Tíminn - 29.11.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.11.1981, Blaðsíða 3
3 Sunnudagur 29. nóvember 1981 Bókakynning Máls og menningar ■ Undanfarin ár hefur Mál og menning verið með dagskrá i Norræna húsinu, þar sem lesið hefur verið úr nýútkomnum eða væntanlegum bókum forlagsins. 1 þetta sinn verður lesið úr nýjum bókum laugardaginn 28. nóvem- ber kl.i5:00Eru það höfundar og þýðendur bóka sem það gera og auk þess mun Böðvar Guðmunds- son syngja af nýrri hljómplötu sinni. Dagskráin verður um einn- ar og hálfrar stundar löng. Allar útgáfubækur Máls og menningar á þessu ári munu liggja frammi, þóaðekkiverðilesið nema úrlitl- um hluta þeirra. Nánar tiltekið verða eftirfar- andi atriði á dagskránni: — Böðvar Guðmundsson syngur lög af plötu sinni Þaö er engin þörf að kvarta — Ingibjörg Haraldsdóttir les úr þýöingu sinni á Meistaranum og Margaritu eftir Mikhail Bulga- kof. — Ölafur Haukur Simonarson les úr væntanlegri bók sinni Alman- ak Jóðvinafélagsins — Sigurður A. Magnússon les úr bók sinni Möskvar morgundags- ins — Vésteinn Lúðviksson les úr smásagnasafni sinu 1 borginni okkar. sögur og ævintýri frá kostulegri tið — Vilborg Dagbjartsdóttir les úr nýútkomnu ljóðasafni sinu Ljóð — Þorgeir Þorgeirsson les úr þýðingu sinni á Kvennagullinu i grútarbræðslunni eftir William Heinesen. Endanleg röð atriða ér ekki á- kveðin. Sunnudaginn 29. nóvember kl.l5:00verður svo dagskrá fyrir börn i Norræna húsinu. Þá verður lesið úr nýjum barnabókum og sýndar litskyggnur af myndum i myndabókum Máls og menning- ar. Er þetta i annað sinn sem Mál og menning efnir til sérstakrar dagskrár fyrir börn, en það var gert i fyrsta skipti i fyrra og gaf góða raun. Höfundar og þýðend- ur munu lesa upp úr bókunum, en þeim til aðstoðar verður Þórhall- ur Sigurðsson, leikari. Dagskráin er fyrst og fremst ætluð ungum lesendum, þar sem ekki verður lesið úr unglingabókum Máls og menningar, en að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir. Gert er ráð fyrir að dagskráin verði rúmlega klukkustundar löng. (Fréttatiikynning) Líf og list fatlaðra — á Hótel Borg og í Félagsheimili Seltjarnarness ■ Dagana 28.11 — 4.12 verður haldin menningarvaka, sem ber nafniö Lif og list fatlaðra. Vakan fer fram á Hótel Borg og i Félags- heimili Seltjarnamess. Hún er loka-átak Alfa-nefndar i tilefni Ars fatlaðra. Flutt verður tónlist, ljóð og leiklist og sýndar myndir eftir fatlaða, ýmist flutt af þeim sjálf- um eða ófötluðum. Efnt verður til umræðna um sýningar sem nú standa yfir i' leikhúsum og tengj- ast málefnum fatlaðra: það verða kvikmyndasýningar, barna- skemmtanir, brúðuleikhús o.fl. Sjónvarpið leggurfram sinn skerf með dagskrárliðum.sem tengjast Lifi og list fatlaðra. í hjarta Reykjavikur Eins og þegar er getið, fer menningarvakan einkum fram á HÓtelBorg, ihjarta Reykjavikur, þar sem allir, bæöi fatlaðir og ófatlaðir ættu að geta hist og unað sér saman i frjálslegu um- hverfi. Fyrstu fimm daga, vök- unnar verður þar „Opiðhús” sið- degis: leikin verður létt kaffi- húsamúsik, þar verður leiksvæði fyrir börnin og listamenn koma fram. Einnig verður sýning á listaverkum og almenn kynning á starfsemi hinna ýmsu samtaka og stofnana. Laugardaginn, sem vakan verður sett, sunnudag og föstudag verður sýnt nýtt brúðu- leikrit, sem kynnir lif fatlaðra barna. ÍSunnudagurinn og föstu- dagur eru sérstaklega tileinkaöir öllum börnum. Nýtt islenskt leik- rit, „Uppgjörið” eftir Gunnar Gunnarsson, sem Þjóðleikhúsið hefurverið að æfa að undanförnu, verður frumsýnt á mánudags- kvöld.en önnur sýning leikritsins veröur i Félagsheimilinu, Sel- tjarnarnesi siðar i vikunni. A þriðjudagskvöld verða umræður um leikrit. Kvöldvaka og lokahóf A fimmtudeginum færir menningarvakan sig um set, þvi þaö kvöld verður kvöldvaka i Félagsheimili Seltjarnarness. Þá verður aftur sýnt leikritið „Uppgjörið” og þroskaþjafanem- ar eru með skemmtidagskrá. Barnahátið sunnudagsins verður endurtekin á föstudag og þá i Félagsheimilinu. Á barna- skemmtununum verður brúðu- leikhús, Tóti trúöur kemur i heimsókn, lesiö verður upp, farið i iþróttaleiki o.fl. Sunnudaginn 29. nóvember verður sérstök guðsþjónusta i Langholtskirkju og verður hún túlkuð á táknmál. Guðsþjónustan er kl.ll. Háskólabió tekur þátt i menningarvökunni með sýningu kvikmyndarinnar „Tómas — fatlað barn”eftir dönsku leikkon- una Lone Hertz, en sú kvikmynd hefur vakið mikla athygli. Myndin verður sýnd á öllum sýningarti'mum bæði mánudag og þriðjudag. í umræðunum að Hotel Borg verður komB inn á efni þessarar kvikmyndar. Þá má einnig benda á, að i bamatima sjónvarpsins á sunnu- daginn 29. nóvember, verður efni tengt vökunni og á miðvikudags- kvöld sýnir sjónvarpið annan dagskrárlið sem tengist mál- efnum fatlaðra: áströlsk verð- launakvikmynd, sem lýsir undir- búningi að dans- og leiksýningu þroskaheftra i óperuhöllinni i Sidney. t vikunni hefsteinnig dreifing á kennsluefni, sem gert var að frumkvæði Alfa-nefndar um fötl- uð börn ileikog starfi. Þetta eru litskyggnur með texta á snældu og er ráðgert að dreifa efni þessu til allra grunnskóla landsdins. En menningarvökunni Lif og list fatlaðra lýkur með hófi, sem haldið verður á Hotel Loftleiðum, i Vikingasal og er það hóf, likt og menningarvakan öll, opið öllum almenningi. Markmið þessarar vöku er fyrst og fremst að efla mannleg tengsl fatlaöra og ófatlaðra. Listin sem oft er eini tjáningarmiðill hins fatlaða, geturopnað hugarheima og aukið tengslin á milli fólks með nýjum skilningi. Yfirbragð vökunnar er létt og ætti að geta orðið öllum. bæði fötluðum og ófötluðum, til á- nægju og yndisauka. á bókamarkadi ■ ot er komin hjá Iðunni bókin Lifsjátning, endurminningar Guðmundu Eliasdóttur söngkonu. lngólfur Margeirsson skráði. — Þetta er stór bók, tæpar þrjú- hundruð blaðsíður og með mörg- um myndum. Efni bókarinnar kynnir forlagiö meðal annars á þessa leið i kápu- texta: „Saga Guðmundu er ævin- týri likust — og þó umbrotasam- ari en nokkurt ævintýri. Hún seg- ir hér frá bernsku sinni og upp- vexti á Vestfjörðum, dvöl i Reykjavík rétt fyrir seinna strið, starfiog námi i Kaupmannahöfn á myrkum hernámsárum, þar sem hún hlýðir kalli söngsins”... Lifsjátning er fyrsta bókin sem kemur frá hendi Ingólfs Mar- geirssonar, en hann er reyndur blaðamaður og meðal annars kunnur fyrir viðtöl sin. Bókina hefur hann skráð eftir frásögn Guðmundu og rituðum og prent- uðum heimildum, dagbókum, bréfum og blaðagreinum. Bókin var sett og prentuð i Prentrúnu. Auglýsingastofa Kristinar gerði kápu. E3 TRAUST ht Hafnarstræti 18 101 Reykjavik Simi 26155 Nýjung í skreiðarpökkun • Sjálfvirk binding undir pokann • Sjá/fvirk pokun • Nýtt hljóðlitið vökvakerfi • A fköst: 50-60 pk. /k/.st. • Öryggisgrind Fiskvinnsluvélar - Ráðgefandi þjónusta xJC'f Aia. Póstsendum Sportvöruverslun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 Sími 11783.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.