Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 19. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G A R Ð G R E I Ð S L U R S Í Ð A S T L I Ð I N T V Ö Á R * Fyrirtæki 2007 2006 Actavis - - Alfesca - - Atorka Group 2.111 3.400 Bakkavör 1.187 1.079 Eimskip (Avion) - - Exista** - 10.838 FL Group - 15.000 Glitnir 5.506 9.400 Icelandair - - Kaupþing 14.809 10.366 Landsbankinn*** - 4.408 Marel - 73,4 SPRON 1.643 - Straumur**** 5.990 7.769 Teymi 340 - Össur - - Samtals: 31.586 62.333 * Upphæðir í milljónum króna. Inni í töl- unum eru félög sem áður voru skráð í Úrvalsvísitöluna. ** Arðgreiðsla í skoðun *** Arðgreiðsla liggur ekki fyrir. Aðalfundur 23 apríl **** 48,9 milljónir evra. S jö fyrirtæki af fjórtán sem mynda íslensku Úrvalsvísitöluna greiða arð vegna afkomunnar á síðasta ári. Þetta er tveimur fyrirtækjum færra en greiddu út arð í fyrra. Ef frá er skilin arðgreiðsla Landsbankans – tillaga verður lögð fram um slíkt á bankaráðsfundi hans 7. apríl næstkomandi – nema heildar- greiðslurnar rúmum 31 milljarði íslenskra króna. Til samanburðar námu arðgreiðslurn- ar rúmum 62 milljörðum króna í fyrra. Þetta er helmingi minna en félögin greiddu vegna afkomunnar í hitteðfyrra. KAUPÞING GREIÐIR MEST Kaupþing greiðir hluthöfum sínum lang- hæstu greiðsluna í ár, 14,8 milljarða króna. Á eftir kemur Glitnir, sem greiðir 5,5 millj- arða króna. Athygli vekur að arðgreiðslur Kaupþings eru hærri en í fyrra. Þetta er ólík þróun og hjá öðrum fyrirtækjum að Bakka- vör undanskilinni, sem greiðir rúmum hundr- að milljónum krónum meira en í fyrra. Eins og áður segir verða tillögur um arðgreiðslur til hluthafa Landsbankans ekki lagðar fram fyrr en á bankaráðsfundinum 7. apríl næst- komandi. Kaupþing hefur iðulega greitt háan arð í krónum talið. Hins vegar þarf mikið til að ná upp í arðgreiðsluna í október í hitt- eðfyrra þegar Kaupþing greiddi hluthöfum einstaka greiðslu, tuttugu milljarða króna í formi hlutafjár í Existu. SUMIR GREIÐA EKKERT Þrjú félög sem mynda Úrvalsvísitöluna – og greiddu hluthöfum sínum háar upphæðir í arð í fyrra – greiða ekkert í ár. Það eru Marel, Exista og FL Group. Samkvæmt forsvars- mönnum Marel er ástæðan fyrir því að ekki verður greiddur út arður vegna afkomunnar í fyrra kaup félagsins á matvælavinnsluvéla- hluta hollensku iðnsamsteypunnar Stork. Hin félögin tvö, FL Group og Exista, greiddu hins vegar hæstu arðgreiðslur skráðra félaga í Úrvalsvísitölunni vegna afkomunnar í hitt- eðfyrra. FL Group greiddi fimmtán milljarða króna en Exista tæpa ellefu milljarða króna í fyrra. FL Group tapaði 67 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári og vinnur nú að stífum niður skurði á rekstrarkostnaði, sem skýrir arðgreiðsluleysið nú. Exista hagnaðist hins vegar um sextíu milljarða króna á sama tíma. Lýður Guð- mundsson, stjórnarformaður Existu, sagði á aðalfundi félagsins á dögunum að aðstæður á fjármálamörkuðum hefðu ráðið um ákvörð- unina að greiða ekkert nú um stundir. Breyt- ist aðstæður til hins betra getur svo farið að ákvörðunin verði endurskoðuð og arður greiddur út síðar á árinu. DVERGARNIR FÁ LÍTIÐ EN RISARNIR MEST Sé litið til stærstu arðgreiðslnanna – sem greiðist úr sjóðum bankanna – fá stærstu hluthafarnir tæpa 4,4 milljarða króna fyrir snúð sinn. Exista tekur stóra sneið vegna eignar hlutar síns í Kaupþingi og Bakkavör. Félagið fær rúma 3,4 milljarða króna vegna 23 prósenta eignar sinnar í Kaupþingi og 470 milljónir króna vegna stærðar sinnar í Bakkavör – fé- lagið er langstærsti hluthafinn með 63 pró- senta eignarhlut. FL Group, sem er stærsti hluthafinn í Glitni, tekur á sama tíma 977 milljónir króna fyrir eignarhlutinn í bankanum. Eins og áður hefur komið fram liggur ekki fyrir hvað þeir feðgar, Björgólfur Guð- mundsson og Björgólfur Thor, fá fyrir eignar- hlut sinn í Landsbankanum í nafni Samson eignarhaldsfélags en þeir sitja á tæpum 41 prósents hlut. Hagnaður bankans í fyrra nam fjörutíu milljörðum króna. Sé miðað við að arðgreiðsla verði hlutfallslega jafn há nú og í fyrra gætu arðgreiðslur feðganna numið 1,8 milljörðum króna. Hins vegar fá þeir tæpa tvo milljarða króna vegna eignar sinnar í Straumi-Burðarási. Arðgreiðslurnar dragast saman um helming Þau íslensku fyrirtæki sem mynda Úrvalsvísitöluna taka upp veskið á næstu dögum og greiða hluthöfum sínum rúma þrjátíu milljarða króna vegna afkomunnar á síðasta ári. Pyngja sumra er tóm eftir tap í fyrra en önnur fyrirtæki eru að skoða næstu skref. Ljóst er að ytri aðstæður settu skarð í afkomu fjölmargra fyrirtækja hér á landi enda arðgreiðslurnar um helmingi minni en fyrir ári, líkt og Jón Aðalsteinn Bergsveinsson komst að raun um. STJÓRNARFORMAÐUR KAUPÞINGS OG FORSTJÓRINN Kaupþing greiðir hæstu arðgreiðsluna í ár vegna afkomunnar á síðasta ári. MARKAÐURINN/GVA Arðgreiðslur þriggja erlendra félaga sem hafa íslensk fyrir- tæki í hluthafahópnum er tæp- lega tvöfalt hærri en sem nemur arðgreiðslum allra íslensku fé- laganna sem mynda Úrvalsvísi- töluna í Kauphöll Íslands. Arðgreiðslur til hluthafa bresku lágvörukeðjunnar Iceland er sú hæsta sem nokkuð félag hefur fengið utan landsteinanna. Niðurstöður liggja ekki fyrir um afkomuna í fyrra en samkvæmt heimildum Markaðar ins eru líkur á að um 300 milljónir punda falli hluthöfum hennar í skaut. Það jafngildir rúmum 46 millj- örðum króna miðað við gengi evru í gær. Heildar arðgreiðslur Iceland-keðjunnar síðastliðin þrjú ár nema 670 milljónum punda, eða rúmum 100 milljörð- um króna. Gangi allt eftir munu Baugur, Fons (sem hvorugt er skráð á markað), Kaupþing og Lands- bankinn fá tæpa 37 milljarða króna en Malcolm Walker, for- stjóri Iceland, og aðrir stjórn- endur hennar rest. Þetta verður jafnframt annað árið í röð sem arðgreiðsla frá versluninni slær Íslandsmet í krónum talið. Til samanburðar er næststærsta arðgreiðsla sög- unnar greiðsla til Existu vegna hlutar í finnska fjármálafyrir- tækinu Sampo Group. Greiðslan, sem nam 13,7 milljörðum króna, féll félaginu í skaut á síðasta ári. Exista sat þá á rúmum fimm tán prósenta hlut í Sampo, sem skráð er í kauphöllina í Helsinki í Finn- landi. Félagið hefur bætt við sig síðan þá og fer nú með tæpan fimmtungshlut í félaginu. Væntar arðgreiðslur Ex- istu vegna hlutarins í Sampo nú nema 138,6 milljónum evra fyrir síðasta ár. Það jafngildir rúmum 16,8 milljörðum króna miðað við gengi evru gagnvart krónu í gær. Til viðbótar þessu tekur Exista um 600 milljónir króna vegna stöðu sinnar í norska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Store- brand. Kaupþing og Exista fara saman með um 29 prósenta hlut í fyrirtækinu og fær Kaupþing, sem á fimmtung í félaginu, 1,3 milljarða króna. MACOLM WALKER, FORSTJÓRI ICELAND Breska lágvörukeðjan Iceland hefur greitt út jafnvirði rúmra 100 milljarða króna til hluthafa síðastliðin þrjú ár. Um 80 milljarðar hafa fallið íslenskum fjárfest- um í skaut. Metarður að utan

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.