Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 9
H A U S
MarsKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007
Ú T T E K T
vaxta væri að mörgu leyti gáfulegri aðgerð
að þessu sinni.
VERÐBÓLGUMARKMIÐ Í AUGSÝN
Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar-
deildar Glitnis, segist hins vegar telja að
Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum
þótt líkur á hækkun hafi vissulega aukist með
nýjum hagtölum, svo sem um verðbólgu og
hagvöxt. „Þótt þær bendi til meiri verðbólgu-
þrýstings en fyrri spár og tölur gerðu ráð
fyrir þá kemur á móti það sem er að gerast
í alþjóðamálum. Við sjáum hægari hagvöxt
í Bandaríkjunum, Bretlandi og víða í Evr-
ópu og svo vega líka á móti til næstu mánaða
eignaverðsáhrifin af lausafjárþurrðinni sem
er í gangi og þróun í útlánum bankanna.“
Þá segist Ingólfur þeirrar skoðunar að
Seðlabankinn sé á réttri leið. „Síðast sagði
ég að þeir ættu að hækka vexti, sem þeir og
gerðu. Núna held ég þeir ættu að halda vöxt-
um óbreyttum,“ segir hann og telur að þegar
litið sé fram á næsta og þarnæsta ár sé fyr-
irséð að verðbólguþrýstingur muni hjaðna.
„Kannski ekki hratt, en ætti samt að hjaðna,
samhliða því að vöxtum verði haldið
óbreyttum. Samkvæmt
okkar spá ætti bankinn
að ná verðbólgumark-
miði eftir tvö ár miðað
við núverandi vaxtastig
og svo heldur
hægari lækk-
un en
þeirra vaxtaferill gerði ráð fyrir síðast.“
Í svipaðan streng tekur Ásgeir Jónsson,
forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings
banka. „Ég held að Seðlabankinn muni ekki
hækka vexti og það á hann heldur ekki að
gera,“ segir hann spurður álits á væntanlegri
ákvörðun Seðlabankans á aukaákvörðunar-
degi stýrivaxta. Um leið segir Ásgeir ekki
alveg komið að því að bankinn geti hafið lækk-
unarferli stýrivaxta. „Horfur í efnahagslífinu
eru nú að snúast mjög hratt,“ segir hann og
vísar til þrenginga á lausafjármörkuðum úti
í hinum stóra heimi. „Ég held að bank-
inn væri að taka of mikla áhættu ef
hann ætlaði að hækka vexti
núna.“ Þá
bendir Ásgeir líka á að hér hafi verið öflug
viðbrögð við síðustu stýrivaxtahækkun Seðla-
bankans. „Hún kom strax fram með kröftug-
um hætti í hækkun útlánavaxta bankanna.
Þar fyrir utan hefur hlutabréfaverð fallið
mikið að undanförnu og vísbendingar um
mikla kólnun á fasteignamarkaði.“
Kæmi til vaxtahækkunar nú segir Ásgeir
að gengi krónunnar myndi líklega styrkj-
ast eitthvað. „Og krafan myndi hækka ennþá
meira á skuldabréfamarkaði, en ég veit svo
sem ekki með önnur bein áhrif. Í sjálfu sér
munar kannski ekki svo um einhverja 25
punkta þegar vextir eru komnir þetta hátt á
annað borð. Það sem skiptir mestu núna eru
horfurnar á næsta ári og hve hratt vaxta-
lækkunarferlið getur átt sér stað. En því
lengur sem lausafjárþurrðin ytra varir,
þeim mun meiri líkur eru á kóln-
un hagkerfisins og hrað-
ari lækkunum.“
FRÁ FUNDI VIÐSKIPTARÁÐS UM
STÝRIVEXTI Vaxtastefna Seðlabankans var
til umræðu á fundi Viðskiptaráðs Íslands
eftir vaxtaákvörðun Seðlabankans í byrjun
nóvember. Hér má sjá Arnór Sighvatsson
aðalhagfræðing Seðlabankans, Ásgeir
Jónsson frá Kaupþingi, Ingólf Bender frá
Glitni og Björn Rúnar Guðmundsson frá
Landsbankanum. MARKAÐURINN/ANTON
RÉTT FYRIR VAXTAÁKVÖRÐUNAR-
KYNNINGU Farið yfir ákvörðunina við
upphaf síðasta vaxtaákvörðunarfundar
Seðlabankans 1. nóvember síðastliðinn. Frá
vinstri: Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur,
Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason
seðlabankastjórar og Davíð Oddsson, for-
maður bankastjórnar Seðlabanka Íslands.
MARKAÐURINN/GVA
ta vexti
morgun. Hann er ýmist talinn munu
g uppi eru væntingar um sam-
málum tengdum undirmálslánum
Bretlandi og víðar í heiminum. Óli
var spurt hvaða ákvörðun þeir teldu
4,4
4,1
4,5
5,5
7,6
8,0
8,4 8,6
7,6
7,2 7,3 7,0 6,9
7,4
5,9
5,3
4,7
4,0 3,8
3,4
4,2
4,5
5,2
5,9
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
2006 2007
G S T O F U N N A R 2 0 0 4 - 2 0 0 7
Þróun verðbólgunnar síðustu mánuði
hefur ekki verið í takt við það sem Seðla-
bankinn reiknaði með í síðustu Peninga-
málum frá því í byrjun nóvember. Nú
er ljóst að verðbólgan á fjórða ársfjórð-
ungi verður 5,2 prósent en ekki 4,8 pró-
sent eins og spá Seðlabankans gerði ráð
fyrir. Horfur fyrir næsta ár eru óljósar
en ljóst má vera að töluvert langt er í land
til þess að markmið um 2,5 prósent verð-
bólgu verði að veruleika.
Hagstofan birti tölur um landsfram-
leiðslu á þriðja ársfjórðungi þar sem í
ljós kemur að hagvöxtur var 4,3 prósent
á ársgrundvelli og hefur aukist jafnt og
þétt það sem af er ári. Aukning einka-
neyslunnar er enn meiri eða 7,5 pró-
sent á þriðja ársfjórðungi en einkaneysl-
an hefur einnig vaxið með stígandi hraða
það sem af er ári. Tölur um kortaveltu
fyrstu ellefu mánuði ársins benda til þess
að eitthvað kunni að draga úr vexti einka-
neyslunnar á fjórða ársfjórðungi, en ljóst
má vera að í heild verður aukning einka-
neyslunnar nokkuð umfram það sem
Seðlabankinn spáði í nóvember. Aðrar
vísbendingar sem Seðlabankinn er líkleg-
ur til að taka mið af eru tölur um atvinnu-
leysi sem ekki benda til þess að slaki sé
að myndast í hagkerfinu.
Það sem líklegast er til þess að halda
aftur af vaxtahækkunum Seðlabankans
við núverandi aðstæður er fyrst og fremst
óróinn á alþjóðlegum fjármálamörkuð-
um, sem dregið hefur úr útlánagetu fjár-
málafyrirtækja, þar með talið þeirra ís-
lensku. Lækkun stýrivaxta í Bandaríkj-
unum og í Bretlandi hefur í raun aukið
aðhald peningastefnunnar vegna hækk-
andi vaxtamunar. Það er einnig umhugs-
unarvert hversu ákveðið Seðlabankinn í
Bandaríkjunum hefur framfylgt vaxta-
lækkunarstefnu þrátt fyrir að verðbólgan
þar á bæ fari hratt vaxandi.
Að okkar mati mun Seðlabankinn fyrst
og fremst horfa til vaxandi verðbólgu
og aukins hagvaxtar við ákvörðun stýri-
vaxta á fimmtudaginn í næstu viku. Í
ljósi framvindunnar síðustu vikur og
röksemdafærslu í síðustu Peningamál-
um þegar vextir voru hækkaðir um 45
punkta, virðast mestar líkur á því að nið-
urstaðan verði enn frekari hækkun vaxta
um 25 punkta að þessu sinni. Stýrivextir
hækka því í 14% gangi spá okkar eftir.
Vegvísir Landsbankans 14. desember 2007
BJÖRN RÚNAR GUÐMUNDSSON Björn Rúnar,
sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans, telur
að stýrivextir eigi að lækka, en býst við 25 punkta
hækkun.
Hækkar um 25 punkta
Mikil verðbólga og viðskiptahalli sýna
að eftirspurn þarf að dragast saman
eigi jafnvægi að nást í þjóðarbúskapn-
um. Frestun á slíkri aðlögun mildar ekki
áhrifi n til lengdar. Ákvörðun um hækk-
un stýrivaxta nú endurspeglar þá afstöðu
bankastjórnar að langtímahagsmunum
þjóðarinnar sé best borgið með því að
verðbólgumarkmiðinu verði náð innan
viðunandi tíma. Að öðru óbreyttu næst
það ekki nema með því aukna aðhaldi
sem hækkun vaxta nú felur í sér.
Án þess stranga peningalega aðhalds
sem veitt hefur verið væri verðbólga
mun meiri en þó er, með alkunnum afl
eiðingum fyrir afkomu og efnahag fyrir-
tækja og heimila. Því verður að brjótast
út úr þeim verðbólguviðjum sem þjóðar-
búskapurinn hefur verið fl æktur í. Það
gerist ekki átakalaust. Slakara aðhald
nú myndi aðeins leiða til þrálátari verð-
bólgu og sársaukafyllri aðlögunar síðar.
Öllum má vera ljóst að því minna sem að-
haldið er á öðrum sviðum efnahagslífs-
ins, í fjármálum ríkis og sveitarfélaga,
á vinnumarkaði og í útlánum fjármála-
fyrirtækja, því meira er lagt á stefnuna í
peningamálum.
Án aðhalds væri verðbólga meiri
— Úr stefnuyfirlýsingu bankastjórnar Seðlabanka Íslands
á síðasta vaxtaákvörðunardegi 1. nóvember.
SEÐLABANKI ÍSLANDS Hækkun stýrivaxta á aukavaxtaákvörðunardegi Seðlabankans á morgun er sögð í takt
við stefnulýsingu bankastjórnar. Ýmsar ytri aðstæður og væntingar um hjöðnun í hagkerfinu eru svo sagðar draga
úr líkum á vaxtahækkun. MARKAÐURINN/GVA
GREININGARDEILD LANDSBANKANS SEÐLABANKI ÍSLANDS