Tíminn - 29.11.1981, Síða 5
Sunnudagur 29. nóvember 1981
5
þróast áfram hér á landi, það eru
allar aðstæður til þess. Erlendis
kom þetta upp vegna kreppu
efnahagslifsins þar er allt á
niðurleið og meðan svo heldur
áfram verður pönkið til. Hér-
lendiser hinsvegar flest á uppleið
og pönkið ætti að geta þróast á
þann veginn hér li'ka”.
Upphafið
Eins og komið hefur fram er
tónlistin upphafið og endirinn á
pönkinu hér en hvernig varð hún
til og hvernig þróaðist hún hér-
lendis? Litum fyrst á bút úr er-
lendu tímariti:
„Fyrir nokkrum
mánuðum rölti inn á
skrifstofur Zigzag maður
að nafni Björn, að ég
held, og hóf að tala um is-
land þetta land i buskan-
um sem enginn okkar
hugsar nokkru sinni um.
Hann var í leit að vinsam-
legum útgáfufyrirtækjum
sem hefðu áhuga á þvi að
gefa út íslenska plötu.
Hvað!!!!
Þar sem við vildum
ekki að svo liti út að við
vissum ekki að á islandi
er diíndrandi tónlistarlif,
eða að við skildum ekki
framburð hans hlust-
uðum við með eftirtekt á
manninn. Hann sagðist
siðan ætla að koma aftur
og ræða betur um málið.
A augnabliki var hann
horfinn en við ekki. Var
þetta brandari?...
Zigzag ágiist ’81
um fyrsta árið auk þess að við
vorum þeir einu og það var alltof
h'tið til verulegur hópur gæti
myndast i kringum þetta, og það
hefur aldrei myndast hér sá mór-
all sem var úti og maður hafði
gaman af”.
,,Ég held að við höfum alltaf
verið popp-hljómsveit frekar en
allt annað en hinsvegar var popp
vörumerki sem við þoldum ekki á
sinum tima. Fólk vildi hafa okkur
sem eftirlikingu af erlendum
hljómsveitum en það var bara
allt annað að gerast hér heldur en
úti”, segir Valgeir.
Hlutirnir fara fyrst að rúlla
með tilkomu Utangarðsmanna og
segja má að þá hafi sprenging
orðið i tónlistarlifinu hér þvi' i
kjölfar þeirra fylgdi fjöldi
annarra hljómsveita. Þær eru
enn að myndastog ekki er enn séð
fyrirendann á þeim áhrifum sem
Utangarðsmenn voru vakinn að.
Það er athyglisvert að Utan-
garðsmenn voru ekki pönk-
hljómsveit i' neinum skilningi
þess orðs heldur fyrst og fremst
rock’n roll band enda skilgreindu
þeir sjálfir tónlist sina i upphafi
sem Gúano rokk.
,,Á þessum tima voru til fjöldi
af bilskúrahljómsveitum sem
ekki komu fram nema einstaka
sinnum sem upphitunar-sveitir
fyrir Fræbbblana og seinna meir
Utangarðsmenn og þær fóru ekki
að hasla sér völl að ráði fyrr en
ljóst var að Utangarðsmenn
höfðu slegið i gegn”, segir As-
mundur Jónsson annar umsjóna-
maður tónlistarþáttarins Afanga
i samtali við Timann.
„Aður en þessi sprenging varð
hafði hin raunverulega bylgja
verið lengi að siast inn til landsins
spila neinsstaðar þessa tónlist
fyrir utan Fræbbblana sem voru
eitthvað að ströggla I Kópavogs-
biói”.
„Mórallinn hér var þannig að
þú fékkst ekki að vera með nema
þú kynnirað leika og vildir leika,
vinsællög. Mike hér var rekinnúr
grúppu vegna þess að hann
gekkst ekki inn á þessi sjónar-
mið”.
„ÞegarUtangarðsmenn loksins
brjótast í gegnum múrinn sáu
aðriraðþetta var hægtog megniö
af þessum nyju grúppum koma
fram á sjónarsviðið eftir þann
tima”.
„Hvað pönkið snertir þá var
varla til fólk sem gekk i leður-
jökkum t.d. fyrir tveimur árum.
Núna er þetta komið i tisku og þú
sérð „einkennisklæðnaðinn út um
allt”.
„Punkið er laust við alla dellu.
Tónlistin er blátt áfram og
krakkarnir sem fylgjast með
henni vita meira um heiminn og
það sem er að gerast i kringum þá
heldur en krakkar gerðu fyrir 10
árum siðan.”
„Siðan höfum við fullt af
áhangendum þessararstefnu sem
tileinka sér ekkert nema fötin og
útlitiðog það fólk verður komið út
i eitthvað allt annað eftir árið”.
„Okkar markmið m.a. var að
brjóta niður það klikukerfi sem
viðgengst hafði um fjölda ára á
þessu sviði hérlendis. Þegar
pönkið kemur upp var Gunni
Þórðar búinn að spila sama lagið
i 10 ár og hafði komist upp með
það”.
..Gúano rokk. Gúano
cr fuglaskitur. islending-
um likaði vel við það og f
■ ,, Pönkmenning er til staðar maður finnur ólg-
una".
tslendingar hafa alltaf verið
seinirað tileinka sérþað sem efst
er á baugi erlendis f tónlist ef frá
eru skilin minniháttar „æði” eins
og Grease og þetta á einnig við
um pönkið. Nú fimm árum eftir
að þessi stefna hóf að hrista upp i
steingeldum heimi rokktónlistar
um miðjan þennan áratug má sjá
fyrstu verulegu merkin hérlendis
um að þetta sé að gripa um sig en
stefnan hefur þó verið til staðar,
hér i örlitlum mæli, s.l. þrjú ár.
Fyrirbærið hér er um margt
sérislenskt og ef til vill ekki rétt
að kalla það pönk en notast er við
það orð i þessum skrifum vegna
skorts á öðru betra.
Fræbbblarnir eru fyrsta is-
lenska hljómsveitin sem gerir til-
raunir til að spila tónlist sem
flokka másem pönk en þeirkomu
fyrst fram á menningarhátíð hjá
Menntaskólanum i Kópavogi og
þá sem gamanatriði.
„Það var nákvæmlega ekkert
að gerast i tónlistarlifinu hér- ’
lendis á þessum tima og þó þetta
hafibyrjaðsem grin hjá okkurþá
fannst okkur þetta það skemmti-
legt að við vildum ekki hætta en
einnig vartilgangurinn sá að hafa
eitthvað svona i gangi”, segir
Valgarður Guðjónsson betur
þekktur sem Valli söngvari
Fræbbblanna i samtali við Tim-
ann.
tkringum Fræbbblana
myndaðist strax smáhópur sem
var með á nótunum en þetta fólk
var a ðallega úr Kópavogi og gekk
undir nafninu Kópavogsklikan.
„Við náðum ofurlitlum árangri
fyrst en sfðan datt þetta að mestu
niður m.a. vegna þess hve erfitt
var að fá staði til að spila á og það
má segja að fyrstu árin hjá okkur
hafi verið bölvuð eyðimerkur-
ganga”.
„Við komum fram fimm sinn-
og það gerist ekki fyrr en á árun-
um 1979 og 1980. Það er fyrst á
þessum árum sem plötur frá
Independant fyrirtækjunum eins
og Rough Trade fara að fást i
búðum hérlendis, þá kannski
tveggja-þriggja ára gamlar”.
„...þetta er mjög snú-
inn bransi. islendingar
voru vanir að sækja tón-
leika á 14du öld en þá
bannaði kirkjan dans og
slfkt og islendingar
kunna ekkiað dansa. Þeir
hafa gleymt þvi svo að
kannski fimmtiu manns
mæta. En ef þú leikur á
Holteborch (þetta getur
ekki verið rétt stafað) þá
færðu fleiri. Það er
örugglega staðurinn tilað
leika á. Það er áfengi þar
og islendingar vilja
áfengi er þeir koma. Þeir
vilja drekka, slást og ná I
stelpur...”
Einar örn, söngvari
Purrks Pilnikks i samtali
við Zig Zag ágúst ’81
„Við urðum aðallega frægir i
blöðunum og það hvað við náðum
langt er 75% að þakka þeirri um-
fjöllun sem við fengum i blöðun-
um” sögðu þeir Mike og Danny
Pollock fyrrum meðlimir i Utan-
garðsmönnum i samtali við Tim-
ann.
„Auk þess má segja að við höf-
um þrýst okkur inn á markaðinn
þvi' fyrsta árið héldum við milli
130- og I50tónleika viðsvegar um
landið”.
„Afhverju þetta varð svona tel
ég vera vegna þess að ekkert var
að gerast i tónlistarheiminum á
þessum tima nema hjá skalla-
poppurunum og enginn fékk að
fyrsta sinni i 10 ár fengum
við fjöldaæði. Fólk
öskraði nafn hans. Við
hcldum að þetta væri
hrnndari en þá héldum
við tónleika i litlum
unglingaskóla og á eftir
komu tvær ungar stelpur
inn i bún ingsklef ann ,
snertu hann og aaaaah...
við gátum heyrt igegnum
loftræstikerfið að eitt-
hvað var að gerast. Við
fórum út og slógum hring
I kringum hann en á ör-
skammri stundu var hann
þakinn kvenfólki. Hepp-
inn bjáni”.
Einar örn um Bubba
Morthens og Utangarðs-
menn í Zig Zag ágúst ’81
„Pönkmenningin er til staðar
hér, maðurfinnur ólguna sem býr
undir henni og hún fær ekki að
brjótast út. Það sem skortir er
staður þar sem þetta fólk getur
komið saman þvi það er flest
yngra en 18 ára. Ef við settum.
þak yfir Hallærisplanið þá væri
það vandamál leyst”, sagði
Danny Pollock.
Eins og staðan er i dag er útlit
fyrir að tónlistin á þessu sviði
muni halda áfram að dafna og
þroskast. Fjölmargar hljóm-
sveitir hafa skotið upp kollinum á
undanförnum mánuðum og fleiri
eiga eflaust eftir að bætast i
hópinn sérstaklega eru ungir
strákariðnir við að mynda hljóm-
sveitir og þá oft meir af vilja en
mætti.
Ég held að það sé við hæfi að
enda þessa grein á fyrirsögn i
breska timaritinu New Musical
Express: „Já, Ragnar, það er
rokk á tslandi”.
—FRI
■ ,,Varla til fólk sem gekk i !''ðurjökkum fyrir
tveimur árum."
„ísland er orðið stærsti
skyndibitastaður í heimi”