Tíminn - 29.09.1981, Qupperneq 23
Þriðjudagur 29. september 1981
t
»> _
23
Þórleifur Bjarnason
rithöfundur
F. 30. jan. 1908.
D. 22. sept. 1981
I
BÞórleifur Bjarnason fyrrv.
námsstjóri og rithöfundur verður
jarðsunginn frá Akraneskirkju i
dag, en á Akranesi var hann bii-
settur í 16 ár eða 1955-1971. Hann
eignaðist hér sterk itök i hugum
manna og kom víða við á ekki
lengri tima. Minning hans mun
þvi geymast hjá mörgum, uns
yfir lýkur.
Þórleifur var fjölhæfur gáfu-
maður — vel menntaður og marg-
fróður. Hann hafði einstaka frá-
sagnarhæfileika og næmt skop-
skyn. Skáldmæltur vel og góður
leikari. Hann var heilsteyptur
drengskaparmaður og talaði
tæpitungulaust, þegar honum
fannst rangt og ósæmilega að
málum staðið, hver sem i hlut
átti. Það var eftir þvi tekið, þegar
hann kvaddi sér hljóðs. Hinsveg-
ar gerði hann það ekki, nema
gildar ástæður væru til. Hann
helgaði lif sitt kennslu og náms-
eftirliti, auk þess sem hann var
mikilvirkur rithöfundur.
Þegar Þórleifur flytur til Akra-
ness er hann á besta aldri með
mikla starfsreynslu að baki.
Hann hafði þá samið Horn-
strendingabók, sem kom Ut 1943.
Merkilegt ritverk um þessa
nyrstu byggð Islands, sem nú er
löngu komin i eyöi. Þar að auki
höföu komið út eftir hann nokkrar
skáldsögur. Fyrir bókmenntir
þessar var Þórleifur cg’ðinn þjóð-
kunnur maður. Hann hafði verið
kennari og námsstjóri á Vest-
fjörðum i 25 ár — lengst af á Isa-
firði. Umdæmi námsstjóra haföi
verið stækkað og Vesturlandi
bætt við. Búseta á Akranesi var
þvi að ýmsu leyti þægilegri en
vestra.
II
A Akranesi tók Þórleifur þátt i
ýmsum félagsmálum. Hann átti
sæti i stjórn bókasafnsins og var
formaður hennar um langt skeið.
Aþeim árum var undirbúin bygg-
ing bókhlöðu og framkvæmdir
hafnar, ensafnið hafði lengi bUið
við þröngan hUsakost. Þar gafst
honum tækifæri til að marka
stefnuna i byggingarmálum
safnsins, en almenningsbókasöfn
voru eitt af áhugamálum hans.
Hann tók strax þátt i störfum
Leikfélags Akraness, sem var
.með miklum blöma á þeim árum.
Lék hann mörg veigamikil hlut-
verk t.d. Jón Hreggviðsson i Is-
landsklukkunni, sr. Sigvalda i
Manni og konu, Jón bónda i
Gullna hliðinu og álfakónginn i
Nýársnóttinni, svo nokkur dæmi
séu nefnd. öllum þessum hlut-
verkum skilaði Þórleifur með
ágætum og var það almannaróm-
ur, aö þaulvanir leikhUsmenn
hefðu vartgert betur. Hér var um
merkilegt menningarstarf að
ræða. Bókmenntaklúbb stofnaði
hann, ásamt öðru áhugafólki um
bókmenntir. Kom hann reglulega
saman til umræðu um einstaka
höfunda og verk þeirra. Þá var
hann virkur félagi i reglu Góö-
templara, Norræna félaginu og
Oddfellowreglunni. Ritstörf
stundaði hann jafnan með störf-
um sinum.
III
Ungur að árum geröist Þórleif-
ur lýðræðis jafnaðarmaður. A
tsafirði voru samtiða honum
margir hinna skeleggustu for-
ustumanna þeirra i landinu. Með
þeim átti Þórleifur langt sam-
starf. En gagnvartöllumstefnum
var Þórleifur sjálfstæður og lét
fyrst og fremst rödd samvisku
sinnar ráða afstöðu til einstakra
mála og atburða. Hinn mikli
söguskýrandi hafði löngu gert sér
ljóst að drengileg vopnaviðskipti
eru meira metin á spjöldum sög-
unnar, en rógur og lýgi. Það var
Þórleifi lif og yndi að taka upp
baráttu gegn slæmum áformum
og ódrengilegum vinnubrögðum.
Þá færðisthann allur i aukana og
varð ungur i annað sinn. Mér eru
sérstaklega minnisstæð tvö póli-
tisk mál á Akranesi frá fyrstu ár-
um hans hér, sem flokksbræður
hans höfðu forustu fyrir, en hann
snérist gegn. Bæði þessi mál urðu
til þess, að Alþýðuflokkurinn galt
mikið afhroö. Þessi — annars hlé-
drægi maður — gat gengið sem
vikingur i fylkingarbrjósti, þegar
honum fannst valdni'öslan og
ódrengskapurinn verða alls ráð-
andi. Áslilcum stundum var Þór-
leifur stór og af þeim var hann
stoltur, þegar um hægiist.
Hann kunnilika að meta menn,
sem létu sannfæringuna ráða og
töluðu tæpitungulaust mál, sem
eftir var tekið. Þess vegna hafði
hann miklar mætur á Jóni Vida-
lin, Vilmundi landlækni og sr.
Sigurði i Holti. Þetta voru menn
að hans skapi, sem hann vitnaöi
oft til.
IV
Ég gat þess hér að framan aö
Þórleifur var mikill áhugamaður
um bókasöfn og tók sæti i stjórn
bókasafnsins á Akranesi nokkru
eftir komu sina þangað. Sam-
þykkt var i júli 1960 aö byggja
nýja bókhlöðu. Framkvæmdir
drógust nokkuð, en 1969 var húsiö
orðið fokhelt. Myndarlegt hús —
kjallariog tvær hæðir. Varþað aö
sjálfsögðu sérhannað sem bóka-
safn.
A fundi i bæjarráði Akraness
þann 18. nóv. 1969 skeður sá
óvænti atburöur, að fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins i bæjarráði flutti
tillögu um, að athugun færi fram
á þvi, hvort ekki væri rétt að
breyta bókhlöðunni i elliheimili
og kaupa hæð ihúsinu Skólabraut
21, fyrir bókasafnið. Þarna átti
með einu pennastriki að eyði-
leggja tvær stofnanir bæjarins
sem Akurnesingar nú, eru hvað
stdtastir af. Fulltrúi Alþýðu-
flokksins féllst á tillöguna að svo
'stöddu og var hún samþykkt i
bæjarráði með 2:1
Þegar Þórleifur hafði spurnir
af samþykkt þessari reis hann
upp og geislaði af honum baráttu-
gleðin. Þar fór saman harka og
háð og beittihvorutveggja óspart.
Hann hélt fljótlega fund i stjóm
bókasafnsins sem mótmælti þess-
um áformum eindregið. Hann
skrifaði ennfremur blaðagrein
um málið og segir þar á einum
stað:
,,Það væri raunalegt og skop-
legt isenn, ef bæjarstjdrn hlypi i
miðjum klíðum frá — að mörgu
leyti stórmanniegu framtaki til
menningarmála bæjarins — og
gerði húsið að umskiptingi...
Bókasafnshúsið gæti varla orðið
annaðen léieg bráðabirgðarlausn
á elliheimflisþörfinni. Og kaup á
einhverju húsnæði handa bóka-
safninu yrði enn verri bráða-
birgðarlausn”.
Hér var ekki talað neinni tæpi-
tungu. Lyktirþessa málsurðu svo
þær, að á bæjarstjórnarfundi
þann 12. des. 1969 var samþykkt
með 5:3 atkv. eftirlangar og itar-
legar umræður — að engar
breytingar skyldi gera á bygg-
ingaráætlun bókasafnsins. Sjálf-
stæðismenn einir greiddu atkv.
gegn þessu og einn þeirra sathjá.
Opnun bókasafnsins og rekstur
þess i nýjum húsakynnum varð
Þórleifi mikið gleöiefni, þótthann
nyti þess ekki sjálfur. Einaröleg
afstaða Þórleifs i máli þessu —
átti sinn þátt i' þvi — að hér varð
ekki slys. Hún lýsir ennfremur
vel dómgreind hans og baráttu-
gleði, þegar honum fannst rangt
að málum staðið.
V.
Mér er kunnugt um þaö, að
Þórleifur var á feröum sínum
sem námsstjóri hinn mesti au-
fúsugestur. Hann var mildur og
sanngjarn leiðbeinandi. Vel að
sér um alla hluti og hafði mikla
reynslu af kennslustörfum. Hann
var skemmtilegur i umgengni og
hafði frá mörgu að segja og frá-
sagnarlistin brást ekki. Þegar
hann lét af störfum námsstjóra
upp úr 1970 var búið að útrýma
farkennslunni á Vesturlandi og
allsstaöar komnir fastir skólar.
Það tók námsstjórana langan
tima að þoka málum þessum
áfram, þvi viða lá ekki ljóst fyrir,
hvernig skipting ætti að vera á'
skólahéruðunum og ekki alltaf
auðvelt aö sameina sveitafélögin
um barnaskóla á stöðum, sem
voru i verulegri fjarlægð frá
heimasveitinni. Þórleifur var
mjög laginn að vinna forustu-
menn skólahéraðanna til sam-
starfs i þessum efnum og átti
traust þeirra.
VI
Þórleifur kvæntist þann 15.
sept. 1935 — Sigriði Friðriksdótt-
ur Hjartar — mikilli mannkosta
og dugnaöarkonu — sem lést i
febr. 1972 mjög um aldur fram og
varð öllum harmdauði, sem hana
þekktu. Börn þeirra eru f jögur og
hafa öll stofnað eigin heimili. Þau
eru: Þóra bókasafnsfræðingur og
læknisfrú i Jessheim i Noregi,
Hörður tannlæknir á Akureyri,
Friðrik Guöni tónlistarmaður og
kennari á Hvolsvelli og Björn
skólastjóri aö Húsabakka i
Svarfaðardal. Allt er þetta vel
menntað mannkostafólk.
Heimili Þórleifs og Sigriðar
Hjartar var mikill rausnar-
garður.sem margir minnast með
sérstöku þakklæti. Gestrisnin var
einlæg og sönn. Þjóðleg menning
og heilbrigð li'fsviðhorf sátu þar i
öndvegi.
Mér finnst að það hafi verið
mikill fengur fyrir Akranesbæ, að
atvikin höguðu þvi svo að þessi
fjölhæfi Hornstrendingur skyldi
eiga hér heimili um sinn. Spor
hans hverfa ekki, þótt dauðinn
hafi snögglega kippt honum úr
hópnum. Endurminningar um
góða menn lifa — löngu eftir
dauðann og fylgja kynslóðunum,
eins og sólskinsblettir horfinna
daga. Minning Þórleifs ris hátt —
traust og svipmikil — eins og
fjöllin vestra, sem stóðu vörö um
hann ungan og hann hélt tryggð
við til æviloka.
Dan. Agústinusson.
Framandi menning
í framandi landi
Hefur þú áhuga á aö búa eitt ár í framandi landi?
• Viltu auka þekkingu þína á umheiminum?
• Viltu kynnast iifnaöarháttum annarra þjóöa?
• Viltu verða víðsýnni?
• Viltu veröa skiptlnemi?
Ef svariö er já, hafðu samband við:
á Islandi
Umsóknarfrestur er fró 7. sept. til 2. okt.
Hverfisgötu 39. — P.O. Box 753-121 Reykjavík.
Sími 25450— Opiö daglega milli kl. 15—18.
eftir helgina
SÓL OG REGN
Veðurguðimir voru dálálit-
ið ósanngjarnir um helgina,
skaplegt veður um vestanvert
landið, en hellirigning á
austanverðu landinu svo mik-
il, að fjöllin misstu niðmm
sig, og brúnar aurskriður
runnu yfir vegi, brutu upp
kjallara i húsum og vatnið
flaut um allt.
Nýjar ár byrjuðu að renna,
en aðrar eldri stifluðust, og
a.m.k. á einum stað lá viö
mannskaða, en þar var veg-
hefilsstjóra naumlega bjargað
ur vatnsflauminum með flug-
linutækjum, eins og notuð er
við aö bjarga mönnum
gegnum brimgarðinn úr
strönduðum skipum.
Já, sambýlið við fjöllin er
örðugt viða á tslandi, kaup-
staöir og sjávarpláss voru
byggð undir svipþungum
bröttum fjöllum og i snjó-
þyngslum og stórrigningum,
getur alltskeð. Og þótt oft séu
sléttir dalbotnar aðeins stein-
snar innar i firöinum, grös-
ugar sléttur og kjarr, hefur
það land ekki verið tekið af
sauðkindinni, heldur er haft til
sveitabúskapar.þvi' einu sinni
héldust útgerð og land-
búnaöur svo að segja i
hendur, og hver fjörður var
sjálfum sér nógur um mat,
sumsé búvörur og soðningu.
Nú er þetta hins vegar
breytt. Offramleiðsla er á
sumum búvörum, og fisk-
iðnaðurinn krefst meiri mann-
afla en svo, aö grasbýlin i
dalnum geti annað búvöru-
framleiðslunni, og þvi
kannske eölilegast að menn
fengju land undir hús á örugg-
um stað, þar sem þeir væru
ekki innan seilingar frá snjó-
flóðum og aurskriðum. En
einhverra hluta vegna hafa
menn þó ekki farið undan
fjöllunum með sitt, heldur
byggja áfram sin gömlu út-
ræöi og verslunarstaði, rétt
eins og ekkert hafi i skorist.
Þó munu stöku hús hafa verið
bannfærð til ibúöar, nema yfir
hásumarið, og standa þau auö
aö vetrarlagi. Sildarfabrikkur
og önnur stór mannlifsigildi
hafa þó viða fengið land hjá
sauðkindinni i dölunum og
öruggt skjól fyrir náttúru-
hamförum.
Nýr biskup tekur við
störfum
I Reykjavik og á suðurlág-
lendinu var innsetning herra
Péturs Sigurgeirssonar, bisk-
ups, aðalviðburöur þessarar
helgar. t fögru haustveðri lék
sól um æöstu menn kirkjunnar
og okkur, sem hér eigum
heima. Almenningur sýndi
þessari athöfn mikinn áhuga,
og er þaö mjög i anda vorra
tima. Eftir að menn höfðu i
nokkra áraugi reynt að
komast afán guðs.með mikilli
hagfræði, sjúkrasamlögum,
sálarfræði og skólarannsökn-
um, hefur þeim oröiðþaö ljöst,
að fagurt mannli'f verður ekki
búið til með neinni heildarlög-
gjöf, eða bókhaldi. Innri
þarfir mannsins verður einnig
að seðja með einhverjum
hætti, og þau alifuglabú, sem
menn nefna stundum vel-
ferðarriki, eru of innantóm og
vélræn fyrir manninn. Kirkj-
an, eöa trúarbrögöin eru nú aö
leggja hvert ri'kið af ööru
undir sinn væng, og þótt
reynsian af klerkaveldinu sé
ekki alltaf upp á marga fiska,
er það athyglisvert að menn
vilja nú einhverra hluta vegna
heldurlifa, eða deyja fyrir trú
sfna en hagfræöina og sjúkra-
samlagið. Er Pólland gott
dæmi um það.
Dáli'tið hefur veriö um það
rætt hér á landi, aö grundvöll-
ur væri nú, eftir mik-lar trúar-
lega deyfð i landinu til að
stofna kristilegan stjórnmála-
flokk á tslandi, til að hamla á
móti peningatrúnni og hinni
hagfræðilegu innrætingu.
Hvort sem af því veröur, eöa
ekki, munu mikil verkefni
bíða kirkjunnar og hins nýja
biskups á næstu árum.
Það er vindur í seglunum
núna, og kannski stormur á
næsta leyti.
Jónas Guðmundsson,
rithöfundur, skrifar