Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 17
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 Ú T T E K T króna. Það er lækkun um 234 milljarða króna á átta mánuðum. Það munar um minna. Það er ekki einfalt mál að afskrá félag eins og Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri Kaup- hallarinnar, útskýrir hér til hliðar. Ljóst er að gæta verður að hag minni hlut- hafa þegar þeir stóru taka svo afdrifaríkar ákvarðanir. Hvaða leið verður farin er óljóst. Hvort menn hætti við er líka óljóst. Hins vegar er ljóst að þolin- mæði stærstu eigenda gagn- vart FL Group er svo til á þrotum. Menn þurfa nú að beina kröftum sínum að öðrum og ekki síður mikil- vægum hlutum. Hrær- ingar á öllum mörkuð- um krefjast þess. maí 2006 FL Group hefur starf- semi í London júlí 2006 Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson selja FL Group Straumsbréf og eign- ast samanlagt tæp 25 prósent í FL. Október 2006 FL Group selur Icelandair Group og fjarlægist þar með reksturinn sem félagið byggðist upp á. desember 2006 Hlutur FL Group í Glitni kominn í 30 prósent. Hannes Smárason valinn viðskiptamaður ársins af dómnefnd Markaðarins. febrúar 2007 FL Group skilar met- hagnaði; 44,6 millj- örðum króna. Félagið orðið stærsti hluthaf- inn í AMR. mars 2007 Fons Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar selja allan hlut sinn í FL Group fyrir tæpa níu milljarða króna. Gengið 29,5. apríl 2007 FL Group tilkynnir um þrjú prósent eignar- hlut í Commerzbank. Markaðsvirðið er um 63 milljarðar króna. september 2007 FL Group eignast tæp 38 prósent í Tryggingamiðstöðinni. Félagið í fram- haldi yfirtekið og afskráð. Hluturinn í Commerzbank kom- inn í 4,25 prósent. mars 2008 FL Group tilkynnir um mesta tap eins íslensks félags á einu ári. Nam það rúmum 67 milljörðum króna árið 2007. desember 2007 FL Group hefur selt stóra eignar- hluti í AMR og Finnair. Síðar eru hlutir Commerzbank einnig seldir. Desember 2007 Uppstokkun í eig- endahópi FL Group. Baugur kemur félag- inu til bjargar með aukið fjármagn í formi fasteignafélaga og fær hlutabréf í staðinn. nóvember 2007 FL Group tilkynnir að félagið hafi tapað 27 milljörðum á þriðja ársfjórðungi. Félög hafa lækkað snarpt í Kauphöll. oup lþjóðlegt fjárfestingarfélag. Það var á þeim andlitið á bak við var Hannes Smárason FL Group, afsögn Hannesar og björgunar- nt að því að taka félagið af markaði. Þ R Ó U N I N 0 3 T I L 2 0 0 4 fyrir skatta 1,4 4,3 18,7 14,7 -79,8 gnir 37,3 43,5 132,6 262,9 422,3 28,1 28,7 58,2 120,2 266,5 eigin fjár 13% 30% 39% 41% -45% Nokkrar leiðir við að afskrá félag Kauphöll Íslands getur ákveðið að stöðva afskráningu félags af skipu- lögðum hlutabréfamarkaði ef það er talið ekki þjóna hagsmunum minni hluthafa. Þetta segir Páll Harðar- son, aðstoðarforstjóri Kauphallar- innar. Hann segir nokkrar útfærslur á því hvernig staðið er að af- skráningu félags. „Í fyrsta lagi getur stjórn félagsins sótt um afskrán- ingu og afskráð félagið með þeim hætti. Þá eiga hluthafar bréf í óskráði félagi með þeim ókostum sem því fylgir; minni upp- lýsingagjöf, minna gegnsæi og viðskipti eiga sér ekki lengur stað stað á skipulegum verðbréfamarkaði. Í öðru lagi þá geta þeir sem hafa hug á að afskrá félag- ið ákveðið að gera öðrum hlut- höfum yfirtökutilboð og skráð síðan félagið af markaði. Þetta er leið sem lang flestir hafa farið. Þá eru eftir tvær leiðir mögulegar. Ann- ars vegar geta þeir sem hyggja að yfir- töku verið yfirtöku- skyldir þegar tilboðið kemur fram. Þá gilda ákveðnar reglur um verðlagningu. Þeir verða þá að greiða hæsta verð sem þeir hafa greitt síðustu sex mánuði. Nú eða hæsta verð daginn áður en yfirtökuskylda myndaðist. Á hinn bóginn gæti yfirtökutil- boðið verið valfrjálst. Þá gilda þessar reglur ekki heldur gerir við- komandi einfaldlega bara tilboð í bréf hluthafa sem hann telur nægjanlegt til að fá þá til að selja bréfin,“ segir Páll. Þessi fer- ill getur tekið einn til þrjá mánuði að sögn Páls. PÁLL HARÐARSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.