Tíminn - 29.11.1981, Síða 18
18
Sunnudagur 29. nóvember 1981
þjóösögur, sem tengdust drauga-
hundi á heiöinni. t aprflmánuöi
var Conan Doyle sjálfur kominn
til Dartmoor meö söguþráö i'
höföinu. Sagan átti aö heita „The
Hound of the Baskervilles", eöa
„Baskerville-hundurinn”. Sher-
lock Holmes átti hins vegar ekki
aö eiga neina aöild aö þeirri bók,
en þó fór svo aö lokum, aö Conan
Doyle varö aö sætta sig viö þá
staöreynd, aö sagan kreföist
Sherlock Holmes. Hann tjáöi hins
vegar öllum, aö þetta væri gömul
saga um Holmes — hann væri enn
dauöur.
Holmes
snýr aftur
„Baskerville-hundurinn” hóf
göngu slna i „The Strand” tima-
ritinu haustiö 1901 og hlaut mjög
góöar viötökur. Og næstu tvö árin
var lagt hart aö Conan Doyle aö
vekja Holmes til lifsins aftur.
Loks, áriö 1903, kom tilboö frá
Bandarikjunum, sem Conan
Doyle átti erfitt meö aö hafna.
Honum buöust sem sagt fimm
þúsund dalir fyrir hverja smá-
sögu um Sherlock Holmes, ef
hann vildi vekja einkaspæjarann
til lifsins. Breski útgefandi Conan
Doyles bauö jafnframt helming
þeirrar fjárhæöar fyrir breska út-
gáfuréttinn. A núverar.di gengi
buöust honum þannig um 60 þús-
und^krónur islenskar fyrir hverja
smasögu!
Þegar þessi tilboö lágu fyrir
sendi Conan Doyle póstkort til
umboösmanns sins. Þaö var stutt
og laggott: „Very Well, A.C.D.”.
Og Sherlock Holmes reis upp frá
dauöum i smásögunni „The
Empty House, sem birtist i októ-
ber áriö 1903 — einu og hálfu ári
eftir aö birtingu „Baskerville--
hundsins” lauk i „The Strand”.
Þar var frá þvi skýrt, hvernig
Sherlock Holmes liföi af átökin
viö Reichenbach-fossana. Og les-
endur fögnuöu innilega.
Conan Doyle skrifaöi aö þessu
sinni 13 smásögur um Holmes,
sem siöar voru birtar I einu lagi í
bókinni „The Return of Sherlock
■ Sherlock Holmes i fangbrögðum viö Moriarty á sillu við Reichen-
bach fossana I Sviss — þar sem þeir féllu báðir fram af og létu lífiö, þótt
siðar kæmi I ljós að Holmes hefðilifað átökin af.
Holmes” eöa „Sherlock Holmes
snýr aftur”, áriö 1905.
Aðlaður
Conan Doyle hélt áfram stjórn-
málavafstri, en haföi ekki árang-
ur sem erfiöi. Hann var hins veg-
ar sæmdur riddaratign fyrir
framlag sitt i þágu þjóöarinnar
áriö 1902. Hann haföi I huga aö
hafna þeim heiöri, en lét af þvi
þegar móöir hans fullvissaöi hann
um, aö slikt væri móögun viö
kónginn. Þess i staö lét hann
Sherlock Holmes hafna slikri
nafnbót i einni af sögum sínum!
Hann hélt jafnframt áfram aö
skrifa sögulegar skáldsögur, m.a.
„Sir Nigel”.
Áriö 1906 lést kona hans eftir
langa baráttu viö sjúkdóm: áriö
1893 höföú læknar tjáö honum, aö
hún ætti aöeins eftir aö lifa I þrjá
mánuöi! Þaö uröu þó þrettán ár.
Engu aö siöur var þaö mikiö áfall
fyrir Conan Doyle. En hann var
ekki lengi ekkjumaöur: áriö 1907
kvæntist hann skoskri konu, Jean
Leckie, og þau eignuöust þrjú
börn. Hann haföi eignast tvö börn
meö fyrri konu sinni.
Alls 56 smásögur
Conan Doyle skrifaöi allt fram
á siöustu ár — skáldsögur, leikrit,
áróöursbækur, — og sögur um
Sherlock Holmes. „Valley of
Fear” — skáldsaga, þar sem
Sherlock er i aöalhlutverkinu,
kom út áriö 1915, og „His Last
Bow” i bókarformi áriö 1917, en I
henni voru 8 smásögur. Hann
skrifaöi svo smásögur um Holm-
es af og til eftir þaö, og áriö 1927
var 12slikum sögum safnaö sam-
an i „The Case-book of Sherlock
Holmes”.
Samtals skrifaöi Conan Doyle
þannig fjórar skáldsögur og 56
smásögur um þennan konung
einkaspæjaranna. Upp úr ýmsum
sagnanna voru samin leikrit, og
aö sjálfsögöu geröar fjölmargar
kvikmyndir og ótal útvarps- og
sjónvarpsleikrit.
Líkt með
Holmes og Doyle
Eins og áöur segir eru ýmis ein-
kenni Sherlock Holmes talin sótt
beint til Joseph Bells, sem kenndi
Conan Doyle viö Edinborgarhá-
skóla. Jafnframt hefur þvf veriö
haldiö fram meö sterkum rökum,
aö Watson læknir sé fyrst og
fremst sjálfsmynd höfundar.
En jafnframt telja margir, aö i
Sherlock Holmes sé mikiö aö
finna af Conan Doyle sjálfum.
Bent hefur veriö á f jöldamörg at-
riöi i fari Holmes, sem mátt hafi
finna hjá Conan Doyle, og Conan
Doyle leysti stundum mál meö
ekki ósvipuöum hætti og þessi
fræga sögupersóna hans, og
bjargaöi þannig fólki, sem haföi
veriö ranglega dæmt. Frægasta
dæmiö er mál Oscars Slaters,
sem haföi veriö dæmdur fyrir
morö. Conan Doyle taldi hann
ranglega dæmdan, tók mál hans
aö sér og gafst ekki upp fyrr en
hann haföi sýnt fram á sakleysi
Slaters. 1 fleiri slíkum málum
gekk hann þannig I fótspor sögu-
hetju sinnar og knúöi fram rétt-
lætiö.
A siöustu árum sinum varö
Conan Doyle ákafur spiritisti, og
skrifaöi aö mestu um þaö málefni
allt þar til hann lést 7. júli áriö
1930.
Sjerlákar geta enn
lært af Hoimes
Conan Doyle varö aö sætta sig
viö þaö, aö sögurnar um Sherlock
Holmes yfirgnæföu annan skáld-
skap, sem hann persónulega taldi
mun mikilvægari. En þær sögur
lifa einmitt vegna þess, aö þar
tókst honum aö skapa einstaklega
eftirminnilegar persónur og lýsa
vinnubrögöum, sem voru ný á
þeim tima, en hafa oröiö svo
táknræn fyrir rannsóknaraöferöir
aö nafniö á höfuöpersónunni hef-
ur oft oröið að eins konar sam-
heiti fyrir rannsóknarlögreglu-
menn. Sjerlákar samtimans geta
enn lært af þessum Napóleon
einkaspæjaranna, og lesendur
smásagnanna fyllast enn aðdáun
er þeir sjá hvernig Holmes töfrar
fram lausn flóknustu mála meö
eftirtekt sinni og rökvisi.
—ESJ.
synt me'r slettur á buxunum sin-
um og ráðið af lit þeirra og sam-
setningu hvarfLondon hann fékk
þær”, segir Watson.
Efnafræöi var aö sjálfsögðu
sérsviö Holmes, enda segir Wat-
son þekkingu hans á þvi sviöi frá-
bæra. Um liffræöi viti hann ýmis-
legt, en þekking hans sé ekki
kerfisbundin. Hins vegar viti
hannalltum hasarbókmenntir og
glæpafrásagnir. „Hann virðist
þekkja hvert smáatriði allra
þeirra voðaverka, sem framin
hafa verið á öldinni", segir Wat-
son.
Um önnur áhugamál Holmes
segir, að hann leiki mjög vel á
fiölu, sé góður i ýmsum iþróttum,
svo sem hnefaleikum og skylm-
ingum, og hafistaögóöa þekkingu
á breskum lögum.
Holmes var reyndar mjög
hreykinn af fiðlunni sinni, enda
skýröi hann Watson frá þvl, aö
hann hefði keypt hana af gyöingi
nokkrum i Tottenham Court Road
fyrir fáeina shillinga, þar sem sá,
sem seldi, heföi ekki haft hunds-
vit á verðmæti fiðlunnar.
Holmes var alla tiö einhieypur,
og ber mönnum ekki saman um,
hvorthann hafinokkru sinni verið
ástfanginn, þótt á einum stað
haldi höfundurinn þvi fram, aö
honum hafi verið mjög illa viö
alla tilfinningasemi, þar á meöal
ást, og hann fór oft litilsvirðandi
oröum um konur.
Holmes um rannsóknar-
aðferðir sinar
Holmes lagöi áherslu á, að að-
feröir hans byggðust fyrst og
fremst á aö taka eftir þvi, sem
hann sá.
„Þúþekkiraðferðirmfnar. Þær
byggjast á þvi að taka eftir smá-
atriðum”, segir hann á einum
stað viö Watson vin sinn, sem
sjaldan tókst aö átta sig á mikil-
vægi þess, sem hann sá. Dæmi úr
sögunni „The Blue Carbuncle”:
„Hvað geturðu lesið át Ur þess-
um gamla og illa farna hatti?”
hann hafði kynnt sér. Auk þess
haföi hann sökkt sér ofan i ýmis
málefni og jafnvelskrifaö um þær
ritgeröir, m.a. um dulmál, vindl-
ingaösku, reiöhjólaför og margt
fleira af sliku tagi. Sú þekking
kom honum oft til góða viö rann-
sókn mála.
Eftir þvi sem Holmes leysti
fleiri mál fékk hann meira álit á
hæfileikum sjáifs sin, og svo fór,
aö hann tók aöeins að sér „þau
mál sem erfltt er að leysa”. Og
oftar en einu sinni sagði hann viö
Watson: ,,Þaö er heppilegt fyrir
ibúa þessarar borgar aö ég er
ekki glæpamaður”.
Moriarty
Þegar minnst er ó glæpamenn-
ina, sem Holmes átti i höggi við,
þá hlýtur Moriarty prófessor aö
gnæfa þar yfir, enda kallaöi
Holmes hann „Napóleon glæpa-
mannanna”. Þótt margir and-
stæöingar Holmes hafi verið lit-
rikir, þá ber Moriarty þó þar af.
Fyrst og fremst er fjallað um
Moriarty i „The Final Problem”,
þar sem þessir svömu andstæö-
ingar falla fram af syllu viö
Reichenbach fossana við Meir-
ingen i Sviss, og láta b'fið. Þótt
Holmes hafisiöan snúið aftur var
Moriarty aldrei vakinn til lifsins á
ný.
Holmes segir um Moriarty. að
hann standi á bak við mestan
hluta glæpaverka i London.
„Hann er snilllingur, heimspek-
ingur, hugsuður”, segir Holmes.
Prófessor var hann um tima i
stærðfræði. Honum er lýst þann-
ig,aðhann hafiverið mjög hár og
grannur, með djúpstæð augu,
skegglaus, fölur yfirlitum og
menntamannslegur.
Þótt Conan Doyle hafi aldrei
heimt Moriarty úr helju, þá hafa
aðrir gert tilraunir i þá átt á siö-
ari árum, en meö vafasömum ár-
angri.
Barátta Sherlock Holmes við
Moriarty prófessor var sú erfið-
asta, sem spæjarinn mikli háði,
og Conan Doyle þótti viö hæfi á
sinum tima að þar yröi bræðra-
bylta og þeir létu báöir lifiö. Þótt
höfundurinn væri siöar nánast
neyddurtilaö vekja Holmes aftur
tillifsins átta árum siöar.þá fann
hann honum aldrei jafn snjallan
andstæöing.
,,Ég hef aldrei iðrast
þess...”
Arið 1927 var siðustu smásög-
unum um Sherlock Holmes safn-
að saman i bók sem hlaut nafnið
„The Case Book of Sherlock
Holmes”. Höfundurinn ritaði sér-
stakan formála, þar sem hann
fjallar um hiö langa lif Holmes.
Hann nefnirsem dæmi, að margir
þeir, sem hafi á unga aldri lesið
fyrstu sögurnar um Sherlock
Holmes i „The Strand” sjái nú
fullvaxin afkvæmi sín lesa nýjar
sögur um spæjarann i sam a tima-
ritinu og af sama áhuga.
Conan Doyle lýsir þvi, hvers
vegna hann hafiákveöið aö taka
Holmes af lifi í „The Final Prob-
lem”, og segir siöan:
,,Þetta gerði ég, en sem betur
fer hafði enginn gefið út dánar-
vottorð, og þess vegna var ekki
erfitt fvrir mig, löngu siðar, að
verða við kröfum lesenda og
breyta fyrri gerðum mínum. Ég
hef aldrei iðrast þess... Hefði
Holmes aldrci orðið til hefði ég
ekki afrekað meira á öðrum sviö-
um þótthann hafi ef til vill staöið I
vegi fyrir viðurkenningu á alvar-
legri bókmenntaverkum minum.
Og þar með lesendur, kveðjum
við Sherlock Hol mes”.
— ESJ
■ „Komdu, Watson, komdu”, hrópaði hann „Leikurinn er hafinn!”
Þeir fclagar Holmes og Watson I Bakarastræti.
„Hérna er stækkunarglerið
mitt. Þú þekkir aðferðir minar”.
„Ég sé ekkert”.
„Þvert á móti, Watson, þú sérð
allt. Þú dregur hins vegar ekki á-
lyktanir af þvi, sem þú sérð”.
Eða eins og Holmes sagöi svo
oft viö félaga sinn:
„Einfalt kæri Watson....”
Holmes dró ávallt margháttaö-
ar ályktanir af þvi, sem hann sá.
Þegar maöurnokkur kom iheim-
sókn til þeirra i Bakarastræti, og
Watson spurði Holmes, hvaöa á-
lyktanir hann geti dregið af útliti
mannsins, svaraöi Holmes:
„Fyrir utan þær augljósu stað-
reyndir, að hann hefur einhvern
tfma unnið likamlega vinnu, að
hann tekur I nefið, að hann er Fri-
múrari, að hann hefur verið i
Kina og að hann hefur skrifað
mjög mikið undanfariö, þá get ég
engar ályktanir af honum dreg-
ið’ ’!
Við ráðningu glæpamála
byggði Holmes oft á mikilli þekk-
ingu sinni á öðrum glæpum, sem