Tíminn - 16.12.1981, Síða 7
Miðvikudagur 16. desember 1981
7
■ Lech Walesa og Seweryn Jaworski á Radom-fundinum.
Osáttfýsi jókst
á báða bóga
Það leiddi til herlaga í Póllandi
■ ENN er ekki hægtaðgera sér
alveg glögga grein fyrir siðustu
atburðum i Póllandi, er leiddu til
þess að neyöarástandi var lýst
yfir og herlög látin taka gildi.
Sennilega þarf ekki að fara
lengra aftur í timann en til fundar
þeirra þremenninganna, Jaru-
zelskis forsætisráðherra og leið-
toga kommilnista, Glemps erki-
biskups ogWalesa, leiðtogaSam-
stöðu.
Fljótlega eftir hann létu hægri
menn í forustu Kommúnista-
flokksins og vinstri menn i for-
ustu Samstöðu meira á sér bera
og settu fram kröfur, sem ejfitt
myndi eða Utilokað væri að fá
samstöðu um, en fundur þre-
menninganna var einmitthaldinn
i þeim tilgangi að reyna að koma
á þjóðareiningu.
Þótt Walesa reyndi að .
afstýra verkföllum, héldu þau á-
fram meira og minna i einstök-
um héruðum, verksmiðjum og
skólum. Þetta var vatn á myllu
hægri aflanna hjá kommúnistum.
Þau héldu þvi fram, að tilgangs-
laust væri aö semja við Walesa,
þvi að hann væri i raun umboðs-
laus, þrátt fyrir formannstitilinn
hjá Samstöðu.
Á miðstjórnarfundi i
Kommúnistaflokknum, sem
haldinn var fyrir skömmu, fengu
hægri menn samþykkt að skora á
þingið að samþykkja lög, sem
heimiluðu stjórninni að banna
verkföll.
Þetta gaf vinstri mönnum hjá
Samstöðu byr i seglin. Þeir Jiót-
uðu með allsherjarverkfalli, ef
slik lög yrðu samþykkt. Þeir settu
jafnframt fram nýjar kröfur og
skilyrði. Þá gagnrýndu þeir Wal-
esa harðlega fyrir að hafa rætt
við þá Jaruzelski og Glemp, án
þess að hafa til þess nokkurt um-
boð frá Samstöðu.
KUNNUGT er að harðar deilur
urðu á fundi leiðtoga Samstöðu,
sem haldinn var i Radom fóstu-
daginn 4. þ.m.
Fundur þessi var haldinn rétt
eftir,að lögreglan hafðimeð valdi
bundið enda á setuverkfall
nemenda i skóla brunaliðsins i
Varsjá.en hann heyrði undir her-
inn. Það var krafa nemenda, að
skólinn væri tekinn undan stjórn
hersins.
Þessi aðgerð lögreglunnar var
óspart notuð af vinstri mönnum i
Samstööu, sem töldu nauðsyn-
legt, að Samstaða léki einhvern
mótleik til að sýna styrk sinn.
Með einhverjum hætti tókst
lögregluvöldum að láta taka um-
ræðurnar á fundinum i Radom
upp á segulband og var veruleg-
um hluta þeirra útvarpað
■ Glemp erkibiskup.
nokkrum dögum seinna. Þar kom
fram, að ýmsir fundarmanna
kröfðust þess, að látið yrði koma
strax til átaka við stjórnarvöld,
m.a. sett upp bráðabirgðastjórn
og stofnað sérstakt varnarlið.
Walesa maldaði i móinn og
taldi timann illa valinn til átaka
nú. Til þeirra myndi sennilega
koma, en áður yrði Samstaða að
hafa styrkt sig betur og unnið sér
meiri tiltrú. A meðan yrði að
semja við stjórnarvöldin og segja
við þau, að „við elskum ykkur og
við elskum Sovétrikin.”
Walesa var óvægilega
gagnrýndur á fundinum og lét
einn fundarmanna, Seweryn
Jaworski, sem er talinn valda-
mesti maður Varsjárdeildar
Samstöðu, orð falla á þessa leið:
Ef þú lætur undan, skal ég háls-
höggva þig, og geri ég þaö ekki,
mun einhver annar gera það.
Svo virðistsemWalesa hafilent
í rhinnihluta og látið undan siga.
Samþykkt var á fundinufh að efna
tafarlaust til allsherjarverkfalls i
sólarhring, ef þingið samþykkti
lög um að banna verkföll.
Vinstri menn i Samstöðu virð-
ast enn hafa sótt i sig veðrið á
landsfundi Samstööu, sem hald-
inn var i lok siðustu viku, en þar
var m.a. samþykkt að efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfur
þær, sem Samstaöa hafði sett
fram um breytingar á stjórnar-
kerfinu. Atkvæðagreiðsluna
skyldi Samstaöa annast sjálf, ef
stjómarvöld fengjust ekki til að
framkvæma hana.
Atkvæðagreiöslunni skyldi ldc-
ið fyrir 15. janúar.
ENDANLEGA átti mið-
stjórnarfundur Samstöðu að
samþykkja þessar tillögur. Sá
fundur hefur sennilega ekki verið
haldinn. Snemma á sunnudags-
morguninn var tilkynnt, að lýst
hefði verið yfir neyöarástandi i
landinu, herlög væru komin til
framkvæmda og öll völd i
höndum sérstaks herráðs.
Jaruzelski virðist hafa gert sér
von um til si'ðustu stundar að
samkomulag gæti náðst. Hann
dró þvi að kalla þingið saman,
eða enda þótt hægri menn ýttu á
eftir þvi. Jaruzelski virðist hafa
gert sér ljóst, að það gæti enn
aukiö upplausnina i landinu, ef
þingið setti lög um'aö banna verk-
föll.
Glemp erkibiskup varaðieinnig
við slikri lagasetningu og hvatti
til að reynt yrði að sameina
þjóðina.
Meðan þessu fór fram, versnaöi
stöðugt efnahagsástandið i
landinu og matvæladreifingin
komst i algert óefni. Svo virtist
sem óánægja almennings hafi i
seinni tið bitnað verulega á
Samstöðu.
I byrjun desember var birt nið-
urstaða skoðunarkönnunar, sem
gat til kynna að ekki báru nema
58% þeirra, sem spurðir voru, til-
trú til Samstöðu i stað 74% fyrir
tveim mánuöum. Hins vegar
hafði tiltrú til stjórnarinnar auk-
izt úr 30% i 51%. Svo virðist sem
það hafi verið taliö til bóta, að
Jaruzelski tók við forustunni af
Kania.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
erlendar fréttir
Hundruð þús-
undir í verk-
falli í Póllandi
■ Þrátt fyrir fullyrðingar yfir-
valda i Póllandi, þess efnis að
allt sé með kyrrum kjörum i
landinu, benda fregnir frá
Póllandi til aö svo sé ekki, þvi
fregnirnar herma að hundruð
þúsundir verkamanna um
gjörvallt Pólland séu nú i
verkfalli og með aðrar mót-
mælaaðgerðir til þess að mót-
mæla herlögum þeim sem nú
eru i gildi i landinu.
Stórar verksmiðjur i Varsjá
eru enn undir stjórn verka-
mannanna, sem hafast við i
verksmiðjunum. Fregnirnar
um verkföll fjölda verka-
manna i fjölmörgum verk-
smiðjum um Pólland eru
komnar frá stjórnstöð Eining-
ar, sem sett var á til bráða-
birgða i skipasmiðastööinni i
Gdansk.
Fregnirfrá Varsjá hermdu i
gær að viða um landið yrðu
merki upplausnar og óreiöu i
atvinnulifinu meira og meira
áberandi, en stjórnvöld hafa
ekki viljað staðfesta slikar
fregnir.
Leynileg upplýsingamiðstöð
i Varsjá gaf út i gær upplýs-
ingarþessefnis,að á a.m.k. 20
stöðum viöa um landið stæðu
nú mótmælaverkföll, sem
almenn þátttaka væri i. Var
andrúmsloftinu i Varsjá lýst i
gær á þann hátt að það bæri
skýr merki vonleysis og
drunga.
Enn hefur ekkert heyrst af
Lech Walesa, né þvi hvar hann
dvelur. Yfirvöld hafa þrætt
fyrir þá fullyrðingu að hann
væri i stofufangelsi og segja
að hann sé enn i viöræðum við
ráðamenn i Póllandi og að við-
ræðurnar fari fram i grennd
við höfuðborgina, Varsjá.
1 gær bárust þær fregnir frá
Hollandi að vöruflutningalest
sú sem fór til Póllands, heföi
fengið að fara óáreitt inn i Pól-
land, þar sem tekið var við
vörunum. Breskar hjálpar-
stofnanir hafa einnig lýst þvi
yfir aö vörur þær sem sendar
voru til Póllands i aðstoðar-
skyni, hefðu komist á áfanga-
stað og að þeim væri dreift á
eðlilegan hátt.
Ákvördun ísraelsmanna
um innlimun Golanhæða:
llla tekið víða
llsraelsmenn eru sagöir hafa
styrkt verulega liðsafla sinn á
Gólanhæðum i gær og i fyrra-
dag. Eru þessar aðgerðir
Israelmanna afleiðing þess að
Israelþing hefur ákveðið að
innlima Gólanhæðir i riki sitt,
en siðan 1967 hefur þetta svæði
verið hertekið af Israelsmönn-
Sýrlendingar, sem töpuðu
Gólanhæðum i hendur Israels-
manna i striðinu 1967, hafa nú
þegar aðvarað Israelmenn og
sagt að þeir muni endurgjalda
á sama hátt, útþenslustefnu
Israelmanna.
Auk þessa hafa ísraelmenn
verið þunglega gagnrýndir af
öörum þjóðum fyrir þessa á-
kvörðun sina. Weinberger
varnarmálaráðherra Banda-
rikjanna sagði t.d. að þessi
innlimun bryti bæði i bága við
ákvæði samninga Sameinuðu
þjóðanna og við Camp David
samkomulagið.
Sendiráð írak í Beirut
sprengt í loft upp í gær
PGriðarlega mikil sprenging
lagði i gær sendiráð Irak i
Beirút i rúst og a.m.k. 20
manns létu lifið. Til að byrja
með var talið að sendiherra
Irak i Libanon væri einn
þeirra sem lét lifið, en siðar
fannst hann særður undir rúst-
unum og var fluttur á sjúkra-
hús. Sendiherrann var ekki
sagður alvarlega særður,
heldur með einhverja höfuð-
áverka og eins með áverka á
handleggjum.
Hvorki fengust i gær stað-
festar fréttir af þvi hvernig
sprengjunni hafði verið komið
fyrir, né af hverjum.
BANDARÍKIN: Fregnir frá New York hermdu i gær að Banda-
rikjamenn ætluðu á nýjan leik að hefja oliuinnflutning frá Irak,
en hann hefur legið niöri i tvö ár. Er talið að fluttar veröi inn 30
þúsund tunnur á dag.
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR: Javier Perez de Cuellar, 61 árs
gamall lögfræðingur og diplómatfrá Perú, sór i gær embættiseiö
sinn sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna. öryggisráðiö sam-
þykkti einróma aðútnefna hann fyrir helgi, þannig aö samþykkt
allsherjarþingsins i gær, var aðeins formsatriði. De Cuellar tek-
ur viðembætti 1. janúarn.k.en þá lætur Kurt Waldheim af störf-
um.
SUÐUR-AFRlKA:Enn eitt hermdarverkiö var unnið á raforku-
stöð ISuöur-Afriku í fyrrakvöld. Mikil leit fór fram i fyrri nótt og
gærdag að þeim sem eyðilagöi rafstöð hvitra I Jóhannesarborg,
en hann fannst ekki. Skemmdirnar höfðu þaö i för með sér að
viða var rafmagnslaust i fyrrinótt.