Tíminn - 15.11.1981, Blaðsíða 12
12___________
á bókamarkaði
Sunnudagur 15. nóvember 1981
Moskvuborg gengur af göflunum
„Meistarinn og Margaríta” eftir Mikháíl Búlgakof
Mikhail Búigakof:
Meistarinn og Margarita
Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi
Arni Bergmann ritaöi formála
Mái og menning 1981
■ Það er heitur dagur i Moskvu
og við Patriarkatjarnir er for-
maður bókmenntasambandsins
MASSOLIT, Mikhail Alexandro-
vits Berlioz, að fræða ungt skáld,
Ivan Nikolajevits Ponirjov sem
skrifaði undir dulnefninu
Bésdomni, á þvi að ekki einasta
sé guðdómur Jesú Krists upp-
spuni frá rótum, heldur hafi Jésus
þessi aldrei verið til. Belioz er
mælskur vel og á ekki i neinum
erfiðleikum með að sannfæra
skáldið. Þá ber að undarlegan
mann — hann er klæddur á
framandi hátt, hegðar sér dálitið
undirfurðulega og annað auga
hans er svart, hitt er grænt.
Maðurinn gefur sig á tal við tvi-
menningana, hefur mesta áhuga
á umræðueíni þeirra en fullvissar
þá um tilvist Jesú, i beinu fram-
haldi af þvi: djöfulsins.
Mennirnir álita hann skrýtinn og
hreinlegageðveikan þegar kemur
i ljós að hann telur sig hafa þekkt
Pontius Pilatus persónulega og
hafi nýlega snætt morgunverö
með heimspekingnum Immanúel
Kant sem er löngu dauður. Og
ekki skánar ástandjð þegar
ókunni maðurinn segir þeim bók-
menntamönnum hvernig þeir
muni að lyktum deyja. Ætti að
vera þarflaust að taka fram að
auðvitað hefur hann rétt fyrir sér.
Risavaxinn köttur á
afturfótum
Það læðist fljótlega illur grunur
að öllum þeim sem kynnast
manni þessum sem kallar sig
Woland, prófessor i svartagaldri.
Hann hefur i fylgdarliði sinu risa-
vaxinn kött sem gengur á aftur-
löppunum og er hinn versti
prakkari, einnig mjög svo hávax-
inn mann i köflóttum buxum með
skjálfandi rödd og virðist búa yfir
óvenjulegum hæfileikum, sá
þriðji er smávaxinn með eldrautt
hár og vigtennur, þá er konan
Hella sem hefur brennandi augu
og gengur nakin, á það til aö fá
rotflekki á ýturvaxinn likama
sinn. 1 sameiningu setur þetta
'gallerí allt á annan endann i
Moskvuborg, og íllur grunur fær
fljótlega staðfestingu: Woland er
enginn annar en Satan sjálíur,
fylgdarmennirnir púkar hans.
Hvað vill þetta lið til Moskvu þar
sem allt heíur veriö með friði og
spekt og enginn trúir á djöfla?
Allt á annan endann, já. Stjopa
Likhodéjef, forstjóri Fjölleika-
hússins, finnur sig skyndilega
staddan i Jalta, óraleið frá
Moskvu, eftir að Woland og
kumpánar hans höfðu ákveðið ao
setjast að i ibúð hans — formaður
hússtjórnar er handtekinneftir að
rúblur sem hann tók við af
Woland breyttust skyndilega i er-
lendan gjaldeyri — yfirmenn
Fjölleikahússins verða íyrir
hinum verstu hryllingum en
steininn tekur úr er Woland og
félagar hans, hinn hávaxni
Korovjef, kötturinn Behemot og
nornin Hella halda sýningu á
svartagaldri i Fjölleikahúsinu.
Það rignir peningum, konum er
boðið að hafa fataskipti og
klæðast dýrindis skrautflikum
sem birtast eins og út úr loftinu,
hausinn er rifinn af leiðinlegum
kynni en skellt á aftur að beiðni
áhorfenda — eítir sýninguna
breytast peningaseðlarnir i miða
utan af kampavinsflöskum,
svarta kettlinga eða þá spörfugla
sem dansa íoxtrot, klæðin utan á
konunum hverfa eins og dögg
fyrir sólu. Fleira gerist: jakkaföt
taka sér sæti við skrifborð og
skrifa af látlausu kappi, starfslið
á skrifstofu hefur upp kórsöng og
getur með engu móti hætt, það
fjölgar iskyggilega á geðveikra-
hæli Doktors Stravinskis. Borgin
er á góðri leið með að ganga af
göflunum.
Búlgakof
Mikhail Búlgakof fæddist árið
1891, hann var af menntamanna-
stétt en ákvað a ð ganga til liðs við
byltinguna eftir að hún var orðin.
Hannskrifaði um byltinguna leik-
ritið „Dagar Túrbinfjölskyld-
unnar”, sem mæltist ekki alltof
vel fyrir, hann skrifaði lika hitt og
þetta sem féll hinum nýju vald-
höfum ekki svo mjög i geð: fljót-
lega lenti hann i vandræðum við
ritskoðara og rithöfundasam-
bönd. Fá slík fyrirbæri enda eftir-
minnilega á baukinn i skáldsög-
unni „Meistarinn og Margarita”
en að þvi verki vann Búlgakof
siðustu æviár sin en hann lést árið
1940. Þá höfðu hreinsanir Stalins
gengið yfir, hið rétta andlit skipu-
lagsins komið i ljós og þrengdist
hagur manna á borð við Búlgakof
sem ekki gátu bundið andagift
sina á klafa samkvæmt opinber-
um stjórnskipunum. Úr þessu
umhverfi er sprottin sú mikla
saga sem hér er, góðu heilli,
komin á islensku. Búlgakof notar
Satan og hina kátu ára hans —
öldungis forkostulega karaktera
— til að gera upp sakir við það i
hinu nýja sovéska skipulagi sem
honum féll ekki við — ráðstjórn
rithöfunda sambandanna og
sauðtryggra gagnrýnenda, spill-
ingu og mútuþægni embættis-
manna, skrifstofuveldið sem si-
fellt teygði anga sina viðar, yfir-
völdin sem létu fólk hverfa spor-
laust ef það var þeim ekki að
skapi. Engum kemur á óvart er
fólk tekur að hverfa af völdum
Wolands og púkanna — i Moskvu
eru menn sýnilega vanir óútskýr-
anlegum mannshvörfum og
fyllast i mesta lagi dálitlum ótta.
Og vel að merkja: Woland og þeir
ráðast ekki gegn neinum sem
ekki á það skilið, þeir eru refsandi
englar sem hegna og fletta ofan af
„leigupennum, mútuþegum, róg-
berum og forréttindahyski”.
Hinir réttlátu eiga sér, óvænt,
einskis ills von af hendi skrattans.
Hinir réttlátu
Þvi hinir réttlátu eru til: þar eru
Meistarinnog Margarita fremst i
flokki. Meistarinn er ekki fjarri
þvi að túlka Búlgakof sjálfan,
mannsem leggurfyrir sig ritstörf
af sannfæringu en ekki flokksholl-
ustu, lætur sig engu varða opin-
ber skilaboð en leitar sannleik-
ans. Hann tekur sér fyrir hendur
að rita skáldsögu um Pontius
Pilatus og hugleysi hans er hann
lætur taka af lifi hinn fátæka
farandpredikara, Jesúa Ha--
Notsri, vegna þess að hann segir
að „sérhvert vald fæli i sér of-
beldi gagnvart fólki, og að sá timi
kæmi þegar engu valdi yrði beitt
og engir keisarar yrðu til eða
neitt annað yfirvald. Maðurinn
mundi þá lifa i riki sannleika og
réttlætis og engin þörf yrði á
neinskonar valdi.” Boðskapur,
sem auðvitað er jafnhættulegur á
tima Stalins og Pontiusar
Pilatusar, enda lendir Meistarinn
i mestu vandræðum. Að lokum
lendir hann á geðveikrahæli,
ástkona hans Margarita er ekki
mönnum sinnandi. Þar til Woland
kemur i bæinn...
Árni Bergmann ritar greinar-
góðan formála að bókinni og er
það vel. Hann segir meðal
annars: „Búlgakof segir i þvi
verki („Meistaranum og
Margaritu”) pislarsöguna upp á
nýtt. Hlutskipti Jesúa og
Pilatusar i minni þjóðanna lætur
hann sér verða visbendingu á von
um réttlæti. Jesúa verður tákn og
imynd þeirra manna sem eru
trúir hugsjón sinni, sem sam-
tiðarmönnum finnst of djörf eða
háskaleg, og verða þeir að gjalda
fy rir hana með lifi sinu — um leið
og þeir tryggja málstað sinum
langlifi. Pilatus verður hins vegar
tákn þess hugleysis sem Búlgakof
leggur sig fram um að lýsa
verstan löst.” Og I enda bókar-
innar er von um réttlæti...
Þýðingin vönduð og
lifandi
Þessi saga er margslungin og
verður ekki skýrð i stuttu máli.
Hún gerist jafnt i Moskvu á fjórða
áratugnum sem i Júdeu á tima
Pilatusar — þar að auki er skir-
skotað i allar áttir. Fást Goethes
vitanlega nærtækur. Saga þessi
getur orðið mönnum drjúgt um-
hugsunarefni — um valdið, um
réttlætið, um refsingu, en hún er
um leið hin besta skemmtun.
Hæðni og glaðhlakkaleg hefni-
girni Búlgakofs nýtur sin einna
best er púkar Wolands, og siðar
allsnakin nornin Margarita á
kústskafti, lúskra á fyrrnefndu
forréttindahyski — þar i milli eru
kaflar sem sýna að innsæi höf-
undar i lif persóna sinna hefur
ekki verið skorið við nögl. Sagan
er bæði lög og orðmörg en fátt má
þó missa sin. Það er sannlega
gleðilegt að þessi merka bók —
sem enn fæst ekki gefin út i upp-
runalegri mynd i Sovétrikjunum
— skuli vera komin hér út og ber
að þakka öllum sem að þvi stóðu.
Útgáfan er vönduð og heldur Mál
og menning vonandi áfram á
sömu braut. Um þýðingu Ingi-
bjargar Haraldsdóttur úr
rússnesku veit ég auðvitað ekki,
veit hins vegar að islenskan á
sögunni er bæði vönduð og lifandi,
mætti segja mér að Ingibjörgu
tækist að halda sig við andrúms-
loftið i sögunni sem áreiðanlega
hefur ekki verið neitt áhlaupa-
verk. Það vita þeir sem til þekkja
að fáar þjóðir hafa átt meiri og
merkari sagnameistara en
Rússar og alltof litið af dýr-
gripum þeirra hefur séð dagsins
ljós á islensku — hér er einn
þeirra dýrgripa kominn, og sá
ekki smár. Er sannarlega von-
andi að islenskir lesendur kunni
vel að meta þetta framtak.
Illugi Jökulsson
■ Kötturinn Behemot, einn púki skrattans sem setur allt á annan end-
ann i Moskvu. t ritdómi segir: „Saga þessi getur orftiö mönnum drjúgt
umhugsunarefni en hún er um leift hin besta skemmtun.”
Nútúni af sjónarhóli íramtíðar
Vésteinn Lúftviksson.
í Borginni okkar.
Mál og menning 1981.
■ Smásögur Vésteins Lúðviks-
sonar eiga sér stað i Borginni
okkar á kostulegri tið. A bókar-
kápu er ennfremur upplýst að
þetta séu ævintýri. Maður getur
gert sér i hugarlund að Borgin
okkar sé einhvers konar Reykja-
vik framtfðarinnar, eða öllu
heldur Reykjavik nútimans af
sjónarhóli framtiðarinnar.
íbúarnir eru gott og réttsýnt fólk,
eilftið stórir upp á sig, yfirborð
Borgarinnar viröistbýsna sléttog
fellt. öDu er komið fyrir á hinn
haganlegasta hátt, ai kannski
skiljanlegt að einstaklingnum
finnist hann heldur smár gagn-
vart kerfi og þjóðfélagi. Það eru
hin smávægilegu vandamál
Borgaranna sem Vésteinn lætur
sig varða — kunnugleg vandamál
kunnulegra persóna — útlendinga
á hrakhólum sem hvergi færi
inni, ljóðskálda sem enginn les og
bitast um listamannalaun, leik-
konu sem ekki kemst á svið,
múrara með stórar hugsjónir,
hassista og dulspekings,
fráskildrar eiginkonu og fjár-
vana. Veruleiki Borgarinnar
■ Vésteinn Luftvlksson.t ritdómi
segir: „er á köflum ágætlega
sniftugt”.
okkar er i senn kynlegur og
hversdagslegur, aðferð Vésteins
er sú að segja frá hversdagsat-
burðum með fjarstæðukenndum
blæ ævintýra og framtíöar. Og
ekki erhægt að þræta fyrirþað að
Vésteinn hefur háðæskilegrifjar-
lægð frá viðfangsefninu, vanda-
málunum, nokkuð sem trauðla
verður sagt um skáldsögur hans.
Vésteinn kvaddi sér fyrst hljóðs
með smásagnasafni — „Atta
roddum úr pípulögn”, sem þótti
gefa talsverð fyrirheit. Siðan
hefurhann samið skáldsögur, eitt
ágætísstofudrama „Stalin er ekki
hér” og annað leikrit sem fór
fyrir ofan garð og neðan,
„Hemma”. Nú siðast samdi
Vésteinn barnabók sem sóma-
kærum gagnrýnenda þótti helstil
bersögul. En nú er Vésteinn sum-
sé snúinn aftur að smásögunni.
Sögumar i Borginni okkar eru
átta. Söguvettvangurinn, Bcrgin,
tengir þær saman og við lok
lestursins finnst manni að
Vésteinn hafi lánast að bregða
upp nokkuð heillegri mynd af
Borginni, spegilheimi Reykja-
vikur. Sögurnar eru flestar keim-
tíkar að uppbyggingu, frásagnar-
mátinn er rólyndislegur, hægur
og bitandi, að mestu laus við hlut-
tekningu — og ekki fráleitt að á
köfhim sé hann svæfandi. Sumar
sögurnar, t.d. útlendingur — um
einhvers konar Gervasoni, og
Minnkun megna engan veginn að
halda athygli lesandans. Eru
langdregnar og blátt áfram leiö-
inlegar. Sjálfsagt vel meinandi,
en út i hött og leiðinlegar. Sumar
hugmyndir Vésteins eru ekki
fráleitar, þótt útfærslan sé á
tíðum helst til ómarkviss,um frá-
skilda konu sem ætlar að þéna fé
á lausnara sem frelsar fólk frá
tilgangsleysinu, um hvatablettinn
i bankagrunninum þar sem fólk
færfullnægju sinna langana. Þær
eru einnig nokkuð glprnar
sögurnar um snjóbörnin, sem
fæðast þegar hugur fylgir ekki
máli við getnaðinn, og um Unu
hina góðu, sem er svo liknsöm að
sjúklingar missa alla von og
sætta sig við dauðann.
En það er eins og skorti ein-
hvernveginn neista i smásögur
VésteinsLúðvikssonar, getu til að
koma hlutunum á framfæri á
stuttan og hnitmiðaðan hátt eins
og hlýtur að liggja i eðli
smásöguformsins. Ég gagnrýndi
Þórarin' Eldjárn fyrir að ofhlaða
smásögur si'nar idmni, að al-
vöruþungi hans reyndi helsttil
mikið á þolrif lesandans. Efnið
hefur margt til sins ágætis, er á
köflum ágætlega sniðugt, en
Vésteinn teygir lopann um of og
stundum út á brautir þar sem
erfitt er að fylgja honum eftir.
EgiIlHeigason
Meinleg prentvilla
■ Um sibustu helgi slæddist
meinleg prentvilla á óskiljan-
legan hátt inn i lofsamlegan rit-
dóm Egils Helgasonar um nýja
skáldsögu Einars Kárasonar —
„Þetta eru asnar Guðjón”. Þar
átti að standa:
„Hverjir eru asnarnir Guðjón?
Jú, það eru sjómenn, yfir-
kennarar, foreldrar, háskóla-
nemar, verkalýðshetjur, nýgift
hjón, útgeröarmenn, lögreglan —
og i raun flestir sem tali taka,
enda kannski engir upplagftari
asnar i bók sem er skrifuð I staö
liðlega tvitugs pilts sem finnst að
umhverfið sé að byrgja sig inni,
svipta sig frelsi.”
Það varsumsé orðiðupplagöari
sem þarna stóð i frumstigi I stað
miðstigs þannig að merkingin
hreinlega snerist við.