Tíminn - 29.11.1981, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.11.1981, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 29. nóvember 1981 Tækniþekkingu, orku, hráefni, landrými og vandaðan undirbúning, svo sem tilraunavinnslu. Allt er þetta nú fyrir hendi. Það sem vantar er ÞINN stuðningur. Hvaöfæröþúfyrirþinnhlut? Kaupirðu hlut í Sjóefnavinnslunni hf. gerist þú þátttakandi í mikilvægu brautryðjendastarfi á vett- vangi alíslensks iðnaðar. Auk þess eignast þú hlut í framtíðarfyrirtæki sem á mikla möguleika í vinnslu ýmissa kemiskra efna auk saltvinnslunnar. Athugaðu málið. Þinn hagur — þjóðarhagur. SJÓEFMMSLAM HF. - HLUIMJÁRÚTBOÐ Sto£nfundurI981 I samræmi við ákvæði laga nr. 62/1981 um sjó- efnavinnslu á Reykjanesi, er hér með auglýst almennt hlutafjárútboð í Sjóefnavinnslunni hf., en stofnfundur þess félags verður haldinn laugardaginn 12. desember 1981 í félagsheimilinu Stapa, Njarðvík kl. 16 (hlut- hafar undirbúningsfélags athugið að aðalfundur félagsins verður kl. 14 sama dag í Stapa). Láfangi- Smilljónirkr. Með fyrsta áfanga verksmiðjunnar er gert ráð fyrir 8.000 tonna saltframleiðslu á ári. Nú er boðið út hlutafé vegna hans að fjárhæð 5 milljónir króna (lágmarkshlutur 1.000 kr.) til við- bótar hlutafé Undirbúningsfélags saltverksmiðju á Reykjanesi hf., en stefnt er að samruma félaganna við stofnun Sjóefnavinnslunnar hf. Heildarhlutafé 42,5milljónir kr. Heildarhlutafé Sjóefnavinnslunnar hf. verður 42.5 milljónir króna, miðað við verðlag í maí s.l. og er þá gert ráð fyrir verksmiðju er framleiði á ári 40.000 tonn salts, 9.000 tonn kalsíum klóríð, 4.000 tonn kalí, ásamt brómi, saltsýru og vítissóda. Gjalddagar Hlutafé má greiða með 3 jöfnum greiðslum á 3ja mánaða fresti, en vextir reiknast frá 1. apríl 1982 á hlutafé sem greiðist eftir þann tíma. Nánari uppJýsingar Frekari upplýsingar og gögn liggja frammi hjá undirbúningsfélaginu, að Vatnsnesvegi 14, Keflavík, sími 92—3885 og í Iðnaðarráðuneytinu, Arnarhvoli, Reykjavík. "5 s < i á bókamarkaði ■ Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfiröi, hefur gefiö út annaö bindi af Frá ystu nesjum endur- útgáfu á vestfirskum sagnaþátt- um Gils Guömundssonar. Á siö- asta ári kom út fyrsta bindi þess- ara þátta, en alls verða bindin þrjú og þriöja bindiö verður gefiö út á næsta ári. Frá ystu nesjum kom fyrst út árin 194 2-1953 í sex heftum, sem fyrir löngu eru uppseld. Þessi nýja útgáfa á Frá ystu nesjum veröur i þrem bindum og hefur að geyma allt þaö efni, sem i fyrri útgáfunni var, og allverulega viö- bót aö auki. Frá ystu nesjum II var sett og prentuö i Steinholti hf. og bundin i Bókfelli hf. Kápu gerði Auglýs- ingastofa Lárusar Blöndal. mM. I*m m «*»» þtnog mki SKUGGSl* ■ Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefurgefið út bókina Sólin og skugginn.nýja skáldsögu eftir Friðu Sigurðardóttur. Þessi skáldsaga f jallar um lifið á sjúkrahúsi og persönur, sem þar dveljast sem sjúklingar. Þetta er átakasaga úr hugar- heimi, saga um frelsi og helsi manneskjunnar, saga um li'fsást- ina og dauðann, saga af fólki, grimum þess, brynjum og vopn- um. Saga um ást þessa fólks i öllum sinum tilbrigðum, segir á bókarkápu. Sólin og skugginn var sett og prentuð i Prisma sf. og bundin i Bókfelli hf. Kápu gerði Auglýs- ingastofa Lárusar Blöndal. ■ Iöunnhefur gefið út unglinga- söguna Einn I striði eftir hollenska höfundinn Evert Hart- man Árni Þórarinsson þýddi. — Höfundur sögunnar er land- fræðingur að mennt og stundar kennslu i þeirri grein. Hann samdi fyrst sögur handa fullorðn- um, en 1979 kom út fyrsta ung- lingabók hans og er það sú sem nú kemur á islensku. Hlaut hún þeg- ar lofsamlegar móttökur var af dómnefndum sem unglingar skipuðu kjörin besta unglingabók ársins i Hollandi og 1980 var hún sæmd Evrópsku unglingabóka- verðlaununum. Einn i striði gerist i Hollandi á tveimur árum siðari heims- styrjaldar 1942-1944. Aðalpersón- an er Arnold ungur piltur sem verður að þola megna andúð og ofsóknir félaga sinna vegna þess að faðir hans er félagi i hollenska nasistaflokknum og fylgir þeim flokki af blindri trú og hollustu. Slikt ofstæki er Arnold fjarri skapi". Einn i striði er 217 blaðsiður. Prentrún prentaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.