Tíminn - 19.07.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.07.1981, Blaðsíða 5
Sunnudagur 19. júll 1981 5 myndirnar tók gunnar vilhelmsson mike: ja, fifti tifti. eh: en boðskapurinn hefur komist i gegn? mike: ja, bubbi sagði þeim einu sinni, þaö var i osló, sko drekki nú hver sem betur getur og skemmt- iö ykkur þvi i kvöld kemur rúss- neski flotinn og varpar sprengj- um á ykkur og þá verður það far- vel noregur, svo þið skuluö skemmta ykkur núna. svo fór ég að hella bjór yfir hausinn á mér og sagði þeim að bjórinn þeirra væri besta hárnæring sem til er... svo skiptum við allir um hljóðfæri, ég spilaði á trommur... danny: og þarna spiluðum við „music concrete” sem er impró- viseraö. það kom einhver og spurði hvort þaö yrði á næstu plötunni okkar. eh: hvaö fenguð þiö borgað sirka fyrir kvöldið? danny: ætli það hafi ekki verið svona 3000 að meðaltali. það er ekkert slæmt. ij: 3000 hvað? danny: norskar i noregi, sænsk- ar i sviþjóð... mike: viö fengum einu sinni 7000, það var i klúbb 7 i osló. en það var i gegnum kliku og þegar einn gæinn þarna heyrði það trúði hann ekki sinum eigin eyrum: fenguð þið 7000? annars voru einna bestu tónleikarnir okkar i kristjániu. danny: já, og svo siðustu tón- leikarnir sem viö heldum i hard rock café i osló. þar var umboðs- maður frægrar þungarokkhljóm- sveitarog hann varð mjög hrifinn af okkur. þetta var mikiö „show”. mike:viðbrutum allt og bröml- uöum, ég braut gitarinn minn i þrjá hluta og maggi braut trommusettið sitt... ij: og svo komuði heim? mike: já. ij: og hvers vegna haldiði að þessi orörómur um aö þið væruð að hætta hafi komist á kreik? er einhver.... mike: fólk verður að hafa eitt- hvaðað tala um. þvi finnst gaman aö tala um okkur. ij: já, en er einhver spenna milli ykkar i hljómsveitinni — milli ykkar tveggja til dæmis og svo bubba morthens? mike: já, þaö er spenna milli okkar og hefur alltaf verið, ekki sist músikleg spenna. það er nú þess vegna sem við erum að dútla við sólóplötur. en þaö er spennan sem heldur hljómsveitinni gang- andi. danny: það er spenna i fullt af hljómsveitum. eh: en þið hafið auðvitað heyrt þetta: aö bubbi sé á egó-trippi og hann sé einræðisherra og hirði alla peningana. mike: það er ekkert leyndar- mál að bubbi hefur stórt egó, hann yröi fyrstur til að segja ykk- ur það, og það er oft erfitt að vinna með manni eins og honum, en svona er hann. og þarf stórt egó til að gera þessa hluti. ef það fer ekki út fyrir viss mörk er allt i lagi. ij: ykkur finnst ekki að hann skyggi á ykkur og hina meðlimina i utangarðsmönnum? mike: hann fær mesta athygli i blöðunum en hvað tónlistina varðar þá eru allir jafnir, allir jafnmikilvægir fyrir „soundið”. eh: þið semjið töluvert af lög- um? mike: já, ég sem fullt af lögum og mörg þeirra eru aldrei spiluö, ekki sist vegna þess að ég kýs aö syngja min lög sjálfur. eh:þln lög eru persónulegri, er það ekki, en lög bubba.... ij: prótestlögin. mike: jú, þau eru það. svona sem ég lög. eh: og þiö haldiö að hljómsveit- in beri ykkur báða? danny: „sure”. mike: i bili. ég meina, ég held að á endanum þá stofni ég eða viö aðra hljómsveit. en það er seinna. ij: þið eruð að fara aö gefa út plötu? mike: já, þaö var ásmundur hjá fálkanum sem bauö okkur að gera plötu og við slógum til. ás- geir bragason úr purrk pillnikk er með okkur. eh: nafnið er skrýtið.... danny: „dirty dan á project”. mike: „verkefni danna sóða”... (hlátur) á þessari plötu eru tvö rock’n’roll lög — annaö eftir bob dylan — og svo „mucic con- crete”-uppákoman. eh: þið eruö ekkert að reyna að keppa við bubba, nú er sólóplatan hans einmitt að koma út núna? danny: nei, allsekki, það er ekkert svoleiöis. þeir bara buðu okkur að gera þetta og ég meina, af hverju ekki? mike: sko, þaö neitar þvi eng- inn aö það eru fleiri en ein hljóm- sveit innan utangarðsmanna svo það er bara spurning um tima hversu lengi við getum veriö saman. ij: en hvað eruö þið að gera núna? hvila ykkur eftir feröina? mike: já, við erum að hvila okkur en við byrjum aftur mjög fljótlega. við þurfum bara að æfa betur nýtt efni, það er tónlist sem við höfum ekkert fengist við áöur. við reynum að fara sem viðast 1 staöinn fyrir að spila alltaf það sama. ij: hvernig tónlist er þetta? mike: er það ekki kallað „austurlenskt sýrurokk”? (glaðlegur hlátur) eh: eitt hef ég heyrt. aö setja eigi hljóðfærin ykkar á uppboð til að borga skuldirnar sem við vor- um að tala um áðan. danny: já, það er rétt. við gæt- um þurft að selja tækin en ætlum að gera allt sem við getum til aö komast hjá þvi. við erum kannski að fara að fá okkur vinnu. ij: hvernig vinnu? danny: svona vinnu sem maður græðir pening á! eh:fer þá bubbi aftur I fiskinn? danny: það gæti fariö svo. en viö getum ekki látið selja frá okk- ur fjárfestingar. þvi söngkerfið er ekkert annað en fjárfesting. það er djöfull gott og má nota á ýms- an hátt, meðal annars til aö taka upp plötur. við höfum bara notaö þetta kerfi einu sinni, það var á tónleikunum i háskólabiói. við notum það auðvitaö þegar við för- um að spila núna. mike: það eru bara svo fáir staðir, sérstaklega af þvi að hótel borg er búin aö loka. eh: er hótel borg búin að loka? mike: já, á hljómsveitir. það spilaði vist einhver of hátt. túrist- arnir kvörtuðu. kannski við ætt- um lika að minnast á „rough trade” albúmið — „northern lights playhouse”. það er kannski besta tækifærið sem við höfum fengið ennþá. danny: stóra stundin I islensk- um músikbissness!! ij: haldiði að þið getiö orðið vin- sælir i evrópu? mike: þetta var góö spurning. (hugsar málið) ég held við getum orðið vinsælir á norðurlöndunum, þaö er að segja ef viö fáum tæki- færi til aö vera þar mikiö að spila. en evrópa — það þarf mikla vinnu. og byggist kannki ekki sist á heppni. ij: eruði farnir aö undirbúa aðra tónleikaferð út? danny: andlega! (hlær) við erum farnir að undirbúa okkur andlega. mike: svona hlutir taka langan tima. ef viö ætlum i tónleikaferö að hausti þurfum við að byrja að plana um jól. eh: það er vitaö aö þið lentuö einu sinni i vandræðum á landa- mærum noregs og sviþjóðar en er rétt að þið hafið veriö teknir i gegn þegar þiö voruö að koma til islands? mike: já, þaö er rétt. við vorum fyrstir útúr flugvélinni og vorum alveg tilbúnir aö fara gegnum tollinn þegar tollararnir koma allt i einu: þið fariö sko ekki I gegn. og svo vorum viö teknir einn i einu inni smákompu og þaö var leitað nákvæmlega á okkur, i farangrinum og þaö var komið með hundinn. það var farið meö okkur eins og helvitis bófa. ij:segðið mér eitt. þiö minntust á að á endanum mynduö þið stofna ykkar eigin hljómsveit. verður það islensk hljómsveit eða fariði út? mike: sennilega islensk hljóm- sveit en auðvitað förum viö út. ég meina, ég lit á Island sem heimili mitt, ég elska island og allt það en maður verður aö fara út. eh: hvaö hafiöi verið hérna lengi? mike: sennilega ein átta ár ef allt er lagt saman, viö höfum flakkað töluvert fram og aftur milli islands og bandarikjanna. ij: þangað til i fyrra vissi eng- inn að þiö væruð til, svo stukkuð þið allt i einu fram i sviðsljósið. (pollock-bræöur hlæja) hvað vor- uð þið að gera öll þessi ár? mike:ég varhérna, danny var i bandarikjunum. eh: þið eruð albræður, er þaö ekki, ekki hálfbræður? mike: jú. danny: ekki vitum við betur! (þeir hlæja hátt og mikið) pabbi kynntist mömmu reyndar á hótel borg.... mike: nú, við höföum alltaf veriö að pæla i músik og ég haföi veriö i nokkrum hljómsveitum hérna en alltaf verið rekinn afþvi ég heimtaði alltaf að við spiluöum frumsamda tónlist. ég nennti ekki að vera i þessum dansiballa móral. danny: svo kom ég hingaö i fyrra og við fórum að spila dálitið saman, bara svona i bilskúr, en ætluðum ekkert að spila opinber- lega. þá hittum við bubba en hann var að taka isbjarnarblús upp i einhverjum kjallara úti bæ! og viö sögðum viö hann: af hverju ekki að taka upp i almennilegu stúdiói, og hann geröi þaö. við hjálpuðum honum og ákváðum svo að stofna hljómsveit til að fylgja plötunni eftir. mike:þá vorum við fjórir byrj- aðir að spila saman. eh: þá hafiöi veriö hljómsveit bubba morthens? danny: neinei, allsekki. það lit- ur kannski út fyrir þaö en þá strax vorum viö bara hver önnur hljómsveit, allir lögöu eitthvaö af mörkum. svo eftir að fyrstu hljómleikaferðinni lauk, þá ákváðum við að halda áfram. eh:hraðinn á toppinn, hann var ótrúlegur. danny: æðislegur! mike: viö vorum búnir að spila saman i sex vikur og svo vorum viö allt i einu farnir að spila með clash. ij: (við danny pollock) eitt áöur enviðhættum. af hverju ertu allt- af með sólgleraugu? danny: (hlær) ég er með viö- kvæm augu, mér er illa við birtu. svo eru þetta ekki bara sólgler- augu, ég er líka nærsýnn. ij: (fer að taka saman föggur sinar) jæja, ætli þiö séuð ekki búnir að kveöa rækilega niður orðróminn um að utangarösmenn séu að hætta? mike: það vona ég. eh: þetta var mjög þrálátur orðrómur. ij: já, þegar viö komum hingaö héldum við að þið ætluðuö aö út- skýra fyrir okkur af hverju hljómsveitin hefði hætt. mike: (brosir) jæja? ég vona bara að þið hafiö ekki oröiö fyrir vonbrigöum.... (tjaldið) ijskrásetti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.