Tíminn - 29.11.1981, Qupperneq 20

Tíminn - 29.11.1981, Qupperneq 20
20 Sunnudagur 29. nóvember 1981 Ævintyrið um Abdul Aziz og olíuauð Saudi Araba — Hirðinginn varð konungur eins rikasta lands i heimi ■ Þetta var á rigningardegi í eyöimörkinni hjá Ras Tanura við Persaflóa. Arabahöfðinginn sat fyrir framan brúna tjaldið sitt á geitarhúð og drakk sætt te, meðan hann horfði á ótrúlegar hillingar fyrir framan sig, — hillingar, sem reyndar voru úr járni og ramman þef lagði frá. I fyrsta sinn á æfinni leit arabahöfðinginn aug- um olíuvinnslusvæðið.langa leiðslu úr járnpípum og olíuskipið „D.G. Schofield" sem var 8000 lestir. I fyrsta sinn heyrði hann nú soghljóðið, þegar olíunni var dælt upp úr djúpi jarðar. Honum varð það nú loksins Ijóst að hann var orðinn auðugur. Ekki var því að furða að Abdul Aziz Ibn Abdul Rahman Ibn Saud var harla hamingjusamur. Hann féll um háls- inn á verkfræðingnum frá „Socal" (Standard Oil of California) sem klæddur var óhreinum samfestingi og kyssti hann á vanga og öxl. Þetta var því likast sem bræður hefðu hist. Þegar Abdul Aziz hélt til eyðimerkurborgarinnar Riad um kvöldið í langri bílalest, söng hann hástöf- um. „Hann söng gamlar vísur", skrifar Robert Lacey, rithöfundur sem nýverið hefur skrifað bók um konungsríkið Saudi Arabíu, „The Kingdom". Lacey segir: „Þetta voru söngvar við gamlar vísur, en stríðsmenn ættbálks hans höfðu sungið árum saman, þegarbráð varað velli lögð. Textinn var lof um Allah og þakkargjörð til hans". ömurlegt landsvæði Umheimurinn fékk ekkert aö frétta af gleöi þessa bedUIna- kóngs. Abdul Aziz var alls óþekktur. Þeir menn sem mest var um rætt i heiminum þá voru þeir Stalin og Hitler og hugsjónir þeirra, kommúnisminn og nasisminn. Byltingar höföu veriö geröar I nafni öreigalýösins og kynþáttarins, en ekki I nafni trúarbragöa. Enn var látiö nægja aö ákalla drottin af predikunar- stólnum. „ömurlegra og dauöara land- svæöi en þetta var vart hægt aö hugsa sér”, haföi Peary kapteinn sagt, þegar hann gekk á land I Kuwait áriö 1901. Þar haföi auön Arabiu blasaö vlö honum. Svo var aö sjá sem ekkert kvikt mundi fá þrifist undir eyöimerkursólinni nema sandeölur og sporödrekar. „Ég held aö þaö geti ekki veriö skelfilegra um aö litast á tungl- inu”, sagöi hann. En einmitt þetta ár haföi Abdul Aziz haldiö úr útlegö sinni I Ku- wait og tekist aö vinna Riad meö hjálp 70 riddara á úlföldum en frá Riad haföi Saudi-fjölskyldan veriö rekin áriö 1890. 1913 óö þessi Djengis Khan eyöimerkur- innar yfir borgina Hofuf meö 6000 eyöimerkurstriösmönnum slnum. Taif og Mekka gáfust upp áriö 1924, Medina ári siöar. Abdul Aziz haföi þar meö stofnaö stórveldi, Allah og Saudi-fjölskyldunni til dýröar. Þar meö var Arabla sem fyrr haföi veriö sundurhlutuö af smárfkjum, oröin aö einu rlki. Lacey, sem lagöi blaöamanns- starf sitt á hilluna i fjögur ár, til þess aö viöa aö sér efni I bók slna segir: „Endurreisn Múhameös- trúarinnar hófst ekki meö Ayatollah Khomeini. Hún hófst fyrir 80 árum I arabisku eyöi- mörkinni, þegar Abdul Aziz geröist foringi bræöralags trúaöra.” „Ihvanarnir” — hreyfing strangtrúaöra múslima var mynduö af Múllum aldamótaár- anna, Abdul Aziz var þeirra Khomeni og hann fór I herleiö- angra slna I þágu hinnar hreinu trúar. Aöur en til orrustu var haldiö gengu menn hans til moskunnar og báöust fyrir. „Hér andar Guösblær!” hrópuöu þeir, þegar þeir voru aö vinna á and- stæöingum slnum. Meö þvl áttu ■ Bedúlnaforinginn Abdul Aziz braust til valda I Saudi Arablu meö hjálp 70 riddara sinna. Þá var Riad aöeins sem afskekkt vin I eyöimörkinni. Einni kynslóö slöar varö landiöeitt hiörlkasta iheimi. þeir viö þaö aö sá maöur sem I orrustu fellur I heilögu strlöi mundi fara til Paradisar og hvlla þar I sigrænum lundum, um- kringdur fögrum konum. Þessu haföi spámaöurinn llka heitiö þeim. Ihvanarnir héldu sig jafn fast viö kenningu Kóransins og Kalvlnlstar halda sig viö bókstaf Bibliunnar. Þeir hvorki reyktu né drukku áfengi. Haföi spámaöur- inn skreytt sig meö silfri eöa gulli? Slöur en svo. Þess vegna höfnuöu þeir einnig öllu skrauti. Þegar Abdul Aziz útnefndi sjálfan sig sem leiötoga Ihwaba, brenndi hann grammófóninn sinn opin- berlega. Þrjátiu árum siöar var Abdul Aziz ekki jafn fastheldinn á kreddur Kóransins lengur. Þegar hann kom til þess aö Hta á fyrsta oliuvinnslusvæöiö áriö 1939 lét hann aka sér I einum blla ame- rlska oliuauövaldsins, — I Cadillac. Meöan á þessu „heilaga stríöi” stóö, var hlátur haröbannaöur I tjöldum og virkjum I eyöimörk- inni. Hvorki mátti leika nokkra tónlist né syngja. Sá maöur sem varö þaö á aö reka upp hlátur inni I húsi slnu viö hinar þröngu götur I Riad, gat átt von á þvi aö innan stundar beröi einhver Múllanna upp á, ef hann haföi átt leiö fram hjá og ámælti sllkri svlviröilegri léttúö. „Hið sofandi gull" Ollan, — „hiö sofandi gull” hvlldi enn undir yfirboröi jaröar, án þess aö nokkur vissi, og Abdul Aziz var fátækur eins og mosku- mús. Fylgismenn ávann hann sér meö fortölum. Þeir sem sköpuöu grundvöllinn fyrir pólitlk Abdul Aziz voru bedúinarnir, meö slna hreinu og einföldu trú. í hverju þorpi, náttbóli eöa tjaldi, gat hann sest niöur meö mönnum, til þess aö telja þeim hughvarf, ýmist meö kjassi eöa hótunum. „Hefur spámaöurinn leyft ykk- ur aö éta þessar eölur? Má trúaöur maöur leggja sér til munns kjöt af eyöimerkurrottu? Þetta var sem sagt spjall um hvaö leyföist og hvaö ekki og þeg- ar allt um þraut var gripiö til Kóransins”, segir I bók Lacey. Abdul Aziz lét syni slna alast upp viö strangar reglur trúar- bragöanna I eyöimörkinni. Bedúinarnir kenndu þeim aö riöa, skjóta, og veiöa meö fálkum. Þeim voru Ilka fengnir kennarar úr hópi bedúlna sem létu þá vægöarlaust læra utan aö „súr- ur” Kóransins. Hálfri öld siöar lýsti einn þessara nemenda yfir „heilögu strlöi”. gegn Israel og kom á oliusölubanni gegn Vestur- löndum. Sá var Feisal konungur. Saga 20. aldar kynni aö hafa oröiö á aöra lund, heföu rlkis- stjórnir á Vesturlöndum igrundaö landabréfiö betur á slnum tima. Breska utanrlkisráöuneytiö I Whitehall taldi þá meiru skipta aö reka stórveldispólitlk sina en biöla til einhverra eyöimerkur- höföingja. Engin svör voru gefin viö bréfunum sem Abdul Aziz ritaöi til London I leit aö banda- manni gegn Osmanariki Tyrkja og þau hurfu I skjalasöfnunum. Crewe lávaröur sagöi af miklu drembilæti: „Okkur er ekki neinn hagur af sameinaöri Arabiu. Best kemur okkur aö Arabla sé sundruö svo engin hætta sé á aö þar vekist upp andstaöa gegn Stóra-Bretlandi”. Ariö 1919 heimsótti fyrsti meö- limur Saudi-ættarinnar Vestur- lönd. Þaö var prins Feisal sem þá sá bæöi dómkirkjuna i Köln og Montmartre. I Dublin var þessum 14 ára unglingi boöiö á veöreiöar og i London I Neöri-deild þingsins. Þetta varö lika I fyrsta skipti sem einn af Saudi-ættinni snerti ritvél, sima og sté upp I flugvél. Hann varö svo heillaöur af rúllustigan- um I neöanjaröarlestinni I London aö hann eyddi þar hálfum degin- um. Segja mátti aö i London væri fariö meö Arabana á sama hátt og ríkur maöur tekur á móti blá- snauöum frænda slnum. Feisal varö fyrir vonbrigöum, þegar hann færöi Georg konungi V. gjöf- ina frá fööur slnum, en þaö var sverö I sltöri úr skira gulli. Endurgjaldiö var nánasarlegt. Feisal hélt heim meö tvær myndir af kóngi I farangri sínum. Ennþá neyöarlegri meöferö fékk þessi meölimur Saudi-ætt- arinnar á hóteli slnu. Eftir fyrstu nóttina var honum sagt upp her- berginu, þar sem aörir gestir höföu kvartaö viö hótelstjórann yfir bænahaldi þjóna Feisals, en þeir sváfu á teppinu fyrir framan herbergisdyr hans. Feisal og föruneyti hans var loks holaö niöur á gistiheimili hersins viö St. George Road. Þegar fyrri heimsstyrjöldinni lauk var heiminum skipt upp aö nýju. „Auöa svæöiö” — Arablu- skaginn, þessi risastóri hvlti flekkur á landabréfi heimspóli- tikurinnar, gleymdist samt I þaö skiptiö. 1 friöarviöræöunum I Sévres áriö 1920 skiptu stórveldin meö sér Mið-Austurlöndum. Frakkland skyldi fá Sýrland og Libanon sem áhrifasvæöi. Bret- land fékk staðfestan yfirráöarétt sinn yfir Palestinu. Innflytjendur af Gyöingaættum streymdu inn I landiö sem var hiö fyrirheitna land þeirra. Þar meö var risiö viö sjóndeildarhring enn eitt rikiö sem eins og Saudi-Arabia byggt var á grundvelli trúarlegra hug- sjóna. Stalín og Hitler Rússar uröu fyrstir til þess aö viöurkenna Abdul Aziz sem hinn réttmæta landsföður I Saudi-Ara- blu. 1926sendu Kremlarherrarnir sendifulltrúa sinn til Dschida og hann kunni aö átta sig á hugsana- gangi og siöum Arabanna. Þessi maöur, Kerim Hakimow, talaði reiprennandi arabisku, klæddist aö hætti Araba og bar jafnan höfuödúk eins og þeir. Sex árum slöar hélt prins Feisal til Moskvu. Þaö var fyrsta og jafnframt slöasta opinbera heimsókn hans til Sovétrikjanna. Þarna var tekið á móti honum eins og tign hans sæmdi. Lúöra- sveit úr hernum blés „Inter- nationalinn” og á járnbrautar- stööinni haföi veriö slegiö upp risastóru bedúinatjaldi úr segl- dúk, en þetta tengdist hugmynd- um þeirra Sovétmanna um „Þús- und og eina nótt”. „Viö erum mjög hrifnir af náttúrufegurö kákásisku lýöveld- anna”, sagöi Feisal hinn ungi I slmskeyti sem hann sendi heim til sin, þegar hann var á feröalagi um Sovétrlkin. „Einnig hefur oliubortækni þeirra I Baku vakið aödáun okkar. „Olluvinnsla haföi þó alls ekki hvarflaö aö Abdul Aziz. Þegar ameriskir sér- fræðingar bönkuöu upp á hjá hon- um I þvl skyni aö fá aö gera til- raunaboranir, baö hann þá um að finna heldur vatn handa kamel- dýrunum. Svo fór aö Sovétrlkin sendu oliu fyrir 30 þúsund ensk pund til Saudi Arabiu. Vonuöu Rússar aö geta meö þvl móti gert langtima viöskiptasamning viö landiö. Abdul Aziz hikaöi. Feisal prins haföi þegar myndaö sér þá skoöun aö bæöi kommúnisminn og slonisminn væru hluti af al- heimssamsæri. Voru ekki bæöi Karl Marx og Trotsky Gyöingar? Streymdu ekki Gyöingar inn I Palestínu frá Sovétrlkjunum? Loks varö sovéski sendiherrann aö taka saman föggur sinar og

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.