Tíminn - 19.07.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.07.1981, Blaðsíða 9
9 Sunnudagur 19. júli 1981 menn og málefni Islendingar þarfnast iðnþr óunar stef nu Erfiðleikar iðnaðarins Iðnaöurinn býr við verulega erfiðleika um þessar mundir, eins og reyndar oft áður. Að nokkru leyti rekja þeir rætur til þess,að dollarinn hefur hækkað meira en evrópskir gjaldmiðlar, en fleira kemur þtí til. Hér skal drepið á nokkrar orsakir fleiri. í fyrsta lagi var illa haldið á málum iðnaðarins, þegar samið var um aðildina að Friverzl- unarbandalaginu (EFTA). Iðnaðurinn fékk þá alltof skamman aðlögunartíma. Hann missti tollverndina of fljtítt. Viðreisnarstjórnin hélt illa á málum. Af þessum ástæðum sátu Framsóknarmenn hjá við atkvæðagreiðsluna á Alþingi um aðildarsamninginn, þtítt þeir væru fríverzlun fylgjandi. Þvímiður fengu Framsóknar- menn engan stuðning frá sam- tökum iðnrekenda. bau fylgdu - viðreisnarst jórninni annað hvort af ptílitiskri þægð eða skammsyni eða hvoru tveggja. í öðru lagi hafa verið slælega efnd þau fyrirheit, sem iðnað- inum voru gefin, þegar EFTA- samningurinn var gerður. Sam- kvæmt þeim hefði hann m.a. átt að biía við sambærileg skatta- kjör og aðrir atvinnuvegir, þegar aðlögunartimanum lauk. Þetta hefur ekki orðið raunin. Iðnaðurinn býr t.d. enn við all- þungan launaskatt, sem hvorki sjávarUtvegur eða landbUnaður greiða. Víða greiða iönaðar- fyrirtæki mun hærra aðstööu- gjald til sveitarfélaga en sjávarUtvegur og landbUnaður. 1 þriöja lagi hefur stjórn bankamála ekki sýnt iðnaðinum nægan skilning og bUiö honum svipuö lánskjör og öðrum at- vinnuvegum. Fyrir 10 árum fengu Framsóknarmenn sam- þykkta tillögu á Alþingi um stórbætt lánskjör iðnaðarins,en sU tillaga var upphaflega borin fram af atvinnumálanefnd Reykjavikurborgar. Enn hefur lítið verið gert í þá átt að full- nægja þessari ályktun. Aðlögunar- gjaldið Af hálfu formanns Félags Isl. iönrekenda og iðnaðarráðherra hefur þvi' verið haldið fram, að það væri mikil meinabót fyrir iðnaðinn, ef lagt yrði á svo- kallað aðlögunargjald, sem er eins konar tollvernd. Þetta er hins vegar ekki leyfi- legt nema með samþykki frí- verzlunarbandalaganna, en leyfi þeirra fæst ekki. Fyrir Islendinga er ekki ráðlegt að leggja gjaldið á I trássi við þessa aðila, því að það gæti leitt til gagnráðstafana af hálfu þeirra. Of mikið er I húfi til þess, að hyggilegt sé að fara inn á þessa braut. Þess vegna verður að leita annarra ráða til að bæta stöðu iðnaðarins. betta þarf m.a. að gerast með mörkun ákveðinnar iðnþróunarstefnu, sem ekki er fólgin I háfleygu orðalagi, heldur tilgreinir ákveönar aögerðir, sem skuli komiö I framkvæmd. Það er meira en tuttugu ár siðan Framstíknarmenn lögðu til á þingi að sllk iðnþróunar- stefna yrði mörkuð. Allan timann siðan hafa ráðherrar Ur Sjálfstæöisflokknum og Alþýðu- bandalaginu fariö með iönaöar- mál. Því miður hafa þeir ekki beitt sér nógu eindregiö fyrir sllkri stefnumörkun. Verksmiöjur Sambandsins á Skilyrdi fyrir fríverslun Það var ljóst, að nýtt átak varð að gera til eflingar iðn- aðinum, þegar gengið var I Fri- verzlunarbandalag Evrópu. Iðnaðurinn hafði byggzt upp í skjóli tollverndar. Það þurfti að bda hann undir að geta staðið án hennar. Samningurinn við Friverzl- unarbandalagið var samþykkt- ur á Alþingi rétt fyrir árslok 1969. Utanríkismálanefnd hafði hann til umfjöllunar. í nefndar- áliti, frá fulltrUum Fram- sóknarflokksins i nefndinni (Eysteini Jónssyni, Þórarni Þórarinssyni) sagði m.a. á þessa leið: „Eins og ljóst kom fram i þeim umræðum, sem urðu á árunum 1960—62, þegar rætt var um hugsanlega samninga Islands við Efnahagsbandalag Evrópu, hefur Framsóknar- flokkurinn verið þeirrar skoð- unar, að til þess mundi koma fyrr eða siðar, að Island þyrfti að taka upp meiri friverzlunar- stefnu en fylgt hefur verið til þessa, m.a. með sérstökum við- skipta- og tollasamningi við efnahagsbandalögin I Evrópu. Þetta yrði ptí þvi aðeins fært, ab iðnaðurinn vsri undir það bUinn sð heyja aukna samkeppni á slikum vettvangi. I samræmi við það flutti Framsóknarflokk- urinn tillögu um það á Alþingi 1960, að mörkuð yröi sérstök iðnþróunarstefna og iðnaðurinn efldur og styrktur á þeim grundvelli. A öllum þingum siðan hefur Framsóknarflokk- urinn fhittmargar tillögur, sem hafa miðað að þvi að efla iðnað- inn og tryggja honum jafnræðis- stöðu við landbúnað og sjávarUtveg. Nær allar þessar tillögur hafa verið felldar eða svæfðar. Furðulitlar framfarir hafa því oröið hér I iðnaði á ára- tugnum 1960—70, enda þótt þessi áratugur hafi nær hvarvetna annars staðar orðið stórfelldasti framfaratíminn i iðnaðar- sögunni. Svo mjög skorti á það, að hérlendir valdhafar heföu á þessum tlma nægan skilning á gildi iönaðarins og nauðsyn þess, að tslendingar fylgdust aö með öðrum þjóðum á þessu sviði. Akureyri Sökum þessa sinnuleysis og skilningsleysis valdhafanna og örðugrar aðstöðu iðnaðarins vegna þess töldu Framsóknar- menn ekki timabært á siðasta þingi, að Island sækti um aðild aö Fríverzlunarbandalagi Evrópu. Hér þyrfti áður að marka ákveðna iðnþróunar- stefnu og gera margþættar ráð- stafanir tii þess að bUa iðnaðinn þannig I stakk, að hann gæti staðið sig i samkeppni viðiðnað EFTA-landanna.” Iðnþróunar- áætlun hafnað . 1 framhaldi nefndarálitsins sagði á þessa leið: „Eftir að Alþingi hafði, þrátt fyrir þessa viðvörun Fram- sóknarmanna, ákveðið að sækja um aðild að EFTA, lögðu þeir fram bæði á Alþingi og I EFTA- nefndinni tillögur um, að þegar yrði hafizt handa um að marka ákveðna iðnþróunarstefnu og undirbUa margháttaöar ráð- stafanir til stuönings og eflingar iðnaðinum, m.a. með stórfelldri lækkun tolla á hráefnum og vélum til iðnaðarins, bættri aö- stöðu I lánsfjármálum o.s.frv. Eins og fyrri daginn voru þessar tillögur Framsóknarflokksins svæföar og ekkert raunhæft gert til að tryggja stöðu iðnaðarins frá því, sem áður var. Þessi mál eru því enn I sömu sporunum og fyrir ári. Iönað- urinn er ekki á neinn hátt betur undir það bUinn að mæta harðn- andi samkeppni á innlendum eða erlendum markaði en hann þá var. Því aðeins getur frlverzlun orðið til góðs, að rekin sé skyn- samleg og markviss iðnaðar- stefna og kröftugar ráöstafanir geröar til eflingar atvinnu- rekstrinum. Enn btílar ekki neitt á slíkum aðgeröum hjá rlkisstjtírninni. Aö óbreyttri slíkri stefnu verða tslendingar vanmegnugir þess að notfæra sér EFTA markað og standast EFTA-samkeppni á heima- markaði hér.Stefnubreytingar i þessum efnum er ekki að vænta hjá nUverandi stjórn, þvi að við 10 ára vanrækslu bætist, að hUn hefur I mörgu sýnt vantrU slna á islenzkt framtak, en oftrU á er- lenda forsjá. HUn er því til eins kis liklegri en að kalla Utlend- inga til og fela þeim atvinnu- reksturinn I vaxandi mæli I stað þess að taka upp öflugt forustu- starf til stuðnings Islenzku framtaki.” Aðlögunar- tíminn Að tokum sagði i nefndar- álitinu á þessa leið: „Loks er þess að geta, að ekki hafa fengizt afdráttarlausar undanþágur frá atvinnu- rekstrarákvæðum 16. greinar og aðlögunartíminn á aðeins að verða 10 ár, en Framstíknar- menn hafa lagt áherzlu á, að hann yrði lengri. Þótt ekki hafi fengizt skýrari undanþágur við 16. greinina, hyggst rikisstjórn- in ekki að hafa neinn fyrirvara um hana viö undirritun samningsins. Af þeim ástæðum, sem hér hafa verið raktar, og raunar ýmsum fleiri, teljum viö undir- ritaðir, að ekki sé timabært að taka nU afstöðu til tengsla við EFTA, og leggjum þvl til, að þingsályktunartillögunni verði vi'saö frá með svofelldri rök- studdri dagskrá: Með sérstöku tilliti til þess, að enn hefur ekki verið gerð Is- lenzk iðnþróunaráætlun, sem feli I sér aðlögun að friverzlun við önnur lönd, né viðhlitandi áætlun um aðra þætti þjóðarbú- skaparins við slfk skilyrði, og með þvl að frlverzlun sU, sem kostur er á, er ekki aökallandi nauðsyn vegna Utflutnings, eins og hann er nU, telur þingið rétt, aö frestað verði að taka ákvörðun varðandi afstöðu íslands til Fríverslunarsam- taka Evrópu, en nU þegar hafizt handa um nauðsynlegar áætlunargerðir og málið kynnt þjóðinnisem bezt, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.” Viðreisnarflokkarnir svo- nefndu höfnuðu þessari máls- meðferð og samþykktu aðildina að EFTA, án þess að hafizt væri handa um þá iðnaöarþróun, sem þurfti að fylgja henni. Ráð- herrar Sjálfstæðisflokks og Alþýöubandalags, sem slðan hafa fariö með iðnaðarmál,hafa heldur ekki sir.nt málum eins og skyldi. Þess vegna hefur iðnaðurinn ekki verið bUinn undir það að mæta hinni hörðu erlendu samkeppni, þegar toll- verndinni lauk. Nýtt átak Þessi öfugþróun má ekki haidast áfram. Á næsta þingi verður að móta iðnþróunar- stefnu, sem er ekki aðeins orða- gjálfur, heldur felur i sér raun- hæfar aðgerðir. Það verður aö fella niður skatta, sem hvlla á iðnaðinum nú umfram það, sem sjávarUt- vegur og landbUnaður greiða. Framleiðsluatvinnuvegimir þrír verða að sitja við sama borö I þeim efnum. í lánsf jármálum verður iðnaðurínn að njóta sömu kjara og sjávarUtvegur og land- bUnaður, einkum þó hvað snertir afurðalán og hagstæð rekstrarlán. Stofnlánasjóði iðnaðarins þarf að efla og styrkja. Ennfremur þarf að efla sérstakan trygg- ingasjóð, sem m.a. dregur Ur áhættu viö markaðsöflun fyrir iðnaðinn. Það þarf að gera ráðstafanir tilað iðngreinar geti mætttlma- bundnum erfiðleikum. Það þarf að bæta menntunar- aðstöðu og þjálfun iðnverka- ftílks. Þannig mætti telja áfram. Hér verður að hefjast handa af svipuöum stórhug og dugnaði og þegar hafizt var handa um byggðastefnuna fyrir tiu árum. Þaö verður að láta verkin tala. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.