Tíminn - 15.11.1981, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.11.1981, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 15. nóvember 1981 Einbjörn Hansson né heyröu þau hvernig sonurinn tók stutt andköf og fór um hann hrollur einmana- leika og vinaleysis. 1 vonleysi byrjaöi ég aö tala viö einhvern þeirra í huganum. Hann stóö þarna meö heljarstóra derhúfu sem náöi langt niöur á enni. Þegar éa framkalla mvnd hans nú, hefur hann líkst götustrák úr Chaplin- myndum, svipuíinn ögrandi og óhreinn. Hann kallar: — Af hverju eruð þiö aö fara? — Af þvi að við fengum betra. — Betra en...? — Bara betra. Hugarstrákur hlær til hinna sem nú þjappast saman fyrir aftan hann. Sumir meö derhúfur eins og hann, aörir meö krossband um hár eöa bara meö úfiö hár. Þeirtaka undir hláturinn og hann ris langt upp fyrir húsþökin, bergmálar i skýjunum. Svo talar hann yfir hlátursinfóniuna: — Tollið þið hvergi? — Jú, en viö erum að fara aökaupa hús. — Sá er lyginn! — Nei! Þaö er alveg satt. — Fólk sem rogast meö svona ljótan divan, kaupir ekki hús. Mér fannst illa talaö um divan okkar. Ég sat á honum og mér fannst syngja ein- hversstaðar langt inni i honum, dapurlegt lag, ieikiö á einn gamlan gorm. Svoleiöis músik heyrir maður ekki lengur. ' — Okkur þykir vænt um þennan divan. — Iss, svona divan hjá okkur fer i brennuna á Melavellinum. Ég kyngdi. Ég hafði aldrei séö álfabrenn- una á Melavellinum. Man bjarmann. Hann sást alltaf viöa að. — Vonandi ertu vakinn áöur en þinn divan fer á bálið, segi ég. — Þú ert asni. — Hvar sefuröu núna? Og þið? Standandi kannski? Þetta vargotthjá mér. Þeir færðu sig að- eins nær bilpallinum. Sá kjaftfori sagöi: — Er pabbi þinn aumingi? — Ekki meiri en þinn. — Þaö ereins gott að þú ert aö flytja. — Ég er feginn að vera aö flytja. Þú ert svo ljótur. — Ætlar hún mamma þin ekki að skila þér? — Þú ert meö hor. Strákur saug upp i nefið, rak út úr sér tunguna og þreifaði fyrir sér meö broddin- um um efri vörina. Ég varð aldeilis undrandi hvaö hann náði hátt. Svo ók billinn af staö og ég tók fast utan- um lampann svo hann félli ekki i óvina- hendur, og divaninn byrjaði aö syngja. Svo ókum viö inn I götuna þar sem húsiö stóð meö glottandi glugga og dyrnar opnar eins og æpandi andlit. Byrjaö aö bera inn búslóöina. Þar kom aö mér fannst ekki taka þvi aö reyna aö kynnastkrökkum ihverfunum þar sem viö höföum stans um tima. Þegar þeir voru úti aö leika sér, satég kannski á tröpp- unum o g horföi á þá i paris eöa bófahasar. Oft þóttist ég ganga til þeirra, nema staöar og standa þögull og horfa á þá með hendurnar djúpt i vösunum. Liklegast snéri einn sér að mér. —Ert þú sá nýfhitti? - Já. — Hvenær komstu? — t gær. — Þú átt heima i þrjú? — Ég veitþað ekki. Ég hef ekki tekiö eftir husnúmerinu. — Hvernig ætlaröu að rata heim til þin? Strákurbyrjaöinú aðsafna til hláturs og brátt hættu félagar hans leik og söfnuöust I kringum mig. — Ég á heima i þrjú. OD húsin i götunni voru sambyggö en þó ekki eins. — Hvaö heitiröu spurði strákur. — Ég þagöi lengi áður en ég svaraöi. — Einbjörn. — Ha? — Hansson. — Hvur ansinn! Strákur horföi rannsakandi á mig. Byrjaöi á gúmmskónum og endaði uppi á hausnum á mér, þar sem derhúfan sat, skræpótt og beygluö. — Kanntu samt bófahasar? — Ég veit það ekki. — Kanntu box, spuröi hann allt i einu. — Ég veit þaö ekki. — Þekkiröu upperkött? — Hvaöa köttur er það? Hlátur. Maöur á ekkert svar viö hlátri sem þess- um. Ég kunni ekki þá vörn aö hlæja meö. Viö bjuggum alltaf i vesturbænum hvaö oft sem viö fluttum og þessvegna fór ég I barnaskólann viö Tjörnina og mér gekk sæmUega. í lifi minu var fátt um skemmt- un, ég hló sjaldan, grét aldrei, hélt áfram ab vera myrkfælinn i Selsvörinni og það kom aidrei gestur i afmælin min. Ég varð eldri meö hverju árinu og þar kom aö ég fór i gagnfræðaskóla og mig minnir að rnér hafi leiöst þar. Það voru svo margir ung- lingar i þessum skóla aö ég kynntist eng- um. Strákarnir voru vatnsgreiddir og ldæmdust viö stelpurnar sem voru aö byrja að mála sig og nota ilmvötn og dáðust aö þessum hraustu strákum, sem slógust I fri- mlnútum og gengu inn i skólastofuna með þvi yfirbragöi sem maöur sér i kúreka- myndum núna: þegar hetjan gengur i krána og sópar öllum sem fyrir eru út i horn og sest við borö meö flösku og glas og byrjar aö drekka viski eins og hver sopi muii sprengja hann i loft upp. Ég reyndi að tileinka mér svona göngulag, en það vakti hlátur og glósur frá hinum krökkunum. Ég var vist ekki hetjulega vaxinná þeim árum og þaö hefur heldur versnaö i seinni tið, ef marka má spegilinn stóra sem ég fékk eftir móöur mina og hangir frammi. Kennararnir voru ósköp misjafnir. Sumir höföu áhuga á starfinu, en fleiri voru þeir þó sem komu i' kennslustundir eins og þeir væru nýbúnir að missa konuna. Þeir kenndu flestir eftir bókinni. Tuldruðu það sem hver maöur gat lesið, komu meö litið frá sjálfum sér og geröu kennsluna eins leiðinlega og hægt var. Kennarinn minn i dönsku var KFUM- maður og óhem julega argurút ialltog alla. Kennslan hans var þannig, aö ég fór ekki aðeins illa út úr dönskupro'fum, heldur fór ég að hata Dani. Reikningskennnarinn var frekur ungur maöur með þannig fas að nemendur hvisluöu að hann væri kommi. Stundakennari hljóp stundum I skaröiö fyrir náttúrufræöikennarann og landa- fræðikennarann og geröi litið annað en öskra á okkur. Þaö var eins og hann væri meö hóp af ungum byltingarmönnum, sem heföu ætlaö sér aö steypa rikisstjórninni. Ég fórheldur illa út úr skóladvölinni. Ég var hlédrægur og feiminn og átti fáa kunningja sem nenntu að mæla mig oröum. Pabbi sagði: — Gerir ekkert, væni. Hugsaðu bara um aö læra og láttu lönd og leið þessa pilta. Þeir enda sem prestar eöa læknar og þaö fer ifla fyrir svoleiðis mönnum. Læknarnir missa sjúklingana og prestarnir grafa þá. Aumt starf. Betra aö eiga vörubil. Þá er maður sjálfssinsherra og fjandinn hiröi af- ganginn af veröldinni. Ahelgum dögum vandistégá þaö aö vera heima. Ég man sérstaklega vel eftir pásk- unum. A fö6tudaginn langa átti ég aö ganga um hljóölega, hlusta á útvarpiö og' meötaka allan sársauka Jesús og hugsa um krossfestingu hans. Ég er enn meö hrukkur á enninu eftir aö hafa ímyndaö mér þyrni- kórónuna.Stundum á páskadagsmorgnum rölti ég þó niöur i' bæ aö hlusta á klukkur Dómkirkjunnar sla. Þaö var ævinlega fátt af fólki, utan kirkjugestir sem komu i mis- stórum hópum, klæddir svörtu, mennirnir leiddu konur sinar eins og þeirættu von á aö þær tækju á rás yfir Austurvöll og reyndu að komast i' skip aö sigla út úr lifi þeirra. Svo stóö Jón Sigurösson einn nema ég fyrir framan hann. Þá var messan byrjuö, klukkurnar hættar aö slá og gesturinn i glugganum á Hótel Borg búinn aö loka hon- um og hættur að horfa niöur til okkar. Kannski farinn aö hátta aftur þvi þessi páskadagur var ekki liklegur til aö veröa öllu fjörlegri en nokkrar svartklæddar manneskjur búnar að setja upp helgisvip- inn heimaog héldu honum alla leiö i kirkju. Svört hreyfing i hvitu umhverfi. Svo fór ég aö skoöa skipin. Kannski kann ég ekki að skilgreina leiö- ann, en ég held endilega aö mér hafi ekki leiðst. Núna finnst mér þó eins og ég hafi dofnab snemma og tilbreytingarleysiö i lifi minu oröiö sjálfsagt. Svo hættum viö aö flytja búferlum. For- eldrar minir keyptuþessa ibúð, sem ég nú sití, um það leyti aö Hekla gaus eftir aldar- hlé. Uppi á lofti bjó þessi kona sem virtist einskis manns dóttir og ættingjalaus, en tók okkur nýkomnum vel á þurrlegan hátt. Ég sá hana aldrei brosa þá og ekki siöar. Móöir mín og konan á loftinu töluðust oft við, lánuöu hvor annarriþaö sem gleymdist aö kaupa og geröu áætlanirum blómarækt. Eftir aö foreldrar minir eignuðust ibúö i þessari kyrrlátu götu, fóru þau stundum i bió. Þaö var þeirra eina skemmtan. Þau fóru aldrei á samkomur, aldrei i kirkju, voru ekki i neinum félögum, alls ekki i átt- hagasamtökum og buöu helst aldrei heim fóki néfóru til annarra. En þegar þau fóru i bió var þaö eftir miklar vangaveltur og þá sóttipabbi vörubilinn á óbyggöa svæðið rétt hjá húsinu okkar og nam staöar viö hliöið og mamma tritlaöi út stéttina og klifraöi upp if arþegasætiöog svo óku þau á brott og ég var i glugganum að veifa til þeirra. Þaö þótti nokkuö fint aö koma á vörubil i bió I þá tima. Eitt kvöldiö komu þau ekki aftur. Þau lentu i höröum árekstri og biöu bana, pabbi á staönum, enmamma lifði i tvo daga á spitalanum. Svo fór hún á eftir manni sinum. Þeirkomuheim að segja mér ill tiöindi. Pabbi haföi ekið aftan á annan vörubil og stór járnbútur sem var aftan á þeim bil, gekk inn í stýrishúsið á bil pabba. Sögulok. Allt i einu uppgötvaöi ég mér til mikillar skelfingar, aö ég átti enga aö. Allt lif for- eldra minna haföi snúist um það eitt aö komast áfram án þess að skulda öðrum til lengdar og komast smátt og smátt I álnir. Aðeins konan á loftinu hafði komiö til okkar. Hún heitir Soffia. Ógift alla tið, en hafði fyrr á árum orðiö ástfangin, alveg hreint i m einum. Rétt áöur en striöinu lauk kynntist hún ameriskum hermanni og tókst meö þeim vinátta sem þróaðist i ástarsam- band. Allir ættingjar Soffiu, og þó sérstaklega systur hennar tvær, lögöust hatrammlega gegn þvi að hún giftist útlendingi — her- manni þar að auki! Voru þetta ekki at- vinnumorðingjar? Þjófar? Og nauögarar allar helgar! Bjuggu i útlöndum! Og hver svo sem þekkti fólk sem bjó i útlöndum. í hvert sinn sem vinur Soffiu kom að heimsækja hana sátu systur hennar hjá þeim eða geröu sér erindi til að flögra i kring um þau, sýndu hermanninum algjöra fyrirlitningu og óvild, hindruöu eölilegan samgang elskenda og tókst að koma i veg fyrir hjónaband meö þvi aö sverta hug Soffiu til útlendingsins, hún fór sjálf aö ef- ast um heiöarleik hans. Þar kom aö hann hvarf af landi, beiskur og hryggur, enskildi eftir bréf til Soffiu sem hún las i einrúmi. Hún var grátbólgin allan þann dag og sorgmædd vikum saman, fyrirgaf aldrei sinu fólki og ásakaöi sjálfa sig alla tiö fyrir að hafa ekki leyft hjartanu aö ráöa. Þegar viö komum i húsið bjó hún ein og ég vissi ekki til þess aö nokkur kæmi I heimsókn til hennar og móöir min sagöi mérað Soffia heföialdreilitið á annan karl- mann. Þegar foreldrar minir létust reynd- isthún mérbetri en enginn, án þess að bæri verulega á þvi. Hún hjálpaði mér aö finna prest aö tala eitthvaö notalegt yfir þeim i jöröina. Þaö voru ekki margir viö þá athöfn, en einhverjir komu sem höföu kynnst þeim á lifsleiöinni og lildega fleiri en ella: slys vekja alltaf forvitni og vorkunn og svo er þaö staöreynd aö margir kannast betur viö lik en lifandi. Mértókst bærilega aö sætta mig viö missi minn, kannski vegna þess aö ég haföi aldrei almennilega eingastþau, finnst mér núna. Ég byrjaöi fljótlega aö prjóna mér lifshosu, eins og Soffia á loftinu kallaöi þaö. — Hana nú, Einbjörn! Ekkidugarað sitja i sorginiji. Upp, upp! Nú veröur þú aö prjóna þeí lifshosu og ganga veginn fram á viö. Þaö þýöirekki aðnema staöar viö fljót- ið þó engin sé brúin. Ekki urðu land- námsmennirnir til á árbökkum tslands — þeir óöu ef ekki vildi betur. Ég haföi löngum fylgst meö móöur minni aö störfum i eldhúsinu og nú þegar ég þurfti að elda rifjaöist upp fyrir mér þaö helsta sem hún hafði matbúiö og áður en leið á löngu var ég oröinn sæmilegur kokkur. Stundum stalst ég til að fara á Hressó og kaupa mér mat, en ég hafði vonda sam- visku þegar ég lét þaö eftir mér. Pabbi hafði aldrei tekiö i mál aö boröa á veitinga- húsi! Hann sagöi alltaf: —Af hverju boröa úti? Hvaö er þaö betra en aö boröa heima? Hún móöir þin er betrikokkur, býr til mat sem hæfir kóngum og stundum úr engu. Og þaö er kúnst. Ég haföi óskaplega gaman af þvi aö lesa matseöia i glugganum á Hressó. Ég gekk þar framhjá daglega á leib i vinnu og stansaði alltaf til aö lesa matseöilinn frá þvi I gærkvöldi. Las hægt og oft og kreisti bréfpoka i hendinni meö nokkrum brauö- sneiöum, sem ég ætlaöi aö boröa á skrif- stofunni þegar hádagaöi.Um kvöldiö tók ég strætisvagn heim til min, bjó mér kvöld- verö, boröaði og þvoði upp, settist inn i stofu aö hlusta á útvarpið eöa leika mér tónlist af plötum og i seinni tiö horfa á sjón- varp, sem ég keypti með töluveröum efa- semdum. Það var snemma i' lifi minu aö ég upp- götvaði aö sigild tónlist er hreint ekki svo galin og timinn saxaöi úr tilverunni, það komu vor i garðinn og Soffia fór út aö snyrta beö og spá i blóm aö láta vaxa um sumarið. Arin liðu. Skömmu eftir gagnfræðapróf, fékk ég vinnu hjá innflutningsfyrirtæki. Ég var i sendiferðum fyrstu árin, siöan við störf á vörulagerog árum seinna fékk ég skrifborð og útsýni niðri port. Á borðinu minu er reiknivel sem er svo flókin og flott aö ég er viss um aö hún getur reiknað út heimsendi. Ég er ánægður i vinnunni og yfirmenn minir virbast ánægðir með vinnu mina. Ég hef aldrei samskipti við fólkið þar utan vinnutima. Ég fer aldrei i heimsóknir og enginn kemur aö sjá mig. En ég eignaðist kunningja, mann sem ég kynntist á vinnu- stað. Skrifstofustjórinn baömig um aö sýna manninum vörulagerinn og aðstoða viö aö kaupa ódýrt snyrtivörur, sem hann ætlaði aö gefa konu sinni i jólagjöf. Hann var lengi aö velja vörur og bók- aöi hjá mér óskir hans og svo kvaddi hann og fór. Ég tók til snyrtivörurnar, pakkaði þeiminn ogfórmeð þær heim til hans. Eftir þaö kom hann nokkrum sinnum á ári og ég var alltaf fenginn til aö hugsa um hann. Svo bauð hann mér I kaffi út á Borg. Hann virtist forvitinn um mina hagi, spurði mikið en virtist aldrei hlusta á svör min. Þau hafa vist ekki verið þessleg aö bæri aö festa þau i minni. Þessi kunningi kemur oftar viö sögu, ef ég endist til að skrifa meira. Aörir sem ég kannast við, búa i götunni' minni, fólk sem að visu kemur aldrei inn á lóð hjá mér, heldur köstum viö óskum um góöan dag, gott kvöld, gleðileg jól á milli húsanna, fullyröum að þetta sé nú fina veörið og ljómandi gaman aö sjá blómin koma upp úr moldinni með alla þessa liti og svei mér þá ef ilminn ber ekki út á gang- stétt. Aö ööru leyti tölum við ekkert saman. Kunningi minn hringdi til min á laugar- degi. Égþurfti ekkiaöfara i vinnuna og var i sturtu, skrúfaöi frá vatninu eins og hægt var og lét það lemja kroppinn minn, söng hástöfum ariu úr Don Giovanni eftir Moz- art, en heyrði samt i simanum. Hann hringir svo sjaldan. Ég hljóp hundblautur út úr sturtuklefan- um og skildi Don Giovanni eftir i vatnsbun- unni og eins og byssubrenndur fram i for- stofu og tók upp símtólið og sagði: — Halló, eins og maöur segir þegar maður tekur svona upp simtóliö af þvi aö siminn biður mann aö gera þaö. Halló, sagði röddin, alveg eins og fólk yfirleitt i byrjun samtals. Ég sagði aftur „halló”, þvi maöur gerir þaö stundum að segja „halló” tvisvar i einu samtali. Ég hef oft heyrt það á skrifstof- unni. Ég er ekki vanur aö hlaupa allsber og rennvotur um ibúðina, svo þaö veröur aö fyrirgefa mér i þetta sinn, einkum þegar þaö er haft i huga að siminn hringdi og gat ekki vitaðaöég var ibaði aö syngja Mozart og láta vatnsbunu berja mig. — En, segirnúeinhver: þvi léstu simann ekki bara hringja sig i þögn og hélst áfram aö baöa þig? — Ja, það er nú þaö! Siminn haföi ekki hringt siöan siðast, sem var fyrir þremur árum. Þá var ég ekki ibaði. Ég var i rúm- inu og steinsofandi, enda klukkan fjögur um nótt og ég vanur aö vera sofnaður og byrjaöur aö safna mér draumum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.