst fyllilega samanburð við
aðra norræna banka. Það verður
því ekki betur séð en að tekjur
af hlutabréfastöðum og fjárfest-
ingabankastarfsemi séu viðbót
fremur en grunnþáttur í arðsemi
bankanna. Að sama skapi sýnir
samanburður á samsetningu láns-
fjármagns bankanna að íslenskir
bankar eru vel í stakk búnir til að
mæta þrengingum á mörkuðum
líkt og standa yfir í dag. Eins og
áður hefur komið fram virðast ís-
lenskir bankar bæta upp áhættu
vegna aukinnar stöðutöku í hluta-
bréfum með mun hærri eigin-
fjárhlutföllum en aðrir norrænir
bankar.
GJALDA FYRIR UPPRUNA SINN
Með þetta í huga komast skýrslu-
höfundar að þeirri niðurstöðu
að íslenskir bankar gjaldi fyrir
uppruna sinn. Þannig verði ekki
betur séð en að hærra trygg-
ingaálag og lakara lánshæfis-
mat þeirra megi helst skýra með
þeirri einföldu staðreynd að þeir
koma frá Íslandi. Það er þó ekki
talinn vera grundvöllur fyrir
þessu álagi enda eru bankarnir
orðnir afar alþjóðavæddir og vel
varðir fyrir skakkaföllum í ís-
lensku hagkerfi.
Þetta er alvarlegt mál og undir-
strikar nauðsyn þess að halda
uppi stöðugu flæði upplýsinga um
íslenskt fjármála- og efnahagslíf
á erlendri grundu. Sé ætlunin að
standa í fremstu röð á sviði fjár-
málaþjónustu og ná fram mark-
miðum um að koma hér upp al-
þjóðlegri fjármálamiðstöð er
mikilvægt að skoða þessi mál til
hlítar og vinna að lausn á mál-
inu. Það mun augljóslega reynast
erfiðara verkefni að sannfæra
erlend fjármálafyrirtæki um að
færa höfuðstöðvar sínar hingað
til lands ef íslenskt áhættuálag
fylgir með í kaupunum.
Íslenskt áhættuálag
Sjá ekki fyrir endann á kreppunni
Telegraph | Roger Bootle, pistlahöfundur breska
dagblaðsins Telegraph, segist fullviss um að ekki
sjái í bráð fyrir
endann á lausa-
fjárkreppunni sem
plagað hefur fjármálageirann víða um heim síðan
í júlí. Hann segir gjörninga fimm stórra seðla-
banka, sem tóku höndum saman í síðustu viku og
ákváðu að veita háum fjárhæðum inn í efnahags-
lífið í formi ódýrra skammtímalána til að greiða
fyrir og fjölga millibankalánum, lausn sem hafi
ekki komið á óvart. Árangurinn hefði orðið sá sami
hefðu bankarnir ákveðið að grípa til sömu ráða
hver í sínu lagi. Bootle segir banka og fjármála-
fyrirtæki hafa í því umróti sem hafi orðið á fjár-
málamörkuðum skilað sér í því að bankar hafi
haldið að sér höndum, svo mjög að dregið hafi úr
lánsfé í umferð. Það sem þegar sé á markaðnum sé
hins vegar skrambi dýrt.
Leita sér hjálpar
Guardian | Vart þarf að taka fram að helsta fórnar-
lamb lausafjárkreppunnar í landi Elísabetar Eng-
landsdrottn-
ingar er án
nokkurs efa
Northern Rock, bankinn sem lánaði viðskiptavin-
um grimmt fyrir fasteignakaupum. Nokkrir fjár-
festar hafa borið víurnar í bankann. Guardian
segir í byrjun vikunnar að breska fjármálaráðu-
neytið hafi nú leitað til bandaríska fjárfestingar-
bankans Goldman Sachs til að kanna hvort hann
geti útbúið fjármögnunarleið sem tveir tilboðs-
gjafar geti nýtt sér þar til málið leysist. Blaðið
segir hins vegar ekki loku fyrir það skotið að
bankinn verði ríkisvæddur. Það verði hins vegar
til skamms tíma til að koma í veg fyrir gjaldþrot
bankans áður en tilboðum í hann verði tekið.
O R Ð Í B E L G
Frosti Ólafsson
hagfræðingur
Viðskiptaráðs
Íslands
MARKAÐURINN
á www.visir
alla daga