Tíminn - 16.09.1981, Page 7

Tíminn - 16.09.1981, Page 7
Miðvikudagur 16. september 1981 7 erlent yfirlit ■ ÚRSLIT þingkosninganna i Noregi urðu á þann veg.sem spáð hafði verið. Vinstri flokkarnir, Verkamannaflokkurinn og Sósialiski vinstri flokkurinn, misstu meirihluta sinn á þingi, og verður minnihlutastjórn Verka- mannaflokksins þvi að fara frá. Borgaralegu flokkarnir þrír, Hægri flokkurinn, Kristilegi flokkurinn og Miðflokkurinn, fengu samanlagt meirihluta á þingi og munu þvi standa að stjórnarmyndun, eins og þeir höfðu heitið fyrir kosningarnar. Það er hins vegar ekki ljóst, hvort mynduð verður samsteypu- stjórn þessara flokka þriggja, eða minnihlutastjórn Hægri flokksins eins. Siðari möguleikinn þykir alveg eins liklegur, þar sem Hægri flokkurinn vann mikið á, en hinir flokkarnir töpuðu. Það getur stuðlað að þvi, að þeir vilji siður taka þátt i stjórn. Þótt það sé enn ekki ljóst, hvor þessara möguleika verður fyrir valinu, er það öruggt, að formað- ur þingflokks Hægri flokksins, Kare Willoch, mun verða næsti forsætisráðherra Noregs. Flokk- ur hans varð óumdeildur sigur- vegari kosninganna og raunar gildir hið sama um Willoch. Hann hefur verið svipmesti stjórn- málamaður Noregs siðan þeir Einar Gerhardsen og Trygve Bratteli drógu sig i hlé. SAMKVÆMT bráðabirgðatöl- um urðu úrslit kosninganna þessi (innan sviga úrslitin 1977). Verkamannaflokkurinn 37.4% (42.3%) og 66 (76) þingmenn. Hægri flokkurinn 31.4 % (24,7%) og 54 (41) þingmenn. Kristilegi flokkurinn 9.3% (12.2%) og 15 (22) þingmenn. Miðflokkurinn 6.7% (8.6%) og 10 (12) þingmenn. Sósialiski vinstri flokkurinn 4,9% (4.2) og 4 (2) þingmenn. Vinstri flokkurinn 3,9% (3.2%) og 2 (2) þingmenn. Framfaraflokkurinn 4,5% og 4 þingmenn. Flokkurinn fékk eng- an mann kjörinn 1977. Framfaraflokkurinn er á ýms- an hátt svipaður flokki Glistrups i Danmörku. Það vekur sérstaka athygii, að hann skyldi eflast i kosningunum nú, eða á sama tima og Hægri flokkurinn jók fylgi sitt. Vel getur svo farið, að Hægri flokkurinn eigi eftir að ■ Káre Willoch Virtur en ekki eins vinsæll Lýsingin á næsta forsætisráðherra Noregs eignast þar keppinaut á hægri væng stjórnmálanna. Hægri flokkurinn er eins og áð- ur segir óumdeilanlegur sigur- vegari kosninganna, bætir við sig 13 þingsætum. 1 tilefni af þvi munu ýmsir vilja tala um hægri sveiflu i Noregi. Slikt er þó hæpið, þvi að á siðari árum hefur Hægri flokkurinn verið heldur að snúast til vinstri og bilið að minnka milli hans og Verkamannaflokksins. Þetta er að nokkru leyti skýring á þvi, að hann vinnur nú fylgi bæði frá Verkamannaflokknum og miðflokkunum. Jafnframt kann þetta að skýra það, að hann virð- ist missa fylgi til Framfara- flokksins. Þvi fór f jarri, að Hægri flokkur- inn boðaði nokkra leiftursókn i likingu við Margaret Thatcher og Geir Hallgrimsson. Flokkurinn tók mið af þvi, að hann ætlaði að vinna með miðflokkunum eftir kosningarnar. Verkamannaflokkurinn fékk öllu betri útkomu en spáð hafði verið. Sennilega á hann það mest að þakka Gro Harlem Brundt- land, sem þótti standa sig vel i kosningabaráttunni. Vafalitið stafar tap flokksins mest af þvi, að kjósendur hafa viljað fá breyt- ingu eftir átta ára stjórn hans. Sennilega hefur það veikt Kristilega flokkinn, að hann lagði kapp á bann við fóstureyðingum. Það háir hins vegar Miðflokkn- um, að hann hefur ekki eignazt áberandi foringja siðan Per Borten lét af forustunni. HINN væntanlegi forsætisráð- herra Noregs Káre Isaachsen Willoch, er fæddur 3. október 1928. Hann er hagfræðingur að menntun. A námsárum sinum vann hann að ýmsum hagfræði- legum verkefnum hjá skipafélög- um, en að námi loknu réðist hann til iðnaðarsamtakanna. A árun- um 1963-1964 var hann fram- kvæmdastjóri Hægri flokksins. Willoch var ungur, þegar hann hóf afskipti af stjórnmálum. Hann var kjörinn varaþingmaður 1955 og hefur átt sæti á þingi siðan 3958. Hann var verslunarmála- ráðherra 1963 og aftur 1965-1970 i stjórn Bortens. Willoch hefur verið formaður þingflokks Hægri flokksins siðan 1970. Það gildir um Willoch að hann er meira virtur en vinsæll. Hann er mikill starfsmaður, stálminn- ugur og mælskugarpur. Sumir telja, að hann geti verið minnug- ur um of' á ýmis smáatriði og lengi það stundum mál hans að óþörfu. Hann virðist kunna vel við sig i kappræðum, eins og komið hefur i ljós á fundum Norður- landaráðs. Willoch þykir ekki sérlega mannblendinn og nýtur ekki vin- sælda hjá fjölmiölum. Þeir hafa sótzt eftir ab taka myndir á heimili hans, en fengiö afsvar. Hann er giftur hjúkrunarkonu, sem vinnur enn á spitala hálfan daginn, og eiga þau þrjú börn. Venjulega fer hann i strætis- vagni, þegar hann sækir þing- fundi. Hann hefur þó bilpróf og átti Volvo til skamms tima. Ný- lega skipti hann um og fékk sér litinn japanskan bil. Willoch keppir að þvi að lifa reglulegu lifi. Hann stefnir að þvi að ganga til hvilu ekki siðar en um ellefu leytið. Hann er að mestu bindindismaður, en afneit- ar þó ekki áfengi með öllu. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri skrifar erlendar fréttir Egyptar reka rússneska sendiherrann ■ Egypska stjórnin rak i gær úr landi soveska sendiherrann i Kairo.og sex aöstoðarmenn hans. Sömuleiðis voru tveir sovéskir blaðamenn reknir. Þá var til- kynnt um að sbvéskri hermála- skrifstofu i Kairó yrði lokað, og ennfremur egypskri hermála- skrifstofu i Moskvu. Þessar að- gerðir koma i kjölfar þess aö Sadat forseti, og fleiri stjórnar- menn, saka Sovétmenn um að grafa undan egypsku stjórninni, og hvetja til óróa. RUssneskisendiherrann, Vasily Poliakov, fékk 34 klukkustunda frest til að koma sér úr landi. Hann hafði verið 7 ár i Egypta- landi. Ungverskur sendiráösmað- ur fær að fylgja Rússunum Ur landi, en Egyptar hafa sakað hann um aö hafa verið i vitorði með þeim. Egyptar hafa sakaö RUssana um að hafa æst til átaka milli múhameðskra og kristinna hópa i landinu. Frá þvi að Egyptar visuðu fjöl- mörgum rússneskum sérfræðing- um Ur landi árið 1972, hafa þeir hallað sér enn meira að Banda- rikjunum i hermálum og i öðrum alþjóöamálum. ■ Anwar Sadat, Egyptalands. forseti Tilræði við banda- rískan herforingja ■ Tilraun var i gær gerö til að ráða yfirmann herliðs Banda- rikjanna i Evrópu af dögum. Handsprengju Var varpaö að bifreiö hans j Heidelberg I Vestur-Þýskalandi. Yfirmaö- urinn og aðrir sem I bifreiðinni voru þar á meðal eiginkona herforingjans, sluppu meö skrámur. Þetta var fjórða árásin á sið- ustu þremur vikum á banda- riska embættismenn i Þýska- landi. Herforinginn sagðist i gær ekki hafa upplýsingar um hverjirbæru ábyrgð á tilræöinu, en minnti á að hryðjuverkasam- tök rauðu hersveitanna hefðu haft I hótunum við bandariska herliöið i Þýskalandi. Vestur-þýsk yfirvöld for- dæmdu árásina i gær, og settu af stað rannsókn á henni. Páfi styður við verkalýðsfélög ■ Jóhannes Páll páfi hefur i bréfi til kaþólikka um allan heimvariö stofnun og starfsemi verkalýðsfélaga. 1 bréfinu segir hann að „fólk hafi rétt til að stofna verkalýðsfélög, og til að efna til verkfalla, i þeim til- gangi að fá kjörum sinum breytt,” en hann bætir við aö „verkalýðsfélög ættu ekki að beita valdi sinu í pólitiskum til- gangi.” Páfi segir ennfremur i bréfi sinu að hreyfing sé i þá átt I heiminum aö draga úr misbeit- ingu á verkafólki. Hann gagn- rýnir bæði „óbifanlegan kapi- talisma” og „marxisk stjórn- kerfi,” sem hann segir aðeins „flytja vald frá einum hópi til annars.” Páfinn lýsir siðan yfir stuðningi sinum við að verka- mennöðLiistmeira vald istjóm- un fyrirtækja, en um það er harðlega deilt i Varsjá þessa dagana. Samkomulag um aðstoð Bandaríkjanna við Pakistan ■ Fréttir bárust af þvif gær, að Pakistan hefði formlega sam- þykkt aö taka við viðtækri að- stoð frá Bandarikjunum, bæði hernaðarlegri og efnahagslegri. Aðstoðin er talin nema samtals um 3.200 milljónum dollara. Pakistanska stjórnin hafði fyrir þremur mánuðuni sfðan tekiö vel i þá aðstoð sem Banda- rikjamenn höfðu þá boöið þeim, en voru þóóánægðir með hversu langan ti'ma þeir þyrftu að biða eftir aö fá afhentar F-16 orustu- þotur. Samkomulag náðist um þetta atriði i heimsókn James Buckly, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandarikjanna, til Islam- abad i siðustu viku. Utanrikisráðherra Pakistan lét þau orö falla i' gær, að aöstoö Bandarikjamanna gæti oröið upphaf aö nýju timabili nánari samskipta rikjanna. ÍRAN: Til nýrra skotbardaga kom i gær i Teheran, liklega á milli Muhaden skæruliða og öryggislögreglunnar. SOVÉTRÍKIN: Rússar hafa neitað ásökunum um að hafa beitt eiturefnavopnum i Suðaustur-Asiu. SOVETRIKIN: Nokkrir leiðtogar breska Verkamannaflokks- ins, þ.a.m. Michael Foot og Denis Healy, komu I gær til Sovet- rikjanna i heimsókn. Þeir munu aðallega ræða um afvopnun við sovéska ráðamenn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.