Tíminn - 29.11.1981, Side 16
16
Sunnudagur 29. nóvember 1981
Arthur Conan Doyle - höfundur Sherlock Holmes:
Var knúinn til að vekja
Holmes upp frá dauðum!
Þótt Arthur Conan Doyle hefði vafalaust þótt
það leitt/ er hann nú til dags fyrst og f remst/ ef ekki
eingöngu, þekktur sem höfundur sagnanna um
Sherlock Holmes, þann Napoleon spæjaranna. Þau
skáldverk Doyles, sem hann taldi sjálfur mun mik-
ilvægari, hafa yfirleitt fallið í glatkistu tímans, en
sögurnar um Holmes og félaga hans, Watson, lifa
góðu Iffi og hljóta sífellt nýja kynslóð lesenda.
En hver var Arthur Conan Doyle?
■ Hann fæddist áriB 1859 — 22.
mai — i Edinborg. Hann var af
irskum og normönskum ættum.
Doyle-fjölskyldan, sem var kaþ-
ólsk, fékk land á trlandi snemma
á fjórtándu öld, en afi Arthurs,
John, varö aö yfirgefa landareign
sina vegna nýrra laga, sem
beindust gegn kaþólskum mönn-
um, og flytja til Englands. Hann
var listhneigöur mjög og þekkt-
asti höfundur pólitiskra grin-
mynda i Bretlandi á sinni tið.
Listhneigöin kom fram i börn-
um Johns. Charles, faöir Arthurs,
varð arkitekt og málari i fri-
stundum: hann settist að i Edin-
borg sem opinber starfsmaöur,
og þar fæddist sonur hans, Arth-
ur. Fööurbróðir Arthurs, Rich-
ard, var þó mun frægari teiknari:
skreytti m.a. bækur Dickens og
Thackerays og teiknaöi mikiö i
hiö þekkta tímarit Punch. Enn
annar föðurbróöir Arthurs,
Henry, var sömuleiöis listmálari
og forstöðumaöur Þjóölistasafns-
ins i Dublin.
Áhrif í æsku
Sagt hefur veriö um föður Arth-
urs, aö hann hafi veriö fjarlægur
og ómannblendinn, og aö Arthur
hafi mun frekar kosiö félagsskap
móöur sinnar, sem hafi haft mikil
áhrif á hann. Frá móðurinni,
Mary Foley, hlaut hann mikinn á-
huga á sögu og þá einkum sögu af
hetjudáöum og ævintýrum fornra
kappa.
Arthur Conan Doyle gekk
menntaveginn, en haföi þó mun
minni áhuga á náminu en bók-
menntum, einkum verkum eftir
Scott, Macaulay og Edgar Allan
Poe. Hann var heilsuhraustur,
hugrakkur, góður iþróttamaöur
og árangursrikur námsmaöur
þrátt fyrir takmarkaöan áhuga á
námsbókunum. Hann var þvi tal-
inn hafa alla eiginleika til aö
veröa góöur læknir, og var innrit-
aöur I læknadeild Edinborgarhá-
skóla árið 1876. Þaö reyndist ör-
lagarikt skref, þvi af þvi leiddi
m .a. aö hann komst i kynni viö
mann þann, sem siöar varö öör-
um fremur fyirmyndin aö Sher-
iock Holmes — dr. Joseph Bell.
Fystu skrefin
Conan Doyle átti i fjárhagsleg-
um erfiöleikum á meöan á nám-
inu stóð og reyndar lengi á eftir,
enda uröu þeir ööru fremur til
þess að hann fór aö skrifa aö ráöi.
Þegar á námsárunum reyndi
hann aö selja sögur i þau mörgu
timarit, sem þá voru gefin út og
birtu smásögur af ýmsu tagi.
Honum tókst aö selja eina sögu,
en öörum var hafnaö. Hann
neyddist þvi um tima til aö fara
til sjós: fór m.a. á hvalveiöiskip-
inu „Hope” noröur fyrir Island.
Ariö 1881 lauk hann læknaprófi,
og setti fljótlega upp læknastofu
ásamt vini sinum i Plymouth.
Nokkru siöar setti hann upp sina
eigin stofu i Southsea og haföi tiu
ára bróöur sinn, Innes, hjá sér
sem sendisvein.
En þaö var fátt um sjúklinga,
og Conan Doyle haföi þvi nægan
tima til aö sinna skriftum. Hann
hélt áfram aö senda sögur til
timarita, og 1883 fékk hann birta
sögu I „The Cornhill”, sem var
talið umtalsverö viöurkenning.
Sagan hét „Habakuk Jephson’s
Statement” og fjallaöi um Mary
Celeste-slysiö.
Watson og
Holmes fæðast
En samt sem áöur var flestum
sögum hans hafnað. Hann fór þvi
að huga að gerö lengri skáld-
sagna. Ein slik saga náöi gífur-
legum vinsældum uro þetta leyti
— „The Mystery og a Hansom
Cab” eftir Fergus Hume. Hann
hugöist nota leiguvagn — hansom
— sem uppistööu i sögu sina, eins
og Hume, en frá allt ööru sjónar-
horni: hann hafði ekki áhuga á
farþeganum heldur ökumannin-
um, sem gat ekiö um Lundúna-
borg án þess aö vekja nokkra at-
hygli, svipaö og leigubilar nú til
dags.
Samkvæmt frásögn hans sjálfs
átti sagan upphaflega aö heita
„The Tangled Skein” og ætlunin
var aö sögumaðurinn héti Or-
mond Sacker. Það nafn fannst
honum þó við nánari athugun of
fjarstæöukennt. Ungur læknir,
vinur hans i Southsea, hét James
H. Watson. Arthur breytti James
i John, og þar með var dr. John H.
Watson fæddur. Einkaspæjarinn i
sögunni átti aö nota nákvæmar
rannsóknaraöferöir dr. Bells viö
lausn sakamála. Conan Doyle
velti nafninu lengi fyrir sér. Eft-
irnafnið, Holmes, kom aö visu
fljótt, og var byggt á nafni bins
þekkta bandariska lögfræöings
Oliver Wendell Holmes. Fornafn-
iö tók lengri tima: Sherringford
hét hann um tima, en aö lokum
varð Irska nafniö Sherlock ofan á.
Þegar Conan Doyle haföi lokiö
við þessa fyrstu sögu um Sherlock
Holmes hafði hún fengiö annaö
nafn — „A Study in Scarlet”.
Þaö er vist ekki hægt aö segja,
aö útgefendur hafi slegist um að
fá aö gefa út fyrstu söguna um
Holmes. Timaritiö „The Corn-
hill”, sem áöur er nefnt, hafnaöi
sögunni, og svo fór um næstu tvö
útgáfufyrirtækin, sem Conan
Doyle haföi samband viö. Þaö
fjóröa, Ward, Lock & Co„ féllst á
aö kaupa söguna til birtingar i
jólablaöi sinu ef höfundurinn vildi
selja allan höfundarétt fyrir 25
sterlingspund. Conan Doyle
reyndi aö semja um prósentur, en
það gekk ekki, svo aö hann féllst
aö lokum á tilboöið. Sagan birtist
svo i „Beeton’s Christmas Annu-
al” árið 1887 og vakti litla athygli.
Sögulegar
skáldsögur
En Conan Doyle hafði sjálfur
hugann viö önnur og mun alvar-
legri bókmenntaverk. Snemma
árs 1887 hóf hann ritun fyrstu
sögulegu skáldsögu sinnar, „Mic-
ah Clarke”.Hann skrifaöi söguna
sjálfa $ þremur mánuöum og
nýtti þar alla þá þekkingu, sem
hann hafði aflaö sér um sautj-
ándu öldina, og frásagnaraöferöir
Scotts og Macaulays. Viöbrögð
útgefenda voru ekki uppörvandi:
þaö var ekki fyrr en ári síöar aö
Longmans féllst á aö gefa bókina
út, og hún kom á markað i febrú-
ar 1889. Þaö var reyndar skömmu
eftir að Conan Doyle og kona
hans, Louise Howkins, eignuöust
sitt fyrsta barn, Marye Louise.
Og nú tóku gagnrýnendurnir við
sér: Micah Clarke var vel tekið i
þeirra röðum.
Þessar góöu viötökur uröu Con-
an Doyle mikil hvatning, og hann
hóf undirbúning næstu sögulegu
skáldsögu sinnar, „The White
„Einfalt, kæri Watson”
— af Sherlock Holmes, þeim snjalla spæjara, Watson lækni,
Moriarty prófessor og öðrum sögupersónum Arthur Conan Doyles
„Hvort er það í dag", spurði ég, „morfín eða
kókaín?"
Hann lyfti augunum máttleysislega upp úr gömlu
svartletruðu dósinni, sem hann hafði opnað.
„Það er kókaín", sagði hann, „sjö prósent
blanda. Viltu reyna?".
„Mætti ég spyrja hvort þú ert að sinna einhverju
rannsóknarverkefni sem stendur?".
„ Engu. Þess vegna kókaínið. Ég get ekki lifað án
heilabrota. Hvaðannaðer hægtað lifa fyrir? Stattu
við gluggann þarna. Hefur nokkru sinni sést jafn
dapurleg, ömurleg, gagnslaus veröld? Sérðu
hvernig gul þokan þyrlast niður strætið og liðast
yfir dökkmórauð húsin. Hvað er eins vonleysislega
hversdagslegt og þetta? Til hvers hefur maður
hæfileika, læknir, þegar það er enginn vettvangur
til að nýta þá?". (The Sign of Four).
■ Þessi lýsing Arthur Conan
Doyles á Sherlock Holmes,
spæjaranum mikla, sem leiddist
út ikókainneysluaf hreinum leið-
indum, hefur reynst mörgum
eftirminnileg, og ýmsir höfundar
siðari ára hafa reyndar notaö
kókainneyslu Holmes til þess aö
búa til frekar ógeöfdldar sögur
og kvikmyndirum þennan merka
spæjara.
Enhver var Sherlock Holmes?
Hvaöa vitneskju um manninn er
hægt aö lesa út úr þeim fjórum
skáldsögum og 56 smásögum,
sem Arthur Conan Dpyle skrifaöi
um hann? Og ekki má gleyma
Watson lækni, þvieins og Holmes
segir i fyrstu smásögunni —
„Hneyksli I Bæheimi” —: „Ég
væri glataður án Boswells mins”.
Þeir eru margir, sem hafa
sökkt sér niður I rannsóknir á
Holmes og Watson eins og þar
væri um raunverulegar persópur
aö ræöa, en ekki imyndun skald-
sagnahöfundar. Þannig hafa
veriö skrifaöar um hann æfisög-
ur, þar sem byggt er á þeim upp-
lýsingum, sem fram koma i bók-
unum, og samtimaheimildum frá
þeimtfma, sem Conan Doyle læt-
ur sögur si'nar gerast. Eru þetta
nokkuö sérkennilegar bókmennt-
ir, og næsta óvenjulegt aö skáld-
sagnapersónur leiti meö þessum
hætti á fólk. Þær upplýsingar,
sem hér fara á eftir um Holmes
og Watson, byggja á slikum rann-
sóknum erlaidra manna, og þá
einkum bókinni „The Sherlock
Holmes Companion” eftir Micha-
el og Mollie Hardwick.
Uppruni og æska
Holmes sagði Watson vini sin-
um tiltölulega litið um uppruna
sinn. Þó kom fram, aö hann var
kominn af sveitaaöli I Sussex, og
taldi sig sennilega hafa fengiö
listamannsblóö frá ömmu sinni,
sem heföi veriö systir fransks
listamanns. Hann átti einn
bróður, Mycroft, sem Holmes
fullyrti aö væri sér fremri — bæöi
athugulli og rökvisari. Hann var
aö finna iDiogens klúbbnum,sem
sagöur var sérkennilegasti klúbb-
ur I London. Reyndar kom fram
siöar, að Mycroft var mikilsmet-
inn meöal embættismanna i
Whitehall, þar sem hann leysti úr
mörgum vanda.
Holmes hlaut háskólamenntun,
en aödáendur hans hafa mjög rif-
ist um þaö, hvort liklegra væri,
aö hann heföi fariö til Oxford eöa
Cambridge! Hann dvaldi alla
vega nokkur ár í háskóla, en var
að eigin sögu litt félagslyndur og
mikið út af fyrir sig aö þjálfa þær
aöferöir eftirtektar og rökvisrar
hugsunar, sem siöan komu hon-
um aö svo góöu haldi við lausn
sakamála. Þá stundaöi hann
einnig skylmingar og hnefa-
leika.
Fyrsta mál Holmes
1 háskólanum kynntist hann
Victor nokkrum Trevor, sem
bauð honum aö dvelja um
mánaöarti'ma á setri fööur si'ns i
Donnithorpe i' Norfolk, og þar
leysti Holmes^ fyrstu ráögátu
sina, sem frá áegir i sögunni
„Gloria Scott”. Þar eins og
annars staöar kemur Holmes öll-
um á óvart meö eftirtekt sinni og
ályktunum. Þar sem þær eru
einkennandi fyrir aöferöir hans
er rétt að birta hér stuttan kafla
úr þessari sögu.
„Kvöid nokkurt, skömmu eftir
komu mína, sátum viö yfir glasi
af porti eftir kvöldmat, þegar
Trevor yngri fór aö tala um aö-
feröir minar, sem ég haföi þegar
fært i kerfi, þótt ég hefði þá ekki
gert mér grein fyrir þvi, hvaöa
hlutverk. þærættu eftir aö leika i
lifi minu. Gamli maöurinn hélt
sýnilega aö sonur hans væri aö
ýkja, þegar hann lýsti einum eöa
tveimursmávægilegum afrekum,
sem ég haföi unnið.
„Jæja, Holmes”, sagöi hann og
hló góðlátlega. „Ég erágætis viö-
fangsefni, ef þú getur dregiö ein-
hverjar ályktanir af mér”.
„Ég er hræddur um aö þaö sé
ekki mikið”, svaraöi ég. „Ég
myndi þo stinga upp á, aö þú
hefðir óttast árás á þig persónu-
iega siðustu tólf mánuöina.
Hlátur hans hljóðnaði og hann
starði á mig mjög undrandi.
„Já, þaö er vissulega rétt”,
sagöi hann. „Þú veist, Viktor”,
hélt hann áfram og snéri sér aö
synisinum, „aö þegar viö höföum
hendur i hári veiöiþjófanna hétu
þeir þvi aö hefna sin, og Sir Ed-
ward HoIIy hefur orðiö fyrir árás.
Ég hef alltaf veriö á veröi siðan,
þótt ég geti ekki imyndaö mér,
hvernig þú veist af þvi.”
„Þú ert meö mjög veglegan
staf’, svaraði ég. „Ég sé á stafn-
um aö þú hefur ekki haft hann
nema í eitt ár. Þú hefur hins
vegar sýnilega borað holu I enda
stafsins og helt bráönu blýi f hol-
una til þess aö gera stafinn aö
góöu vopni. Mér datt i hug aö þú
myndir ekki gripa til slfkra
varúða rráðstaf ana nema þú
heföir ástæöu til aö óttast eitt-
hvaö”.
„Ekkert annaö?”, spuröi hann,
brosandi.
„Þú hefurstundaö mikiö hnefa-
leika i æsku”.
„Rétt aftur. Hvernig vissiröu
þaö? Er nefiö á mér eitthvaö
skakkt?”.
„Nei”, svaraöi ég. „Þaö eru
Sunnudagur 29. nóvember 1981
> ■.
■ Andstæöingurinn mikli, Mori-
arty prófessor, „Napóleon glæpa-
mannanna”.
Company”.Sú saga tók hann mun
lengri tima, enda þurfti hann aö
afla heimilda meö rannsóknar-
starfi mánuöum saman. A meöan
hann var að vinna aö þessari
skáldsögu truflaöi Sherlock
Holmes hann á ný, nú vegna fyr-
irspurnar frá ritstjóra banda-
riska timaritsins „Lippincott’s
Magazine”. Aö beiðni hans skrif-
aöi Conan Doyle nýja skáldsögu
um Holmes og Watson, „The Sign
of the Four”eins og hún hét upp-
runalega, og sú var birt á sama
tima I Englandi og Bandarikjun-
um, i febrúar 1890. Siöar þaö
sama ár lauk hann viö „The
White Company”, sem siðan var
birt sem framhaldssaga i „The
Cornhill” og siöan i bókarformi.
Þegar svo var komiö haföi Arthur
Conan Doyle flutt frá Soubsea,
lagt læknastarfiö aö mestu á hill-
una og fundiö hjá sér sterka hvöt
til þess aö drepa Sherlock Holm-
es.
Holmes
verður vinsæll
Ef Conan Doyle hefði hrokkiö
upp af eftir tvær fyrstu skáldsög-
urnar um Sherlock Holmes komu
út, er engin ástæöa til að ætla að
sá frægi einkaspæjari væri þekkt-
ur i dag. Þaö var ekki fyrr en
hann hóf að skrifa smásögur um
Holmes — fyrstu sex sögurnar
skrifaöi hann I Vinarborg sumar-
iö 1891 — að spæjarinn vakti veru-
lega athygli. Smásögurnar voru
birtar I nýju timariti, „The
Strand”, og myndskreyttar af
Sidney Paget. Lesendur urðu yfir
sig hrifnir og ritstjóri timaritsins
heimtaöi fleiri sögur. Conan
Doyle, sem var aö hefja ritun enn
einnar sögulegrar skáldsögu —
„The Refugees” — neitaði. En
bæöi ritstjórinn, og lesendur
blaösins, héldu áfram aö heimta
fleiri sögur um Sherlock Holmes,
og Conan Doyle ákvaö aö lokum
• aö afgreiöa máliö i eitt skipti fyrir
öll meö þvi aö fara fram á fárán-
lega háa greiöslu aö þeirra tima
mælikvaröa — 50 sterlingspund
fyrir hverja nýja sögu, hversu
stutt sem hún yröi. Honum til
undrunar var tilboöiö strax sam-
þykkt, og hann varö þvi aö skrifa
aörar sex sögur. Þessar 12 smá-
sögur voru siöan gefnar út i bók
undir heitinu „The Adventures og
Sherlock Holmes” áriö 1892, þ.e.
„Ævintýri Sherlock Holmes”.
Conan Doyle haföi I hyggju að
taka Holmes af lifi i tólftu smá-
sögunni, svo hann flæktist ekki
frekar fyrir honum viö gerð al-
varlegri skáldverka, en hann
hætti þó viö þaö og er taliö, aö
móöir hans hafi ráöiö þar mestu
um.
Holmes
liflátinn
En hann fékk enn engan friö:
útgefandinn og lesendur vildu fá
meira aö heyra um Holmes og
Watson. Enn á ný reyndi hann aö
losna undan þessum þrýstingi
meö þvi aö fara fram á yfirgengi-
lega fjárhæö — aö þessu sinni eitt
þúsund sterlingspund fyrir tólf
smásögur. En útgefandinn kom
honum aftur á óvart og sam-
þykkti kröfuna umyrðalaust.
Conan Doyle varö þvi að skrifa
þær, hvort sem honum likaöi bet-
ur eöa verr, en ákvaö aö sjá til
þess, aö þar meö væri endir bund-
inn á feril spæjarans. t siöustu
sögunni i þessum flokki, sem
hann nefndi einfaldlega „The
Final Problem” eöa „Siöasta
vandamáliö”, lét hann Sherlock
Holmes falla til dauöa i glimu viö
erkióvin sinn, Moriarty prófess-
or, viö Reichenbach fossana.
Þegar þessi saga birtist uröu
aðdáendur Holmes reiöir mjög.
Þeir sendu fjöldan allan af
skammarbréfum til útgefanda og
höfundar, og margir tóku upp á
þvi aö bera svart sorgarband um
arminn!
Conan Doyle lét þaö þó ekkert á
sig fá, heldur helgaði sig ritun
skáldsagna og leikrita meö sagn-
fræöilegu ivafi, auk þess sem
hann þurfti aö hjúkra konu sinni,
sem veiktist mjög alvarlega um
svipaö leyti. Meöal bóka hans
þessi árin eru „The Stark Munro
Letters”, sem hafa ævisögulegan
bakgrunn, leikritiö „Waterloo”,
röö skáldsagna frá Napóleons-
timanum sem nefndust „The Ex-
ploits of Brigadier Gerard”, og
skáldsöguna „Rodney Stone”. Þá
var leikrit, byggt á sögunum um
Sherlock Holmes, sýnt i Banda-
rikjunum á þessum árum viö
miklar vinsældir, en nýjar sögur
um spæjarann neitaöi Conan
Doyle staöfastlega aö skrifa.
i Búastríðið
I október árið 1899 varö veruleg
breyting á högum Arthur Conan
Doyle — aö hans eigin vali. Þá
braust Buastriöiö út, og Bretar
sendu hersveitir sinar til Suöur-
Afriku til bardaga þar. Conan
Doyle bauö sig þegar fram til her-
þjónustu, en honum var hafnaö.
Hins vegar tókst honum aö kom-
ast i læknasveit, sem send var á
vegum Longman sjúkrahússins
til vlgvallanna i Suöur-Afriku, og
brátt var hann kominn á vig-
stöðvarnar viö Bloemfontein.
Læknasveitin var mjög illa búin
til sinna starfa, ekki sist þegar
mikil hitasóttarfarsótt fór um
svæöiö, og Conan Doyle þurfti aö
leggja mjög hart aö sér. Hann
fylgdist jafnframt vel meö gangi
mála i striðinu, og gagnrýndi
harölega mistök bresku her-
stjórnarinnar, en af þeim var nóg
i þessu striði. Þegar heim kom
skrifaöi hann bók um styrjöldina
— „The Great Boer War”, og
nokkru siöar aöra — „The War in
South Africa: It’s Cause and Con-
duct” —, þar sem hann varöi
mjög málstaö óbreyttra breskra
hermanna, sem höföu veriö sak-
aðir um margháttaöa villi-
mennsku. Hann hlaut viöa góöar
undirtektir, en þær dugöu honum
þó ekki þegar hann bauö sig fram
til þings, svo hann náöi ekki kjöri.
Baskerville-
hundurinn
011 þessi ár haföi Conan Doyle
visaö öllum beiönum um fleiri
Sherlock Holmes sögur á bug:
Holmes væri dauöur og væri þaö
vel. Þegar hann hins vegar dvaldi
sér til hvildar eftir erfiöleika
Búastriösins i Norfolk i mars áriö
1901, varö á þessu nokkur breyt-
ing. Hann lék þar daglega golf viö
vin sinn, Fletcher Robinson aö
nafni. Dag nokkurn, þegar rign-
ingin hindraöi þá i golfiþróttinni,
sátu þeir félagar fyrir framan ar-
ineld og Robinson sagöi sögur frá
Dartmoor-heiöinni, sem er mjög
umfangsmikil og skuggaleg.
Einkum fjallaöi hann um ýmsar
Holmes snéri aftur — „The
Empty House’LÞá flutti Watson
á nýjan leik til Bakarastrætis á-
samt Holmes.
Vinnubrögð og hegðan
Að sjálfsögðu er mikið um lýs-
ingar á hegðan Holmes og vinnu-
brögöum i sögunum. Sumt er að
sjálfsögðu óaöskiljanlegur hluti
persónuleika hans: pipan og fiöl-
an svo dæmi séu tekin.
Hann undi sér illa þegar hann
var ekki að vinna aö einhverju
verkefni, og snéri sér þá — eink-
um ifyrstu sögunum — að kókaini
til að eyða leiðanum. 1 siöari sög-
unum er þó látiö i þaö skina, aö
mjög hafi dregið úr eiturlyfja-
neyslu hans.
Þegar Holmes var á eftir
glæpamönnum komst ekkert ann-
að aö ihuga hans, og hann minnti
þá einna helst á veiðihund að
stökkva á bráö — Þaö kom roöi i
kinnarnar og hörkudrættir i and-
litiö, augnabrúnir hans urðu aö
tveimur hörðum, beinum linum,
og undir þeim glitti I stálkalt
augnaráöiö, svo vitnaö sé til lýs-
ingar i „The Boscombe Valley
Mystery”.
En þess á milli var hann allur
annar maöur, einkum þegar hann
lék á Stradivarius-fiöluna si'na
eða hlustaöi á tónlist, sem aðrir
fluttu: „Allan eftirmiödaginn sat
hann hamingjusamur i salnum,
lét langa mjóa fingur sinar mjúk-
lega fylgja tónhljóöfallinu, og
dreymin augun voru eins ólik
augum veiöihundsins Holmes,
hins einarða, skarpgáfaöa og á-
vallt viöbúna rannsóknarlög-
reglumanns, og hugsast getur.
Þannig birtust til skiptis hinir
tveir gjörólfku þættir i' skapgerð
hans.”
Holmes leysti mikinn hluta
vandamálanna með þvi einu aö
sitja i stólnum sinum, reykja
margarpipur og hugsa af rökvisi
um þær staöreyndir málsins er
fyrirlágu.Enfyrstvar aö fá stað-
reyndimar: „Þaö eru grundvall-
armistök aö búa sér til kenningu
um mál áöur en staöreyndirnar
liggja allar fyrir”var ein af meg-
inreglum hans.
Holmes tók að sjálfsögðu eftir
þvi, sem aörir litu framhjá . Hann
lagði oft á það áherslu við Wat-
son,að þeirsæju báöir þaðsama:
mismunurinn á milli þeirra væri
sá, að hann, Holmes, tæki eftir
þvi sem hann sæi og drægi siöan
af þvi rökréttar ályktanir.
Eitt frægt dæmi um þetta er úr
sögunni „Silver Blaze”, þar sem
eftirfarandi samtal á sér stað á
milli Holmes og Gregory lög-
reglufulltrúa:
Gregory: „Er þaö nokkuö
fleira, sem þú vilt vekja athygli
mina á?”
Holmes: ,,Já, skritna atvikiö
varöandi hundinn um nóttina”.
Gregory: „En hundurinn geröi
ekkert um nóttina”.
Holmes: „Þaö var skrítna at-
vikiö”.
I þessu tilviki, eins og svo
mörgum öðrum, sönnuðust önnur
ummæli Holmes, sem sé: „Heim-
urinn er uppfullur af augljósum
hlutum, sem enginn maöur tekur
nokkru sinni eftir”.
Takmarkanir Holmes
1 einni af sögunum um Sherlock
Holmes gerir Watson sér þaö til
dundurs aö skrifa „takmarkanir
Holmes” og er þaö upptalning i
tólf liöum. Þar segir Watson um
félaga sinn, aö þekking hans á
bókmenntum sé engin. Sama sé
aö segja um heimspeki og
stjörnufræði. Þekking hans á
stjórnmálum sé litil.
Þegar kemur aö raunvisindun-
um breytist einkunnargjöfin. Um
grasafræðisegir, að þekking hans
sé nokkuö breytileg. Hann sé t.d.
vel aö sér um ópi'um og önnur eit-
urefni, en viti hins vegar ekkert
um almenna garörækt.
Um jaröfræöinga segir aö
þekking hans sé aö visu takmörk-
uð, en þó mikil á vissum sviöum.
Hann geti t.d. strax greint mis-
munandi tegundir jarövegs.
„Eftir gönguferöir hefur hann
eyrun. Þau hafa þaö sérkennilega
lag sem einkennir hnefaleikara”.
„Nokkuð annaö?”
„Þú hefur þurftaö grafa mikiö
meö höndunum”.
„Ég græddi allt mitt fé í gull-
námunum”.
„Þú hefur verið á Nýja
Sjála ndi”.
„Aftur rétt”.
„Þú hefur heimsótt Japan”.
„Alveg rétt”.
„Og þú hefur veriö mjög ná-
tengdur einhverjum, sem ber
upphafsstafina J.A., en honum
hefur þú siðar reynt m jög ákveö-
iö aö gleyma”.
Trevor stóö hægt upp, staröi á
mig bláum augunum meö undar-
lega ofsafengnu augnaráöi, en féll
siðar fram fyrir sig á boröiö svo
hneturnar dreiföust yfir allan
dúkinn. Það haföi liöiö yfir
hann”.
Þótt þaö hafi ekki liöiö yfir
marga, þegar Holmes dró réttar
ályktanir af þvi, sem hann tók
eftir í fari annarra, þá kom hann
öllum alltaf jafn mikiö á óvart.
En á eftir, þiegar hann hafði út-
skýrt, hvernig hann komst að
niðurstööum sinum, voru allir
alltaf jafn hissa á þvi, að þeim
skyldi ekki hafa dottiö þetta i
hug!
Fram kemur hjá Holmes, aö
eftir aö hann leysti gátuna um
„Gloriu Scott” hafi honum fyrst
hugkvæmstaö nota þær aöferöir,
sem hann haföi þjálfað meö sér,
til þess aö leysa flókin sakamál.
Einnig, aö aöferöir hans vöktu
athygli og umtal á seinni há-
skólaárum hans. AB náminu
loknu leigöi Hdmes ibúö viö
Montague Street, sem er rétt hjá
British Museum, og þar stundaöi
hann ýmis þau visindi, sem hann
taldi að gætu komiö aö góöu haldi
viö lausn glæpamála.
Holmes og Watson
hittast
Conan Doyle lét eina aöra af
smááögunum gerast áöur en þeir
Homes og Watson hittust á St.
Bartholomew’s sjúkrahúsinu i
London, þóttsá fundur eigisér aö
sjálfsögðu staö i fyrstu sögunni,
sem Conan Doyle skrifaöi um þá
félaga — þ.e. „A Study in Scar-
let”. Watson hafði þá komiöheim
frá þvi að gegna herþjónustu i
Afganistan, en þar haföi hann
særst og var alllengi að ná sér
eftir þá atburöi. Vinur þeirra
beggja,Stamford aðnafni, kynnti
þá, þar sem hann komst að þvi,
að þeir voru báöir aö leita sér að
herbergisfélaga.
Þegar Stamford og Watson
stigu inn I rannsóknarstofuna,
þar sem Holmes var aö vinna við
tilraunir sinar, kom Holmes
hlaupandi á móti þeim meö til-
raunaglas i hendinni og
hrópaöi: „Ég hef fundiö þaö! Ég
hef fundiö þaö!”
Watson lýsir Holmes þannig viö
þessi fyrstu kynni, aö hann hafi
útlits sins vegna hlotið aö vekja
athygli sérhvers sem sá hann.
„Hannvar rúmlega sex fet á hæö,
en svo óvenjulega grannur aö
hann virtist mun hærri. Augu
hans voru skörp og stingandi, og
mjótt hauksnefiö gaf svip hans
yfirbragð árvekni og ákveðni.”.
Lesendur „The Strand” fengu
fljótlega aö sjá teikningar af
Holmes, sem samræmdust vel
lýsingum Conan Doyles. Siöar
komu kvikmyndirnar til sögunn-
ar, og þótt margir hafi leikiö
Holmes á hvita tjaldinu, mun þó
Basil Rathbone vera, I hugum
margra, hinn eini sanni Sherlock
Holmes. Athyglisvert er hversu
útlit hans kemur vel heim og
saman við þær lýsingar, sem
Conan Doyle gefur af söguhetju
sinni.
Eftir fyrstu kynnin tekst vin-
átta með þeim Holmes og Watson
og þeir leigja sér saman ibúð viö
Bakarastræti 221, og þar bjó
Holmes um langa hriö — eöa þar
til hann dró sig i hlé á efri árum
og flutti út i sveit. W atson bjó hins
vegar ekki viö Bakarastræti
nema hluta þess timabils, sem
Conan Doyle lýsir, þar sem höf-
undurinn skellti honum i hjóna-
band ílok annarrar skáldsögunn-
ar — „The Sign of Four”—-og los-
aöi hann ekki viö eiginkonuna
fyrr en I fyrstu sögunni eftir aö
■