Tíminn - 15.11.1981, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.11.1981, Blaðsíða 15
Sunnudagur 15. nóvember 1981 15 á þaö hásæti. Þar sem Japanir höfðu gert sig seka um ótvíræöa árásarstefnu hafði þessi aðgerö lltið að segja. Chiang Kai-shek var þá yfirfor- ingi lýðveldissinna og réði mestu i Kina. Hann átti þó i höggi við harðsnúinn hóp andstæðinga, nefnilega kommúnista sem voru farnir aö láta mjög aö sér kveða. Yfir þeim var litt þekktur maður sem hét Maó Tse-tung en lauti- nant hans var Chu An-lai. Börðust þessir hópar um yfirráöin í Kína en Japanirfærðu sig æ meira upp á skaftið. Var hin vesæla sögu- hetja okkar,P’u-Yileppur þeirra. Chaing Kai-Shdc vildi reynast keisaranum vel og bauö honum aö snúa aftur til Forboönu borg- arinnar og ekki hljóta neinn skaða af tiltæki sinu, ef hann vildi hafna Japönum og tala gegn þeim. A það féllst P’u-Yi ekki, vegna þess að hermenn Chang Kai-sheks höfðu nokkru áöur framiðhelgispjöllá helgum véum Manchu-ættarinnar en slikt taldi hann hið versta mál. Gagnaöi ekki þótt Chang segöi honum að um hefði veriö að ræöa liðhlaupa úrhersveitum hans en ekki reglu- lega hermenn. Ástarævintýri keisara- ynju og óbreytts varð- liða Þannig glataöi P’u-Yi siðasta tækifæri sinu til aö veröa annað en peð í höndum Japana en peð var hann næstu árin. Japanir fóru heldur illa með söguhetju vora og var hann meöal annars neyddur til aö klæöast japönskum liðsfor- ingjabúningi viö krjfningu sina og var hann látinn hylla guöi þeirra og þeir arðrændu Manchukuo til að undirbúa innrás si'na i Kína. Persónuleg mdl keisarans voru i hinum mesta ólestri allan þann tima sem hann var i raun band- ingi Japana — fylgdarkona hans Wen Hsiu yfirgaf hann og kona hans, keisaraynjan átti frægt ást- arævintyri með óbreyttum varö- dáta i höllinni. Var þaö aö sjálf- sögðu hið versta hneyksli en keis- araynjan bætti um betur eftir að hún haföi veriö sett i stofufangelsi i herbergjum sinum i höllinni: gerðist þar ópium æta svo henni var ekki við bjargandi. P’u-Yi kvæntist ,öðrú sinni en kona hans dó á voíeifilegan hátt, er hann geröi þriöju tilraun sfna neyddu Japanir upp á hann eigin- oröi og var þaö japönsk-menntuð kona úr Manchuriu. Sem betur fer fyrir P’u-Yitöp- uðu Japanir striöinu en daginn fyrir hina opinberu uppgjöf jap- anska hersins greip hann tæki- færið og sagði enn einu sinni af sér. Hann hélt sig geta lifað eöli- legu lifi upp frá þvi en það fór á annan veg. RUssneskar hersveitir tóku hann höndum viö landamæri Manchuriu og var hann fangi Sovétmanna næstu árin.Eftir aö Maó-Tse-tung haföi sigrast á her- sveitum Chang Kai-sheks og kommúnistar tekiö öll völd i Ki'na afhenti Stalin hinum nýju vald- höfum keisarann fyrrverandi og var hann sem fyrr haföur i fangelsi. Alls eyddi P’u-Yi fjórtán árum ævi sinnar i fangelsum Stalins og Maós en aö sönnu var ekki farið sérlega illa meö hann. Keisarinn gerist harð- linukommúnisti. 'Arið 1959 var P’u-Yi látinn laus úr fangelsi en hann hafði þá verið i svokölluðum „hugsanabúöum” kommúnista og kom þaöan sann- færöur um gildi kenninga Marx, Engels, Lenins, Stalins og Maó! Sagði hann viö það tækifæri: „Skuld mín viðMao Tse-tung er meiri en skuld nokkurs þegns við nokkurn þjóöhöföingja.” Hann sneri aftur til Peking en þar tóku ættingjar hans á móti honum en flesta þeirra haföi hann ekki séð i tuttuguogfimm ár. Þá sýndu blaöamenn honum mikinn áhuga enda var um að ræða fyrir- bæri sem ekki er algengt á tutt- ugustu öld — fyrrverandi alræðis- keisara sem, tignaöur hafði verið sem guð af þjóð sinni, eöa í öllu falli hluta hennar. Vegna þess að P’u-Yi reyndist hafa nokkurn áhuga á garðrækt var honum fengin vinna i jurta- görðum við Vísindaakademiu Pekingsborgar. Hann var nú oröinn hinn dyggasti kommunisti og tók meöal annars þátt i við- tækum mótmælaaögerðum Kin- verja gegn sáttmála sem geröur var milli Japana og Bandarikja- manna þar sem samskipti land- anna voru enn aukin.P’u-Yi gekk i sellu harölinumanna og þann 22. nóvember 1960 voru honum veitt full borgararéttindi i hinu nýja Alþýöulýöveldi Kina. Stuttu seinna var hann kjörinn til að taka sæti i Þjóðarnefnd Stjóm- málaráðgjafasamkundu alþýð- unnar á Þjóðlega alþýðuþinginu. Þá gekk hann að eiga f jórðu konu sina og var hún kinversk enþann- ig enduðu allar vonir Manchuriu- manna um aö afkomendur hans gætu oröiö þeim sameiningartákn i hugsanlegri sjálfstæöisbaráttu. öll þessi ár vann P’u-Yi sleitu- laust aö stórmerkri ævisögu sinni en hún kom út áriö 1964 á vegum forlags i Peking sem gefur Ut bækur á erlendum málum. Vakti þessi sjálfsævisaga keisarans fyrrverandi gifurlega athygli viða um heim, en hann kallaði hana ,,Frá keisara til borgara”. Eftir þetta lifði P’u-Yi í ro' og næöi til æviloka sinna, hann rækt- aöi garðinn sinn og dundaði hitt ogþetta. Tilkynnt varárið 1967 aö hann væri látinn. Þeir voru til sem héldu þvi fram aö hann hefði orðið eitt fórnarlamba" . Rauðu varöliöanna I Menningarbylting- unni svokölluðu en eftir á aö hyggja erlitil ástæöa til aö dvelja of lengi við slikar ágiskanir. Mun sennilegra er hin opinbera skýr- ing sem var að hann heföi fengið hjartaáfall og ekki lifaö það af. Alt&iter óhættaösegja aðP’u-Yi hafði lifaö timana tvenna. Endursagt. PLASTPOKAVERKSMtUA ODDS SIGURÐSSONAfl GRENSASVEGI 7 REYKJAVIK BYGGINGAPLAST • PLASTPRENTUN • MERKIMIÐAR OG VÉLAR ISHIDA ran^1 wW _ jm tekið í umboðssölu nokkrar lítið notaðar ISHIDA D82 vogir á göðu verði PLASTPOKAR ö 8 26 55 H.'ISÉ.OS lll PLASTPOKAR O 8 26 55 kraft f£NCY ríomato ^tcltup Nf r wr. i4 ozs. Í39?S> KRAFT frá einum þekktasta matvælafmmleiðanda Bandaríkjanna Gerið verðsamanburð SKAUPFEIAGIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.