Tíminn - 16.09.1981, Síða 5
Miðvikudagur 16. september 1981
5
fréttir
Norsku kosningarnar:
UTIAR LÍKIIR A MEIRIHLUTA-
STJÚRN HÆGRIFLOKKANNA
Frá Eiriki S. Eirikssyni,
fréttaritara Timans i
Osló.
■ Tekst Káre Willoch aö mynda
meirihlutastjórn i Noregi, eða
tekur minnnihlutastjórn Hægri
flokksins undir forsæti Willochs
vib völdum þann 13. október n.k.?
Þetta er spurning sem brennur á
allra vörum i kjölfar'úrslitanna i
norsku þingkosningunum.
Hægri flokkurinn er hinn stóri
sigurvegari þingkosninganna, og
enginn vafi leikur á að Kare
Willoch myndar næstu stjórn.
Fylgistap hina bor.garaflokkanna
Miðflokksins, og Kristilega
þjóðarflokksins, gerir bað hins
vegar að verkum að minni likur
eru taldar á að þeir hætti sér i
samstarf með Hægri flokknum.
Leiðtogar borgaraflokkanna
áttu óformlegan fund með sér i
gær, og var þá ákveðið að hefja
stjórnarmyndunarviðræður á
skrifstofu Ka're Willoch kl. 18 i
dag. Þeir sem mættu á fundinn
voru Káre Willoch og Jo Benkow,
sem mættu fyrir Hægri flokkinn,
Johan J. Jakobsen, og Sverre
Helland, fyrir Miðflokkinn, og
Káre Kristiansen og Kjell Unde-
vik, mættu fyrir Kristilega
þjóðarflokkinn.
Enn er ekki ákveðið hvað
margir fulltrúar skuli taka þátt i
stjórnarmyndunarviðræðunum.
Hægri flokkurinn óskaði eftir þvi
að tveir fulltrúar frá hverjum
flokki tækju þátt, en búist er við
þvi að fulltrúarnir verði a.m.k. 3
eða 4 talsins. Beðið er eftir þvi
með mikilli eftirvæntingu hverjir
verði tilnefndir frá Kristilega
þjóðarflokknum, en ef Lars Kor-
vold, fyrrverandi formaður þing-
flokksins, verbur þar á meðal, má
búast viö þvi að flokkurinn hafi á-
kveðið ab hvika hvergi i fóstur-
eyðingamálinu, og þá er hverf-
andi mög’ileiki á að þriggja
flokka stjórn verði mynduð.
Þó að Kristilegi þjóðarflokkur-
inn geri ekki fóstureyðingamálið
að skilyrði fyrir stjórnarþátttöku,
eru samt sem áður mörg ljón á
veginum áður en stjórn verður
mynduð, og ekki er vist að
borgaraflokkarnir nái saman.
Eftir á að koma i ljós hvað Mið-
flokkurinn og Kristilegi þjóðar-
flokkurinn geta sætt sig við af
ráöherrastólum. Káre Willoch
hefur lýst yfir að hann telji eðli-
legt að hver flokkur fái ráðherra-
embætti nokkurn veginn i sam-
??Árangur
Framfaraflokks
ins kemur
mest á óvart”
— segir Ólafur Jóhannesson,
utanríkisráðherra
„Ríkisafskipti, skatt-
heimta, og varnarmál”
— ráðandi um norsku kosninga-
úrslitin, segir Geir Hallgrímsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins
■ „Þessi úrslit urðu ekki ólik
þeim, sem búið hafði verið að
spá,” sagði Ólafur Jóhannesson,
utanrikisráðherra, þegar hann
var inntur eftir áliti á úrslitum
norsku þingkosninganna. „Það
sem kemur kannski mest á óvart
er ávinningur Framfaraflokks-
ins,” sagði Ólafur.
Að öðru leyti vildi Ólafur
Jóhannesson ekki tjá sig um úr-
slit kosninganna, eða hvaða mál-
efni hefðu valdið þeim. Kvað það
vera mál Norðmanna sjálfra. Um
áhrif kosningaúrslitanna og
væntanleg stjórnarskipti, á sam-
skipti Islendinga og Norðmanna,
sagði Ólafur að ekki hefði tekist
að ljúka landgrunnsviðræðum
landanna fyrir kosningar, en
hann hefði ekki ástæðu til að ætla
að það hefði slæm áhrif á viðræð-
urnar. JSG.
■ Ólafur Jóhannesson, utan
rikisráöherra.
■ „Ég tel sigur borgaralegu
flokkanna i Noregi athyglis-
verðan, m.a. held ég að þakka
beri sigur þeirra samstööu flokk-
anna þriggja og ótviræðri forustu
og styrkleika Hægri flokksins,”
sagði Geir Hallgrimsson, for-
inaður Sjálfstæðisflokksins,
aðspurður um norsku kosninga-
úrslitin.
„Norðmenn eru bersýnilega
orðnir leiðir á sivaxandi rikisaf-
skiptum og skattheimtu,” hélt
Geir áfram,” og hafa orðið fyrir
vonbrigðum með hvernig oliu-
gróðinn hefur nýst þeim. Óhætt er
einnig ab túlka kosningaúrslitin
þannig, að Norðmenn séu stað-
ráðnir i ab styrkja varnarsamtök
vestrænna þjóða, þrátt fyrir, eða
e.t.v. einmitt vegna, siaukins
þrýstings að austan.
Unga fólkið, sem nú i fyrsta
sinn fékk kosningarétt 18 ára,
hefur að þvi er talið er átt veiga-
■ Geir Hallgrimsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins.
mikinn þátt i sigri borgaralegu
flokkanna, og segir það sina sögu
um horfur framundan,” sagði
Geir Hallgrimsson.
■ Magnús H. Magnússon, vara-
formaður Alþýöuflokksins
„Menn
vilja
breytingar
breyting-
anna
vegna”
— segir Magnús
H. Magnússon,
varaformaður
Alþýðuflokksins
■ „Ég held að þarna sé fyrst og
fremst um það aö ræða að menn
vilji breytingar, kannski
breytinganna vegna,” sagði
Magnús H. Magnússon, varafor-
maður Alþýðuflokksins, i samtali
viðTimann um kosningaúrslitin i
Noregi.
„Menn séu kannski orðnir
þreyttir á að hafa alltaf sama
flokkinn, sömu mennina, i
stjórn,” sagði Magnús. „Þannig
virðist þetta vera t.d. i Sviþjóð, en
þar féll stjórn jafnaðarmanna,
eftir að hafa verið lengi við völd.
Nú benda skoðanakannanir til að
jafnaðarmenn komist aftur til
valda i næstu kosningum. Ég
held að þetta séu engar varan-
legar breytingar, en það fer að
nokkru eftir hvernig stjórnar-
samstarf gengur.
Sannleikurinn er sá, að Hægri
flokkurinn hefur verið að sveigja
til vinstri, svipaö og Sjálfstæðis-
flokkurinn gerði hér fyrir nokkr-
um árum, og hefur tekið upp fjöi-
mörg af gömlum og nýjum
stefnumálum jafnaðarmanna.
Það þýðir náttúrlega aö hann nær
miðjufólki til sin.
En auðvitað er ég ekki ánægður
með þetta,” sagði Magnús H.
Magnússon. „Þetta er hins vegar
enginhægrisveifla, viðsjáum t.d.
þaö sem gerðist i Frakklandi.”
—JSG.
ræmi við þingstyrk, en hætt er við Kristilega flokksins þyki ekki
að fulltrúum Miðíiokksins og nógu vel boðið. —JSG.
Utankjörstaða-
atkvædin juku
enn á tap Verka-
mannaflokksins
misstu 11 þingsæti
í kosningunum
Frá Eiriki S. Eiriks-
svni fréttaritara
Timans i Osló.
■ Þegar endanleg úrslit i
norsku þingkosningunum lágu
fyrirum miðjan dag i gær, var
ljóst að utankjörstaðaat-
kvæði höfðu aukiö enn á tap
Verkamannaflokksins. Lengi
vel leit Ut fyrir að flokkurinn
tapaði 8-10 þingsætum, en
þegar utankjörstaöaatkvæöin
höfðu verið talin kom i ljós að
Verkamannaflokkurinn hafði
tapað 11 þingsætum.
Úrslitin urðu þvi þau að
Verkamannaflokkurinn fékk
37,3% atkvæöa, eða 5% minna
en fyrir fjórum árum siðan, og
65 þingmenn kjörna. Hægri
flokkurinn fékk 31,6% atkvæða
(+6,9%), og 54 þingmenn
kjörna, sem er 16 þingsætum
meira en flokkurinn hafði
áður. Miðflokkurinn fékk 6,7%
atkvæða (-1,9%), og 11 þing-
menn, sem er einum færri en
áður. Tap Kristilega þjóöar-
flokksinskom ekki á óvart, en
flokkurinn fékk 10,2% at-
kvæða, (-7,1%), og 15 þing-
menn kjörna, sem er 7 þing-
mönnum færra en flokkurinn
hafði áður. Vinstri flokkurinn
hélt sinum 2 þingsætum og
fékk 3,9%, sem er 0,7 meira en
hann fékk siðast. Framfara-
flokkurinn,sem stendur lengst
til hægri i norskum stjórn-
málum, fékk 4,5 atkvæða, og
fjóra þingmenn, en flokkurinn
átti ekki fulltrúa á siðasta
þingi. Sósialistaflokkurinn,
sem varið hefur ■ rikisstjóm
Verkamannaflokksins falli
undanfarin ár, fékk 4,2% at-
kvæöa (+ 0,8%), og fjóra þing-
menn kjörna, sem er 2 þing-
mönnum meira en flokkurinn
hafði.
Það er þvi ljóst að borgara-
flokkarnir þrir hafa samtals -
80 af þeim 155 þingsætum, sem
slegist var um i kosningunum.
Verkamannaflokkurinn og
Sósialistaflokkurinn hafa
samtals 69 eftir þessar
kosningar. Ef borgara-
flokkarnir koma sér saman
um stjórnarmyndun þá hafa
þeir góðan meirihluta a þingi.
—JSG.
„Sigur Hægri
flokksins
mest á kostnað
miðflokka”
— segir Svavar Gestsson, for-
madur Alþýðubandalagsins
■ „Mér þykir náttúrlega merki-
legt, að fólk skuli kjósa þennan
Hægri flokk i stórum stil, á þess-
um timum þegar mest á ríöur að
kjósendur, sem langflestir eru
launamenn, fylki sér saman til
varnar þeim ávinningi sem
verkalýðshreyfingin hefur náð,
m.a. á Norðurlöndum, á siöustu
árum og áratugum,” sagði
Svavar Gestsson, félagsmálaráð-
herra, um úrslit norsku þing-
kosninganna.
„Það á hins vegar eftir að koma
i ljós, hversu langt Káre Willoch
gengur i að framkvæma þá
stefnu, sem hann heíur boðað. En
mér er kosningaávinningur
Hægri flokksins að sjálfsögðu
ekki að skapi,” sagði Svavar.
„Hins vegar tel ég það býsna
athyglisvert, að kosningasigur
Hægri flokksins er unninn á
kostnað miðflokkanna fyrst og
fremst. Þrátt fyrir nokkurt tap
hjá Verkamannaflokknum, þá er
greinilegt að það er ekki mjög
verulegt sem hann tapar yfir til
Hægri flokksins. Jafnframt gerist
það að sósialiski vinstri flokkur-
inn bætir við sig einhverju fylgi.
■ Svavar Gestsson, formaður
Alþýðubandalagsins.
Það er einnig athyglisvert að
Verkamannaflokkurinn norski
var með mun róttækari stefnu i
utanrikismálum núna i
kosningum en lengi áður, og sú
stefna nýtur þrátt fyrir allt þetta
mikils fylgis norskra kjósenda,
Íum 40%, sem er vert að
dra við, „sagði Svavar Gests-
, félagsmálaráðherra.
—JSG.