Tíminn - 16.09.1981, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.09.1981, Blaðsíða 13
Mi&vikudagur 16. september 1981 Iþróttir „Stefnum að sigri” Segja Framarar um leik sinn og Dundalk í Evrópukeppninni ® „Leikurinn leggst einstaklega vel I okkur,” sögöu strakarnir I meistaraflokki Fram I knattspyrnu i gær og voru hvergi bangnir. I ,,Satt best að segja, þá vitum við ekkert um mótherja okkar Dundalk, hvorki hvað liös- mennirnir heita, né hvaða taktik þeir spila,” sagði Hólmbert Frið- jónsson þjálfari Framara, þegar blaðamaður Timans hitti hann a& máli á fundi sem hann hélt með liðsmönnum sinum I gær. „Við munum spila okkar venju- lega sóknarleik og reyna svo að geta i eyðurnar hvað snertir varnarleikinn,” sagði Hólmbert. Hólmbert sagði að það væri ekkert launungarmál að Framarar stefndu að sigri i þess- um leik. ■ „Satt best a& segja þá vitum viðekkertum mótherja okkar hjá Dundalk,” sagði Hólmbert Frið- jónsson þjálfari Fram-liðsins I gær. Við sama tækifæri hitti blaða- maöur Timans þá Guðmund Baldursson, Guðmund Torfason, Sighvat Bjarnason og Halldór Arason og spurði þá hvernig leikurinn i dag legðist i þá. Allir sem einn: „Alveg einstaklega vel. Við teljum okkur eiga góðan sjens á að komast i 2. umferð.” Allir nema einn spáðu Fram sigri, ýmist 2-0 eða 3-0, en einn spáði úrslitunum 0-0. „Leikurinn leggst bara vel i mig. Við munum leika til sigurs,” sagði Péturs Ormslev i viðtali við Timann i gær, þegar hann var að þvi spurður hvernig Evrópu- leikurinn gegn irska liðinu Dundalk legðist i hann, en Fram og Dundalk leiða saman hesta sina á Laugardalsveliinum kl. 17.30 i dae. „Viö vitum sáralitiö um irska liöið. Höfum engar spólur séð af þeim, þannig að við rennum til- tölulega blint i sjóinn," sagði Pétur. Pétur sagði að undir- búningurinn fyrir leikinn i dag hefði verið með hefðbundnum hætti. Framliðið myndi leika svipað kerfi og þáð hefði gert i sumar, ef til vill með sma'af- brigðum. Hann sagði að einhugur rikti i liðinu varðandi það að spilað yrði upp á sigur. Pétur sagðist vonast til þess að veðrið yrði þokkalegt þannig að aðsókn að leiknum yrði góð. Ekki gerði hann sér þó vonir um að fleiri en 2000 áhorfendur kæmu til þess að sjá leikinn. Við stefnum að sigri hérna heima, það er alveg öruggt mál. Ég verð ánægður ef við náum sigra eitt — núll, en vonast þó til þessaö mörk okkar verði fleiri,” sagði Pétur. „Þetta eru gamlir jaxlar” „Leikurinn leggst bara nokkuð vel i mig. Menn eru held ég i góðu formi fyrir þennan leik,” sagði Marteinn Geirsson fyrirliði Framliðsins, þegar hann var spurður hvernig honum litist á leikinn viö Dundalk i dag. „Við vitum að visu ósköp litið um leikmenn þessa liðs, en þaö Tlmamyndir — Ella. getur verið ágætt að vita sem minnst. Ég held að þetta séu gamlir jaxlar úr bresku knatt- spyrnunni,” sagði Marteinn. Sagði hann að þeir hefðu vist staöið sig nokkuð vel siðast þegar þeir tóku þátt i Evrópukeppni. —AB. ■ Dragan Pantelic er talinn einn besti markvör&ur Evrópu. Hann hefur leikið 35 landsleiki meö júgóslavneska landsliðinu. Hann kom til Bordeaux nú i sumar. Pantelic tekur allar vitaspyrnur fyrir Bordeaux og júgóslavneska landsliöið. — segir Sedov, hinn rússneski þjálfari Vikinga um leik þeirra og franska liðsins Bordeux f Evrópukeppninni á morgun ■ Nýbakaðir tslandsmeistarar Vikings i knattspyrnu þurfa svo sannarlega ekki að óttast verk- efnaleysiá næstunni, þvi auk þess að leika fyrri leik sinn i Evrópu- keppninni nú á morgun gegn franska liðinu Bordeaux, sem er efst i frönsku deildakeppninni, þá fara þeir nú á föstudaginn áleiðis til Sovétrikjanna þar sem þeir leika þrjá leiki, til undirbúnings siðari leiknum við Bordeaux, sem verður i Frakklandi 30. septem- ber. Nú beinist allur kraftur Viking- anna að þvi að undirbúa sig sem best fyrir leikinn á morgun, en hann fer fram á Laugardalsvell- inum kl. 17.30. Liðið átti fri i fyrradag en i gær og i dag verður það við æfingar. son er markakóngur tslands- mótsins, ásamt Sigurlási Þor- leifssyni úr IBV. Lárus hefur verið undir smásjánni hjá erlend- um félögum aö undanförnu og hefur þýska liðið Fortuna Dtíssel- dorf nú gert honum tilboö um tveggja ára samning. Þvi kann svo að fara aö Lárus leiki ekki fleiri leiki með Vikingi, þegar þessum Evrópuleikjum er lokið og þvi gæti svo farið aö siðasta tækifæri islenskra aðdáenda hans til þess að sjá hann leika á íslenskri grund, að sinni a.m.k. yrði á morgun. Bordeaux er topplið Bordeaux er talið næsta stór- veldi i franskri knattspyrnu. Það trónar nú á toppi fyrstu deildar- innar i Frakklandi og hefur mörgum geysigóðum leikmönn- um á aö skipa. Má þar nefna menn eins og miðvöröinn Marius Tresor og Tigana. Liðið hefur á undanförnum tveimur árum keypt sjö kunna leikmenn þar á meðal ýmsa snjöllustu leikmenn franska landsliðsins. Hefur liðið lagt i mikil fjárútlát til þess aö vinna „Strákarnir munu berj- ast af krafti” Hinn rússneski þjálfari Viking- anna, Youri Sedov segir að það sé erfitt að spá fyrir um úrslit leiks- ins við Bordeaux. Segist hann þó geta sagt hvernig menn séu stemmdir: „Strákarnir munu berjast af krafti. Ef lukkan verð- ur með okkur þá getur Vikingur náð sigri.” Þess má geta hér að það er nú frágengið að Sedov, sem hefur þjálfað Vikinga tvö undanfarin sumur, mun þjálfa þá áfram næsta sumar. Siðasti leikur Lárusar? sér sess sem stórveldi i frönsku knattspyrnunni og er allt útlit fyrir að þvi takmarki sé nú náð. Bordeaux hefur ekki unniö 1. deildina i Frakklandi siðan 1950, en það ár keppti liðið einnig til úr- slita I bikarnum og tapaði. Liðið varð franskur bikar- meistari 1941, en 1950,1968 og 1969 varð það i öðru sæti i bikarnum. Liðið varð einnig i öðru sæti i 1. deild 1966 og 1968. Það eru þvi orð að sönnu aö leikmenn Bordeaux og ibúar séu orðnir langeygir eftir verðlaun- um og eru þeir jafnframt bjart- sýnir á að franski meistaratit- illinn hafni i Bordeaux á komandi vori. Allt um það ættu islenskir knattspyrnuunnendur að fá tæki- færi til þess að horfa á vel leikna knattspyrnu á morgun, svo framarlega sem veðurguðirnir verða okkur hliðhollir. Miðherjinn Lárus Guðmunds- „Strákarnir munu berjast af krafti” —AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.