Tíminn - 29.09.1981, Síða 4
stuttar fréttir
■ Þingfulltriiar á Sambandsþingi UMFl við Kapelluna á
Kirkjubæjarklaustri.
Um 23 þús. fél-
agar í 199 ung-
mennafélögum
■ Kirkjubæjarklaustur
reyndist hinn ákjósanlegasti
staður til þinghalds og þakkar
UMFl heimamönnum og
öðrum er aðstoö veittu i sam-
bandi við 32. Sambandsþing
Ungmennafélags lslands að
Kirkjubæjarklaustri helgina 5.
og 6. september s.l. segir i
frétt frá UMFI. Starfandi ung-
mennafélög i landinu eru nú
sögð 199 að tölu með rúmlega
23 þúsund iélagsmenn innan
sinna vébanda.
Fyrirferðarmestu starfs-
þættir UMFI undanfarin tvö
ár eru sagðir verkefni eins og
erindrekstur og útbreiðsla, er-
lend samskipti, Landsmótið á
Akureyri, félagsmálafræðsl-
an, Þrastaskógur og fjármál
ýmisskonar.
Tillögur er lagðar voru fram
fjölluðu um margvisleg efni.
Frá Allsherjarnefnd voru m.a.
samþykktar tillögur um stofn-
un bókasafns UMFI, áskorun
til héraðssambanda um
rekstur unglingabúða og um
feröa og náttúruverndarmál.
tþróttanefnd hvatti til al-
mennrar þátttöku i „Göngu-
degi fjölskyldunnar”, fjallaði
um 1K1 og fól stjórn UMFI að
kanna möguleika á jöfnun
feröakostnaðar iþróttafólks.
Fræðslu- og útbreiðslunefnd
gerði tillögur um ýmis atriöi
til að minnast 75 ára aímælis
UMFI á næsta ári, um Skin-
faxa og önnur útgáfumál m.a.
um „Sögu UMFÍ” sem kemur
út á næsta ári og um Félags-
málaskóla UMFÍ.
Fjárhagsnefnd fjallaði um
Iþróttasjóð rikisins, Getraun-
ir, Landshappdrætti Ung-
mennafélaganna og fleira
tengt fjáröflun. Fjárhags-
áætlun UMFI fyrir árið 1982
hljóðar upp á tæpl. 1,5 millj.
kr.
I stjórn voru kosnir: Pálmi
Gislason, form., Bergur
Torfason Dýrafirði, Diðrik
Haraldsson, Selfossi, Þórodd-
ur Jóhannsson Akureyri,
Björn Agústsson, Egilsstöð-
um, Guðjón Ingimundarson,
Sauðárkróki og Jón Guð-
björnsson Borgarfiröi.
—HEI
lönþróunar-
fulltrúi ráðinn
fyrir Sudurland
SELFOSS: 1 ágústmánuði s.l.
var Þorsteinn Garðarsson,
viðskiptafræðingur, ráðinn
iönþróunarfulltrúi fyrir
Suðurland. Þorsteinn varáður
sveitarstjóri i Þorlákshöfn og
hefur unnið mikið i Samtökum
sunnlenskra sveitarfélaga i
atvinnumálanefnd og viö upp-
byggingu Iðnþróunarsjóðs
Suöurlands. Hann hóf störf 3.
september s.l.
Núna i byrjun hefur hann
verið að kynna sér tækni-,
þjónustu- og lánastofnanir
iðnaðarins og atvinnuveganna
I Reykjavik.
Samkvæmt starfssviði iðn-
þróunarfulltrúa á hann að
vera tengiliður milli tækni- og
þjónustustofnana iðnaðarins
og þeirra aðila sem starfa við
iðnrekstur. Hann á að kanna
möguleika á iðnþróun á svæö-
inu og aðstoða sveitarfélög viö
það. Að veita upplýsingar og
ráögjöf um það á hvern hátt
megi aðstoða iðnfyrirtæki við
hagræðingu, markaðsviðleitni
og fleiri þætti i rekstrinum og
stuöla aö samvinnu milli
fyrirtækja i einstökum grein-
um og innan skyldra atvinnu-
greina. Þá á hann aö vera til
ráðuneytis þeim aðilum er
vinna að mótun atvinnustefnu
fyrir landshlutann eða
ákveðin svæöi.
„Gústabúð”
nýtt björgunar*
skýli í Nesdal
Slysavarnafélagi Islands
var á aðalfundi félagsins i
sumar gefið björgunarskýli,
sem komiö verður fyrir á
sjávarbökkum i Nesdal milli
Fjallaskaga og Ingjaldssands.
Það eru 4 börn Agústs Guð-
mundssonar, sem bjó að Sæ-
bóli á Ingjaldssandi: Jónina,
Steinunn, Guðmundur og
Guðni, er gefa félaginu skýlið
til minningar um föður sinn.
Munu gefendur einnig sjá um
rekstur og viðhald skýlisins
sem nefnt verður „Gústabúð”.
Auk þess afhenti slysa-
varnardeildin „Hafrún” á
Eskifiröi félaginu til eignar
skýli sem deildin hefur komið
upp við Oddsskarð.
—HEI
■ Björgunarskýliö flutt á
Oddsskarö.
Þriöjudagur 29. september 1981
Grunnur lagður að kröf ugerð
Félags bókagerðarmanna:
KREFJAST AFIDR-
VIRKNI SAMNINGA
l,,Þaö er ljóst aö viö munum
leggja aöaláherslu á tvennt i
komandi samningum, annars
vegar hækkun launaliöanna, sér-
staklega þeirra sem lægstir eru,
svo og þaö aö samningar gildi frá
nóvembermánuöi, þvl þaö er aö
sjálfsögöu ófært aö láta draga
samninga mánuöum saman, án
þess þeir gildi aftur fyrir sig.
Enda er von okkar aö verkalýös-
hreyfingin láti ekki bjóöa sér ann-
an eins drátt á samningum og slö-
ast, þegar þetta tók ellefu mán-
uöi”, sagöi Magnús Einar Sig-
urösson, hjá Félagi bókageröar-
manna, en félagiö hefur nú lagt
grunn aö kröfugerö sinni I kom-
andi samningum og sagt upp nú-
gildandi samningum.
„Við vorum með geysifjöl-
mennan félagsfund i gær”, sagði
Magnús Einar ennfremur, i við-
tali viðTimann, „og þar var sam-
staða um kröfurnar alger, svo og
samstaðan um að berjast nú til
þrautar til að ná fram bótum á
laun og kaupmátt þeirra, sem er
orðinn skammarlega litill og hef-
ur raunar minnkað um að
minnsta kosti þrettán prósent frá
þvi sem var 1977.
Við höfum ákveðið fundaher-
ferö á næstunni, það er fundi á
vinnustöðum, þar sem kröfur
okkar verða kynntar og fjallað
um þau vinnubrögð sem höfð
verða á i samningunum.
Ég á von á fremur hörðum
samningum”, sagði Magpús
Einar að lokum, „likt og venju-
lega er. Vinnuveitendur vilja öllu
halda og engu sleppa og ég fæ
ekki séð nein merki þess að þau
viöhorf þeirra hafi breyst, þótt
óskandi væri að þau gerðu það.”
HV
| Verslunin Drangey á Laugavegi hélt upp á 45 ára afmæli sitt nú fyrir helgina, og af þvl tilefni var
opnuö ný deild sem verslar meö módelskó, þ.e. einungis eitt par er til af hverri gerö. Myndin er tekin á
tiskusýningu I Drangey á afmælisdaginn. TImamynd:Ella
Ekkert liggur fyrir um framtíð skólahússins íKrisuvik
Kostnaðurinn
við það kominn
í 8-9 milljónir
B „Enn er alveg óljóst hvaö
biöur skólahússins i Krisuvik,
sem hefur staöiö þar ónotaö frá
árinu 1975. Kostnaöur viö bygg-
ingu þess var á árinu 1975 kominn
I rúmar 100 milljónir gamalla
króna og ef sú upphæö er fram-
reiknuö til dagsins I dag, þá má
reikna meö aö kostnaöurinn sé á
milliátta og niu milljónir króna”,
sagöi Jón Guömar Jónsson, full-
trúi I byggingadeild mennta-
málaráöuneytisins.
„Eins og allir vita þá stóö til að
koma þarna upp skóla fyrir
unglinga sem' eiga við félagsleg
vandamál að etja en þegar til
kom og það átti að fara að skipu-
leggja skólastarfið, þá þótti það
úrelt að hafa slikar stofnanir úti i
sveit.
„Siðan hafa margar hugmyndir
skotið upp kollinum. Ein var að
setja þarna upp meðferðarheimili
fyrir drykkjusjúka, önnur að
breyta byggingunni i fangelsi og
margar fleiri hafa heyrst, en mér
er ekki kunnugt um að nokkuð
sérstakt sé i sjónmáli, varðandi
nýtingu hússins”, sagði Jón.
Blaöamaöur hafði spurnir af
þvi að menn frá dómsmálaráðu-
neytinu hefðu farið suður i Krisu-
vik til að skoða húsið fyrir
skömmu og þvi spurði hann Jón
Thors deildarstjóra hvort dóms-
málaráðuneytið hefði áhuga á að
kaupa húsið.
„Við fórum þarna suður eftir
um daginn og skoöuðum húsið,
þvi lengi hafa verið hugmyndir
um aö breyta þvi i fangelsi. En
við komumst að þvi að eins og er
þá hentar þaö ekki vel undir
fangelsi, i fyrsta lagi er það of
stórt og siöan er það óþægilega
langt frá byggðakjarna”, sagöi
Jón.
—Sjó