Tíminn - 15.11.1981, Blaðsíða 5
Sunnudagur 15. ndvember 1981
5
á bókamarkaði
Horft til
liðinna stunda
— minningaþættir
Þórarins frá
Eiðum
■ Bókaútgáfan Orn og Orlygur hf.
hefursent frá sér bókina HORFT
TILLIÐINNA STUNDA eftir hinn
kunna fræði- og skólamann
Þórarin Þórarinsson frá Eiðum.
Hefur bókin að geyma ýmsa
minningaþætti Þórarins, sem
lifað hefur fjölbreytta ævi og
kynnst fjölda fólks. Lengi var
Þórarinn skólastjóri Eiðaskóla,
farsæll í starfi og vinsæll i héraði
og af nemendum sinum. 1
kynningu á bókarkápu segir m.a.
svo um bókina:
„Listin að segja vel og skipu-
lega frá er Þórarni i blóð borin og
koma þeir hæfileikar vel fram i
þessari bók. Hér er ekki um raun-
verulega ævisögu Þórarins að
ræða, heldur þætti frá ýmsum
timum. Hann rifjar upp ýmis
atriði lifshlaups sins, allt frá þvi
að hann sem barn upplifði „jóla-
nóttina þegar Guð var gestur á
Valþjófsstað,” bregður upp
myndum af eftirminnilegum
samferðamönnum, svo sem Kjar-
val sem tók ofan sparihattinn
fyrir honum, og ekki hvað sist
segir Þórarinn frá skoplegum
viðburðum, svo sem „Flóa-
bardaga hinum siðari.”
1 formála sinum að bókinni
segir Þórarinn m.a. að enginn sé
verri þótt hann vökni, og hið
sama megi segja um'þann sem
hlegið er að, hann tapi engu i
manngildi. „Það minnsta sem við
getum gert fyrir samferðafólkið
er að lofa þvi að hlægja á okkar
kostnað þegar svo ber undir og
þykist undirritaður ekki hafa hlift
sjálfum sér, hvað þennan greiða
snertir,” segir Þórarinn.
Margar myndir eru i bókinni,
svo og teikningar bæði eftir höf-
undinn og son hans, Þórarin .
Þórarinsson arkitekt.
HORFT TIL LIÐINNA
STUNDA er stór bók, um 300
blaðsiður. Bókin er sett,
umbrotin, filmuunnin, prentuð og
bundin hjá Prentsmiðjunni
Hólum hf. Káputeikning er eftir
Sigurþór Jakobsson.
„Midbærinn”
■ IÐUNN hefur gefið ú skáld-
söguna Miðbærinn eftir danska
höfundinn Deu Trier Mörch með
myndskreytingum höfundar. Ólöf
Eldjárn þýddi. Þetta er þriðja
skáldsaga höfundar sem út
kemur á islensku. Hinar fyrri
voru Vetrarbörn og Kastaniu-
göngin. Hefur einkum sú fyrr-
nefnda, sem fjallar um reynslu
sængurkvenna, orðið viðkunn,
verið þýdd á mörg tungumál og
kvikmynduð. — Dea Trier Mörch
er menntaður myndlistarmaður
og fæst jöfnum höndum við rit-
störf og grafiklist. Myndskreytir
hún jafnan bækur sinar og er
fjöldi grafikmynda i Miðbænum.
Miöbærinner stór bók, liðlega
þrjú hundruð blaðsiður. Oddi
prentaði.
Líf í ljóma
/
frægðar
■ Bókaútgáfan Orn og Orlygur hf.
hefur gefið út bókina Lif i ljóma
frægðar (The crowd pleasers)
eftir bandariska rithöfundinn
Rosemary Rodgers f islenskri
þýðingu Dags Þorleifssonar. Er
bókin i tveimur bindum og nefnist
fyrra bindið Skin og skuggar
stjörnulifsins og seinna bindið
nefnist t hringiðu frægðarinnar.
LIF 1 LJÓMA FRÆGÐAR
fjallar að verulegu leyti um fólk
sem starfar i kvikmyndaiðnað-
inum, en óþarfi er að fjölyrða um
það seiðmagn sem hann hefur
haft yfir sér frá fyrstu tið. Aðal-
söguhetja bókarinnar verður
kvikmyndastjarna, en verður að
stiga yfir marga þröskulda á leið
sinni upp á stjörnuhimininn.
Bækurnar LIF I LJÓMA
FRÆGÐAR er sett, umbrotin,
filmuunnin og bundin hjá Prent-
smiðjunni Hólum hf.
☆ Pvilikt og annao eins
Hljómsveitin Mezzoforte hefur aldrei veriö betri en ein-
mitt núna. Hinir ungu tónlistarmenn sem skipa Mezzo-
forte hafa náö undraverðum tökum á jazz rokkinu. /,Þvi-
likt og annað eins" er þriðja plata hljómsveitarinnar og
var hún hljóðrituð í Lundúnarborg nú i haust.
Tónsmiðar Mezzoforte eru i senn grípandi og Ijóðrænar
auk þess sem krafturinn og leikgleðin skin út úr hverjum
tóni. ,/Þvilíkt og annað eins" er plata sem unnendur
vandaðrar tónlistar mega ekki láta framhjá sér fara.
ÞvíIíM o<4 iiutuió i iits
* MEZZOFORTE
80.24 :—i--_ ... .:------:—
Veistu hvaöa litsjonvarpstæki
býðstmeó
alltað5áraábyig0?