Tíminn - 16.12.1981, Qupperneq 5

Tíminn - 16.12.1981, Qupperneq 5
Miðvikudagur 16. desember 1981 S HELGI EFSTUR Á HORNAFIRÐI ■ Helgi Ólafsson varð efstur á Helgarskákmótinu sem haldið var á Höfn í Hornafirði. Helgi hlaut 7,5 vinninga en næstur honum kom Jóhann Hjartarson með sömu tölu vinninga og þriðji varð Elvar Guð- mundsson með 6,5 vinninga. Myndina tók fréttaritari Timans á Höfn, örn Sveinsson. Þegar hafa safnast um 400 þúsund krónur í Póllandssöfnuninni: „Man ekki eftir svona snöggum viðbrögdum” —- segir Guðmundur Einarsson hjá Hjálparstofnun kirkjunnar ■ ,,Ég man ekki eftir svona snöggum viðbrögðum við hjálp- arbeiðni frá okkur, þannig að það lofar góðu um framhaldið — að landsmenn ætli að sýna hug sinn til Pólverja i verki á þennan hátt. Við erum þegar komin með — það sem ég veit um — um 400 þús. kr. (40 millj. gkr.)”, svaraði Guð- mundur Einarsson, hjá Hjálpar- stofnun kirkjunnar er Timinn leitaði upplýsinga um fjársöfnun- ina vegna aðstoðar við Pólland og þróunarlöndin. Þess má geta, að giróseðlar Hjálparstofnunarinnar voru ekki bornir út fyrr en s.l. fimmtud. og föstud. á höfuðborgarsvæðinu og sums staðar úti á landi er enn verið að bera þá i hús. Guðmund- ur sagði það einnig vekja athygli hve háar upphæðir eru á þessum seðlum sem komnir voru, eða um 180 kr. að meðaltali. Hann telur siðustu atburði i 'Póllandi siður en svo draga úr fólki að leggja fram aðstoð. „Við erum búnir að fá vitneskju um að ástandið er óskaplega alvarlegt. A.m.k.á bilinu 1 til 3millj. manna eru i yfirvofandi hættu vegna skorts, auk þess sem þegar er farið að bera á auknum ung- barnadauða. M.a.s. sjúkrahúsin eru svo afrækt að þar er að verða neyðarástand bæði hvað varðar mat og lyf”, sagði Guðmundur. Þá kvað hann Hjálparstofnun- ina búna að fá loforð stjórnvalda i ■ Borgarráð samþykkti i gær með fjórum atkvæðum gegn einu að kaupa hús Almennra trygg- inga, Pósthússtræti 9. Kaupverð er tæpar 11 millj. kr. sem er um tveimur millj. kr. undir saman- lögðu brunabótamati hússins og fasteignamati lóðarinnar. Út- borgun eri rúmar 553 þús. kr., eða um 5% af heildarkaupveröi, Póllandi fyrir þvi að fá að vinna hjálparstarfið algerlega óáreittir. „Raunar hafa þau beinlinis óskað eftir að við höldum þvi áfram og eru reiðubúin til að greiða götu okkar á allan hátt”, sagði Guð- mundur. —HEI en eftirstöðvar eru visitölu- tryggðar auk 2.5% til 15 ára. Húsið sem er sex hæðir verður laust til afhendingar 1. júni á næsta ári, en auk borgarinnar hafa þar leigt Ferðaskrifstofan Úrval, sem væntanlega verður að hverfa úr húsnæöinu. — Kás Borgin kaupir hús Almennra trygginga — útborgun um 5%, eftirstöðvar vísitölutryggðar til 15 ára Við heygarðshornið Það er ávallt stórviðburður þegar ný bók eftir Halldór Laxness kemur út Helgafell Skáldsögur í algerum sérflokki! Sólin og skugginn eftir Frídu Á. Sigurdardóttur Bók, sem fær einróma lof. „Hafi einhverjum blandast hugur um erindi Fríöu Á. Siguröardóttur á ritvöllinn við út- komu fyrsta skáldverks hennar, þá hverfur sá efi viö lestur þessarar bókar.“ — G. Ást. í Helgarpóstinum „Fríða er óvenjulega vel ritfær og með henni trúi ég aö höfundur hafi fengiö góðan sess á rithöfundabekk okkar.“ — Jóhanrra Kristjónsd. í Mbl. „Næstum ótrúlegt að þetta skuli vera fyrsta skáldsaga höfundar, svo þroskuð er hún aö allri gerð.“ — Illugi Jökulsson í Tímanum „Sólin og skugginn er afar kraftmikil bar- áttubók ... Ég veit bara aö þessi bók er mjög áhrifamikil og vel gerö.“ — Dagný Kristjánsd. í Þjóöviljanum Skilaboð til eftir Jökul Jakobsson Það er ekki til meinfyndnari skáldsaga á markaði í ár! „Eg hafði svo gaman af aö lesa Skilaboö tíl Söndru að ég stóö sjálfan mig oft aó því aö hægja á lestrinum bara til aö treina mér bók- ina og halda í þessa skemmtan.“ — J.V.J. í Helgarpóstinum „... Þessar sögur (Skilaboð til Söndru og fyrri bók) eru skemmtilegar í sjálfu sér meö sinni fleygu og leikandi fyndni í hugmyndum og oröfæri og alls konar kátlegum tiltækjum, kenjum og bríaríi í atburöum og stíl.“ — Ólafur Jónsson í D& V „Jökull hefði aldrei oröiö sá sem hann varö heföi hann ekki verið bæöi agaöur fagmaður og ósvikið skáld.“ — J.V.J. íHelgarpóstinum Missid ekki af þessum sérstædu og skemmtilegu skáldsögum! Allir bókamenn verda að eignast þær og lesa. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OL/VERS STE/HS SE

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.