Tíminn - 29.09.1981, Síða 7

Tíminn - 29.09.1981, Síða 7
ÞrlBjudagur '29. septeniber 1981 ■LANDSFUNDUR brezka Verkamannaflokksins hófst fyrir helgina. Þess haföi veriö beöiö með mikilli forvitni hvernig kosn- ingu varaformannsins myndi lykta, þvi aö hún þótti visbending um, hvort flokkurinn myndi i framtiðinni snúast meira til vinstri, en liklegt þótti, aö þaö yröi vatn á myllu hins nýstofnaða flokks sósíaldemókrata. Kœning varaformannsins fór fram sffiastliöinn sunnudag á sér- stökum kjörmannafundi, þar sem 40% fulltrúanna voru valdir af verkalýössamtökum, 30% af flokksfélögum og 30% af þing- flokknum. Þetta er nýtt fyrir- komulag, sem hefur verið knúiö fram af vinstri arminum , en áöur kaus þingflokkurinn bæöi for- mann og varaformann flokksins. Ekkert framboð var gegn for- manninum, MichaelFoot, og var hann þvi sjálfkjörinn. Hins vegar bauð Tony Benn, leiötogi vinstri armsins, sig fram gegn varafor- manninum, Denis Healey. Benn taldi sig ekki geta fellt Foot, enda hefur hann verið tal- inn til vinstriarmsins. Hins vegar gerði hann sér meiri vonir um að geta fellt Healey, sem er talinn til ■ Deuis Healey Benn er sigur- vænlegur næst Sundrungin eykst í Verkamannaflokknum hægri, og haföi beöiö óvæntan ósigur fyrir Foot, er kosið var milli þeirra, þegar Callaghan sagði af sér formennskunni i trausti þess, aö Healey yröi val- inn eftirmaður hans. Benn geröi sér þó tæpast vonir um, aö hann myndi sigra Healey i fystu atrennu. Hann lýsti þess vegna yfir því, aö hann myndi bjóöa sig fram aftur, þótt hann félli nú. Framboð hans nii væri aðeins áfangi aö. þvi marki aö tryggja vinstri arminum yfirráö i flokknum. Von hægri manna i flokknum var sú, að ósigur Benns yröi svo mikill, aö ekki yröi efast um, aö hægri armurinn myndihalda velli i flokknum. Þetta fór á annan veg. Þegar kosið var i annarri umferö milli þeirra Healeys og Benns, urðu úr- slit þau, að Healey hlaut 50,4% atkvæöa, en Benn 49,6%. Sigur Healeys var þvi eins naumur og verið gat. FRÉTTASKÝRENDUR telja, að þessi úrslit hafi verið hin verstufyrir flokkinn sem hugsast gátu. Klofningurinn i flokknum muni nú magnast um allan helm- ing, þvi að vinstri armurinn hafi komizt svo nærri þvi aö sigra að hann muni nú herða baráttuna eftir megni. Ef þeir Benn og Healey keppa aftur næsta haust, mæli mörg riSc meö því, að hann beri þá sigur af hólmi. Meöal annars eru eftirfarandi ástæöur tilgreindar. Haldi atvinnuleysi áfram aö aukast og kaupmátturinn að minnka, eins og liklegt er, ef Thaicher stjórnar áfram, mun það styrkja vinstri arminn. Reikna megimeöþvi, að fieiri og fleiri fylgismenn Verkamanna- flokksins snúist til liðs við hinn nýja flokk sósialdemókrata og muni það veikja hægri arminn og trú á aö hann haldi velli. Benn er slyngari áróðursmaður en Healey og geöþekkari per- sónuleiki. Þetta hefur vafalitið orðið honum til framgangs nú og getur þó reynzt honum enn drýgra i framtiðinni. Aö sjálfsögöu getur sitthvaö gerzt, sem breytir þeirri mynd, sem blasir við nú, en eins og viö- horfin eru um þessar mundir, er það engan veginn útilokað, aö Benn eigi eftir aö taka viö forust- unni af Foot,þegar þar aö kemur. Ef til vili gæti það breytt þessu, ef Healey drægi sig i hlé og sigur- stranglegri maður keppti við Benn um forustuna, t.d. John Silkin, sem fékk 18% atkvæöa i fyrri umferöinni. ■ Tony Benn EN MYNDI sigur Benns i Verkamannaflokknum þýöa hrun flokksins inæstu þingkosningum, eins og margir fréttaskýrendur spá nú? Þessari spurningu getur enginn svarað meö vissu nú. Þetta ræöst af þvi, hvernig stjórnmála- ástandið þróast i Bretlandi næstu misseri. Eins og er blæs vindurinn með kosningabandalagi Frjálslynda flokksins og sósialdemókrata.Þvi veldur ekki sizt andstaðan viö hægri stefnu Thatchers og vinstri stefnu Benns. Þetta getur hins vegar breytzt. Ef Thatcher tekst aö halda óbreyttri stefnu áfram og efna- hagsástandið heldur áfram aö versna, getur þaö almenningsálit skapazt, aö nú dugi ekki neitt annaö en aö gripa til róttækra ráöa. Þágetur t.d. mál eins og úr- ganga úr Efnahagsbandalaginu orðið gott kosningamál. Versn- andi efnahagsástand i Bretlandi er vafalitið hagstætt Benn pólitiskt. Þá verður að taka kjör- dæmafyrirkomulagið meö i reikninginn. Kosið er i einmenn- ingskjördæmum, án uppbótar- sæta. Fræðilega er vel mögulegt, að Verkamannaflokkurinn geti fengiö meirihluta á þingi, þdtt hann fái ekki nema 30-35% heildaratkvæðanna. Raunar fékk Ihaldsflokkurinn ekki mikiö meira fylgi i siðustu þingkosning- um. Taki kosningabandalag frjáls- lyndra og sósi'aldemókrata meira fylgi frá thaldsflokknum en Verkamannaflokknum, eins og skoöanakannanir hafa sýnt aö undanförnu, getur það hjálpað hinum siöarnefnda i kosningun- um. Þaö þykirsamt ekki sennilegt á þessu stigi, aö Benn eigi eftir aö verða forsætisráðherra Bret- lands, en útilokaö er þaö ekki Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Tíu fórust í sprengingu í Líbanon í gær ■ 1 fréttum frá Libanon segir aö minnst tiu manns hafi týnt lifi og fjölmargir hafi særst, i mikilli sprengingu, sem varö viö vegatálma á þjóövegi þar i landi i gær. Sprengingunni olli bifreiö, hlaöin sprengiefni en undanfarið hefur gengið yfir landiö alda slikra sprengitil- ræöa. Vegatálminn, sem sprengingin varö viö i gær, var mannaöur Palestinu- mönnum og vinstri sinnuöum Libönum og voru hinir særöu og föllnu flestir úr þeirra hópi. Þá sprakk sprengja i Beirút, höfuöborg Libanon, aðfara- nótt gærdagsins og olli hún töluveröu tjóni, en varö eng- um aö fjörtjóni. Hópur manna, sem nefna sig Baráttufylkingu fyrir frelsun Li'banon frá útlending- um, hefur lýst sér á hendur ábyrgöina af sprengitilræðum þessum. Ifréttum frá Libanon segir að ekki sé ljóst hverjir standi i raun að baki samtök- um þessum. Eftir fyrsta sprengitilræði þeirra héldu Palestinumenn þvi fram, aö útsendarar Israelsrikis stæöu að baki tilræðinu og notuöu samtök þessi aöeins sem gri'mu. Undanfarið hafa þær skoðanir styrkst mjög aö annaö hvort standi Israelar að baki tilræðunum, eðaþá hægri sinnaöir Libanir, sem hafi sterk tengsl viö Israelsmenn. EINING TAKI VIÐ AF KOR ■ Ein helstu samtök andófs- manna i' Póllandi, Varnarráð Verkamanna, eða KOR, til- kynnti i gær, að þaö heföi veriö leyst upp og myndi Eining, samtök óháöra verkalýös- félaga i Póllandi, taka við hlutverki ráösins. I ræðu á þingi Einingari gærsagöi einn af stofnendum KOR aö það væri nú hlutverk Einingar að halda uppi baráttunni fyrir mannréttindum og raunsönn- um sósialisma i Póllandi. Sagöi hann að gæta þyrfti að þvi, aö enn væru til þeir ráöa- menn í Póllandi, sem vildu taka upp gömlu aöferöirnar og endurreisa sósialisma lög- reglu, fangelsa og ritskoöunar i landinu. KOR var stofnað fyrir fimm árum siöan, til þess að verja verkamenn, sem handteknir voru vegna verkfallanna i Pól- landi áriö 1976. Hefur ráöiö oft veriö gagnrýnt, af bæöi pólsk- um og sovéskum ráöamönn- um, og saka um and- byltingarsinnaöa starfsemi. Verðhrun á verðbréfa- mörkudum ■ Töluvert veröfall varð á alþjóölegum verðbréfamark- aöi i gær og um sig greip ugg- ur um ástand alþjóölegra efnahagsmála. Mikið verðfall varð til dæmis i London, New York, Sidney, Hong Kong, Torontoog i Paris. 1 Lundún- um féllu veröbréf niður um fjórtán prósentustig igærog á timabili voru þau komin niður um þrjáti'u stig, en réttu sig töluvert af siöari hluta dags. 1 New York fór verðfall i fjórtán stig, en rétti sig einnig af nokkuð. Taliö er aö veröfallá banda- riskum verðbréfamarkaði hafi orsakast aö miklu af há- um vöxtum i' Bandarikjunum, svo og miklum halla á fjárlög- um, en Reagan, Bandarikja- forseta, gengur illa aö ná þvi marki slnu aö gera fjárlög hallalaus. Um tima greip um sig mikið söluæöi á veröbréfamarkaði i New York. ÍRAN/IRAK: Talsmaöur Irakska hersins skýröi frá þvi i gær aö trakir heföu hörfaö frá umsátri sinu um oliuborgina Abadan I lran, en Iranir skýröu frá þvi á sunnudag, aö hersvetium þerira hefði tekist aö rjúfa umsátur Iraka um borgina. Umsátriö hefur staöiö i rúmt ár. KANADA: Hæstiréttir I Kanada úrskuöraöi i gær aö stjórnvöld þar i landi heföu lagalegan rétt til þess aö gera breytingar á stjómarskrá landsins og setja hana undir stjórn Kanadamanna sjálfra, I staö þess aö hún sé i breskum höndum. DANMÖRK: Anker Jörgensen, forstætisráöherra Danmerkur, hótaöi i gær aö efna til kosninga i landinu I haust, ef samstarfs- flokkar hans I rlkisstjórn fylgdu honum ekki aö málum meö frumvarpiö um hækkun skatta á lifeyrissjóöi og tryggingafélög. Sagöi ráöherrann i ræöu á þingi danskra verkakvenna, aö þaö skipti miklu máli hvar fjármunum lifeyrissjóöa og trygginga- félaga væri komiö fyrir og mikilvægt væri aö þessir aöilar veittu meiru af fjármunum sinum út I atvinnulifiö, I staö þess aö festa þá i verðbréfum og fasteignum. SOVÉTRIKIN: Bandariskir embættismenn komu i gær til Moskvu til aö ræða viö Sovétmenn um aukin kaup þeirra á bandarisku korni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.