Tíminn - 26.06.1981, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.06.1981, Blaðsíða 15
Föstudagur 26. júní 1981 Að kunna að sýna Galleri Langbrók Guðbergur Auðunsson: Myndlistarsýning. 30 myndir. 13.-29. júni. ^Guðbergur Auðunsson var auglýsingamaður, eða öllu heldur auglýsingateiknari, áður en hann snéri sér nær alfarið að myndlistinni fyrir nokkrum ár- um. Til skamms tima hefur það ver- ið svo, að Myndlistarskólinn hef- ur haft sameiginlegan farveg fyrir alla nemendur, en þegar lengra er haldið, skiljast leiðir i námsbrautir, sumir vilja verða teiknikennarar i grunnskólum, aðrir fara i auglýsingar, eða leir- munagerð. Er þetta ágæt aðferð við skóla- hald i myndlistarskóla, að leyfa fólki að prófa sig áfram og kynn- ast hinu og þessu, áður en það velur sér starfssvið. Þarna finna menn þvi sjálfa sig oft i tæka tið, þótt ávallt sé nokkur leki milli greina, og þá einkum að þvi er virðist, milli auglýsingateiknunar ogalmennrar myndlistar. Og satt að segja virðist manni á stundum, að sumir auglýsingateiknarar ættu fremur að sinna almennri myndlist — og öfugt. Astæðan fyrir þvi að ég rifja þetta upp i aðfararorðum að sýn- ingu Guðbergs Auðunssonar er sú, að hann virðist ná harla góð- um árangri i myndlist, og svo hef- ur hann það, þar að auki, að hann kann að sýna myndir. Minnist ég sýningar hans i FIM salnum t.d., þar sem sýningin var unnin eftir einu stefi, sem endurtekið var i mörgum tilbrigðum. Það var sérlega vel heppnuð sýning og nú sýnir hann i fremri stofunni i Galleri Langbrók, i Bernhöftstorfunni. Þar sýnir hann 30 smámyndir, er falla svo einkar ljúflega að þessu litla her- bergi, sem varla er unnt að nefna sýningarsal, þvi þar er svo þröngt um stóra muni. Sýningin i Langbrók Myndir Guðbergs á þessari sýningu eru collage myndir, sam- limdar úr snifsum og málað inn i milli, en þetta er nú fag, sem komið er á áttræðisaldur a.m.k. Margir islenskir myndlistar- ® Guðbergur Auðunsson menn fást við að gjöra svona myndir en árangurinn er auðvit- að nokkuð misjafn. Guðbergur er vaxandi mynd- listarmaður, og hefur þann neista er þarf til að velja og hafna. Er þetta einkar vel gjörðar myndir.og furðu sterkar þótt þær séu naumast stærri en lok af barnaskóm númer þrjátiu. Við greinum þarna lika, að minni hyggju, viss fyrirheit um nýtt framskrið i málverki Guðbergs Auðunssonar. Sýningin er opin daglega frá 12- 18. Jónas Guðmundsson. Munasýning á Kjarvalsstöðum KJARVALSSTAÐIR Leirlist, gler, textill silfur og gull. 13. júni — 23. ágúst ■ Fólkið á Kjarvalsstöðum er i sumarskapi núna, enda naumast nema von, eftir svo ljúfa byrjun á sumri, sem verið hefur i höfuð- borginni, þráttfyrir kuldann fyrir norðan og austan. Og nú hefur húsið verið fyllt af munum, sem þar eiga að vera til sýnis i sumar, en þá eiga margir leið um þetta hús, ferðamenn, innlendir og er- lendir, að ógleymdum ibúum höfuðborgarsvæðisins, sem oft leggja þangað leið sina á sumrin, þótt myndlist og önnur menning- arstarfsemi sé fyrst og fremst vetrarlist hér á landi. Á sumrin vilja margir gjöra annað þvi margt kallar á fólk á sumrin, einkum þegar tiðin er góð. Kjarvalsstaðir fara þá leið i sumar, að bjóða flokki lista- manna Vestursalinn, en Kjarval er i þeim eystri. Eru þar sýndir margskonar munir, leirlist, gler, textill, silfur og gull. Þeir sem sýna eru Steinunn Marteinsdóttir, Haukur Dór Sturluson, Jónina Guðnadóttir, Elisabet Haralds- dóttir, Hulda Jósefsdóttir, Sigriö- ur Jóhannsdóttir, Leifur Breið- gjörð, Guðrún Auöunsdóttir, Ragna Róbertsdóttir, Asdis Sveinsdóttir, Guðbrandur J. Jez- orski, Sigrún Ólöf Einarsdóttir og Jens Guöjónsson, en sýninguna hannaði Stefán Snæbjörnsson, arkitekt. Menningarsamstarf höfuðborga I sýningarskrá segir frú Þóra Kristjánsdóttir, listráðunautur Kjarvalsstaða á þessa leið, er hún gjörir grein fyrir sýningunni: „Þessi hópur listamanna sem nú kemur með sumarið inn i sali Kjarvalsstaða sýndi fyrst saman I Hasselby-höll i Sviþjóð fyrr i vor. Hasselby-höll er miðstöð fyr- ir menningarskipti höfuðborga Norðurlandanna, og bera þær kostnað af rekstri hennar i hlut- falli við ibúafjölda. Fjöldi is- lenskra listamanna hefur kynnt þar menningu okkar á þeim 18 ár- um sem liðin eru frá stofnun mið- stöðvarinnar, myndlistarmenn, tónlistarmenn, skáld og rithöf- undar, en þetta mun vera i fyrsta sinn sem svo yfirgripsmikil sýn- ing á islensku listhandverki er sett upp á þeim stað. Hún var sú siðasta i röðinni af sambærileg- um sýningum frá hinum Norður- löndunum, en þar hefur sem kunnugt er verið geysimikil gróska i allri listiðn og listhönn- un, án þess að lslendingar hafi haft sig mikið i frammi til þessa. Forstöðumaður Hasselby-hall- ar, Birger Olsson, valdi sjálfur þátttakendur og listmuni á sýn- inguna i samráði við Stefán Snæ- björnsson innanhússarkitekt, sem siðan hafði allan veg og vanda af uppsetningunni. Það er skemmst frá þvi að segja aðsýningin vakti mikla athygli og hlaut mjög góðar viðtökur. Nú er alltaf fróðlegt að skoöa hvernig tsland og islensk menn- ing er kynnt á erlendri grund, og er það ein ástæðan fyrir þvi að Kjarvalsstaöir bjóða listamönn- um að sýna verk sin hér i sumar." Úr miklu að moða Það er nú sannarlega úr miklu að moöa á Kjarvalsstöðum, þvi yfir 250 munir eru sýndir, og er sýningin sérlega vel sett upp og fyrir komið, enda sjaldan sem sýningar eru settar upp fyrir borgun af lærðum sérfræðingum. Þvi miður, þá skortir oft nokkuð á hugkvæmni þegar sýningum er komið fyrir. Vel upp sett sýning er betri og aðgengilegri, heldur en þegar hlutunum er komið fyrir af handahófi, eða allt að þvi. Þetta er sem áður sagði mikil sýning ogstórum sig, leggur und- ir Vestursalinn og ganginn fyrir framan, eða suðurhluta hans, þar eru glervörur, eða glermunir, sem Sigrún Hulda Einarsdóttir hefur unnið, en eftir þvi sem ég best veit, var hún ekki með i Hasselby-höllinni, en það var mikill skaði, þvi verk hennar eru bæði skemmtileg og vel unnin, og auk þess er glerblástur ný list- grein, eða iðngrein hér á landi, þvi enginn hefur viljað heyra minnst á gler, eftir að Glerverk- smiðjan mikla, mistókst svona herfilega. Glermunir Sigrúnar Ólafar eru gjörðir með ýmsu móti og hún sýnir auk annars, slipað gler, en munir hennar eru skálar, vasar og krukkur, en auk þess sýnir hún 20 „drög að drykkjarglösum” er hún hyggst framleiða. Eru þau einkar fögur, og fara vel i hendi. Þeir aðrir sem þarna sýna eru flestir nokkuð þekktir listamenn á sinu sviði, en það er þvi miður engin leið að fjalla um einstaka listamenn, eða einstök verk. Þessi sýning hefur verið Islandi tilsóma, oghvetég alla tilþess að skoða hana. Það er sannarlega þess virði. Jónas Guðmundsson. Jónas Guðmundsson skrifar um myndlist. ______________________15 Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í júlímánuði 1981 Miðvikudagur 1. júli R-39501 til R-39800 Fimmtudagur 2. júlí R-39801 til R-40100 Föstudagur 3. júli R-40101 til R-40400 Mánudagur 6. júli R-40401 til R-40700 Þriðjudagur 7. júlí R-40701 til R-41000 Miðvikudagur 8. júlí R-41001 til R-41300 Fimmtudagur 9. júlí R-41301 til R-41600 Föstudagur 10. júlí R-41601 til R-41900 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlits rikisins, Bildshöfða 8 og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bif- reið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi að skráningar- númer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir i leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tima. A leigubifreið- um til mannflutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sérstakt merki með bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann 1 látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Aðalskoðun bifreiða mun ekki fara fram á timabilinufrá 13. júli til7. ágúst n.k. Lögreglustjórinn i Reykjavik 24. júni 1981 Sigurjón Sigurðsson. Siglingamálastofnun ríkisins Tilboð óskast i innanhússfrágang á ca. 650 ferm. húsnæði á 4. hæð á Hringbraut 121 i Reykjavík. í verkinu er m.a. fólgið uppsetning innveggja úr timbri, smíði og uppsetning hurða og borða, endurnýjun á rafkerfi, uppsetning hreinlætis- tækja, málning og dúkalögn. Verkinu skal að fullu lokið 1. október 1981. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 1.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð sma stað miðvikudaginn 8. júlí 1981, kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Hjá Sjúkrasamlagi Reykjavikur eru neð- angreindar stöður lausar til umsóknar: 1. Aðstoðargjaldkeri Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja bókhaldsþekkingu og kunnáttu við launa- útreikninga. 2. Ritari Góð vélritunarkunnátta áskilin. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Sjúkrasamlag Reykjavikur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.