Tíminn - 26.06.1981, Page 2

Tíminn - 26.06.1981, Page 2
2 Föstudagur' 26. júni 1981 í spegli tímans \ Reið- skjóti við hæfi ■ Fudge er smáhestur og ber það nafn með rentu. llann er aðeins 45 cm á hæð og þvi ákjósan- legur reiðskjóti fyrir knapa, sem ekki eru komnir til ára sinna, enda virðist hún Carly, sem enn hefur ekki fyllt fyrsta árið, hafa fulla stjórn á gæðingnum. Ekki er þó Fudge af kyni minnstu smáhesta i heimi. Það kyn heitir Falabella og heimkynni þess er Argen- tina. Fullorðnir hestar af þvi kyni ná ekki nema 35—70 cm hæö, mældir upp á herðakamb. Fidlu- smidur í Hamborg Linn að verða fullorðin ■ Hubert Schorr er fiölu- smiður i liamöorg. Verk- stæöið hans er i þeim hluta miðborgarinnar, þar sem strætin eru þröng og húsin vel við aldur. Feröamenn eiga sjaldan leið inn til hans, en þekktu tónlistarfólki og aödáend- um hljóðfæra er heimilis- fang hans vel þekkt. Ný- lega kom t.d. bandariskur safnari með 3 Stradivari- us fiðlur til viðgerðar og er hver þeirra metin á u.þ.b. 900.000 isl. kr. Mesti annatimi á verk- stæði Schorrs er sumar- ið, þegar tónleika- og óperuhús um alla Evrópu hafa lokað. Sérsvið Sch- orrs er viögeröir, endur- nýjun og smiði fiðla, lág- fiðla og knéfiðla. ■ Eins og fleiri foreldrar héfur Liv Ullmann staðiö i þeim stórræðum i vor að láta ferma. Dóttir hennar og Ingmars Bergman, Linn, er orðin 14 ára og var fermd i vor i norsku sjómannakirkjunni i New York. Vöktu þær mæðg- urnar mikla athygli, þar sem þær mættu báðar iklæddar norskum þjóð- búningum við athöfnina. Á eftir var veisla, eins og vera ber. Ekki var þó faö- irinn viðstaddur. — Mér finnst hún vera barn enn- þá, segir Liv um dóttur sina, en þar er Linn á öðru máli. Kannast nokk- ur við þennan skoðana- mun hjá fermingarbarn- inu og forcldrunum? SKEGGIAÐUR SKOTI Risa- kál ■ Hvitkáliö i garðinum hjá kráareigandanum Tom Wealing getur státað af þvi að það vex hraðar en annaö kál. Leyndarmál vaxtarins er að kálið fær daglega einn litra af öli. Stoltið hans Tom er I bakgarðinum, 210 cm hár kálstöngull sem hefur verið fóðraöur á öli i nokkrar vikur. Tom sjálfur var raunar hissa hve kálinu skaut fljótt upp. Nú verður hann cða konan hans að klifra upp stiga til þess að vökva kálhöfuðiö. Kona Toms Cath sagði að sennilega myndu þau aldrei borða kálið, aðeins láta þaö vaxa og vaxa. Tom sáði fræi úr einum poka og vökvaði aðeins eitt kálið með öli. Allt hitt kálið sem hann sáði, visn- aði upp. Þýttog endursagt K.A.Ó. ■ Tom og Cath vökva undrakálið., ■ Það er áreiðanlegt, að hann John Roy er með lengsta yfirskegg af öllum skeggj- uðum Skotum, yfirskeggiö hans er rúm- lega einn og hálfur metri enda á milli! John Roy byrjaði að safna skeggi 1939 og það hefur fengið að vaxa og lengjast án þess að hann léti klippa það þessi 42 ár. Skegginu heldur hann saman með hár- spennum. John Roy rak áður bjórstofu. Hann hef- ur nú hætt rekstrinum, en hann er 71 árs. Hann segist vera kominn i beinan karl- legg af hinum fræga skoska útlaga Rob Roy. Til er i Skotlandi félag skeggjaðra, sem nefnist „Iiandlebar Club”. John Roy er formaður i þvi félagi og viröist vera vel að þeirri virðingu kominn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.