Tíminn - 26.06.1981, Síða 23

Tíminn - 26.06.1981, Síða 23
Föstudagur 26. júní 1981 23 flokkstilkynningar skrifað og skrafað Austurlandskjördæmi Tómas Árnason, viöskiptaráðherra og Halidór Asgrimsson, alþingismaður, halda leiðarþing á eftirtöldum stöðum: Fljótsdai, 27, júni kl. 4 e.h. 'Skjöldólfsstöðum, 28. júni kl. 4 e.h. Jökulsárhlið, 28. júni kl. 9. e.h. Fundarefni: Stjórnmálaviðhorfið og málefni kjördæmisins. Orðsending frá Happdrætti Framsóknarflokksins. Dregið hefur verið i vorhappdrætti Framsóknarflokksins og vinningsnúmer innsigluð hjá borgarfógeta. Dregið var úr öllum útsendum miðum. Næstu daga geta þeir sem fengið hafa heimsenda miða og eiga eftir að gera skil, greitt skv.meðfylgjandigiróseðliinæstupeningastofnun, eða á pósthúsi. Leiðarþing Alþingismennirnir Steingrimur Hermannsson og Ólafur Þórðarson, halda leiðarþing á eftirtöldum stöðum: Brynjubæ Flateyri, föstudaginn 26. júni kl. 20.30 Félagsheimilinu Þingeyri, laugardaginn 27. júni kl. 16 Allir velkomnir. Framsóknarfélag Skagfirðinga. Aðalfundúr Framsóknarfélags Skagfirðinga verður haldinn i Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki, sunnudaginn 28. júni kl. 19.30. Dagskrá: Skýrsla lormanns og gjaldkera, lögð fram endurskoðuð lög félagsins, þinginenn flokksins i kjördæminu flytja ávörp, kosningar og önnur mál. Stjórn Framsóknarfélags Skagfirðinga. Aimennir stjórnmálafundir Alþingismennirnir Ingvar Gislason, Stefán Valgeirsson og Guðmundur Bjarnason halda almenna stjórnmála fundi á eftirtöldum stööum: Mývatnssveit, föstudaginn 26. júni i Skjólbrekku kl. 20.30. Stóru-Tjarnarskóli, laugardaginn 27. júni kl. 20.30 Sólgarður, Saurbæjarhreppi, sunnudaginn 28. júni kl. 20.30 Melar, Hörgárdal, mánudaginn 29. júni kl. 20.30 1 ' 4B*NHVB|L ■ Elpt: || M tHfe A- I K v Jk Allir velkomnir. Sumarhátið Framsóknarfélags Bolungarvikur verður haldin Félagsheimilinu laugardaginn 27. júni kl. 20.30 1. Skemmtun sett 2. Ávarp: Steingrimur Hermannsson, ráðherra 3. Gamanvisur 4. Eftirherman Jóhannes Kristjánsson 5. Ávarp: Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi. 6. Stórbingó, 3 umferðir. Vinningar: 20 kg kaffi, 3ja gira reiðhjól, utanland »ferð fyrir tvo með Samvinnuferðir-Landsýr 7. Eftir skemmtun verður dansleikur, Hljómsveitin Gaukar frá Heykjavik. Dansað til I Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Stöður hjúkrunarfræðinga við heima- hjúkrun og heilsugæslu i skólum. Heilsu- verndarnám æskilegt. Staða sjúkraliða við heimahjúkrun, til af- leysinga. Staða ljósmóður við mæðradeild. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i sima 22400. Staða deildarstjóra við áfengisvarna- deild. Æskileg er háskólamenntun, helst á félagsvisinda- eða hjúkrunarsviði. Staða félagsráðgjafa við áfengisvarna- deild. Staða ritara Góð islenzku- og vélritunar- kunnátta nauðsynleg. Reynsla við tölvu- vinnslu æskileg. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri i sima 22400. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur, v/Barónsstig, og skal skila umsóknum þangað eigi siðar en 3. júli n.k. HEILBRIGÐISRÁÐ REYKJAVtKURBORGAR NUERU QODRAÐ ODYR! Þér er boðiú að hafa samband vió verkfræöi- og tæknimenntaóa ráögjafa Tæknimiðstöðvar- innar ef þú vilt þiggja góð ráð i sambandi við eftirfarandi: Vökvodœlur ogdrif Eitt samtal við ráógjafa okkar, án skuldbindingar, getur sparað þér stórfé hvort Z sem um er að ræöa vangaveltur um nýkaup eóa vandamál við endurnýjun eða viðgerö á þvi sem fyrir Jb 1MIÍ VERSLUN - RAÐGJÖF-VIDGERDARÞJÖNUSTA IÆKNIMIÐSTÖÐIN HF Smiðjuveg66. 200 Köpavogi S:(91)76600 Tamningar Tek hesta i tamn- ingu. Árni Ingvarsson, Arnþórsholti, Lund- arreykjadal. Simi um Borgarnes. Auka þarf hlutdeild íbúa landsbyggðarinnar I dagskrá út- varpsins. Myndin sýnir hús útvarpsins á Akureyri. Efling ríkisútvarpsins er besta leiðin B Einn af forsvarsmönnum Samtaka um frjálsan útvarps- rekstur (SFÍJ), Ólafur Hauks- son ritaði grein i Tlmann á miðvikudaginn. Þar svaraði hann ýmsum þeim sjónarmið- um, sem sett voru fram i for- ystugrein blaðsins fyrir skömmu um málefni rikisút- varpsins og svonefnt „frjálst útvarp”, og skýrði nánar sjón- armið sin og annarra i SFG. Þessi grein ólafs Hauksson- ar var málefnalega skrifuð og þvi eðlilegt, að nánar sé fjall- að um ýmis þau efnisatriöi, sem hann benti á. i greininni kvartaði hann nokkuð um að ýmsir, og þar á meðal undirritaður, hafi mis- skilið hvað það sé, sem áhuga- menn um frjálsan útvarps- rekstur vilja. Hafisvo verið þá er það einfaldlega vegna þess, aö kröfur þeirra hafa ekki ver- ið skýrt oröaðar. Þvi miður hefur slagorðið „frjálst útvarp” verið það, sem flestir hafa oftast heyrt úr þeim herbúðum, en litið farið fyrir beinum tillögum um framkvæmdaatriði. Fram kemur hjá Ólafi, að slikar til- lögur eru i undirbúningi, og verður forvitnilegt að sjá þær. Hvað er frjálst? i áðurnefndri forystugrein vék ég nokkuð að þessu hug- taki, „frjálst útvarp”, og gagnrýndi það sjónarmið, sem oft er haldið fram, að það sem einkaaðilar eiga sé „frjálst” en það sem þjóðfélagið i heild á sé ekki frjálst. Hér er um misnotkun á þessu orði að ræða. Hún er auðvitað ekki ný, þvi sennilega hafa fá orð veriö jafn misnotuö og orðið „frelsi”, nema ef vera skyldi „lýðræði”. Ólafur velur grein sinni heitið „Einkaútvarp vegur ekki að rikisútvarpi” og viður- kennir þannig i reynd mitt sjónarmið, að það eigi að kalla slik fyrirtæki „einkaútvarp” en ekki „frjálst útvarp”. Viö erum þvi sammála um það atriði, og er vonandi að aðrir talsmenn SFU noti þetta sama heiti, einkaútvarp, i málflutn- ingi sinum. Hvaða leið er skyn- samlegust? Afstaöa min til þess, hvort leyfa eigi öðrum en rikinu að setja á stofn og reka útvarps- stöðvar hér á landi, mótast hins vegar ekki af slagorðum, heldur einfaldlega mati á þvi, hvernig sé hægt að tryggja landsmönnum öllum sem fjöl- breytilegasta útvarpsþjón- ustu, og ég legg áherslu á „landsmönnum öllum”. Rikisútvarpið er aö minu áliti eini aðilinn i landinu, sem hefur bolmagn til þess að halda uppi regluleguin út- varpssendingum til landsins i heild. Það er reyndar svo dýrt fyrirtæki, að jafnvel rikisút- varpið á i erfiðleikum með aö tryggja öllum landsmönnum viðunandi hlustunarskilyrði. Einkaaðilar hefðu engan kost á slfku. Þeirra stöðvar hlytu fyrst og fremst að miöast við höfuöborgarsvæöiö — það svæði sem nú þegar hefur i reynd tvær útvarpsstöðvar, rikisútvarpið og Keflavikurút- varpið. Önnur rás og lands- hlutastöðvar Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að rikisútvarpið sé best til þess fallið að tryggja landsmönnum öllum fjöl- breytt útvarpsefni. Til þess að sinna þvi verkefni sem skyldi þarf annars vegar breytingar i rekstri og hins vegar fastan tekjustofn, sem ekki er bund- inn visitöluákvæðum. Min persónulega skoöun er sú, að reka ætti útvarpið fyrir and- virði sérstaks nefskatts, sem kæmi i stað afnotagjaldanna, og sem yrði innheimtur um leið og aðrir skattar. Þá væri hægt að ákveða upphæð skattsins hverju sinni án tillits til visitölumálanna, auk þess sem leggja mætti niöur fok- dýrt innheimtukerfi rikisút- varpsins. Ég er einnig þeirrar skoðun- ar að rikisútvarpið eigi að stefna að þvi i náinni framtið aðhcfja útsendingar á annarri rás, þar sem áhersla yröi lögð á „littara” dagskrárefni sem svo er nefnt. Þá þarf einnig að kanna vel möguleika á að tengja ibúa hinna dreifðu byggða dagskrá útvarpsins, hvort sem það yrði gert með sérstökum lands- hlutastöðvum, eða meö beinu reglulegu framlagi ibúa landsbyggðarinnar til dag- skrár rikisútvarpsins. Það er auðvitað Ijóst, að slik breyting á starfsemi rikisút- varpsins kostar peninga, en landsmenn væru vafalaust fúsir til að láta þá fjármuni renna til útvarpsins til aö fá betri og fjölbreyttari þjónustu. Hér verður rúmsins vegna að láta staðar numið, en siðar verður vikið ajð nokkrum öðr- um atriðum málsins i þessum stað. Elías Snæland Jónsson ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.