Tíminn - 15.11.1981, Blaðsíða 8
— ritgerð eftir Frans G. Bengtson
Menn hrista hausinn yfir uppistandinu í Merano,
öllu því sem er í kringum þessa að þvi er virðist fá-
fengilegu dægrastyttingu — skákina. Fyrir þá sem
ekki kunna nema tæplega mannganginn, og kannski
ekki það, er aðdráttarafl skákarinnar næsta lokuð
bók. En hér skal reynt að varpa nokkru Ijósi á skák-
áráttuna eða ástríðuna. Við birtum hér ritgjörð um
skáklistina og skákmenn eftir sænska rithöfundinn,
essayistann og gagnrýnandann Frans G. Bengtson.
Bengtson var með afbrigðum f jöllyndur maður og
sérvitur, hann sat m.a. tuttugu ár í háskólanum i
Lundi og bætti á sig þekking og viti, en islendingum
er hann likast til að bestu kunnur fyrir sagnabálk-
inn um víkinginn Rauða-Orm. Það verður að athug-
ast að ritgerðin er komin nokkuð til ára sinna, er
skrifuð fyrir stríð þegar Alékin var heimsmeistari
og allar reglur um móthald og frama í skákinni allt
aðrar en nú. En hugleiðingar Bengtsons um seið-
magn og hugarheim skákarinnar eiga við svo lengi
sem menn færa peð og drottningar. Ritgerðin er ei-
litið stytt og millifyrirsagnir eru frá okkur komnar.
1 einni af bestu bókum Jules
Vernes, Geimferð kapteins Hek-
tors Servadacs.sitja tveir breskir
liðsforingjará kletti við Gíbraltar
og tefla . Þeirsitja eins og Búdda-
likneski við taflborðið og leika
asalaust eins og sæmir breskum
virkisliðsforingjum og alvarlega
þenkjandi skákmönnum, án
nokkurra ti'mamarka, þetta fjóra
leiki á viku. Þvi að skák er for-
vitnilegt viðfangsefni sem á að
umgangast með gjörhygli, og i
heimsveldinu rikir ró og friður.
Um hermennskuna sér undirfor-
ingi, sem einnig hefuyþann starfa
að skenkja þeim viski með reglu-
legu millibili. Á meðan þeir tefla
gerist eitt og annað i kringum þá.
A jörðina rekst halastjarna og
skákmenn og taflmenn velta um
koll. Kletturinn slitnar frá jörð-
inni, ásamt með skákmönnum,
undirforingja og fjórtán óbreytt-
um hermönnum, og fer að sniíast
ásamt halastjörnunni i sporbaug
kringum jörðu. Undirforinginn
tilkynnir aö sólarhringurinn hafi
styst um helming og þyngdarafliö
minnkað niður i einn áttunda og
ýmislegt fylgir i kjölfarið á þeim
breytingum. En skákmennirnir
koma ser og taflmönnunum i rétt-
ar skorður, gæta þess að fáni
Stóra-Bretlands sé á si'num staö,
og eftir fáorðar athugasemdir um
það sem gerst hafði sökkva þeir
sér aftur i taflmennskuna. Þeir
höfðu gætt þess að ekkert skeyti
hefði borist frá hermálaráðuneyt-
inu, og að allt þetta væri þannig
marklaust frá hernaðarlegu
sjónarmiði. Þaö eitt breytist aö
viskiiö berst þeim tiöar en áður
vegna styttingar sólarhringsins.
Þannig losna þeir viö ýmis
leiðindamál sem franski liðsfor-
inginn Servadac lendir i á sama
tima, þvi einnig hann lenti á hala-
stjörnunni, en haföi ekki skákina
til aö dreifa huganum.
Nil eru persónur Jules Vernes
svo sem engar nákvæmnismyndir
af raunveruleikanum, sist af öllu
Englendingarnir. En það kemur
ekki i' veg fyrir að téður höfundur
sé raunsær i lýsingum sinum á
stundum. Og i lýsingunni hér að
ofan getur það talist raunsætt að
einmitt skákin á ólftinn þátt i þvi,
hve liðsforingjarnir eru litt
snortnir af smástriði náthiru-
heimsins. Þvi að menningarver-
an maður hefur fundið upp á
ýmsu i timanna rás til þess að
gefa sinni tómu tilveru einhverja
fyllingu. Þar á meöal er vissulega
fátt, kannske ekkert, sem hefur
jafn voldugt aðdráttarafl og
skákinfyrir þá semhafa ánetjast.
Eitthvaö til samjöfnunar má
kannski finna hjá ákafafólki um
tónlist, máski einnig hjá sálsjúk-
um peningapúkum, en varla ann-
ars staðar. A háu stigi er skák
ekki skemmtun eða áhugamál,
miklu heldur heltekning og hún
ekki væg. Það er sagt aö áfengi,
morfin og ópium séu erfið viö-
fangs fyrir þá sem hafa ánetjast
þessum efnum i alvöru. Enþað er
hægt aö lækna áfengissjúklinga
og venja þá við einhverskonar til-
veru upp á mjólk eða saft og vatn.
Og þaö er til visindaleg meðferð,
að visu ekkert sældarbrauö, fyrir
morfinneytendur og slika. En sá
sem einu sinni hefur fengið áhuga
á skák getur ekki losnað við þá
ástriðu aftur og engin visindaleg
meðferð er þekkt i þvi tilviki.
Meistarar,
áhugamenn og hinir
Hinn sanni skákmaöur skiptir
mannkyninu i þrjá hópa: Meist-
arar, áhugamenn og hinir. Til
hvers þriðji hópurinn er eiginlega
og hvernig hann dregur fram lifið
imyrkrinu, er nokkuð sem skák-
maöurinn skilur ekki, en til allrar
hamingju skiptir það litlu máli.
Þó eru i' þeim hópi nokkrir sem
hann umgengst með nokkurri
viröingu og er reiöubúinn að
viöurkenna, nefnilega stuðnings-
menn hins eðla leiks. Þessar
gagnlegu persónur, fram-
kvæmdamenn og forstjórar og
slikir, gefa bikara og verðlaun,
sem er viturlegt af þeim, og það
kemur fyrir að fátækur skák-
maður geti slegið þá um lán, sem
er jafnvel ennþá betra. Veslings
stuðningsmaöurinn er stundum
hjálparvana, getur ekki séö ein-
falda fléttu og kemur aldrei til
með að skilja smáatriðin i
Kieseritzkygambit, lánþeginn
getur alltaf gefið honum riddara i
forgjöf þegar þeir taka skák
saman , og svolitiö er lagt undir
svo lengi sem stuðningsmaðurinn
endist til þess. En samt er skák-
maðurinn honum vinsamlegur og
hefur ekkertá móti þviað sjást i
hans félagsskap. Hann á að visu
ekki mikið undir sér, svona skák-
lega séð, en á þó óneitanlega viss-
an tilverurétt.
Ahugamennimir eru margir.
Það eru einkum ótrúlega von-
glaðir ungir skákmenn, ölvaðir af
skákáhuga sem lifa og hrærast i
skákinni allan sólarhringinn, en
eru af einhverjum ástæðum ekki
enn orðnir meistarar. Hver og
einn i þeim hópi er að eigin öhlut-
drægu mati greinilega sterkari
skákmaður en hinir, þrátt fyrir
mörg töp og kannski neösta sætið
á einhverju mótinu. Og af hverju
sá hinn sami er ekki oröinn
félagsmeistari, héraðsmeistari,
sænskur meistari, norrænn
meistari, alþjóölegur meistari
eða stórmeistari, er i raun og
sannleika flókið mál. Þar bland-
ast i málið dapurleg örlög, en þó
er þetta saga sem hann er ekki
ófús að rekja i góðu tómi.
Af hverju ég, sem þó var hel-
tekinn, varö aldrei annaö en
áhugamaður, átti ég i miklum
erfiöleikum meö að skilja. Arum
saman gerði ég ekkert annaö en
að tefla (og átti þólengstafsvo að
heita að ég væri við háskólanám).
Ég tefldi, las um skák, dreymdi
um skák var með höfuðið fullt af
byrjunum, afbrigöum og
meistaraskákum, gat talið upp
alla verðlaunahafa á alþjóölegum
mótum frá 1851 og áleit heims-
meistarann doktor Emanuel
Lasker vera skærustu stjörnu
þýskrar menningar að Schopen-
hauer einum frátöldum . Ég hafði
aö öllum li'kindum sæmilegt auga
fyrir skákinni og gat dottið niður
á skemmtilegar leikfléttur (af
einfaldara taginu). E n m ig skorti
sálarstyrk og einkum jafnvægi
sálarinnar og þolinmæöi. Ég
vonaði alltaf að tafliö yrði i senn
rómantiskt og æsilegtog lyki með
miklum hvelli i miötaflinu. Og
þannig fór þaö reyndar oft, en
kannski ekki eins og ég hafði
hugsað mér, þvi oftar var það ég
en mótherjinn sem lá i valnum.
Svona fræöilega skildi ég að al-
varlega skák ber að tefla settlega
og virðulega, láta sér nægja eftir
fjörutiu leiki að hafa peð yfir og
vinna siðan endataflið hægt og
sigandi. En i reynd tókst mér
aldrei að framkvæma þetta, og
endatafliö fannst mér ærið dauf-
legt viöfangsefni og helst henta
geldingum þegar drottningamar
voru úr leik. Mér til mikillar
hrellingar varö ég neðarlega á
þvi eina norræna mótisem ég tók
þátt i. Þá skildist mér að lff mitt
væri misheppnað og fann mér
annað viðfangsefni, án þess þó að
ég gæti nokkru sinni losnaö
endanlega við gömlu ástriðuna.
Stórmeistarar,
yfirstórmeistarar og
heimsmeistari
Efst i' heimsmynd skákmanns-
ins tróna meistararnir, raunveru-
legir alþjóðlegir atvinnumenn,
þrautreyndir á stórum meistara-
mótum. Það eru lika til margir
aðrir meistarar, svona stað-
bundnirmeistarar, en þaðer ekki
litið á svoleiðis minni háttar
meistaratitla með likt þvi eins
mikilli virðingu nema þvi aðeins
að maður hafi þá sjálfur. Þeir
sem skara fram úr i hópi meist-
ara eru kallaðir stórmeistarar og
þá er átt við þá sem hafa unniö á
sæmilega stóru alþjóðlegu móti.
Og meðal þeirra eru örfáir, sem
stundum má sjá kallaða uber-
grossmeister, yfirstórmeistara,
þeir sem hafa unnið stór-
meistaramót. En stórmeistara-
mót eru sjaldan haldin og þvi
hafa ekki allir heimsmeistara-
mótsþátttakendur og jafnvel ekki
heimsmeistarar, slika nafnbót aö
státa af. Fyrir utan Lasker sem
sigraði i' þremur slikum mótum
(Pétursborg 1896, Pétursborg
1914 og New York 1924) og Capa-
blanca sem vann tvö (San Se-
bastian 1911 og New York 1927)
hafa vist bara Tarrasch (Ostende
1907), Rubinstein (San Sebastian
1912) og Keres (Semmering 1937)
unnið svoleiðis mót. 1 haust á að
fara fram stórmeistaramót i Hol-
landi og þar verða átta fremstu
skákmenn heimsins (nema
Laskersem er oröinn of gamall),
og Aljékin reynir vafalaust af
fremsta megni aö ná sér í slfka
viðurkenningu þar, i viðbót við
allt þaö sem hann hefur.
Ofar þessu öllu, á efsta tindi,
stendur heimsmeistarinn. A hann
horfir fjöldi stórmeistara með
öfund og rannsaka hann i sifellu,
þess fullvissir að þeir gætu unniö
hann, ef aðeins einhver
stuðningsmaöurinn vildi leggja fé
i keppnina. En heimsmeistarinn
hefur haftmikið fyrirað komast á
tindinn og liður náttúrulega vel
þar. Hann er oftast skynsamur
maður sem reynir að koma sér
vel fyrir fjárhagslega og hægt er
og helst einnig varanlega. Þess
vegna teflir hann aðeins ck'sjald-
an um titilinn og þá aðeins að
mikið fé sé lagt undir, og það fé
reynist framagjörnum áskorend-
um erfitt að kria út úr hikandi
stuðningsmönnum, jafnvel þótt
þeirnotistóru orðin um vinnings-
likur si'nar. Þannig tefldi Lasker
sem var lengi heimsmeistari
(1894-1921) aðeins tvisvar um
heimsmeistaratitilinn viö
Tarrasch 1908 og Schlechter 1910.
Hann tefldi aö visu við Marshall
og Janowski, en það var varla i
mikilli alvöru, heldur frekar
hugsað sem sýningar, ábatasam-
ar fyrir áskorendurna sem aldrei
áttu neina sigurvon gegn sjálfum
doktornum.
Enþað er ekki bara öfundsvert
og gróðavænlegt að vera heims-
meistari. Heimsmeistaraskipti
verða aðeins við einvigi, aldrei á
mótum, og heimsmeistari getur
aðþvi er virðist rólegur tekið þátt
imótum, jafnvel þótthann hreppi
ekki fyrstu verölaun. En hans er
alltaf skammarlega vel gætt,
bæði af skákblöðum og þeim sem
munar í heimsmeistaratign.
Strax og hann verður fyrir ein-
hverju smáslysi i keppni er talað
um að honum sé að förlast, elli-
glöpin farin að gera vart við sig,
hann sé eiginlega alveg búinn að
vera. Og einhver keppinautur er
Utnefndur, eða Utnefnir sig
sjálfur, sem i raun er betri skák-
maöur. Eina ástæðan til að þeir
nái ekki i titilinn sé að heims-
meistarinn þori ekki að tefla og
geri alltof miklar fjárkröfur. Eða
þá aðheimsmeistarinn teflir allt-
of vel er aldeilis óvinnandi, jafn-
vel fyrir þá hugrökkustu eins og
Lasker'engi vel. Og þá komaupp
ný vandamál fyrir hann. Um
Lasker var stundum sagt að
hann eitraði fyrir mótleikaranum
á kerfisbundinn hátt með þvi að
reykja alveg sérstaklega and-
styggilega tegund af Brimara-
vindlum. Þessa kenningu
betrumbætti doktor Tarrasch,
sem var læknir og sagði að
Lasker dáleiddi andstæöinga
sina, og þá fyrst og fremst
Tarrasch sjálfan. Tarrasch var
næstum alltaf eins og barn I
höndunum á Lasker, en reyndi þó
ilengstu lög að halda fram þeirri
kenningu að hann, Tarrasch, væri
iraun betri skákmaður, ef ólukk-
ans dáleiöslan hefðiekki komiö til
og klúðrað niðurstöðunum.
Hjábúðarvinna
Meöal meistaranna er það
varla algengara en hjá áhuga-
mönnum að skákmaður segi
ósigur sinn stafa af því að sigur-
vegarinn tefli betur. Venjulega er
um kennt dáleiðslu, loftslagi,
kvefi, óheppilegum mat, slæmri
loftræstingu, hávaða i áhorfenda-
sal eða einhverju öðru þesskyns.
Aðeins fáeinir hafa verið þeim
sálargáfum gæddir að vera ekki
niskir á viðurkenninguna.
Þannig var það með prófessor
Anderssen eftir að hann hafði
teflt við Morphy 1858. Hann
skýrði mikinn ósigur sinn þannig,
að þessi náðargáfu gæddi ung-
lingur frá New Orleans tefldi bet-
ur en hann sjálfur. Og Euwe
viðurkenndi án umsvifa yfirburði
Alekins. 1 frásögn sinni um tapiö
gegn Capablanca i Havanna 1921
talar Lasker að visu um hitann
sem varð þess valdandi að hann
var vansvefta og þreyttur og varð
að gefast upp þegar helmingur
skákanna var eftir. En hann
viðurkennir þó, aö þótt aðstæöur
heföu verið betri, hefði hann ekki
getað sigrað Capablanca um þær
mundir.
Skákinersvokrefjandilist (eöa
visindi, segja sumir) að þaö er
ekki mikiö um að fremstu skák-