Tíminn - 29.11.1981, Page 9

Tíminn - 29.11.1981, Page 9
Þegar Ólafur Thors beið eftir frétt frá Moskvu Já og nei Margt er stórfróðlegt i hinu mikla riti Matthiasar Jóhannes- sen um ólaf Thors. En jafnvel þótt rit séu mikil að vöxtum og víða leitað efnis, myndast þó oft eyður, svo að fullnægjandi mynd kemur ekki i ljós. Þessa finnst mér m.a. gæta i löngum kafla i upphafi siðara bindisins, þar sem leitast er við að skýra það, að það dróst í fimm vikur hjá nýsköpunarstjórninni að svara beiðni Bandarikjanna um leigu á herstöðvum á Islandi til langs tima. Þessi beiðni Bandarikjastjórn- ar barst islenzku stjórninni form- lega 1. október 1945, en henni er ekki svarað fyrr en 6. nóvember. Þá er svarað með nótu, sem er litt skiljanleg, enda taldi Banda- rikjastjórn svarið i fyrstu vera játandi, en fékk siðar þá skýringu frá ólafi Thors, að telja bæri það neitandi. Ólafur Thors var forsætis- og utanrikisráðherra á þesssum tima, en stjórnarflokkar voru Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn og Sósialistaflokkur- inn. t dagbókarbroti, sem Ólafur Thors hefur skrifað 30. október 1945, kemur fram, að minu mati meginskýring á þessum mikla drætti og óskiljanlegu svari. Þar segir á þessa leið, þegar Ólafur skýrir frá viðtali við bandariska sendiherrann sama dag: „Égsagði honum, að ég væri að hugsa um að biða eftir frétt frá Moskvu, spurði hann hvort ég yrði álitinn kommi. Það kom tals- vert á hann og einhver óþolin- mæði. Eitthvað orð féll hjá hon- um um, að bezt væri að tslending- ar fengu að vera einir með sjálf- stæði sitt. Ég skýrði svo fyrir hon- um afstöðuna með Einar Olgeirs- son og frá öllum sjónarmiðum væri kannske rétt, ef einn stjórn- arflokkurinn óskaði að biða eftir formannisinum að neita þvi ekki, ef það varðaði stjórnarspreng- ingu.” Eftir nokkurt þóf, virðist bandariski sendiherrann hafa fallizt á þetta sjónarmið Ólafs Thors. Þáttur Einars 1 hinu mikla riti Matthiasar Jo- hannessen er ekki vikið neitt nán- ara að þætti Einars Olgeirssonar. Rétt þykir þvi að rifja hann upp, en bað verður sennilega bezt gert með þvi að birta eftirfarandi frétt, sem birtist i Timanum 26. oktöber 1945: „Það hefir vakið athygli, að flokksþingi Sameiningarflokks alþýðu, Sósialistaflokksins, sem koma átti saman siðari hluta þessa mánaðar, hefir verið frest- að. Þetta mun þó vekja meiri at- hygli, þegar mönnum verður kunnugt um tildrög frestunarinn- ar. Hún er sú, að Einar Olgeirs- son er enn ókominn úr Rússlands- ferðinni, en búið var að tilkynna, að hann ætti að hefja umræðurnar um utanrikismálin, sem eiga að vera eitt helzta umræðuefni flokksþingsins. Svona er þá komið stjórnar- háttum á tslandi, að annar stærsti stjórnarflokkurinn getur ekki haldið flokksþing, nema hann hafi áður sent erindreka til Moskvu og erindrekinn sé kominn heim með linuna”. Rétt er að vekja athygli á, að hér er ekki minnzt á herstöðva- beiöni Bandarikjanna i þessu sambandi. Astæðan er sú, að rik- isstjórnin hafði beðið blöðin um að ræða það mál ekki meðan unn- iö væri aö svari við beiðninni. En vitanlega var hún aðalmálið um þessar mundir, og átti meginþátt i frestun flokksþingsins hjá sósialistum. Einar Olgeirsson var ekki eini maðurinn frá tslandi, sem var i Moskvu um þetta leyti. t Timanum 30. október er sagt frá þvi, að hinn 10. október hafi Göteborgs Handels och Sjöfarts- tidning birt frétt undir fyrirsögn- inni: „Island kan bli tvistfrö mellam Amerika og Ryssland (tsland getur orðið þrætuepli milli Ameriku og Rússlands)”. Sama blað birti aðra frétt 15. október undir fyrirsögninni: USA-baser pá Island og oro i Moskva. Ryske Islandsministern hem for rapport (Bækistöðvar Bandarikjanna á Islandi og ó- kyrrð i Moskvu. Rússneski sendi- herranná Islandi kominn heim til að gefa skýrslu)”. Línuspottar í Þjóðviljanum Þjóðviljinn var mjög hljóður um herstöðvamálið um þetta leyti. Náið samstarf var þá milli Sósialistaflokksins og Kommún- istaflokks Sovétrikjanna. Þjóð- viljinn beið bersýnilega eftir „linu” frá Moskvu, eins og rikis- stjórnin. Hinn 11. október virðist hann hafa verið búinn að fá nokk- urn linuspotta frá Moskvu, en þá segir á þessa leið i forustugrein hans: „tslendingar ætla sér ekki að gera land sitt að hluta af hernað- arkerfi neins stórveldis. Öllum slikum óskum hljóta þeir að visa á bug sem einn maður. Annað mál er það, að tslendingar mundu vilja rækja skyldur sinar á bekk með hinum Sameinuðu þjóðunum og leggja fram það sem þeim ber, til að tryggja alþjóðaöryggi og frið”. Hinn 27. október er Þjóðviljinn búinn að fá gleggri linuspotta frá Moskvu. Þá lýkur forustugrein hans á þessa leið: „Fyrir ísland virðast þrir kost- ir fyrir hendi: 1. að engar herstöðvar verði hér i framtiðinni. 2. að öryggisráð „Hinna Samein- uðu þjóða” fái hér þá aðstöðu, sem þvi er talin nauðsynleg til að tryggja alþjóðaöryggi og frið. 3. að eitthvert eitt stórveldanna fái hér hernaðarbækistöðvar. Fyrsta kostinn kjósa allir ís- lendingar. Þriðja kostinn geta þeir einir valið, sem ekki eru ts- lendingar i raun og sannleika, og sem auk þess vilja stuðla að tor- tryggniog árekstrum meðal þjóð- anna. Annan kostinn mundu Isiend- ingar geta sætt sig við.” Af þessum ummælum Þjóðvilj- ans verður vart annað ráðið, en að blaðið sé að undirbúa menn undirþaö, að sætta sig við, „ann- an kostinn” þ.e. að öryggisráðið fái hér aðstöðu og varnarmál Is- lands verði leyst á þann hátt. Hér ber að gæta þess, að á þess- um tima var kalda striðið ekki hafið fyrir alvöru og Rússar gátu vænzt þess að verða áhrifamiklir i Öryggisráðinu. Málin lita þann- ig út á þessum tima að hefði ör- yggisráðið annazt hér gæzlu þá, hefði niðurstaðan orðið lik þeirri og Sósialistaflokkurinn beitti sér fyrir i striðsbyrjun, þ.e. að tslendingar væru undir sam- eiginlegri vernd Sovétrikjanna, Bandarikjanna og Bretlands. Svarnótan Samkvæmt þvi, sem Matthias Johannessen rekur i bók sinni, virðist Ólafur Thors hafa farið að fitla við það eftir forustugreinina, sem birtist i Þjóðviljanum 11. október, að draga Sameinuðu Ólafur Thors. þjóðirnar á einhvern hátt inn i svarnótu sina til Bandarikja- stjórnar. Endanlega hljóðaði svo svarnótan á þessa leið: „tslenzka rikisstjórnin viður- kennir móttöku orðsendingar Bandarikjanna um herbækistöðv- ar á tslandi. A Alþingi var hinn 24. febrúar siðastliðinn samþykkt að leita eftir þvi, að ísland yrði tekið i tölu Sameinuðu þjóðanna. Rikisstjórnin lætur i ljós ánægju sina yfir þvi að stjórn Bandarikj- anna hefur tjáð sig fúsa til að styðja að þvi, að svo verði. Rikis- stjórnin væntir þess, að það drag- ist ekki lengi, að úr þvi gæti orðið og lýsir yfir þvi, að tsland er reiðubúið til að taka á sig þær skuldbindingar, sem þvi fylgja. Með tilvisun til þessa er islenzka rikisstjórnin reiðubúin til að taka upp viðræður við stjórn Banda- rikjanna um þessi mál.” „Helvíti hefur mér nú tekist vel” Afstaða Framsóknarflokksins var strax sú, að neita bæri beiðni Bandarikjanna um herstöðvar til lengri tima, en rétt væri að ræða um skammtima lausn. Eysteinn Jónsson orðaði þetta á miðstjórn- arfundi 30. október á þessa leið: „Taldi hann, að ekki myndi veröa hjá þvi komizt að taka upp viðræður við Bandarikjamenn og þá með það fyrir augum, að þeim gæti oröið veitt aðstaða til bráða- birgða á meðan séð er hversu fer um alþjóðaöryggi á næstu mán- uðum”. Alþýðuflokkurinn og meirihluti forustumanna Sjálfstæðis- flokksins munu hafa verið fylgj- andi þessari málsmeðferð, en Sósialiítaflokkurinn vildi hafa svarið algerlega neikvætt. Afstaða Framsóknarflokksins til svarnótu Ólafs Thors var á þá leið, að hann gætiekki stutt hana, þvi ab það mætti túlka hana á alla vegu. Jafnframt tók hann fram, ásamt Alþýðuflokknum, að hann væri mótfallinn samningum til lengri tima. A fundi miðstjórnar Framsókn- arflokksins, sem haldinn var 3. nóvember, þegar rætt var um uppkastið að svarnótu Ólafs, sagði Bjarni Asgeirsson sögu af sér og Ólafi Thors, sem Guð- brandur Magnússon hefur talið rétt að færa til bókar. Þeir Ólafur og Bjarni voru góðkunningjar. BókunGuðbrandserá þessa leið: „Bjarni Asgeirsson: t gær- kvöldi mætti ég Ólafi Thors á götu. Spurði hann, hvort við vær- um búnir að taka afstöðu til svar- nótunnar. Kvað ég nei við þvi, og væri það vegna þess, að við skild- um ekki tillöguna. Hún gæti þýtt já og nei og allt sem þar er á milli. „Helviti hefur mér nú tekizt vel”, sagði Ólafur Thors. Siðan reyndi Ólafur að sannfæra Bjarna um, að þetta þýddi játandi svar við fyrirspurn Bandarikjanna. En kommúnistar myndu ekki geta samþykkt niðurlagið”. Svo fór þó, að kommúnistar samþykktu niðurlagið, enda var Ólafur búinn að beita þvi agni, sem dugði, en það var að gera viðræðurnar um væntanlega að- stöðu öryggisráðsins á tslandi að aðalefni svarsins. Þór Whitehead segir réttilega, að þetta hafi hann (Ólafur) „stilfært til að sefa sósialista.” Rússar ánægðir Það átti eftir að koma á daginn, að Rússar voru ánægðir með Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar svarnótu Ólafs. Hinn 21. nóvem- ber birtist eftirfarandi forsiðu- frétt i Þjóðviljanum undir stórri fvrirsögn: „Moskvuútvarpið skýrði frá þvi i gær, að Arbejderbladet, blað norsku stjórnarinnar, hafi ritað um kröfu Bandarikjastjórnar um herstöðvar á tslandi. Blaðið seg- ir, að Bandarikjastjórn hafi farið þess á leit að fá hernaðarstöðvar á tslandi, meðal annars stóran flugvöll 50 km frá Reykjavik. Þessi tilmæli Bandarikjastjórnar bera öll einkenni einhliða erindis- reksturs. Þess vegna er ekki að undra, þótt islenzka rikisstjórnin hafi synjað um það að láta hern- aðarstöðvar af hendi við einstakt stórveldi, en boðizt i þess stað til að láta öryggisstofnun hinna Sameinuðu þjóða stöðvar i té, jafnframtþvi, að Island fer þess á leit að verða tekið upp i samtök hinna sameinuöu þjóða. Þetta var hyggilegasta svarið sem Islendingar gátu sent, segir blaðið.” Af fréttinni i Þjóðviljanum verður ekki ráðið, hvort Moskvu- útvarpiö hafi sagt nokkuð um málið frá eigin brjósti. Sennilega hefur það ekki verið, fyrst Þjóð- viljinn getur ekki um það. Al- gengt er, aö rússneskir fjölmiðlar taki þannig upp umsagnarlaust ummæli úr erlendum blöðum, ef rússnesk stjórnvöld eru þeim samþykk. Meira aðsegja, væri það ekki ó- likt vinnubrögðum rússneskra á- róðursmanna, að þeir hefðu kom- ið fréttinni i norska blaðið til þess að geta visað til hennar siðar. Samvinna við Engilsaxa Eftir að svarnóta Ólafs hafði verið birt, var hún harðlega gagnrýndiTimanum. Það værió- kurteisi, hver sem ætti i hlut að svara út i hött. t ritstjórnargrein i Timanum 30. nóvember, var tekin eindregin afstaða gegn þeirri hugmynd, að afhenda öryggisráðinu bæki- stöövar. Um þetta sagði m.a. i greininni: „1 sliku tilboði getur vitanlega ekki annað falizt en að tslending- ar vilji ekki áfram njóta hinnar hefðbundnu og aldagömlu vernd- ar Engilsaxa, heldur flýi undan henni i eins konar dauðans ofboði og leiti á náðir stofnunar, sem enn er ekki nema nafnið eitt og verður kannske aldrei meira. Betur er ekki hægt að lýsa andúð á Engil- söxum en að þjóð, sem er á verndarsvæbi þeirra, leiti i eins konar dauðans ofboði verndar Ory ggisstofnunarinnar! Hversu æskilegt það muni vera ab afhenda slikri stofnun bæki- stöðvar, eins og málum er nú komið, geta menn bezt séð meö þvi að virða fyrir sér ástandið i tran. Framsal á stöðvum til öryggisstofnunarinnar myndi vitanlega þýða, að öll stórveldin heföu hér eftirlitsmenn og her, eins og nú er i tran. Hvað það hef- ir svo þýtt fyrir irönsku þjóðina, geta menn nú bezt heyrt i út- varpsfréttum daglega. Það liggur i augum uppi, að slikt svar, sem er bæði ókurteist og óvinsamlegt i garð engilsax- nesku þjóðanna, er fyrst og fremst runnið undan rifjum kommúnista. Þeir vinna vitan- lega aö þvi öllum árum, að tsland veröi alþjóðleg bækistöð, þvi að þá gætu Rússar komið sér fyrir hér á svipaðan hátt og þeir hafa nú gert i Iran. Af undirlægjuhætti og ótta við slit stjórnarsamvinn- unnar hafa forsætisráðherrann og forkólfar Sjálfstæbisflokksins svo dansað með og niðurstaðan svo orðiö sú, sem hér er lýst.”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.