Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007
Ú T T E K T
Tína má til nokkrar ástæður
fyrir því af hverju Sameinuðu
þjóðirnar eru veik yfirþjóðleg
stofnun. Flestir eru þó sammála
um að ein veigamesta ástæðan sé
afstaða Bandaríkjanna til þess-
arar samvinnu. Það að koma á
sameiginlegum reglum í alþjóða-
kerfinu hefur ekki átt upp á pall-
borðið í bandarískum stjórnmál-
um þrátt fyrir frumkvæði og
aðild þeirra að stofnun Samein-
uðu þjóðanna á sínum tíma.
SAMI GRAUTUR...
Bandaríkjunum til varnar má
þó segja að Sameinuðu þjóð-
irnar hafi ekki verið byggðar
upp með það í huga að eitt stór-
veldi hefði jafnmikla hernaðar-
lega, viðskiptalega, menningar-
lega og pólitíska yfirburði og
Banda ríkin hafa haft. Þessum
yfirburðum hafa þau ekki vilj-
að deila með neinum og oft farið
eigin leiðir án samráðs við al-
þjóðasamfélagið.
Nægir í þessu sambandi að
nefna einhliða ákvörðun um inn-
rásina í Írak, andstöðu við Al-
þjóðastríðsdómstólinn eða til-
raunir Sameinuðu þjóðanna til
að ná alþjóðlegu samkomulagi
um loftslagsmál. Fram til þessa
hefur ekki verið sjáan legur
munur á stefnu repúblíkana eða
demókrata í afstöðu til loftlags-
mála. Clinton-stjórnin hélt fram
sömu rökum og Bush hefur gert
síðustu ár, þ.e. að minni losun
leiddi til minni hagvaxtar og að
stjórnvöld myndu ekki gera neitt
nema Kína og Indland legðu eitt-
hvað af mörkum. Clinton-stjórn-
inni tókst ekki einu sinni að
koma Kyoto-sáttmálanum til af-
greiðslu öldungadeildarinnar.
BALÍ OG „FREE RIDER“
Heldur sljákkaði í fagnaðarlát-
unum á Balí eftir tilkynningu
fulltrúa Ástrala um staðfestingu
þeirra á Kyoto-sáttmálanum
þegar Bandaríkjamenn kvöddu
sér hljóðs. Þeir sögðust taka þátt
í samstarfinu, en alfarið á eigin
forsendum og án þess að gang-
ast undir skuldbindingar um að
draga úr losun á grundvelli sam-
þykkta Sameinuðu Þjóðanna.
Enn og aftur var fyrri stefna
staðfest. Fáir gera ráð fyrir að
aðildarríki Sameinuðu þjóðanna
nái samkomulagi um takmörkun
losunar gróðurhúsalofttegunda
sem vísindamenn telja nauðsyn-
lega til að halda hlýnun jarðar
innan tveggja gráða á þessari
öld. Ljóst er að verkefnið verð-
ur mun erfiðara eða nær óleys-
anlegt fyrir alþjóðasamfélagið
með Bandaríkjamenn á hliðarlín-
unni líkt og „free rider“.
LJÓS Í MYRKRI
Þrátt fyrir stefnu stjórnvalda
og afneitun á loftslagsvandan-
um má segja að einstök ríki, at-
vinnulífið og fyrir tækin í Banda-
ríkjunum hafi tekið forystu um
að takast á við vandamálið.
Kaliforníuríki hefur sett
sér það markmið að draga úr
losun um 25 prósent fyrir 2020,
auk þess sem lög gilda um há-
marks útstreymi frá bifreiðum. Í
Chicago hefur verið starfræktur
markaður með losunarheimildir
frá árinu 2003 (CCX). Í upphafi
áttu 13 aðilar aðild að markaðn-
um en þeir eru í dag yfir 130 og
stöðugt eykst fjöldi og umfang
viðskipta. Þegar er búið að stofna
hliðarmarkaði út frá CCX, m.a.
svokallaðan New York-markað
sem og markað sem á viðskipti
við losunarmarkað Evrópusam-
bandsins.
Embættismenn í Hvíta hús-
inu hafa kafað í ræður Bush og
fundið út að hann hefur minnst
á loftslagsvandann æ oftar síð-
ustu ár og alls 32 sinnum í jan-
úar 2007. Ekkert bendir þó til
þess að um stefnubreytingu hafi
orðið að ræða í Hvíta húsinu,
jafnframt því sem sagan kennir
okkur að menn skyldu ekki gera
sér of miklar vonir um stefnu-
breytingu eftir næstu forseta-
kosningar 2008.
Kristján Vigfússon
er aðjúnkt
við Háskólann í
Reykjavík og kennir
m.a. orku- og
umhverfismál.
Bandaríkin og
loftslagsmál
O R K U - O G U M H V E R R F I S M Á L
Útsölugjafir
Það eru alveg hreint frábærir
tímar núna. Yndislegar stundir.
Aldrei fyrr hef ég rambað á því-
líkar útsölur fyrir jólin eins og er
á íslenskum hlutabréfamarkaði í
augnablikinu. Enda er ég búinn
að raka svoleiðis til mín bréfum
sem ég ætla að setja undir trén
hjá vinum og ættingjum. Nánasta
fjölskylda fær meira aukreitis,
svo sem kuldagalla, þykk föt og
bomsur sem ég keypti í verstu
hitastækjunni í sumar bæði hér
og á Costa del Sol.
Það slá mér fáir ef engir við í
hagsýnum innkaupum langt fram
í tímann. Nema ef vera skyldi
mamma sem keypti jólaskreyt-
ingarnar í febrúar. Konunni
fannst það óráð – enda urðum við
af nokkrum þúsundköllum með
því að kíkja í búðir í nóvember.
Hagsýnustu jólagjafirnar í ár
eru án nokkurs efa bréfin í FL
Group og Existu, sem eru líkt og
á brunaútsölu. Eins og allt eigi
að seljast fyrir áramótin. Kaup-
þing er sömuleiðis á fínu verði.
Straumur ekki síðri ef markmið
Bill Fall ganga eftir að stækka
á næstu árum. Sé fyrir mér að
bréfin tútni út enda er ég búinn
að kaupa nokkur handa sjálfum
mér á sama tíma og vandamenn-
irnir bætast við í hluthafahópinn.
Svo má tína margt fleira til.
Hagsýnu sjálfbæru lands-
menn. Leggið nú frá ykkur prjón-
ana og kaupið frekar hlutabréf.
Þau eru svo miklu ódýrari en
heimagerðar lopapeysur.
Spákaupmaðurinn á horninu
S P Á K A U P M A Ð U R I N N
77% velja Fréttablaðið
sem miðil að sínu skapi
71% velur Morgunblaðið, 51% velur 24 stundir
Fréttablaðið er langmest lesna dagblað landsins, það eina sem kemur út alla daga
vikunnar. Þar má finna skýrar og greinargóðar fréttir og kjarnyrta þjóðfélagsumræðu.
Fjölbreytt og spennandi sérblöð fylgja á hverjum degi, um menningu, viðskipti, íþróttir
og dægurmál. Lesendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir opna Fréttablaðið.
Allt sem þú þarft – alla daga
Samkvæmt Gæðakönnun Capacent 12.–29. október. 2007, allir 18–49 ára.
24
st
un
di
r
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Fr
ét
ta
bl
að
ið
Uppáhaldsdagblað þjóðarinnar
– takk fyrir okkur