Tíminn - 29.11.1981, Qupperneq 21
Sunnudagur 29. nóvember 1981
21
yfirgefa Riad, áriö 1938.
Hér er þvi dæmi um kaldhæðni
sögunnar: „Ef Sovétrikjunum
sýndist svo, gætu þau hæglega
innheimt gjaldið fyrir áöurnefnd-
an oliufarm, þvf þessi 30 þúsund
pund hafa aldrei verið innheimt,
— né borguö”.
Þá var ekki siöur bragö aö
daöri Saudi-Arablu viö Hitler. 1
nóvember 1938 kom landiö á
stjórnmálasambandi viö Þýska-
land nasista. 1 júni sendi Abdul
Aziz sérstakan sendiboöa til ein-
ræöisherra þýska rikisins með
ósk um aö koma á nánu sambandi
viö þýska ríkið” og fylgdi sögunni
aö landsmenn I Saudi-Arabiu
„hötuöu Englendinga”. Þegar
Hitler haföi unniö sigur á Pólverj-
um, dönsuöu Ibúar Riad á götum
úti af gleöi eins og fylgjendur fót-
boltaliös gera eftir stórsigur.
Ekki haföi þetta þó miklar póli-
tiskar afleiöingar. Hitler lét land-
inu fúslega I té 4000 riffla og var
hinn hjálplegasti viö aö koma á
fót vopnaverksmiöju i landinu.
En Abdul Aziz haföi nógar
áhyggjur samt. Verkfræöingar og
tæknimenn „Armco” voru nefni-
lega farnir heim, til þess aö striöa
I þágu föðurlands sins. Oliu-
vinnslustöövarnar viö Ras
Tanura fóru þvi i niöurníöslu.
Þegar striðiö braust út störfuöu
13 menn I þeirri deild utanrikis-
ráöuneytis Bandarikjanna sem
fór meö málefni Miö-Austur-
landa. Aöeins þrlr þeirra voru
mælandi á arabisku. Þegar þessir
embættismenn ráölögöu Roosevelt
aö sýna hagsmunum Bandarikj-
anna vegna ollumála i Saudi Ara-
biu meiri athygli, spretti hann aö
þeim fingrum.
„Jess”, sagöi forsetinn. „Segiö
Bretum aö gefa sig meir aö Abdul
Aziz kóngi. Saudi-Arabla er full
langt i burtu frá okkur”. Skamm-
sýni manna i Hvita húsinu kom
enn I ljós áriö 1972. Þaö ár bar
Mexico 23sinnum á góma á þingi,
Kúbu 57 sinnum og ísrael 150
sinnum. Þetta ár var aöeins eitt
ár I oliukreppuna en samt var
Saudi Arabla ekki nefnd á nafn
eitt einasta sinni af þingmönnum.
Abdul Aziz vakti fyrst athygli
Bandarikjamanna þegar skriö-
drekar þeirra brunuöu fram i
Evrópu i striöinu og ljóst varö aö
framtið lands og þjóöar byggöist
á oliu. „Þaö er einlæg skoöun
okkar aö þróun oliumála I Saudi
Arabiu varöi hagsmuni þjóöar
Bandarikjanna”, segir I álitsgerö
einni frá árinu 1942.
Þann 18. febrúar 1943 undir-
ritaöi Roosevelt forseti samning
meö númerinu 8926 viö Saudi
Arabiu, sem kvaö á um aö Banda-
rikjamenn mundu virkja oliu-
lindir landsins og nýta þær.
Um borð í //Murphy"
Þar meö haföi Abdul Aziz eign-
ast rikan frænda. 1943 og 1944
fengu Bandarikjamenn honum 8
milljónir enskra punda og 1945 þá
hann af þeim 57 milljón dollara
efnahagsaöstoð. Þetta voru þó
smáaurar I samanburði viö þaö
sem landiö átti siöar eftir aö
þéna. Fyrsti fundur bandarisks
forseta og kóngs frá Saudi Arabiu
átti sér staö áriö 1945 um borö i
tundurspillinum „Murphy”.
Þessi fundur varö hreint reiöar-
slag fyrir kónginn, sem enn var
þeirrar trúar aö jöröin væri flöt
og haföi ætiö furöaö sig á aö
Amerikanar töluöu ensku en ekki
eitthvert indiánamál.
Abdul Aziz veigraöi sér viö þvi
aö sofa i einum skipsklefanna og
lét þvi fyrirberast úti á dekkinu,
þar sem hann sötraöi kaffi og
yljaöi sér viö opinn eld, — þótt
eldstæöiö væri beint gegnt
sprengiefnageymslum skipsins.
Fimm sinnum á dag varö stýri-
maöurinn aö koma til hans meö
áttavita og sýna honum hvar
austurátt var, en viö þau tækifæri
sneri kóngurinn andlitinu til
Mekka og las bæn slna.
1 káetu forsetans ræddu þessir
valdamenn tvö atriöi sem seinna
áttu eftir aö varöa heiminn
miklu: Hér var um aö ræöa oliu-
sölumál og Israel. „A fimm
minútum hef ég lært meira um
vandræöin vegna Gyöinga en
áöur i hlaöa af skýrslum”, sagöi
Roosevelt, þegar hann kom aftur
til Washington. En hvaöa lausn
skyldi Abdul Aziz hafa bent for-
setanum á? Sú lausn var byggö á
boöi eyöimerkurbúans um aö
gjalda skuli auga meö auga og
tönn meö tönn. „Látiö Gyöingana
fá þaö land sem þeir hafa kúgaö
ogdrepiö — land Þjóöverja”. Þótt
■ Nemar I oliuháskólanum i Riad. Stjórnin reynir aö taka tæknina I
eigin hendur.
Siöustu mánuöina fyrir dauöa
sinn sat Abdul Aziz i kvennabúri
sinu meö barnabörn sin á knjám
sér og masaöi viö konur slnar.
Hann var nú oröinn nær blindur
og næröist varla á ööru en mjólk
úr kameldýrum.
Abdul Aziz Ibn Abdul Rahman
IbnSauddó þann 9.nóvember 1953
á sumarsetri slnu i Taif. Bana-
beöur hans var fjaöradýna, sem
Roosevelt haföi gefiö honum um
borö i „Murphy”.
Enginn fáni var dreginn i hálfa
stöng viö lát hans, þvi á fána
Saudi-Arabiu standa oröin:
„Enginn er Guö nema Guö og
Múhammed er spámaöur hans”.
Ekki þótti sæma aö draga slikan
fána i hálfa stöng vegna dauölegs
manns.
315 milljónir
dollara á dag
Saga baráttu Bedúinakóngs
þessa fyrir þvi aö endurheimta
arfleifö Saudi ættarinnar er nú
komin inn I skólabækur i Saudi
Arabiu og menn leyfa sér meira
aö segja aö gera af þessu skop-
teikningar. Frá þvi er Abdul Aziz
tók Riad meö hjálp 70 bedúina ár-
iö 1901, hefur kynstofn hans vaxið
og telur nú 4000 manns. Ættin
ræöur yfir landi, sem er niu sinn-
um stærra en Þýskaland og tekj-
urnar gera alla evrópska fjár-
málaráöherra klumsa: 315 mill-
jónir dollara á dag!
Oliudollarana nota synir Abdul
Aziz til þess aö byggja upp heims-
veldi sitt. Þeir hafa látiö 20 mill-
jaröa dollara renna til þróunar-
aöstoöar I þriöja heiminum sfö-
ustu fimm árin. Til þess aö
treysta gjaldmiöil sinn hafa þeir
keypt jenjig mörk fyrir milljaröa
doiíara. _Frá árinu 1981 hafa V-
Þjóöverjar skuldaö þeim um 20
milljaröa marka.
Saudi-synirnir hafa þó oft svip-
aöa aöferö og faöir þeirra, þegar
þeir telja fé sitt. Þeir vita til
dæmis aö ein milljón riala er
pappirsstafli, sem er 30x30x30
sentimetrar.
1 Dschidda, sem er „Los Angel-
es” eyöimerkurrikisins, er hæsti
„lifsstandard” I heiminum. Samt
reka fjárhirðar sauöi sina enn i
gegn um borgina. Lögreglan
veröur aö hafa hendur I hári
fjölda kinda og geita á degi hverj-
um, sem hafa villstaf leiö. Nú eru
ráöageröir uppi um aö draga Is-
jaka frá Suðurpólnum til Rauöa
hafs, til þess aö veita vatni yfir
eyöimörkina. Samt er ekki leyft
aö sýna „Prúöu leikarana” i
landinu, þar sem Svinka er svin
og svin eru óhrein dýr.
Enn eru bedúlnar á ferli i eyöi-
mörkinni, en I tjöldunum standa
litsjónvörp og sendingunum er
sjónvarpaö um gervihnött. Þótt
áfengisneysla sé forboöin, munu
útlendingar samt geta fundiö fýr-
ir bari I landinu, þar sem boöiö er
upp á viský. Vaknar þvi sú spurn-
ing, hvort synir Abdul Aziz hafi
svikiö Allah og Kóraninn.
Eftir fall Iranskeisara voru þaö
ekki Vesturlönd ein, sem óttuöust
aö landiö hlyti sömu örlög og
tran. Þann 20. nóvember 1979 réö-
ust 250 heittrúarmenn á stóru
moskunai Mekka og kröföust þess
aö „hrein múhameöstrú” væri
leidd til öndvegis aftur og öllum
djöflatólum úr vestri, — sjón-
varpi, fótbolta og kvennaskólum
yröi varpaö út i ystu myrkur. En
hálfum mánuöi siöar höföu upp-
reisnarseggirnir veriö baröir niö-
ur og veitti frönsk herdeild, sér-
þjálfuö i viöureign viö hryöju-
verkamenn, hjálp sina viö þaö
verk. Hvort skyldi Saudi ættin
hafa staöiö þar á bak viö?
Landiö vigbýst nú af krafti og
óskalistinn um vopn frá Vestur-
löndum er langur. Stjórn landsins
hefur látiö aö þvi liggja aö hún
kunni aö viöurkenna tilverurétt
Israels og Saudi-Arabar hafa ekki
tekið þátt I árlegum oliuverös-
hækkanafundum OPEC-landa.
Þannig hafa þeir veitt vinum á
Vesturlöndum nokkra hlifö.
Reagan forseti hefur látiö aö
þvi liggja aö Bandarikin muni
aldrei þola aö landiö veröi „annaö
tran” og satt aö segja er þaö taliö
óliklegt sem stendur, þvi stefna
stjórnarinnar er vesturlöndum
hagstæö og tök hennar á valda-
kerfinu sterk, — aö visu á kostnaö
lýöræöis á vestræna visu. En þess
ber og aö gæta aö kjör landslýös-
ins eru allt önnur og betri en I Ir-
an, þar sem milljónir hanga á
horriminni.
Þó skal engu spáö hvaö veröur.
Margt er ólíkt og illskiljanlegt
vestrænum siövenjum, svo sem
þaö aö á hverjum mánudegi veitir
Khaled kóngur þegnum sinum á-
heyrn á torginu I Riad, þar sem
háir og lágir geta lagt fyrir hann
vanda sinn og fengiö úrlausn. Á
öllum embættisskjölum eru upp-
hafsoröin „I nafni Allah” og meö
sömu oröum bjóöa flugstjórar
Saudi-Arabian Airlines farþega
sina velkomna um borö.
Yamani oliumálaráöherra seg-
ir: „Vesturlönd líta aöeins á okk-
ur sem ollurlki semáaö fylla tank-
inn á bflunum þeirra. En ef til vill
hættum viö selja olíu einhvern
daginn. Viö munum hins vegar
aldrei hætta aö hefja auglit okkar
til Mekka og Medina, sem Abdul
Aziz frelsaði.”
(Þýtt úr „Stern”,
— nokkuö stytt.)
■ Abdul Aziz,— þegar þeir Roosevelt hittust, hélt hann enn aö jöröin
væri flöt.
■ Oiluieiöslur viö strönd Persa-
flóa. 315 milljónir dollara renna I
rikiskassann á degi hverjum, en
ibúafjöldinn er þó ekki nema átta
milljónir.
Roosevelt fyndi til samúöar meö
Aröbunum, kom þaö þó hvergi
fram I reynd. Átta vikum eftir
þennan fund var Roosevelt látinn
— og eftirmaöur hans Truman
tók aö huga aö kosningabaráttu
sinni. „Þvi miöur, góöir drengir”,
sagöi hann viö sendiherra sína i
Miö-Austurlöndum. „Meöal kjós-
enda minna eru 100 þúsund
Gyöingar sem trúa á sigur
Slonismans. Hér eru hins vegar
engir 100 þúsund Arabar”.
Þremur árum siðar þurfti for-
setinn ekki lengur aö óttast þrýst-
ing frá Gyðingum, þegar S.Þ.
lýstu yfir stofnun Israels. Þá
brast á striö viö Araba, þar sem
Saudi Arabar voru þátttakendur I
nafni Allah.
Skömmu eftir 1950 liktist Riad
vin i eyðimörk, fremur en höfuö-
borg lands, sem senn yröi áhrifa-
mikið riki. Bedúinar og Sheikar
liföu i skjóli kóngsins, sem dreiföi
um sig oliudollurunum, eins og
jólasveinn i miöjum barnahópi.
Abdul Aziz var I öllu lfkastur
bedúina, sem hefur allar eigur
sinar I hnakktöskunni. Hann haföi
engan gjaldkera og sat því bein-
linis á gulli sinu.
„Þetta er mitt efnahagskerfi”,
sagöi hann viö furöu lostna gesti
sem komu aö sjá stafla hans af
peningapokum. „Ég kalla bara
eftir peningum og þá koma þeir á
undraveröan hátt”, sagöi hann,
eins og Ali Baba. „Hvaö meira
get ég beðiö um?”
Veglyndi kóngsins var marg-
rómaö og enn I dag eru sögur og
ævintýri á ferli I landi hans um
þetta, sem minna á Þúsund og
eina nótt. Eitt sinn seldi maöur
frá Hofuf kónginum gráan hest.
Lét hann þá færa sér bókina i leö-
urbandinu, sem hann skráöi I út-
gjöld sin og krotaöi þar hæfilegt
verö fyrir hestinn. En hann mun
hafa skrifaö ógreinilega i bókina
og lásu menn úr tölunni 300.000 ri-
ala, sem mun nema 600. þúsund
isl. nýkrónum.
„Þér hafið skrifaö ranga tölu”,
sögöu menn viö hann. „Þetta eiga
aö vera 300 rialar.”
Abdul Aziz rétti þeim bókina
aftur. „Hönd min hefur ritaö
þetta”, sagöi hann, „og enginn
skal halda aö hönd Abdul Aziz sé
veglyndari en hjarta hans.” Svo
lét hann gefa út ávisun upp á 300
þúsund rlala.
Abdul Aziz gréiddi sjálfur öll
útgjöld landsins, því enn haföi
hann ekki lært hvernig reka skal
riki á 20. öld. Þannig reiddi hann
af hendi I einu lagi kostnaö af
byggingu járnbrautar frá Dharan
til Riad, skipalægi i Dschidda og
langar malbikaöar akbrautir, svo
dæmi séu nefnd.