Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN 20. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T F R Í S T U N D I N „Það var engu líkara en að við hefðum skrifað veðurspána, sól á daginn og snjókoma á nótt- unni. Nýr snjór og fjöllin æv- intýralegt leiksvæði dag eftir dag“ segir Böðvar Þórisson, framkvæmdastjóri í Sjóvá. Böðvar og fjölskylda hans, Hrefna Sigfinnsdóttir, Sigfinn- ur 9 ára, Kristín 7 ára og Ingunn 2 ára, eru útivistarfólk og sækja mikið í Alpana, eru nú nýkom- in heim frá Laax sem er í sviss- nesku Ölpunum. Þar eru að- stæður sérlega góðar fyrir fólk sem vill fjölbreytta möguleika; flottar troðnar brekkur, stökk- pallar og aðrar lausnir fyrir snjóbrettaiðkun sem og ósnert, ótroðin fjöllin sem bjóða upp á skemmtilegt utanbrautar rennsli fyrir skíði og snjóbretti. „Við vorum tíu saman, tvær fjölskyldur með þrjú börn hvort,“ segir Böðvar og bend- ir á að þetta sé frábært fjöl- skyldusport fyrir alla aldurs- hópa. „Þetta verður miklu skemmtilegra fyrir alla þegar fjölgar í hópnum. Krakkahóp- arnir voru tveir hjá okkur núna, brettahópur og skíðaprinsess- ur,“ segir hann og hlær. Yngsta barn þeirra hjóna er tveggja ára og skellti á sig plastskíðum inni á hóteli á kvöldin en hafði einnig mikið gaman af því að leika sér í snjónum á daginn. „Hún er orðin spennt og byrjar að renna sér næsta vetur.“ Laax er einn helsti snjóbretta- staður Evrópu í dag, að sögn Böðvars. „Þar er mikið verið að horfa til þeirra þarfa sem eru í snjóbrettunum og dregur það mikinn fjölda iðkenda inn á svæðið. Laax leggur einnig mikið upp úr því að bjóða upp á ótroðnar leiðir og heilu fjöl- lin eru ekkert troðin en þó skil- greindar leiðir þannig að maður á ekki að villast. Mikið er lagt upp úr öryggi á sama tíma þannig að allt sé þetta stundað með réttum búnaði og við rétt- ar aðstæður. Sigfinnur, níu ára, hefur verið á snjóbretti síðustu fjögur árin og farinn að gera ótrúlega hluti á brettinu. „Maður klórar sér bara í hausnum þegar hann svíf- ur í loftinu og fer í hringi,“ segir Böðvar. En allt er þetta gert með hjálm á höfði og brynju á bakinu, það er lykil atriði. „Ég hef stundað snjóbrett jafnt sem skíði síðustu ár, en Sigfinnur er orðinn miklu betri en ég jafnt í stökkvum sem og við rennsli í braut og mjöll,“ segir hann. „Oft er talað um það að þeir sem stundi svona íþróttir séu áhættusæknir, en ég er ekki sammála. Maður er vel varinn og fer um fjöllin af yfirveg- un og hugsun, “ segir Böðvar. „Ég er alltaf hræddastur í bíl á Suðurlandsveginum. Maður stýrir sjálfur skíðunum og snjó- bretti en ræður ekki því sem fram fer í bíl sem kemur á móti manni ,“ segir hann. Böðvar segir heilmikla upp- byggingu hafa átt sér stað fyrir útivistarfólk í Ölpunum síðustu ár og mörg svæðanna séu nú einnig opin á sumrin. „Við sækj- um mest í skíðasvæðin í Sviss, Ítalíu og Austurríki á veturna en hjólreiðasvæðin Frakklands- megin á sumrin.“ Böðvar segir Alpana frábæra. Fjölskyldan komi þangað reglu- lega og kunni hvergi betur við sig. „Ég fer einnig reglulega í Alpana með félögum mínum og þá sérstaklega í hjólreiða- ferðir. Les Gets í Frakklandi er þá oftast áfangastaðurinn. Pass- portes du Soleil er að verða ein- hver þekktasta fjallaþraut hjól- reiðanna í Evrópu og afgreidd á hverju ári. Ísland hefur einnig upp á magnaðar hjólaleiðir að bjóða, en það er eins og krem á köku að fara í Alpana,“ segir Böðvar. - jab BÖÐVAR OG BÖRNIN Böðvar og fjölskylda hans fer reglulega í Alpana og kann hvergi betur við sig. Hann er hér í miðið ásamt börnum sínum tveimur og vinkonu þeirra, sem er efst á myndinni. MYND/ÚR EINKASAFNI Alparnir fyrir allar árstíðir 7.00 Vaknaði og ræsti konu og börn. Sinnti morgunverkunum, sem aðallega felast í því að gefa yngri börnunum súrmjólk og Cheerios. 8.30 - 9.15 Mætti á reglulegan fund með fjárstýringu Icebank þar sem farið var yfir stöðu markaða. 9.15 - 10.00 Þessi stund fór í undirbúning fyrir fundi dagsins og í að svara tölvupóstum. 10.00 - 11.30 Fundur með formanni bankaráðs til undirbúnings bankaráðsfundar á morgun [þriðjudaginn 19. febrúar]. 11.30 - 12.00 Fundur með mannauðsstjóra Icebank þar sem lagðar voru línur fyrir stefnumótunardag bankans. 12.00 - 12.45 Hádegisverður með viðskiptavini. 12.45 - 13.30 Fundur með ráðgjafa vegna stefnumótunar. 13.30 -14.00 Fundur með lögfræðingi bankans vegna ýmissa úti- standandi mála. 14.00 - 15.00 Fundur í öryggisnefnd bankans. 15.00 - 15.30 Frágangur mála fyrir fyrrnefndan bankaráðsfund. 15.30 - 16.30 Símtöl til viðskiptavina og fleira þess háttar. 16.30 -17.00 Fundur vegna ársskýrslu. 17.00 - 18.00 Tölvupóstur og önnur skriffinnska (hver fann eiginlega upp tölvupóstinn??). 18.00 Fer heim að sinna börnum og matargerð þar sem mánudagar eru leikfimidagar hjá frúnni. Kvöldið fer síðan í lestur og leiðrétt- ingar á ársskýrslutexta samhliða heimilisstörfum. D A G U R Í L Í F I … Agnars Hanssonar, bankastjóra Icebank Í DAGSINS ÖNN Agnar Hansson, bankastjóri Icebank, fer yfir málin með ritara sínum. Agnar deilir með lesendum Markaðarins yfirliti yfir dagsins amstur fyrsta dag vikunnar, mánudaginn 18. febrúar. MARKAÐURINN/GVA Við sækjum mest í skíðasvæðin í Sviss, Ítalíu og Austurríki á veturna en hjól- reiðasvæðin Frakklandsmegin á sumrin ... Ísland hefur einnig upp á magnaðar hjólaleiðir að bjóða, en það er eins og krem á köku að fara í Alpana. ÚTSÝNI TIL LEIGU Kringlunni 4–12 | 103 Reykjavík www.landicproperty.isLandic Property er eitt stærsta fasteignafélag á Norðurlöndum og sérhæfir sig í útleigu fasteigna til langs tíma. LÁGMÚLI 9 Um er að ræða tvær hæðir. Annars vegar innréttað rými á 6. hæð sem er 338 m2 og hins vegar 7. hæð sem er nýbygging ofan á húsið, alls 286 m2. Útsýni einstakt frá báðum hæðum. Mjög góð staðsetning. Hægt er að leigja rýmin saman eða í sitt hvoru lagi. Til útleigu frá og með 15. mars nk. Teikningar er að finna á www.landicproperty.is. LAUGAVEGUR 26 Um er að ræða 5. hæð sem er nýbygging ofan á húsið, alls 332 m2. Þetta er einstakt rými með gluggahliðum til norðurs og suðurs. Svalir allan hringinn og frábært útsýni. Til útleigu frá og með 15. mars nk. Teikningar er að finna á www.landicproperty.is. Nánari upplýsingar fást hjá Ingu Rut Jónsdóttur í s. 575 9010 eða á irj@landicproperty.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.