Tíminn - 19.07.1981, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.07.1981, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 19. júli 1981 ■ sviðið er stofan í blðkkaríbúð í vesturbæ. sófasett, sófaborð, allir venjulegir húsmunir. útvið vegg standa hljómflutn- ingstæki á skáp og í skápn- um eru hljómplötur í röð- um. litrík málverk og veggteppi á veggjunum. á sófaborðinu stendur kaffi- kanna og kringum hana nokkrar krúsir. persónur eru fjórar: mike pollock — ungur maður meö fremur stutt úfið og svart hár. hann er klæddur gallajakka og röndóttum bol. hann er hálf- ameriskur. bróöir danny pollock. danny pollock — ungur maður með fremur sitt úfið og ljóst hár. hann er klæddur gráum bol og svörtum leðurbuxum. hann er hálfameriskur. bróðir mike poll- ock. hann er með svört sólgler- augu. ij — blaðamaður. eh — blaðamaður. eh: var tónleikaferðin mis- heppnuð? danny: nei. mike:eigum viðekkiaö byrja á öllum þessum sögusögnum sem eru að ganga um utangarðs- menn? ij: hvaða sögur eru þaö? mike: aö viö séum hættir. ij: þið eruð ekki hættir? danny: nei. mike:þessar sögur hafa gengiö siðan hljómsveitin var stofnuö. við yrðum fyrstir til aö segja frá þvi ef það væri satt. eh: það er sagt að hljómsveitin hafi klofnað milli ykkar fjögurra og svo bubba morthens. (pollock-bræður hlæja.) danny: ég veit ekki hvaðan það er komið. mike -.ég meina, það eru rifrildi og deilur i hljómsveitinni, það hefur alltaf verið svoleiðis og verður sjálfsagt alltaf, en við erum ekki að hætta. eh: það hafa lika gengið sögur um... mike: já, það ganga alls konar sögur. við höfum heyrt að bubbi ætli að stofna aðra hljómsveit. að við danny ætlum aö stofna aöra hljómsveit. liklega er þetta komið til af þvi að við höfum gert dálitið af sóló-vinnu undanfarið. bubbi er að koma með stóra plötu, við erum að fara að gefa út litla plötu, en það var heldur aldrei meiningin að utangarðsmenn væru alltaf bundnir hver við ann- an, sömu fimm mennirnir alla tíð. við gerum það sem okkur langar til og þannig eru þessar plötur komnar til. eh: en hvað þá um nýja plötu frá utangarösmönnum sem heild? mike: já, ég held að hún eigi eftir á koma út. eh: já? fljótlega? mike: við eigum mikið hráefni og við ætlum að byrja að spila saman aftur mjög fljótlega. við ætlum samt ekki að spila eins mikið og við höfum gert hingað til. eh: en þið ætliö að spila á böll- um og hljómleikum? mike: aðallega á hljómleikum. danny: við höfum reynt að spila á eins mörgum hljómleikum og við getum en það er ekki um marga staði að velja. eh: en hljómleikarnir ykkar gengu vel, þið fenguð alltaf fullt hús. danny: við fengum annaðhvort fullt hús- eöa þá tómt. ij: ekkert þar á milli? danny: ekkert þar á milli. mike: hinsvegar vorum við farnir að fá miklu fleira fólk á sveitaböll hjá okkur en i byrjun. eh: það komu lika margir bara til að horfa á ykkur, er það ekki? mike: jú, það gerðu margir. danny: sumir komu til að koma af stað vandræðum. ij: segið okkur nú frá hljóm- leikaferðinni. hvernig gekk i rauninni? mike & danny: ja, hljómleika- ferðin... (þeir hlæja) ij: til hvers var þessi ferð? mike: til hvers? >j: já. mike: ja, aðalmarkmiðið var að ná til stærri áheyrendahóps, vegna þess að viö höfðum gert allt sem við gátum gert hér á islandi og það þrisvar sinnum. svo var litla platan okkar að koma út i norðurlöndunum, 45 rpm, svo feröin var lika til aö prómótera þeirri plötu. og okkur gekk vel. við fengum mikiö fólk i sviþjóð, noregi og danmörku, við vorum spilaðir i útvarpinu og svo fram- vegis svo hvað músikina snertir var ferðin árangursrik, en málið var það að við vorum með mill- jónir á bakinu hér heima og þegar hljómsveit er að byrja þarna úti þá fær hún ekki meira en bara rétt til að halda liíi. danny: já, við fengum nóg til að halda lifi sjálfir en ekkert til að senda heim. mike: og i júli áttum við bara völ á tvennum hljómleikum, það var ekki mikið að gerast svo fjár- hagslega var þetta ekki hægt lengur. danny: en við lærðum mikið (hlær) og næsta ferð verður betri. eh: var skipulagningin ekki nógu góð? mike: skipulagningin var ekki nógu góð. þetta var kaos. (danny pollock hlær glaðlega) eh: þið voruð sjálfir i að skipu- leggja? danny: það var fullt af fólki sem stóð i þessu og þessvegna fór ýmislegt úrskeiðis, hljómleikar duttu upp fyrir, þaö voru ólikir aöilar sem sáu um hljómleikana okkar i löndunum þremur. eh: þið hafið engan fram- kvæmdastjöra? danny: nei. viö gerum þetta sjálfir. mike: þarna er kauði!! (hann bendir á bróöur sinn) eh & ij: þú?? (danny pollock hlær) ij: en þessar skuldir ykkar hér heima, voru það persónulegar skuldir eða skuldir hljómsveitar- innar? mike: hljómsveitarinnar. sér- staklega útaf tækjakaupum. danny: við keyptum mikið af tækjum og urðum lika að fá lán- aða peninga til að koma okkur þangað út, kaupa rútuna og fleira. það fór óhemju peningur i þetta. mike: já. það var ekki c.b.s. eða neitt svoleiðis fyrirtæki sem borgaði fyrir okkur, við borguð- um allt sjálfir. danny: við vonum að þetta borgi sig þegar fram i sækir. eh: en nú hafði ykkur gengið mjög vel hér heima, þið selduð mikið af plötum og hafið örugg- lega grætt töluvert á konsertum. af hverju hefur ykkur ekki tekist að borga þessar skuldir? mike: við höfum ekki einu sinni getað borgaö okkur sjálfum! danny: þetta er bara svona dýr bransi. mike: vandinn er aö við höfum þurft að borga allt úr eigin vasa.... danny:ég meina, við vorum að kaupa heljarmikið söngkerfi uppá 20 milljónir. viö erum ennþá að borga það. mike: svo eru rótararnir, bil- stjórar, umboðsmaður.... ij: hvað voru margir i allt i ferðinni? mike: við vorum niu. danny: um tima vorum við tiu þvi við vorum með mann til að tékka á tækjunum á fyrstu hljóm- leikunum, til að allt yrði nú ókei. mike:(æpir) við geröum hvað- eina til að allt yröi sem allra best! eh: en ef þið getið ekki grætt peninga — vinsælasta hljómsveit- in sem hér hefur komið fram i mörg ár — hver getur það þá? mike: ég veit það ekki. mér þætti gaman að sjá það. ij: nú viröast björgvin og brim- kló og það liö allt geta lifað af tón- listinni. danny: þeir eru búnir að vera i þessum bransa miklu lengur en við, þeir búnir að kaupa sin tæki og allt það. mike: (glottir) þeir höfða lika til viðari áheyrendahóps! þeir leika og syngja á annarri hverri plötu sem kemur út, þeir leika i sjónvarpsauglýsingum og svo framvegis. við erum ekki tilbúnir til þess. eh: en þiö voruð i einni auglýs- ingu sem ég hef séð? mike: já, þaö var kaffi-auglýs- ingin. (hlátur) ég vissi ekki fyrr en ég sá hana að ég væri farinn að auglýsa kaffi! eh: þið vissuð þetta ekki? mike og danny: nei. eh: hver stóö á bak við það? mike: máttur há eff. bubbi hafði samþykkt aö vera i þessari kaffiauglýsingu og þeir komu og filmuðu hann i búningsherberg- inu i háskólabiói og svo filmuðu þeir hann á sviðinu og settu okkur i þetta lika. og ég hef heyrt að þeir hafi selt svona 8000 dósir af þessu og fullt af smápönkurum hafi reynt að reykja þetta! (hlátur) það er vist orðið mjög vinsælt. sjálfur fékk ég eina dós ókeypis. danny: það stakk einhver uppá að viö ættum aö auglýsa tennis- skó næst! eh: if you can’t beat ’em, join ’em (þögn) ij: en segið okkur meira frá hljómleikaferðinni. danny: ja, við fengum ekki eins marga hljómleika og við héldum. við spiluðum bara nitján sinnum i allri ferðinni. ij: á hvað mörgum dögum? danny: tveimur mánuðum. mike: öll þessi keyrsla...! eh:hvar voru þessir tónleikar? danny: við byrjuðum i sviþjóð, spiluðum þar 5sinnum, fórum svo til kaupmannahafnar.... mike: en vorum aðallega i nor- egi. við spiluðum þar meðal ann- ars i bæ sem heitir stavangur en þar vorum við ráðnir i fjóra daga. við gengum útum allt og skoðuð- um voöalega stórt búningsher- bergi en hvar er klúbburinn? hann var svona jafnstór og þessi ibúð! nú, en við fórum að spila og spiluðum i tvö kvöld og fengum fullt hús og allir virtust skemmta sér konunglega en þriðja kvöldið voru allir komnir i fýlu, það fór ekki milli mála. þeir voru vist bara vanir banjóböndum þarna! danny: það voru sko bara starfsmennirnir sem voru á móti okkur. mike: svo birtist eigandinn allt i einu og segir: ég hef aldrei áður ráðið prótestband til að spila i minu húsi og við uröum að fara og hætta að spila. i fyrsta sinn á ferl- inum vorum við reknir! hann borgaði okkur meira að segja fyr- ir siðasta kvöldið — bara til að losna við okkur! (pollock-bræður hlæja) svo þegar við erum að keyra heim, þá kemur allt i einu þessi löggubill og snarstansar fyrir framan rútuna og annar fyr- ir aftan og tveir koma upp að hlið- unum. tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn stukku útúr einum bilnum og inni rútuna: aha!! þeir leituðu hátt og lágt að ég veit ekki hverju, ég býst við að eigandinn hafi haldið að við værum i dópi eða einhverju, þetta var engin rútinuleit. fjórir löggubilar, mað- ur! (hlátur) danny: þeir voru vonsviknir þegar þeir heyrðu að við værum frá islandi. við vorum með hol- lensk númer á rútunni svo þeir héldu að við værum þaðan. eh: þið sunguð flestöll lögin á ensku, var það ekki?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.