Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 20. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka 2,2% -19,4% Bakkavör 5,7% -21,4% Exista 14,4% -36,3% FL Group 11,7% -29,8% Glitnir 7,6% -16,2% Eimskipafélagið -0,7% -12,4% Icelandair 1,1% -4,7% Kaupþing 7,9% -14,2% Landsbankinn 6,4% -17,7% Marel -4,3% -7,5% SPRON 9,6% -35,2% Straumur 3,8% -16,6% Teymi 1,3% -10,8% Össur 2,6% -6,6% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag Stefnt er að því að frumvarp um skattlagningu olíuleitar hér við land verði lagt fram á vorþingi. Fram kemur í vefriti fjármála- ráðuneytisins að þar sé nú unnið að frumvarpi um hvernig fara skuli með leit, rannsóknir og vinnslu á olíu og gasi á svonefndu Dreka- svæði, norðaustur af landinu. Við vinnslu frumvarpsins er meðal helstu markmiða að tryggja íslenska ríkinu við unandi arð af oíuvinnslu í íslenskri lögsögu, auk þess að samanlögð skattheimta hér verði ekki meiri en gengur og gerist í nágrannalöndum. Fram kemur í vefritinu að almennt sé skattlagning olíufyrirtækja meiri en annarra fyrir tækja. Við samningu framvarpsins er meðal annars litið til regluverks í Noregi og Færeyjum. Færeying- ar innheimta til að mynda sérstök framleiðslugjöld og Norðmenn heimta 50 prósenta sérstakan skatt á hagnað vegna olíuvinnslu. Fjármálaráðuneytið segir að á móti komi yfirleitt heimildir til að draga ýmsan kostnað frá skattstofni, til dæmis rannsóknar- kostnað, auk hagstæðra reglna um afskriftir og uppsafnað tap. Stefnt er að því að hefja útgáfu rannsóknarleyfa vegna olíuleitar á Drekasvæðinu í janúar 2009. - ikh Olíufrumvarp lagt fram á vorþingi OLÍUBORPALLUR Frumvarp um skattlagn- ingu vegna olíuvinnslu í íslenskri lögsögu er í undirbúningi í fjármálaráðuneytinu. „Raunverðmætið er nú drjúgt. Þegar þetta er allt tekið saman má ætla að heildarverðmætið sé eitthvað á annan milljarð,“ segir Pétur Grétarsson, lánasérfræð- ingur hjá Byggðastofnun. Sam- kvæmt árshlutareikningi stofn- unarinnar í fyrra er bókfært virði hlutabréfa hennar tæplega 1,5 milljarðar. Stofnunin á hlutabréf í 64 fyrir- tækjum, samkvæmt nýjasta yfirliti. Hlutir stofnunarinnar eru ávallt til sölu. „Það er búið að selja nokkuð á undan förnum tveimur árum og svo eru kaup- samningar í pípunum,“ segir Pétur. Fyrirtæki sem að hluta eru í eigu Byggðastofnunar eru um allt land og í mörgum atvinnu- greinum. Pétur segir að stofnunin hafi eignast hlutabréfin með því að leggja til stofnfé. Þá hafi hlutir verið keyptir vegna átaks stjórn- valda. „Síðan erum við auðvitað lánastofnun, og það hefur komið fyrir að við höfum leyst til okkar hluti,“ segir hann, en bætir við að lítið hafi verið keypt undan farin ár. „Við fengum síðast 350 millj- ónir króna, árið 2003, til þess að kaupa í nýsköpunarfyrirtækjum. En höfum ekkert keypt frá árs- lokum 2004.“ - ikh Eiga í 64 fyrirtækjum Stjórn Glitnis banka lýsir fullum stuðningi við forstjóra félagsins, Lárus Welding, og vísar orð rómi um breytingar á stöðu hans á bug. Jafnframt lýsir stjórnin yfir ánægju sinni með þau störf sem forstjórinn og aðrir stjórnendur bankans hafa innt af hendi síðan breytingar voru gerðar á yfir- stjórn hans vorið 2007. Bankinn sendi frá sér þessa yfirlýsingu í gær vegna fréttar Markaðarins daginn áður á þá leið að breytinga væri að vænta á yfirstjórn bankans. Aðalfundur Glitnis er haldinn í dag, 20. febrúar, en búist er við að nýr stjórnarformaður, Þor- steinn Már Baldvinsson, taki við af Þorsteini M. Jónssyni. - óká Styðja forstjóra Glitnis VBS fjárfestingarbanki stefnir á að sækja um viðskiptabankaleyfi til Fjármálaeftirlitsins, sam- kvæmt dagskrá aðalfundar bank- ans sem haldinn verður á föstu- daginn. Með viðskiptabankaleyfi horf- ir VBS til að efla starfsemina sem fyrir er, auk þess að færa sig mögulega inn á svið stóru bank- anna án þess að lagt verði í upp- byggingu útibúanets. Jón Þór- isson, forstjóri VBS, segir net- bankastarfsemi í einhverri mynd ekki útilokaða. VBS yrði þá sjötti banki lands- ins til að fá viðskiptabankaleyfi, en það hafa nú þegar stóru bank- arnir þrír, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn, auk Ice bank og Straums fjárfestingarbanka. Jón segir að viðskiptabanka- leyfi fylgi heimild til að taka á móti innlánum og það sé stóri munurinn á slíku leyfi og fjár- festingarbankaleyfinu sem VBS er þegar með. „Eignastýring er hluti starfsemi VBS og þar höfum við hóp viðskiptamanna sem hefur þörf fyrir víðtæk- ari þjónustu en við getum veitt núna,“ segir hann og kveður þar kveikjuna að leyfisumsókninni. „Til viðbótar gefur þetta okkur tækifæri til að þróa hér þjónustu meira í átt við þá sem menn hafa upplifað í stóru bönkunum, án þess þó að vera að reka dýrt úti- búanet.“ Jón segir að umsóknarferlið verði hafið að því gefnu að heim- ild hluthafa fáist á föstudaginn og gerir sér vonir um að heim- ildin geti fengist á „einhverjum vikum, fremur en mánuðum“. Fyrir aðalfundi VBS liggur einnig fyrir heimild til stjórnar bankans til að auka hlutafé hans um allt að 150 milljónir króna að nafnvirði. Þriðjungi aukning- arinnar á að ráðstafa til starfs- manna, ýmist með sölu eða kaup- rétti, þriðjungur yrði til sölu á frjálsum markaði og þriðjungur yrði til útgáfu þar sem hluthafar hefðu forkaupsrétt. - óká JÓN ÞÓRISSON Jón, sem er forstjóri VBS fjárfestingarbanka, segir að með viðskipta- bankaleyfi sé horft til þess að efla starfsemi bankans. VBS í viðskiptabankaslaginn VBS vonast til að geta fengið viðskiptabankaleyfi á næstu vikum. Fyrir aðalfundi liggu tillaga um að hefja umsóknarferli til Fjármálaeftirlitsins. Ingimar Karl Helgason skrifar „Við stefnum að því að byrja með þetta í haust,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarfor- stjóri Landsnets. Til stendur að hefja heildsölumarkað með raf- orku. Þetta er að norrænni fyrirmynd og geng- ur þannig fyrir sig að heildsalar gera hver öðrum kaup- eða sölutilboð, jafnvel á tveggja klukku- stunda fresti, allan sólarhringinn. Fyrirkomulagið yrði í sjálfu sér ekki ólíkt verðbréfamarkaði, þar sem stöðug verðmyndun á sér stað. „Hugmyndin er ekki síst að fá verðmiða á orku í landinu. Núna er bara hægt að sjá orkuverðið með því að hringja í Landsvirkjun,“ segir Guðmund- ur Ingi. Heildsala á rafmagni er að mestu leyti bundin í langtímasamningum, enn sem komið er. Nokkur ár eru frá því að komið var á smásölumarkaði með raf- orku hér á landi. Fólk getur í grófum dráttum ráðið af hverjum það kaupir rafmagnið. Samkeppnin virðist enn sem komið er ekki hafa orðið til þess að lækka raforkuverð til almennra notenda að ráði. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagði á ráðstefnu Landsnets á dögunum að gjald fyrir flutning og dreifingu raforku væri hátt, auk þess sem samkeppni skorti á orkumarkaði. Hann sagði jafnframt að of stór hluti raforkuframleiðslunnar væri í höndum Landsvirkjunnar einnar. Það ætti sér þó sögulegar skýringar. Hins vegar hefðu Orku- veita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja aukið raforkuframleiðslu undanfarið. Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður hjá Samtök- um iðnaðarins, sagði marga telja yfirburði Lands- virkjunar slíka að engin samkeppni gæti orðið í heildsölu á raforku. Markaðshlutdeild Landsvirkj- unar í heildsölu væri áttatíu prósent, og sextíu pró- sent væri stóriðjan tekin út fyrir sviga. Á sameiginlegum raforkumarkaði annarra Norð- urlanda væri hins vegar enginn einn aðili með stærri markaðshlutdeild en fimmtung, og fjór- ir stærstu aðilarnir á markaðnum með innan við helmings markaðshlutdeild. Guðmundur Ingi segir að stærð Landsvirkjunar á markaðnum sé í takt við ýmislegt fleira hér á landi. „Markaðshlutdeild Landsvirkjunar hefur verið að minnka og það verða þrír til fjórir aðilar á þessum markaði til að byrja með. Svo er bara að sjá hvort það sé nóg.“ Heildsölumarkaður raforku hefst í haust Landsvirkjun ber höfuð og herðar yfir aðra raforkuframleiðend- ur. Þrátt fyrir það á að stofna markað með heildsölu í haust. HELLISHEIÐARVIRKJUN Þótt Landsvirkjun hafi yfirburðastöðu í framleiðslu á rafmagni hafa Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja verið að sækja í sig veðrið. Markaðurinn/GVA Greiningardeild Landsbankans telur að verðbólga nái hámarki á næstu mánuðum. Tólf mán- aða verðbólga í mars fari yfir 7,5 prósent og haldist há fram á haustið. Þá taki hún hins vegar að lækka frekar hratt og fari undir fjögur prósent á fyrri hluta næsta árs. Greiningardeildin gerir enn fremur ráð fyrir að stýrivextir byrji að lækka strax í næsta mánuði. Þá verði þeir lækkaðir um hálft prósent, en síðan um 0,75 prósent á reglulegum vaxta- ákvörðunardegi, 10. apríl. Þá verði þeir lækkaðir um eitt pró- sentustig í hverjum fjórðungi þar til þeir nái 7,5 prósentum um mitt næsta ár. Þrátt fyrir spá um lækkun stýrivaxta gerir Greiningar- deildin ráð fyrir því að gengi krónunnar styrkist. Vaxtamunur við útlönd verði áfram hár og vaxtamunaviðskipti styðji við gengi krónunnar. Gengisvísital- an muni sveiflast í kringum 130 stig út árið. - ikh Verðbólga senn í hámarki Gullforði Seðlabankans jókst að verðgildi um ríflega hálf- an milljarð króna í síðasta mánuði. Undanfarið ár hefur verðmæti gullforð- ans aukist um milljarð króna, án þess að bætt hafi verið við hann. Gjaldeyrisforði bankans í heild jókst um tæplega tólf milljarða króna. Aukn- ing á verðmæti gullforð- ans skýrir um fjögur prósent aukningarinn- ar, en Seðlabankinn segir að meginskýr- ingin felist í hækkun á verði erlendra verð- bréfa. Gjaldeyrisforði bankans nam í lok janúr ríflega 174 milljörðum króna. - ikh Gjaldeyrisforðinn jókst um 12 milljarða Hagnaður Fasteignafélagsins Eikar nam 1,7 milljörðum króna í fyrra. Þetta jafngildir 360 pró- senta aukningu hagnaðar frá árinu á undan, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Næstum allar eignir félagsins eru í útleigu. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, segir að sveifl- ur í efnahagslífinu minni áhrif á reksturinn en margra annarra fyrirtækja. Þá séu helstu skuld- bindingar félagsins í krónum, á föstum vöxtum. Erlendar tekjur komi á móti erlendum skuldum. Þvi hafi gengissveiflur takmörk- uð áhrif á reksturinn. - ikh Þrefaldur hagnaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.