Tíminn - 15.11.1981, Blaðsíða 1
EINBJÖRN HANSSON
Kafli úr bók Jónasar Jónassonar
H Jónas Jónasson er aö sönnu þekktari
fyrir útvarps;þætti sina en ritstörf en
hann hefur þó þegar sent frá sér nokkr-
ar bækur. Sú fyrsta var bók um Einar
miðil á Einarsstöðum og kom út 1972,
siðan kom Polli ég og allir hinir, barna-
bók, ári siðar og Glerhúsið leikrit áriö
1978. Nú kemur út innan skamms hjá
hinni nýstofnuðu bókaútgáfu Vöku
fyrsta skáldsaga Jónasar, Einbjörn
Hansson. Segir frá manni sem má telja
nokkuð utangarðs i samfélaginu...
Kæri ég.
Ég veit ekki af hvenju ég er að skrifa
þessiorð á pappir, kvöldstund vetrar þegar
vindur ólmast i garðinum af óvenju miklum
ofsa, kastar sér á glerið i glugganum svo
það titrar, lemur það með slitrum Ur loft-
neti vo að smellur i, tekur á rás út um hliðið
og þýtur eftir götunni, gripur um greinar
trjánna og laufið allt á brott, snýst um bol-
ina i villtum dansi svo trén titra eins og dýr
að deyja.
Þegar ég lit upp sé ég út á götuna: ljós i
öllum gluggum þar sem býr fólk og stund-
um gengur einhver fyrir ljósið, skuggi af
manni og einhver á erindi út úr húsi, setur i
herðar og gengur með höfuð i vindinn, úr
sjónmáli.
Ég sit hér i ibúðinni minni. Foreldrar
minir eru komnir i vist til guðs en skildu
eftir ibúðina handa mér svo ég þyrfti ekki
að vera upp á aðra kominn þvi þaö er vist
ekkert sniöugt að vera háður velvild eöa
duttlungum annarra.
Pabbi sagöi mér af kerlingu sem þau
mamma bjuggu hjá i leiguibúö i kjallara á
fyrstu búskaparárunum. Þau höfðu þaö á
tilfinningunni aö þau væru óvelkomin.
Maður konunnar, stór og luralegur sjó-
maður, meö herðar eins og lyftingamaöur
og andhtið ferkantað og sterklegt, tennur
eins og úr járnbentri steypu, geröi sér það
til dundurs þegar hann var fullur, að berja
að dyrum þvottahússmegin og hóta föður
minum öllu illu.
— Réttast væri aö ég henti þér út greyið
mitt. Þið eruö leiðindapakk væni minn,
sagöi hann og brennivinsfyluna lagði inn i
eldhúsið.
Eitt sumar sigldu pabbi og mamma til
Kaupmannahafnar i gervi túrista. Næsta ó-
trúlegt, enda gerðu þau það aldrei aftur, en
þau voru ung og vist enn með hjartslátt
þegar þau horfðuhvort á annað. Pabbi tók
vixil tÚ að borga feröina á öðru farrými á
Gullfossi. Þau komu heim, alsæl og skuld-
ug, meö dálitiö af dönskum osti i farangrin-
um og bita af skinku. Þá hafði gæðakonan
sem átti húsiö, hækkað húsaleiguna um eitt
þúsund krónur.
— Svona fólk, sem hefur efni á að sigla út
um allan sjó, hlýtur aö hafa efni á að borga
sanngjarna húsaleigu, sagði konan.
Hún talaði upphátt við þvottavélina og
röddin barst í gegnum eldhúshurðina.
— Ekki æði ég meðGullfossitilaðéta kalt
borð og sleikja sólskiniö i Kaupmannahöfn.
Ónei! Ýsa á borðum hjá mérog sólin kem-
ur i garöinn og sjávarhljóö framleiði ég f
þvottabalanum hér niöri. Ó já!
Þvottavélin svaraði engu skýru orði, en
það umlaði eitthvaö i henni meðan for-
eldrar minir sátu á eldhúskollum, hvorföu
þögul hvort á annað og fannst þau vera
óskaplega vondar manneskjur.
Arin liðu og foreldrar minir voru hörku-
duglegir. Þau voru sparsöm meö afbrigð-
um, ef máður gleymir siglingunni, þess-
vegna gátu þau ekki fleiri börn. Þau voru
lika sparsöm á bliðuhót við mig, en voru
mér ekki vond, gáfu mér nóg aö borða svo
að ég fékk snemma dálitiö stóran maga,
sem þau litu með velþóknun á. Ég var
gangandi sýnishorn af söddu barni i fjöl-
skyldu sem komst velaf. Þau töluöu ekki ó-
tugtarlega tilmin, en aldrei bliðlega. Lik-
lega hafa þau snemma hætt að sitja á eld-
húskollum að horfa hvort á annað, þvi ég
man ekki eftir þvi. Fötin min voru látin
endast utan um mig lengur en gerðist á
krökk um, eð a þa r t il b uxur na r ná na st hurfu
utan af mér, en þá var jakkinn látinn
endast mér við gamlar buxur af pabba,
sem móöirmi'n hafði gert svo oft viö að þær
voru hættar að passa honum.
Aðrir krakkar i kring fengu að fara i bió
á sunnudögum, sumir vikulega, aðrir einu
sinni I mánuði, allteftirefnahag og skoðun-
um foreldra á uppeldi barna.
Pabbi sagöi:
— Lifið er annað og meira en bió, karl
minn. Og hvað græöa krakkarnir á þvi að
troðast i bió að horfa á einhverja dellu? Þau
verða að fá sér gleraugu snemma og gler-
augu eru ekki gefin nú til dags. Ekki langar
Iþig tilaö veröa gleraugnaglámur! Ekki fór
égi bió á sunnudögum! Þú mátt fara á jól-
unum. Ekki fórum við mamma þin i bió
nema sérstaklega standi á. Viö ætlum að
verða sjálfstæð og þaö þurfa allir að vinna
og spara. Lif er lúxus.
Þegar ég hafði aldir til að mati pabba,
var ég látinn bera út Visi á Vesturgötu og
götum ikring og endaði umdæmið niðri við
sjó. Þetta var um sumar og ég bar lika út
þegar dagar urðu styttri og þegar dimmt
var orðið fylgdu mér draugar úr Selsvör og
ég kom heim til min meö hræðsluhrollinn
niöur eftir öllu baki, þvalur á höndum og
andstuttur.
Pabbi sagði að ég væri imyndunarveikur
og smiðaði mér allskonar vitleysu og mér
væri mátulega rétt i rass rekið að vera að
hugsa um drauga einmitt þarna niöri viö
sjóinn. Ég ætti að hugsa um eitthvaö
fallegt. Það geröi ekkert til þótt ég hugsaöi
ögn til guðs gamla, þó ekki væri liklegt aö
hann væri á rölti i f jörunni á sama tima og
ég væri að bera út lygina úr þessu Ihalds-
blaði.
Þegar ég spurði hann hvort ég ætti að
hætta aö bera út sagöi hann:
— Nei, drengur minn, þú færð þin laun
þótt lág séu.
Launin min fyrir óttann fóru i sameigin-
legan sjóð.
— Bráðum kaupum við okkur hús, sagöi
pabbi og mamma svaraði:
— Þáerbestég fariút aðvinna.
— Aldrei. Efég getekki séð fyrir okkur er
eins gott aö ég gerist draugur i Selsvör.
Svo fór mamma út að vinna. Hún þvoði
gólf. Þannig hjálpuöumst við öll að I lifs-
baráttunni. A hverju kvöldi þegar við sett-
umst til borðs vorum viö öll þreytt, en eins
og til að sætta okkur við þreytuna sagöi
pabbi upp úr eins manns hljóði:
— Bráöum kaupum við okkur hús.
Og mamma:
— Með teppum á gólfum. Mér finnst ég
hafi þvegiðöllfinnanleg gólf iReykjavik og
langar ekki i fleiri.
Og ég spurði:
— Þarf ég þá ekki að bera út fleiri blöð?
Pabbi svaraöi:
— Þaö veröa alltaf til blöð að bera út og
fólk þarf gólf til að ganga á. Það verða
alltaf tfl konur sem þurfa þessi gólf til að
þvo, svo þær geti hjálpað til þvi bráðum
kaupa mennimir þeirra hús.
En fyrst keyptipabbi vörubil.
— Bráðum ferþetta að ganga hjá okkur.
Maður sem á vörubil fer aldrei á bæinn.
Hann græðir á bænum.
Það dróst dálitið aö kaupa húsið. Við
leigðum á meöan og fluttum nokkrum sinn-
um. Ég hafði eiginlega aldrei tima til þess
að eignast vini, þvi mér finnst núna að ég
hafi varla verið fluttur og byrjaður aö gá i
kringum mig eftir kunningjum, þegar við
vorum komin aftan á bilpall pabba á leið
eitthvað annaö að búa um stund. Eftir stóöu
strákar i götunni nýgömhi og veifuöu þess-
um sigaunum eða sendu þeim mistóna glós-
ur upp á bilpallinn, þar sem sat strákur
með derhúfu alltof stóra og hélt um stand-
lampa.semallsekkimátti detta af bilnum.
Móðir hans sat fram i hjá manni sinum og
þau heyröu ekki orðin sem féllu á bilpallinn