Tíminn - 16.12.1981, Side 18
!6
Kvikmyndir og leikhús
i'. V.'.1
Miovikudagur 16. desember 1981
kvikmyndahornid
■ Loren og Giannini i hlutverkum sinum.
Tímabil
fasisma
Regnboginn
Blood Feud/Blóðhefnd
Leikstjóri Lina Wertmuller.
Aðalhlutverk Sophia Loren,
Marcello Mastroianni og
Giancarlo Gianinni.
Þetta er fjórða myndin eft-
ir Linu Wertmuller sem sýnd
hefur verið hérlendis, hinar
voru Seven Beuties, Swept
away og The Seduction of
Mimi, en hún er meðal athygl-
isverðustu leikstjóra ítala i
dag.
1 myndinni Blood Feud hef-
ur hún fengið til liðs við sig tvo
af færustu leikurum Itala,
Loren og Mastroianni, en auk
þess fer Gianinni með eitt af
aðalhlutverkunum, en hann
hefur leikið i hverri einustu
mynd Wertmullers.
Myndin gerist á Sikiley upp
úr 1920. Eiginmaður Titinu
Paterno er myrtur af fasista
sem er sýknaður fyrir dóm-
stóli. Lögfræðingur kemur
heim eftir langa fjarveru i
þorpið sem Titina býr i, hann
er sósialisti og vill hjálpa Tit-
inu en hún vill ekkert með
hann hafa. Þau verða þó elsk-
endur.
Skömmu siðar kemur
frændi hins látna eiginmanns,
Nick, til þorpsins alla leið frá
Bandarikjunum, nánar tiltek-
iðfrá New York, þar sem hann
hefur stundað þá iðju að vera
smábófi með nokkuð góðum
árangri. Hann verður einnig
elskhugi Titinu.
Fasistar verða æ sterkari,
fara um með frekju og ofbeldi
og brátt kemur til uppgjörs
með þeim og þrenningunni.
Wertmuller dregur hér fram
mynd af þremur ólikum per-
sónum sem verða leiksoppar,
nauðug viljug, þess sem fylgdi
i kjölfar uppgangs fasista á
Italiuá þessum árum. Persón-
urnar eru mjög ólikar að upp-
runa og eðlisfari, enda eiga
þær að vera þverskurður af
fólki þessa tima. Lögfræðing-
urinn (leikinn af Mastroianni)
er maður orða frekar en
gjörða, Titina (leikin af Lor-
en) er ein af þessum tilfinn-
ingamiklu „ekkert múður” it-
ölsku kvenmönnum og Nick
(leikinnaf Gianinni) er einn af
þessum „til andskotans með
allt” karlmönnum, montinn,
sjálfumglaður og með ótak-
markað traust á eigin hæfi-
leikum.
Það sem ööru fremur ber
myndina uppi er túlkun ofan-
greindraleikara á hlutverkum
sinum sem er hreint frábær,
sérstaklega Giannini sem er
sniðinn i hlutverk sitt.
Wertmuller tekst vel að
koma til skila tiðarandanum
sem rikti á Italiu á þessum
tima og myndin gefur góða
innsýn inn i italskt þjóðfélag
og þær hræringar sem urðu
meðal fólks sem ólst upp á
þessum tima.
Fasisminn og uppgangstim-
ar hans á Italiu hafa verið vin-
sælt umfjöllunarefni italskra
leikstjóra á undanförnum ár-
um og hér hefur Wertmuller
bætt einni perlunni i þann
flokk kvikmynda.
—FRI
Friðrik
Indriða-
son skrifar.
★ ★ Bankaræningjar á eftirlaunum
★ ★ Alltiplati
★ ★ ★ útlaginn
O Flugskýli 18
★ ★ Hefndaræði
★ ★ ★ Blóðhefnd
Stjörnugjöf Tímans
* * * * frábær • * ★ * mjög göö - * * gód ■ ★ sæmileg ■ O léleg