Tíminn - 16.12.1981, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.12.1981, Blaðsíða 1
Islendingaþaettir fylgja blaðinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐ! Miðvikudagur 16. desember 1981 282. tölublað — 65. árgangur SJÓNVARPSTÆKIFLUTT INN SEM TILBIÍIN HÚS! — kom mjög á óvart að íslensk tollalög eru eins vitlaus og raun ber vitniM , segir Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra ■ „Þaö kom mér mjög á óvart þegar ég komstað þvi aö íslensk tollalög eru eins vitlaus og raun ber vitni”, sagöi Ragnar Arn- alds, fjármálaráðherra er hann mæiti fyrir frumvarpi um toll- skrá o.fi. Þaö sem breyta þarf eru á- kvæöi i sambandi viö innflutt hús. Þau eru tollfrjáls og allt sem þeim tilheyrir. Þannig er hægt, og er gert, aö flytja inn meö tilbúnu húsunum, hreinlæt- istæki öll, eldavélar, isskápa, þvottavélar og heimilistæki margs konar og jafnvel sjón- varpstæki, allt án þess aö greiöa af þvi tolla ef þaö heitir aö tækin tilheyri „tilbúnuhúsi” innfluttu. Þeir sem aftur á móti framleiöa slik hús hérlendis þurfa aö greiöa tolla af öllum slikum tækjum. í seinni tiö hefur fjármála- rábuneytiö tekiö sér bessaleyfi aö tolla sumt af svona tækjum, svo sem sjónvarpstæki, þótt þau séu flutt inn sem hluti af tilbúnu húsi. Fjármálaráöherra sagöi brýna nauösyn bera til aö sam- þykkja lögin sem fyrst og haföi hann vissu fyrir ab full sam- staöa væri um það á þingi. OÓ Pólland — bls. 7 Starf aðstoðar- slökkviliðsstjóra: Rúnar mælir með Hrólfi ■ Rúnar Bjarnason, slökkvi- liðsstjóri i Reykjavik, mælti meö þvi viö borgarráö I gær að Hrólfur Jónsson, tæknifræðing- ur slökkviliösins, yröi ráöinn aöstoöarslökkviliösstjóri viö liö- iö frá og meö næstu áramótum aö telja. Jafnframt lagði Rúnar til að Richard Arne Hansen yrði gefinn kostur á aö taka viö starfi þvi sem Hrólfur gegnir nú. Borgarráö sem jafnframt er brunamálanefnd borgarinnar tók ekki afstööu til þess i gær hver ráöinn verður til starfans, og veröur tekin ákvöröun þar aö lútandi á næsta fundi þess. Var afgreiöslu þess frestað aö ósk Alberts Guðmundssonar. Eins og kunnugt er sóttu tólf ein- staklingar um stööuna. — Kás Björgvin Guðmundsson: Hættir í borgarráði og útgerðarráði ■ Björgvin Guömundsson ósk- aöi eftir þvi á fundi borgarráös i gær aö veröa leystur frá störf- um i borgarráöi og sem formaö- ur útgeröarráös BÚR frá og meb næstu áramótum. Jafn- framtþvisem borgarráð féllst á erindiö, var samþykkt aö Sjöfn Sigurbjörnsdóttir tæki sæti Björgvins i borgarráöi, en Egg- ert G. Þorsteinsson sæti hans sem formaöur útgerðarráös. Björgvin veröur eftir sem áö- ur formaöur Hafnarstjórnar og borgarfulltrúi um næstu ára- mót, hvort sem þaö verður al- veg fram á vor eða eitthvað skemur. Björgvin tekur sem kunnugter viö starfi annars for- stjóra BÚR um næstu áramót. — Kás ■ Sindra-Stál tók I notkun I gærdag nýja afkastamikia pressuklippu fyrir brotajárn i Sundahöfn i Reykjavik. Vegna tækjaskorts hefur mikiö af brotajárni hlaöist upp á svæö- inu, en þvi hefur nú veriö kippt i liðinn. Vélin afkastar allt aö 10 tonnum á klukkustund en hún er keypt notuö frá Noregi. Þaö var borgarstjórinn í Reykjavik sem formlega tók nýju pressuklipp- una í notkun. Kás/Timamynd: G.E. Hörgull á rjúpum — bls. 4 Tímabil fasisma — bls. 26 Jóla sveina- börn — bls. 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.