Tíminn - 15.11.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.11.1981, Blaðsíða 6
Sunnudagur 15. nóvember 1981 6_________________________________________jfimitm spurningaleikur , .Evrópumeistarar 1976/78” ■ Enn einu sinni hefjum viö spurningaleik. Hann er sem kunnugt er meö þvi sniöi aö viö erum aö fiska eftir einhverju til- teknu atriöi — manni, atburöi, ár- tali, biómynd, landi etc etc — en i staö þess aö spyrja beint gefum viö fimm visbendingar. Athugiö aö aöeins er gefin ein visbending i einu. Geti maöur ekki upp á rétta svarinu strax viö fyrstu visbend- ingu, skai maöur fá aöra, siöan þá þriöju og svo koll af kolli. Gefin eru stig fyrir frammi- stööuna. Fimm stig fyrir aö hitta á rétta svariö viö fyrstu visbend- ingu, fjögur fyrir aö geta þaö i annarri tilraun, þrjú fyrir þriöju og svo koll af kolli — ekkert stig fæst ef rétta svariö kemur ekki fram. Þvi er mest hægt aö fá 50 stig, en hæpiö aö nokkur nái þvi. Hér aö neöan þreyta keppnina tveir kappar, mönnum til saman- buröar. Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending 1. spurning Land sem nefnt er i höf- uðið á helstu frelsishetju ‘ álfunnar, þótt ekki væri hann fæddur þar. Afkoma landsins byggir á miklum tinnámum. Á vesturlandamæri aö Perú og austurlandamæri aö Brasiiiu. Þar í landi var Che Gue- vara loks feiidur. Höfuöborgin LaPaz. ^ 2. spurning Var húsvörður i Mennta- skólanum i Reykjavik og rithöfundur Var uppi á 19du öld. Gaf út isienskar gátur. Safnari og samverka- maður prófessors Kon- rads Maurers hins þýska. Helsta safn islenskra þjóösagna er viö hann kennt. 3. spurning Verk, sem kvikmyndaö var af Japana undir nafn- inu „Kastali könguióa- vefsins”. En i raun hét kastalinn Dunheimar. i verkinu þessar linur: „Siökk, slökk þing, skar! / Sljór farandskuggi er lifið, leikari / sem fremur kæki á fjölunum um stund...” Þar fellur „hetjan” fyrir manni sem ekki er af konu borinn. Um þaö leyti er Bjarn- holtsskógur leggst i feröaiög. 4. spurning Var sonur óöins og niu systra. „Niu er ég mæöra mögur,” gat hann sagt. Bjó á Himinbjörgum, við enda brúarinnar Bifrast- ar. Er vöröur goöa og sér jafnt nætur sem daga og heyrir þegar gras vex á jöröu og ull á sauöuni. Leikur á lúðurinn Gjall- arhorn. Við hann er kennt illræmt pólitiskt félag...'v 5. spurning Artal — þá var Kristals- nóttin i Þýskalandi. Halldór Laxness sendir frá sér fyrsta bindi af Heimsljósi. Búkharin, Rýkov og Yagóda teknir af lifi i Moskvu. Súdetaland innlimað i Þýskaland. „Ekkert strið um vora daga,” sagöi stjórnmála- maöur. 6. spurning Tók guðfræöipróf i Kaupinhafn 1685. Ólst nt.a. upp i Hvamnti i Ilölum, hjá afa sinum, séra Katli Jörundarsyni. Eftir honum heitir hús i Reykjavik. Atti Mettu Fischer og fékk með henni mikinn auð. Mestur handritasafnari islenskur og þótt viöar væri leitað. 7. spurning Kvikmynd, sem ku hafa fengið fleiri óskarsverö- laun en nokkur önnur, alls ellcfu. William Wyler leikstýröi henni áriö 1959 á vegum MGM. En myndin var gerö cftir viöfrægri sögu Lew Wall- ace hershöfðingja. Sjálfur Chariton Heston fékk óskarsverðlaun fyrir snöfurlegan leik. Minnisstæöastur var hann þó i vagnakappreið- inni miklu. 8. spurning Þangaö kom séra Helgi Gislason á Húsafelli fyrstur manna svo vitaö sé á siöari öldum, 1664, og var aö leita aö útilegu- mönnum. Þetta er dalur eöa dalir. Þar er i grennd Hrútafell eöa RegnbúöajökuII. Einnig Þegjandi og Belj- andi og — Skiðaskólinn. Kennt viö þá sem taka hluti ófrjálsri hendi. 9. spurning Fótboltafélag sem varö Evrópumeistari 1976—78 i þessu liöi eru Kenn- edy-bræöurnir ekki, en... Þar er framkvæmda- stjórinn Bob Paisiey. Hjá félaginu hóf Kevin Keegan feril sinn, glæst- an. Ray Clemence er nú far- inn úr markinu — til Tott- enham. 10. spurning Hvaöa tölu vantar hér upp á — aftast? Fimm stig fyrir rétt svar, 0 fyrir rangt. 3 6 9 15 9 Guðjon gegn Jóni Þ. Þór ■ Guðjón F'riöriksson hefur hingað tilverið alalgerlega ósigr- andi, borið léttilega sigurorö af keppinautum sinum og aldrei fengiö færri en 30 stig. Að þessu sinni tefldum við gegn honum Jóni Þ. Þór, sagnfræðingi og fóru leikar á þessa leið: 1. spurning. Báðir stóðu sig jafnvel hér og gátu á rétta svar- inu strax. 5-5. 2. spurning. Hér fékk Guðjón fjögur stig en Jón fimm og hafði þvi tekið forystuna. 9-10. 3. spurnging. Hún reyndist báö- um erfið, Guðjón fékk þó tvö stig og náöi forystunni, Jón ekki neitt. 11-10. 4. spurning. Guöjón jók forystu sina, fékk fjögur stig en Jón þrjú: 15-13. 5. spurning. Keppnin ætlaöi aö verða æsispennandi, Guðjón fékk tvö stig en Jón þrjú og staðan var 17-16. 6. spurning. Hér stóðu báðir sig vel og fengu fjögur stig. Biliö minnkaöi þvi hvorki né breikkaöi — 21-20. 7. spurning. Hvorugur gat þessa spurningu og staöan var ó- breytt 21-20. 8. spurning. Hérnáði Jón Þ. Þór forystunni á nýjan leik, Guðjón fékk aðeins eitt stig en Jón fjög- ur: 22-24. 9. spurning. Aftur tókst Guðjóni aðeins aö hala inn eitt stig en Jón fékk fullt hús, fimm stig. Þvi hafði Jón tryggt sér sigur i keppn- inni, 23-29. 10. spurning. Staðan breyttist ekki þvi hvorugur gat þessa, lokastaðan var 23-29. g Guöjón Friöriksson. Þvi þökkum við Guðjóni Friö- rikssyni mikla harðfylgni i keppninni og bjóðum Jón Þ. Þór velkominn eftir hálfan mánuð....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.