Fréttablaðið - 17.02.2008, Síða 10

Fréttablaðið - 17.02.2008, Síða 10
10 17. febrúar 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Ríkisstjórnin þarf að taka sér tak Talsvert hefur gengið á í íslensku hagkerfi á umliðnum árum. Fjármálakerfi þjóðarinnar hefur verið endurskapað með sjálfsábyrgum viðskiptabönkum, umsvifamikil útrás á sér stað, stærstu stórframkvæmdir Íslandssögunnar hafa gengið yfir og húsnæðislán og veðlánamarkaður hafa gengið í gegnum byltingu. Á sama tíma náðist töluverð kaupmáttaraukning m.a. vegna ábyrgrar efnahagsstefnu þáverandi ríkisstjórnar. Sveiflur í gengi íslensku krónunnar verða að teljast skiljan- legar við þessar aðstæður. Raunar er það svo að sveiflur gjaldmiðla almennt eru staðreynd. Umræðan þroskist Umræða um aðild að Evrópusambandinu eða upptöku annars gjaldmiðils þarf þó að halda áfram og þroskast. Á hinn bóginn er ljóst að við þessar aðstæður þarf að halda fast um stjórnartaumana. Seðlabankinn hefur til þess eitt stjórntæki, stýri- vexti. Til þess að það tæki láti fyllilega að stjórn þarf umhverfið að spila með og vegur þar einna þyngst efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar. Því miður virðist núverandi ríkisstjórn ekki taka hlutverk sitt á þessu sviði mjög alvarlega. Verulega bólgin fjárlög og innspýtingar á sviði ríkisútgjalda verða grátbroslegur einleikur á sviði efnahagsmálanna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heimilin í landinu. Úthald og þrek á þrotum Það er veruleg einföldun að líta á stýrivexti eina og sér í þessu samhengi því fleiri strengir eru á hljóðfærinu. Mikilvægast er að ná stöðugleika. Hann næst með jafnvægi á milli efnahags-, atvinnu- og fjármála. Til þess þarf bæði úthald og þrek sem ekki verður séð að núverandi ríkisstjórn hafi. Hún hefur eingöngu áhuga á að kaupa sér vinsældir með auknum útgjöldum sem aftur hafa neikvæð áhrif á stjórntækið stýrivexti. Boðaðar eru skattalækkanir sem ekki er útlit fyrir að geti orðið að veruleika á næstu árum og ekki eru teknar óþægilegar ákvarð- anir um stór mál. Fjármálalífið, atvinnulífið og fólkið í landinu hanga í lausu lofti. Bremsuklossar búnir Niðurstaða mín er sú að til þess að hægt verði að lækka stýrivexti, verði ríkisstjórnin að snúa sér að því að taka ákvarðanir um fyrirhugaðar stórfram- kvæmdir og tímasetningar þeirra, að draga verulega úr útgjöldum þó henni finnist gaman að eyða pening- um hins vel stæða ríkissjóðs og koma í veg fyrir að þensla með tilheyrandi verðbólgu nái ennþá frekari útbreiðslu en þegar er orðið. Verkefnið er erfitt og það reynir á vinsældir. Í mínum huga er þó ljóst að ef menn taka sér ekki tak, og það strax, bretta upp ermar og vinna vinnuna sem enginn vill vinna, þá væri farsælla fyrir íslenska þjóð að ríkisstjórnin pakkaði saman og fengi aðra í verkið. Bremsukloss- ar Seðlabankans eru búnir. Stöðugleikinn er fyrir öllu Ákvörðun Seðlabankans um óbreytta stýrivexti þurfti engum að koma á óvart. Lengi hefur legið fyrir sú spá bankans að ekki kæmi til lækkunar stýrivaxta fyrr en á síðari hluta þessa árs. Þótt markaðsaðstæður hafi síðan versnað er verðbólga síðustu 12 mánaða samt tæp 6% og útlit er fyrir að hún hækki í næsta mánuði. Þá er ekki farið að gæta lækkana á húsnæðismarkaðnum og ekkert lát virðist á eftirspurn eftir innfluttri neysluvöru. Það mátti því vera ljóst að ólíklegt væri að bankinn breytti um stefnu og hæfi nú vaxtalækkunarferlið. Bankinn skýrði hins vegar að vænta má fyrstu lækkana í síðasta lagi á fyrir fram ákveðnum vaxtalækkunar- degi í apríl. Erfið staða Seðlabankans Eftir stendur hins vegar að hlutverk Seðlabankans er ekki auðvelt nú. Margt bendir til að stýrivaxta- stefnan sé í sjálfheldu og að lækkunarferlið geti verið erfitt í framkvæmd, sérstaklega þar sem bankinn virðist einnig horfa til gengismarkmiðs, a. m.k. að hluta. Við höfum búið við hækkandi stýri- vexti frá árinu 2004, á sama tíma og verðbólga hefur alltaf verið yfir verðbólgumarkmiði bankans. Vegna þessara háu vaxta nota heimili og fyrirtæki í auknum mæli aðra gjaldmiðla með lægri vöxtum. Þetta langvarandi hávaxtatímabil hefur þannig frekar orðið til að verðleggja krónuna út af innlend- um peningamarkaði, en til að draga úr innlendri eftirspurn. Það er þess vegna ekkert gefið að stýrivaxtastefnan dugi til að endurheimta stöðug- leikann. Allir þurfa að leggjast á eitt Við þessar aðstæður skiptir höfuðmáli að hið opinbera styðji við stýrivaxtastefnu Seðlabankans. Gæta þarf aðhalds í fjármálastjórn hins opinbera og styðja þannig við þau markmið stýrivaxtastefnunn- ar að draga hratt úr eftirspurn. Nú eru allar horfur á að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði séu á lokastigi. Verkalýðs- hreyfingin hefur við samningsgerðina sýnt í verki samfélagslega ábyrgð sína og lagt höfuðáherslu á að bæta kjör þeirra sem minnst hafa milli handanna. Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög styðji við þessa stefnumörkun. Það verður best gert með skatta- breytingum sem nýtast fyrst og fremst þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Þar má meðal annars horfa til aukningar framlaga til barnabóta, vaxtabóta, húsaleigubóta eða til nýs lægra skattþreps á lágar tekjur. Sumir kalla nú eftir flatri skattalækkun til að hressa upp á efnahagslífið. Ekkert er jafn vitlaust við núverandi aðstæður. Slík skattalækkun nýtist best þeim sem mestar hafa tekjurnar. Hún myndi líka ýta undir verðbólguþrýsting og draga þannig úr líkum á að Seðlabankinn telji sér fært að lækka stýrivexti fljótlega. Við höfum bitra reynslu af illa tímasettum skattalækkunum á liðnum árum og eigum ekki að feta þá braut á ný. Hvernig er hægt að lækka stýrivexti? BITBEIN Árni Páll Árnason spyr: Boðaðar eru skattalækkanir sem ekki er útlit fyrir að geti orðið að veruleika á næstu árum og ekki eru teknar óþægilegar ákvarðanir um stór mál. Fjármálalífið, atvinnulífið og fólkið í landinu hanga í lausu lofti. Sumir kalla nú eftir flatri skattalækkun til að hressa upp á efnahagslífið. Ekkert er jafn vit- laust við núverandi aðstæður. Bílasalar Undirbúningsnámskeið vegna prófs til leyfis sölu notaðra bifreiða verður haldið á Akureyri 6.-11. mars og 7.–22. apríl í Reykjavík ef næg þátttakanda næst. Umsóknarfrestur er til 1. mars fyrir Akureyri og 1. apríl fyrir Reykjavík. Nánari upplýsingar og skráning í síma 590 6400 eða ragnar@idan.is og www.bilgrein.is IÐAN fræðslusetur Hallveigarstíg 1 - 101 Reykjavík www.idan.is - s. 590-6400 Prófnefnd bifreiðasala Af sem áður var Lundarfarið í íslenskri þjóðarsál virð- ist hafa tekið nokkrum breytingum á síðustu mánuðum. Áður heyrðum við af konunglegum fjárútlátum við- skiptajöfra sem nokkur stíll var á þótt fjölmargir vitnuðu í speki forfeðranna sem kvað á um að menn ættu að kunna sér hóf. En nú ramba margir viðskiptajöfrar, sem fyrir hálfu ári vissu varla aura sinna tal, á barmi gjaldþrots. Eru klósettset- urnar úr gulli? FL Group kynnti nýlega rekstrarafkomu sína og í stað þess að taka siðferðislega afstöðu til þess hvort menn eigi að kunna sér hóf eða ekki þá er nú spurt „þessir tveir milljarðar sem flokkast undir annan kostnað, í hvað fóru þeir?“ Sennilega verður fátt um svör nema klósettseturnar séu úr gulli í Síðumúlanum. Ekkert raskar ró Sigga Easy Síðan þrengir að annars staðar líka því loðnan hefur ekki fundist nema að litlu leyti. For- ráðamenn sjávarútvegs- fyrirtækja, sem nýlega hafa þurft að ganga í gegnum skerðingu veiðiheimilda á þorski, sjá nú fram á eitt áfallið enn. Það var þungt hljóðið í Eyjamönnum þegar blaðamaður ræddi við útvegsmenn þar. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar, sagðist þó vita um einn Eyjapeyja sem ekki léti þessar þrengingar raska ró sinni; hann stendur greinilega undir nafni gamli verbúðarjaxlinn Siggi Easy. Kannski er hann hetja dagsins nú þegar fjármála- fylleríið er búið og gömlu gildin verða guðspjall dagsins? jse@frettabladid.is F jármálaórói síðustu mánaða hefur vakið umræðuna um krónuna af værum blundi. Kerfisbreyting á því sviði getur þó ekki verið þáttur í skyndilausn á aðsteðjandi vanda. Hún er langtímaúrræði. Skyndiákvarðanir um grundvallarbreytingar eru ekki á dagskrá eins og sakir standa bæði af formlegum og efnislegum ástæðum. Í fyrsta lagi er ljóst að aðild að Evrópusambandinu kallar á stjórnarskrárbreytingu. Ætla verður að engin alvöru ríkisstjórn myndi sækja um aðild meðan hún er óheimil af stjórnskipulegum ástæðum. Í öðru lagi er ljóst að Ísland uppfyllir ekki aðildarskil- yrðin við svo búið. Með markvissri efnahagsstjórn má á hinn bóg- inn ná því marki að stórum hluta á tveimur til þremur árum. Á þessum tímapunkti er þar af leiðandi bæði skynsamlegt og rétt að fastsetja það markmið að þjóðin geti innan þriggja ára tekið slíka ákvörðun. Um leið þarf að gera þær efnislegu og formlegu ráðstafanir sem óhjákvæmilegar eru til þess að þeirri stöðu verði náð. Aðsteðjandi vandi í peningamálum stafar annars vegar af ytri aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hins vegar af því að Seðlabankinn hefur í reynd lítil sem engin áhrif á fjármálalegan stöðugleika og verðbólgu. Ákvarðanir hans hafa fyrst og fremst áhrif á gengi krónunnar. Rangt er að saka stjórnendur Seðlabankans um þessa stöðu. Þeir fara eftir lögum og sjálfvirkum reiknilíkönum. Rétt var á sínum tíma að gera þessa tilraun. Hún er nú fullreynd. Lögin og reikni- líkönin taka einfaldlega ekki tillit til þess að á opnum alþjóðlegum fjármálamarkaði eru aðrir kraftar aflmeiri en Seðlabankinn. Fyrir þá sök ræður hann ekki við það hlutverk sem honum er ætlað. Það er sú staðreynd sem blasir við. Verðbólgumarkmiðið sem lögum samkvæmt er sett sameigin- lega af ríkisstjórn og Seðlabanka hefur verið marklaus bókstafur of lengi. Nú er brýnast að horfast í augu við þann raunveruleika og setja bankanum ný markmið sem einhverjar líkur eru á að haldi. Þetta á ekki að gera til þess að gefa eftir í baráttunni við að tryggja stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Þvert á móti. En það gerir illt verra að láta Seðlabankann halda áfram þeirri einu meðalagjöf sem hann ræður yfir og virkar ekki lengur á þá bólgu sem hún á að vinna á. Vaxtaákvörðunardagar Seðlabankans eiga með réttu að vera ein- hvers konar þyngdarpunktur í heilbrigðisdagatali fjármálamark- aðarins. Í staðinn eru þeir að verða eins og síendurtekinn sirkus- sýning án viðhlæjenda. Viðskiptabankarnir hafa verið uppteknir við það undanfarin ár að fjármagna hlutabréfakaup, fyrirtækjasamruna og yfirtökur. Þeir hafa lagt minni áherslu á að sinna venjulegum rekstri og innri verðmætasköpun í fyrirtækjunum. Þegar upp er staðið er það þó hún sem skapar þau verðmæti sem að baki hlutabréfunum standa. Nú verða viðskiptabankarnir því að beina kröftum sínum á ný að þessum grundvallarþáttum. Ríkisstjórnin sem í raun ræður för varðandi fjárfestingar sem byggja á orkunýtingu verður að horfast í augu við þá staðreynd að á næstu árum verður þörf fyrir nýja verðmætasköpun á því sviði ef hér á að halda uppi velferðarsamfélagi af sama myndarskap og verið hefur. Það dugar ekki að hlaupa í kringum þann heita graut eins og kötturinn. Allt eru þetta ný efnahagsleg- og fjármálaleg markmið sem þurfa að liggja skýr fyrir ef vel á að vera. Hvað á að gera við Seðlabankann? Ný markmið ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR ÁRNI PÁLL ÁRNASON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.