Tíminn - 16.09.1981, Síða 20

Tíminn - 16.09.1981, Síða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sími (91) 7 - 75 - 51, (91) 7 - 80-30. TTTTp Skemmuvegi 20 riiijUii nr , Kópavogi Mikiö úrval Opið virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF ^ Gagnkvæmt tryggingafélag Fjórhjóladrifnar dráttarvélar 70 og 90 ha. Kynnið ykkur verð og kosti BELARUS Guöbjörn Guðjónsson heildverslun m» Miðvikudagur 16. sept 1981 ■ Áhöfnin á Agústi RE. 61. Benedikt Agústsson, skipstjóri og hásetarnir, Kristinn Pétursson og Asbjörn Jónsson. „FENGUM AÐEINS EINA ÝSU I HELV.. TROSSUNA” sagði Benedikt Ágústsson, útgerðarmaður og skipstjóri á Ágústi RE ■ „Við erum á ýsunetum og sækjum hérna Ut á Svið, fiskeriið hefur verið ákaflega tregt að und- anförnu. Við íengum aðeins eina ýsu i eina helv.. trossuna. Þaö var þó eitthvað aðeins meira i hinum tveim þvi alls erum við með um 500 kiló eftir nóttina,” sagöi Benedikt Agústsson, Utgerðar- maður og skipstjóri á AgUsti R.E. 61. Við brugðum okkur niður á Granda til að skoða mannlifið þar eitt siðdegið nU i vikunni. Þar er alltaf eitthvað skemmtilegt að sjá. Maður fær á tilfinninguna að þar slái pUls okkar hefðbundna atvinnulifs. Trillurnar minna mann á þorpin Uti á landi, og trillukarlarnir eru alltaf skemmtilegir viöræðu. Það voru nU ekki margir að sinna bátunum sinum þetta sið- degi, en þó var einn bátur nýkom- inn að landi og áhöfnin var i óöa önn við aö landa aflanum, sem var stór og falleg ýsa. — Við tókum formanninn tali þar sem hann var að stjórna lönd- unarbómunni, uppi á bryggjunni, meöan hásetarnir gogguðu ýsuna upp i löndunarmáliö. „Það hefur nU stundum verið tregara. Annars er ekki nein ástæöa til að örvænta, ég er nú mest að þessu ánægjunnar vegna og þegar vel viðrar er ákaflega gamanaðróaá svona smábátum. Maður er sjálfs sin herra og þarf ekkiaöhlýöa duttlungum annarra. Annars er ég að þessu i hjáverk- um. Ég hef hlaupið i skarðið þeg- ar þaö hefur vantað afleysinga- skipstjóra á loðnubáta. Ég hef verið á þeim mörgum,” sagði Benedikt. ,,Ég hef trú á aö loðnan fari að gefa færi á sér upp Ur næstu mán- aðamótum, þó að hún sé ekki far- in að nást að neinu marki ennþá. Sennilega hafa menn verið of fljótir á sér.” „Það er verst fyrir strákana hvað aflinn á ýsunetunum hefur verið rýr, þvi ekki er að búast við að aflal luturinn þeirra verði stór,” sagði Benedikt og hélt sið- an áfram við vinnu sina. Þegar við vorum aðfara kallaöi hann á eftir okkur og spurði hvort við vildum ekki i soðið. Við þáð- um meö viðeigandi þökkum og héldum svo af stað heim, með sina ýsuna hvort. — Sjó. fréttir Deilt um skreiöar- hjalla í Glæsibæjar* hreppi: Bændur lokuðu veginum ad þeim ■ Nokkrir bændur og meirihluti hreppsnefndar Glæsi- bæjarhrepps i Eyja- firði tóku sig til og lokuðu veginum að skreiðarhjöllum Ot- gerðarfélags Akur- eyrar i hreppnum en Útgerðarfélagið hafði ekki farið að óskum á- búenda hreppsins um að ræða við þá um brottflutning hjall- anna. „Við vorum itrekað búnir að biðja um fund með forráðamönnum þessa fyrirtækis og biðja þá um að fjar- lægja hjallana og þar sem það hafðist ekki með góðu gripum við til þessara aðgeröa” sagði Kristján Sveins- son bóndi á Blómstur- völlum I samtali við Timann. „Hjallarnir standa i um 100 m fjarlægð frá minum húsum og ekki er hægt aö hafa neitt opið á húsunum ef vindur stendur af hjöllunum og á húsin vegna lyktarinnar af þeim, en samkvæmt lögum þá eiga hjallarnir að vera í að minnsta kosti 500 m. fjarlægð frá byggð.” „Tveir aðrir bæir standa innan þessa 500 m radíusar. Forráða- menn Útgerðar- félagsins hafa nú rætt við okkur og það varð að samkomulagi að það sem þegar væri komið upp fengi að hanga en siðan yrðu hjallarnir fjarlægðir þannig að við lltum svo á aö málið sé úr sögunni". —FRI dropar V.R.- taxt arnir og kaup- mennirnir ■ Þetta lásum viö I V.R. --blaðinu og er það haft eftir Hrafni Bachmann, kaupmanni: „Mér dettur ekki i hug að bjóða fólki V.R. —taxta. Ég fengi ekkert gott starfsfólk á þeim launum. Ég held að það sé beggja hagur aö bjóöa fólkiwu'hærri laun”. Nú e.ru jafnvel atvinnu- rekendur farnir aö kvarta undan lágu laununum hjá verslunarfólkinu. Banka- bjartsýni ■ Eftir að samþykktar voru björgunaraðgerðir fyrir Út vegsbankann virðist aukin bjartsýni vera farin að rikja í þeim herbúðum. Aö minnsta kosti hefur bankinn nú sótt um lóð nálægt Glæsi- bæ undir byggingu eina mikla. Yfirskyggj- andi Þjódvilja- menn B Eftirfarandigat að lita í Þjóðviljanum I gær: „Blaðamaöur Þjdö- viijans á staðnum brá sér upp á Lorelei seinnipart dags þann 17. og yfir- skyggöi staðinn”. Það eru engin smá- menni þarna á Þjóð- viljanum. Brúdu- heimilið? ■ Svo getum við ekki stillt okkur um að birta þessa mynd af viö- mælanda Vfsis i gær. Það er greinilegt að á siðum þess ágæta blaðs eru flestir farnir að fá máliö. Uorothea G uöb jarnar dóttir, sýningarmær: „Ég hef nti ekki mikinn tfma til þess aö vera aö þamba þetta, en þetta er svo sem allt jafn-gott” Krummi... ...sá það haft eftir Davið Oddssyni i Morgun- blaðinu, að ihaldið myndi afnema punktakerfið við lóðaúthlutun ef það næði meirihluta i borgarstjdrn. Þaö á sem sagt að taka upp aftur flokkspólitiska kerfið, sem notað var I fimmtíu ár.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.