Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 18
MENNING 2 M örg íslensk verk eru á uppboðshrinu hjá Uppboðshúsi Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn í byrjun mars. Dag- ana 3.-7. mars verða fjögur uppboð á vegum Rasmussen. Hinn 3. og 4. er stórt uppboð á verkum CoBrA-málaranna og hefur verið safnað til þess í nokkurn tíma en um þessar mundir eru sextíu ár síðan hreyfingin varð til. Í allt verða 277 verk seld og eru olíuverk þar í mestum meirihluta auk vatnslitaverka, teikninga og þrí- víðra verka. Hefur ekki í annan tíma verið náð saman svo stóru safni verka eftir Jörn, Appel og félaga. Elstu verkin eru frá stríðsárunum og þau yngstu ná allt fram til starfsloka þessara meistara. Seinni daginn eru verk úr safni Richards Winter málara (1926-2007) sem var samtímamaður CoBrA- manna í Höfn sem ungur maður og kenndi síðar við Konunglegu Listaakademíuna í Höfn frá 1975-76 og var þar prófessor 1980-86 og átti gríðarstórt safn myndaverka. Þar í bland eru fimm myndir úr safni Roberts Dahlman Olsen eftir Svavar Guðna- son en úr hans safni hafa komið óhemju mörg verk eftir Svavar á síðustu misserum. Dýrustu verkin að mati uppboðshússins verða seld fyrsta daginn að kvöldi til, safn Winters er selt frá kl. 13 þann 4. en um kvöldið er uppboð á sér- völdum málverkum yngri málara og eru þar á meðal þrjú verk eftir Ólaf Elíasson, stórt olíumál- verk frá 1992 (110 x 140 cm) og er það metið á 250 - 300 þúsundir danskra króna; nýlegt ljósmynda- verk frá Íslandi og það þriðja er mynd frá ungl- ingsárum hans, Werewoolf frá 1982. Íslenskir málarar eru fyrirferðarmeiri í uppboð- inu þann 7. mars sem hefst kl. 13 en þar eru 22 íslensk málverk til sölu eftir ýmsa: Þórarin B. Þor- láksson, Ásgrím Jónsson, Þorvald Skulason, Jón Engilberts, Júlíönu Sveinsdóttur, Svein Þórarins- son og fleiri. Má sjá myndir af verkum á þessum uppboðum á vef: www.bruun-rasmussen.dk. Uppboðið hjá Gallerí Fold þann 3. febrúar bendir til að verðlækkun sé á íslenskum myndlistarmark- aði á verkum í hærri hluta verðskalans. Fór þar mikill fjöldi verka langt undir mati af þeim sem ódýrari voru metin en af hinum dýrari má greina verðlækkun sem er á milli 10 og 20 prósent. Næsta uppboð Gallerí Foldar er fyrirhugað í byrjun mars. Um allan er heim er búist við að verð á virtri myndlist á uppboðum fari lækkandi og það hægist á sölu verka í galleríum. Þeirra áhrifa gæti bæði á alþjóðlegum markaði og heimamarkaði sem er víða. Hér á landi er ekki hægt að tala um hlutdeild hins erlenda markaðar enda verk flutt að utan sköttuð með fullum virðisaukaskatti meðan inn- lend verk, bæði á uppboði og í umboðssölu gallería eru undanþegin virðisaukaskatti. MIKIÐ FRAMBOÐ Málverk eftir Ólaf Elíasson unnið 1992 er í allt öðrum stíl en síð- ari verk hans sem þekktari eru. Það er metið á tvær og hálfa til þrjár miljónir íslenskra króna. MYND/BRUUN RASMUSSEN UPPBOÐSHÚS Olíumynd eftir Þorvald Skulason úr eigu dóttur hans er seld á uppboðinu 7. mars. MYND/BRUUN RASMUSSEN SAMKEPPNISSTOFNUN HAMLAR STÓRVIRKJUM Páll Baldvin Baldvinsson skrifar FURÐA Sumir karlar eru svo frábitnir öllu kvenlegu að þeir sjá ekki einu sinni móður sína fyrir fjallskugga föðurins. Þeir ráða ráðum sínum í reykmettuðum skrifstofum og fundarsölum. Síðdegis leita þeir hvíldar á garðbekkjum og muldra og tuldra í skeggið hver við annan Beri svo við að þeir rölti niður á strönd í kvöldrökkrinu hætta hafmeyjarnar söng sínum og stinga sér í þögult djúpið. Þeir heyra aðeins lágvært gjálfur lognöldunnar við fjöruborðið. listaverka Uppboðshúsin dönsku eru áhrifamikil um verðþróun á eldri myndlist frá Íslandi. MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON LJÓÐIÐ Vilborg Dagbjartsdóttir S kilyrði sem Samkeppniseftirlitið hefur sett fyrir sameiningu JPV og Máls og menningar munu ef gengur eftir hamla dýrum og fjárfrekum verkefnum í íslenskri bókaútgáfu. Stofnunin telur nauðsynlegt að skorið sé af verkum sem hið sameinaða fyrirtæki ætti rétt á til endurútgáfu: Íslenskri orðabók, Ensk- íslenskri orðabók og áframhaldandi útgáfu á verkum Halldórs Laxness. Þegar eru til þúsundir eintaka af verkum Halldórs í hillum landsmanna. Raunar vann Ólafur Ragnarsson þrekvirki með endurútgáfu á öllum tiltækum verkum Halldórs sem voru uppurin á sínum tíma hjá Helga- felli þá hún rann saman við Vöku. Ekki er því eftir miklu að slægjast í þeim rétti en vissulega er það stöðutákn hjá þeim sem býður í réttinn og lagerinn. Í hlut þeirrar útgáfu kemur að berjast áfram á erlendum vettvangi fyrir útgáfu á verkum Halldórs, sem verður bæði tímafrekt og fjárfrekt verkefni. Verra er með orðabækurnar: slík útgáfa heimtir sterka stofna, fyrirtæki sem eru með margþætta útgáfu á mörgum sviðum og eru því þess megn að geta tekið stórvirki á borð við þessar orðabækur reglulega til endurskoðunar. Á sínum tíma var ráðist í útgáfu á vegum ríkisins meðal annars til að standa fyrir útgáfu að þessu tagi. Vel má vera að Hið íslenzka bókmenntafélag treysti sér til að taka þann bagga af eigendum hins nýstofnað Forlags, en það verður aðeins til þess að harðar verður af þeim sótt í sameiginlega sjóði landsmanna eftir útgáfustyrkjum. Byrðinni og ábyrgðinni er þannig velt yfir á skatt- borgara. Víst er Samkeppniseftirlitinu skylt lögum sam- kvæmt að huga að stærð fyrirtækja á markaði. Margt í dómi þeirra er í raun viðurkenning á gildandi reglum í samskiptum höfunda og forlaga, til dæmis tímalengd útgáfusamninga. Annað lýtur að afsláttar- pólitík gagnvart stórum söluaðilum. Þeir hjá Sam- keppniseftirlitinu segjast hafa leitað víða eftir athugasemdum hjá aðilum í íslenskum bókaiðnaði. Gaman væri að vita hverjir hafa verið ráðgjafar þeirra í smíði skilyrða sem vega svo alvarlega að útgáfu stærri verka. Ekki hafa þeir eða starfsmenn Samkeppniseftirlitsins litið til sögunnar og reynsl- unnar og áttað sig á hinu sögulega samhengi í íslenskri bókaútgáfu: Almenna bókafélagið, Mál og menning fyrr á tíð, Fróði, Örn og Örlygur, Iðunn, Svart á hvítu, Vaka-Helgafell – frá stríðslokum hafa öll þessi fyrirtæki risið og hnigið, oft sökum þess að forráðamenn þeirra réðust í stórvirki í útgáfu sem var ekki studd dreifðari tekjupóstum og naut ekki styrkja á því litla málsvæði sem við erum á. Saga íslenskrar bókaútgáfu á tuttugustu öld er vörðuð horfnum fyrirtækjum sem færðust of mikið í fang og lutu í gras fyrir bragðið. Og nú eru samkeppnis- aðgerðir orðnar Þrándur í götu íslenskum bókaútgef- endum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.