Fréttablaðið - 17.02.2008, Síða 20

Fréttablaðið - 17.02.2008, Síða 20
MENNING 4 Í október á hverju ári safn-ast útgefendur alls stað-ar að saman í Frankfurt í Þýskalandi í nágrenni við Mainz þar sem Jóhannes Gutenberg, upphafsmaður prentlistarinnar, raðaði stöf- um sínum fyrst saman árið 1450. Bókamarkaðurinn Frankfurter Buchmesse er sá stærsti í heimi með fimm hundruð ára sögu að baki. Flesta fulltrúa á bókamess- unni í Frankfurt haustið 2007 áttu forlög frá þýska málsvæð- inu en það telur um 100 millj- ónir manna. Þangað komu 3.358 forlög frá Þýskalandi, 146 frá Austurríki og 218 for- lög frá Sviss. Bandaríkin og Bretland sendu saman yfir þúsund forlög á staðinn, Ítalía 279 og Spánn 383. Frá Íslandi komu fulltrúar níu bókafor- laga. Sami fjöldi fulltrúa kom frá Víetnam, Liechtenstein, Venesúela, Kasakstan, Georg- íu og Eistlandi. Titlar í boði á messunni voru margir: 391.652 bókatitlar voru kynntir í fyrra og 283.293 gestir sóttu 172.000 fermetra stórt sýningarsvæðið heim. Heiðursgestur bókasýning- arinnar er land eða málsvæði. Árið 2007 voru katalónskar bókmenntir í sviðsljósinu og í ár hinn 15. til 19. október verð- ur Tyrkland heiðursgestur. Árið 2009 er það Kína og Arg- entína 2010. Og litla Ísland árið 2011. Sóknarfæri Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra sagði við setningu bókmennta- hátíðar í Norræna húsinu síð- astliðið haust: „Hér er um að ræða einstakt tækifæri fyrir Ísland til að kynna sögu okkar og sjálfsmynd, menningu og bókmenntir fyrir árvökulum augum umheimsins.“ Kynningarbásar gestaþjóða draga að meðaltali að sér fjörutíu þúsund gesti og eru sérfræðingar sammála um fjárhagslegt gildi þess að vera gestaþjóð á hátíðinni. Hefur þetta form verið gagnrýnt undanfarin ár, hvort „Gesta- þjóðarkonseptið“ sé dottið niður á stig landkynningar þeirra sem borga. Í fyrra var gestaþjóðin eða þemað bókmenntir Katalóníu, sem var óvenjulegt og vakti umræður á Spáni. Paulina Far- iza Guttmann er vel kunnug spænskum bókmenntum og bókmenntamarkaði. Áður en hún fór að gefa út bækur í Bar- celona fyrir fimmtán árum þýddi hún katalónskar bók- menntir yfir á kastilísku. Ég hitti Paulinu Farizu Gutt- man, stjórnanda bókaforlags- ins Alba í Barcelona, og spurði hana um þátttöku Katalóníu á bókahátíðinni árið 2007. Rándýrt dæmi Hvað kostaði katalónska veislan í Frankfurt í fyrra? „Opinber fjárhagsáætlun hljóðaði upp á 12 milljón evrur (krónur 1.201.920.000). Hingað til hefur ekkert land eytt jafn miklum peningum í að kynna sig í Frankfurt. En þar voru ekki bara bókmennt- ir í boði, heldur líka danshóp- ar, tónlistarmenn og mat- reiðslumeistarar. Bæði araba lönd og Rússland eyddu fimm milljónum evra í sýn- ingar sínar árin 2004 og 2003. Kostnaður Litháa árið 2002 var ein og hálf milljón evra og var þátttaka þeirra talin skila miklu. Árangur af þátt- töku telst ekki alltaf í sam- ræmi við upphæðina sem eytt er í kynningar.“ Og útkoman fyrir katal- ónskar bókmenntir? „Það er ekki hægt að segja mikið um það enn. En mikill fjöldi bóka var þýddur úr katal ónsku á þýsku og ensku og nú mun Katalónía í fyrsta sinn taka þátt í „BookExpo“ stærsta bókamarkaði Banda- ríkjanna. Í Frankfurt var einnig sýning sem hét „Books on Catalan Culture“ þar sem 300 forlög frá 27 löndum kynntu yfir 1.000 titla.“ Mörg mál í einu landi Íbúar Spánar eru alls 45 millj- ónir og katalónska er tungu- mál sem er talað af átta millj- ónum manna. Á Spáni eru fjögur opinber tungumál. Þau eru kastilíska eða spænska, galisíska, baskneska og katal- ónska. Spænska er töluð í öllum héruðum landsins, en galisíska í Galisíu, baskneska í Baskalandi og katalónska í Katalóníu. Þessi mál áttu undir högg að sækja á tímum Francos árin 1939-1975. Enn í dag eru fjölmargir sem tala eitt tungumál heima hjá sér og annað á opinberum vett- vangi. Katalónska er það tungumál sem stendur sterk- ast af ofangreindum þremur tungumálum minnihlutanna. „Reyndar var fjölmiðla- umfjöllun mjög mikil á Spáni og ég held að hjá Spánverjum hafi umfjöllun um Frankfurt verið mun stærri en hjá flest- um öðrum þjóðum í fyrra,“ segir Paulina og brosir. Nú þekkir þú bókabrans- ann vel. Hvenær var farið að beina athyglinni að gesta- þjóðum? „Það var hugmynd Peter Weidhaas sem var stjórnandi bókamessunnar í Frankfurt í fjölda ára að tengja markað- inn ákveðnum þemum eða löndum. Hann reið á vaðið árið 1976 með hálfa heims- álfu – Suður-Ameríku – og átti óneitanlega sinn þátt í því að bókmenntir þeirra landa slógu í gegn í Evrópu. Hann bauð meðal annars argent- ínska rithöfundinum Julio Cortázar sem þá var í útlegð í París. Weidhaas segir í ævi- sögu sinni, sem kom út í Frankfurt í fyrra, frá því þegar sendiherra herstjórnar- innar heimsótti hann og vildi að hann hætti við að bjóða Julio Cortazar og byði Jorge Luis Borges í staðinn.“ Af hverju? „Af því hann hafði fagnað herforingjastjórninni. (Afstaða sem Borges síðan sneri frá, aths. HB). En hann hélt sínu striki og tók á móti Cortazar. Þegar Weidhaas kom heim að lokinni bóka- messunni hafði íbúð hans verið snúið á hvolf og dekkin á bíl hans sundurstungin.“ Heiðursgestirnir borga Þegar hann setti indverskar bókmenntir í sviðsljósið árið 1986 var hann á undan sínum tíma og misheppnaðist átakið. Eftir það var ákveðið að láta gestalöndin borga sjálf fyrir þátttöku og einnig ákveða sjálf hvaða höfunda þau sendu. Ítalía var fyrst árið 1988 og síðan hefur þátttaka landanna orðið svolítil blanda af bókmennta-, menningar- og landkynningu.“ Hvers vegna? „Það var deilt um það hvaða rithöfunda ætti að senda og sumir fóru út í katalónskan þjóðernisrembing. Að lokum ákvað katalónska undirbún- ingsnefndin að senda aðeins þá sem skrifa bara á katal- ónsku. Það féll ekki í góðan jarðveg því það eru katal- ónskir rithöfundar sem skrifa á kastilísku sem féllu þá út úr prógramminu.“ Hverjir? „Til dæmis Eduardo Mend- oza og Carlos Ruiz Zafón. For- stjóri bókamarkaðarins í Frankfurt, Jurgen Boos, gagn- rýndi þetta við opnunina. Og í lokaathöfninni varði forstjóri katalónsku menningarstofn- unarinnar, Josep Bargalló, ákvörðun sína enn einu sinni. Hann sagði að þeir höfundar sem skrifuðu á spænsku hefðu mun fleiri möguleika til þess að koma verkum sínum á framfæri. En annars gekk allt mjög vel í Frankfurt og þetta var mikil og góð auglýsing fyrir bæði katalónskar og spænsk- ar bækur. Frankfurt er auð- vitað ekkert annað en risa- stórt markaðstorg fyrir bókabransann.“ Heima á Spáni En frá Frankfurt og hingað til Spánar, hvaða bækur gefið þið út hér hjá Alba Editorial? „Mitt takmark hefur verið að koma sígildum verkum á markað fyrir alla. Að það sé jafn sjálfsagt að lesa sígilda höfunda eins og sjálfshjálpar- bók eða glæpasögu. Ég held að fólk í dag sé miklu opnara og eigi auðveldara með að fara á milli tegunda. Við vilj- um færa sígildar bókmenntir út úr hinum akademíska heimi til hins almenna lesenda. En um leið leggjum við mikla áherslu á fallegar og listræn- ar kápur. Bókaútgáfa er í raun andstæða sjálfrar sín. Allt á að ganga hratt í okkar neyslu- samfélagi og seljast hratt og í stóru upplagi en um leið er lestur hægur og persónulegur og verður að fá að taka tíma. Við í bransanum reynum að finna milliveg en verðum líka að gefa út matreiðslubækur og dreifa með tímaritum o.s.frv. til þess að fá inn pen- inga. En ef ég væri ekki að gefa út þessar sígildu bækur og þróa athyglisverð verkefni sem ég trúi að auki þroska og lífsgleði lesendanna, þá veit ég ekki hvort ég gæti hugsað mér að vera áfram í bókaút- gáfu. Lesendur okkar gera einnig kröfur og fylgjast vel með og það gleður okkur auð- vitað. Það tekur tíma að byggja upp traust og tengsl en þegar það er komið eru þeir tryggir og kaupa bæk- urnar sem við gefum út.“ Ég kveð Paulinu hjá Alba og held út í katalónska sól og á göngunni sé ég mann sitja á gangstétt – að lesa bók. BÓKAMARKAÐUR MEÐ LANDKYNNINGU MYND/HELGA BREKKAN MYND/HELGA BREKKAN Eftir þrjú ár tæp, haustið 2011, er stefnt að því að Ísland verði fyrst Norður- landanna gestaþjóð í heiðurssæti á stærstu bókahá- tíð heims, Bókamess- unni í Frankfurt. Þann sess skipuðu Katalóníu- menn á síðasta ári. Mikið sóknarfæri felst í þessu boði Bóka- messunnar. Þýskaland er gamall og sterkur markað- ur fyrir íslenskar bókmennt- ir. Hvernig tókst þetta til hjá Kat- alónum? BÓKMENNTIR HELGA BREKKAN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.