Tíminn - 29.11.1981, Síða 14

Tíminn - 29.11.1981, Síða 14
14 Ul'MÍili Sunnudagur 29. nóvember 1981 spurningaleikur; Þar var víst ekki drukkið annað en áfengi ■ Við hefjum spurningaleik eina ferðina enn. Flestir ættu að vera farnir að kannast við fyrirkomu- lagiö, það er verið að fiska eftir einhverju tilteknu atriði — manni, atburði, ártali, biómynd, landi etc etc — en i stað þess að spyrja beint gefum við fimm vis- bendingar. Sú fyrsta er nokkuð óljós en hin fimmta ætti að vera deginum ljósari. Athugið að að- eins er gefin ein visbending i einu. Geti maður ekki upp á rétta svar- inu strax við fyrstu visbendingu skal maður fá aðra, siðan þá þriðju og svo koll af kolli. Gefin eru stig fyrir frammi- stöðuna. Fimm stig fyrir að hitta á rétta svarið við fyrstu vis- bendingu, f jögur fyrir að geta það i annarri tilraun, þrjú fyrir þriðju og svo koll af kolli — ekkert stig fæst ef rétta svarið kemur ekki fram. Þannig er mest hægt að fá 50 stig, en hæpið verður að teljast að nokkur nái þvi. Hér að neðan þreyta keppnina tveir kappar, mönnum til saman- burðar. I. spurning Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending Nóbeisverðlaunahafi I bókmenntum 1948 Fæddur I Bandarikjunum 1888, en gerðist enskur rikisborgari og i raun enskt skáid. t London syngja menn um þessar mundir söngieik- inn „Cats” viö Ijóð eftir hann Skáldbróðir hans og holl- vinur var Ezra Pound Viðfrægasta ljóð hans er „Eyðilandið” uppá 433 linur. 2. spurning Bróöir Eggerts Stefáns- sonar söngvara Löngum læknir í af- skekktu héraði Tónskáld gott, höfundur mjög sunginna sönglaga Bjó I tsafjarðarsýslu Kenndi sig við náttúru- fyrirbæri i læknishéraöi sinu 3. spurning Næst stærsta borg lands- ins heitir Brasov og er miðstöð þungaiðnaðar. Þar i landi er og Transyl- vania, heimkynni Dra- kúla greifa Landsmenn eru mæltir á rómanska tungu einir þjóða þar um slóðir Mikil oliuborg þar heitir Ploesti Leiðtogi landsmanna er Nicola Ceausescu 4. spurning Var söngvari I hljómsveit ásamt þeim Robbie Krieger, Ray Manzarek og John Densmore Var hvort tvcggja skáld og kyntákn,oft varð mikil geðshræring út af fram- komu hans á tónleikum Dó sviplega <úr drykkju) i Paris 1971 aðeins 27 ára gamall Hljómsveitin sló fyrst i gegn meö laginu fræga „Light my Fire Og upp á islensku heitir hljómsveitin „Dýrnar” 5. spurning Norðurlandaráð stofnað umrætt ár Elisabet önnur sest á veldisstól i Bretlandi Landhelgin færð út i fjór- ar milur, þorskadeilur Dwight Eisenhower verður forseti Bandarikj- anna Og Ásgeir Asgeirsson for- seti íslands 6. spurning Kvikmyndahöfundurinn Robert Flahcrty gerði fræga mynd um staðinn árið 1934 Og leikskáldiö J.M. Synge samdi leikritið „Riders to the Sea” um innfædda Eyjaklasi, þar eru stærstar eyjarnar Inish- man, Inishmore og Inisheer Við eyjarnar er kennd ákveðin tegund af prjóni, enda prjóna eyjaskeggjar frægar peysur Útaf vcsturströnd tr- lands, milli Galway og Clare héraða 7. spurning Bóndinn þar var hcstaður vei en eineygöur Þar var vist ekki drukkiö annaö en áfengi Og til matar var haft svinakjöt A þvi húsi voru 640 dyr Byggingin á sér nöfnu í Reykjavik 8. spurning Stofnun sem hefur að- setur I Langley I Virginiu USA Hefur haft marga þekkta yfirmenn.einn þeirra var Richard Helms Annar yfirmaöur og mun þekktari var Atlen Dulles Stofnunin hefur verið ásökuð um að hafa haft áhrif á gang mála m.a. i Chile, Tyrklandi og Dominikanska Iýðveidinu Viö erum að fiska eftir frægri skammstöfun 9. spurning Þar I grennd átti Jónas frá Hriflu sumarbústað Þar bjuggu eitt sinn málararnir Höskuldur Björnsson og Kristinn Pétursson Þar er lika Laugaskarö Og skáldin Kristmann Guðmundsson og Jó- hannes úr Kötlum bjuggu þar um hrið Þar hafði Alfreð Alfreðs- son sóttkvi 10. spurning Þegar hann var i sviös- ljósinu vann hann m.a. með Smirkovsky. Eftir að hann féll i ónáð var hann um hrið sendi- herra i Ankara, nú er sagt aö hann sé skógarvörður t hugum manna var hann órjúfanlega tengdur hug- takinu „pólitiskt vor” Eftirmaður hans var dr. Gustav Husák Rússum þótti hann ganga of langt og þrömmuðu þvi inn i land hans Jafntefli ■ 1 siöasta spurningaleik batt Jón Þ. Þór sagnfræöingur enda á óslitinn sigurferil Guðjóns Frið- rikssonar blaðamanns, sem haföi staðiö allt frá þvi að spurninga- leikurinn hófst hér i blaöinu. Að þessu sinni teflum viö fram á móti Jóni Þ. Þór Guðrúnu Ólafs- dóttur, lektor i landafræöi við Há- skóla íslands. Leikar fóru á þessa leið. 1. spurning. Bæði gátu á rétta svarinu i annarri tilraun. 4-4. 2. spurning. Rétt hjá báöum i fyrstu tilraun. 9-9 3. spurning. Jón hitti á rétta svarið i fyrstu tilraun, Guörún i annarri. 14-13 fyrir Jóni. 4. spurning. Guörún reyndist betur að sér i poppi en Jón. Jón ekkert stig, Guörún 3. 14-16. 5. spurning. Jón Þ. Þór náði forustunni á nýjan leik, fékk 4 stig en Guðrún 1. 18-17. 6. spurning. Landfræðingurinn Guörún þekkti staöinn I þriöju tilraun, Jón alls ekki. 18-20. 7. spurning.Réttifyrstu tilraun hjá báðum. 23-25 fyrir Guörúnu. 8. spurning. Staðan breyttist ekki að marki. Rétt hjá báðum viö aðra visbendingu. 27-29. 9. spurning. Enn fengu þau bæði fjögur stig. 31-33. 10. spurning og hin siöasta. Hér jöfnuðust leikar. Jón þekkti að- spurðan mann i fyrstu tilraun, Guðrún i þeirri þriðju. Jafn- tefli 36-36. Þau Guðrún ólafsdóttir og Jón Þ. Þór hljóta þvi aö mætast aft- ur að hálfum mánuði liðnum. ■ Jón Þ. Þór. ■ Guðrún ólafsdóttir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.