Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 17. desember 1981 9 eítir. Fáir munu enn vera svo blindirað segja: Það áógert. Þvi segi ég: Það er ógert að fella mína málkennd að þessu af- skræmi þó að ég heyri það eða sjái flesta daga. A bls. 101 er talað um að „sýna þeim i fulla hnefana”. A bls. 140 segir. „Ég þrái að sofna”. Þar mun vera algengara mál að tala um að langa, þó að þráog löngun séu skyld hugtök. A bls. 184 segir: „heldur náði i dag- bókina sina upp i herbergið sitt”. Hér er önnur tizkuvillan. Hann sótti dagbókina upp i herbergið, náði ihana þaðan en ekki þangað. Það er leiðinlegt að sjá svona fyrirbæri i sögu sem verðskuldar að vera lesin og er vel þýdd að flestu leyti. Þvi er nú orðum eytt að þessu. Astrid Lindgren. Madditt og Beta Sigrún Árnadóttir þýddi. Mál og menning Þetta er framhaldssaga um Madditt litlu. Hér segirfrá hvers- dagslegum börnum. Madditt og félagar hennar eru krakkar eins og við þekkjum, góð börn með á- kveðnar réttlætishugmyndir, skemmtilega hispurslaus og ein- læg en ofurseldýmiskonarbarna- brekum, vilja njóta lystisemd- anna strax og hafa takmarkaöa fyrirhyggju og skapstillingu. Hafi menn á annað borð gaman af börnum munu þeir njóta þessarar sögu. En hér segir lika frá fullorðnu fólki, enda þóttokkur sé sýnt að það er ekki allt vaxið frá barnaskapnum til fulls. Kannske er ekki verra að sjá það. Ástrid Lindgren Ronja ræningjadóttir. Þorleifur Hauksson þýddi. Mál og menning. Astrid Lindgren er övenjulega fjölhæfur höfundur. Jafnframt þvi sem hún skrifar fullkomnar raunsæissögur eins og um Madditt litlu hefur hún skapað persónur eins og Linu langsokk og Emil i Kattholti sem bæði heyra til hinum sama heimi raunveru- leikans. En svo hefur hún skrifað sögureins og Bróðir minn ljóns- hjarta og Elsku Mitó minn sem bornar eru uppi af heimspeki og guðfræðilegri dulhyggju, og hún er jafnvig á þeim sviðum. Hér kemur hún með ævintýra- bók þar sem skógarnornir sitja um lif manna og gráálfur og hassálfur ganga ljósum logum. Þetta er sagan um það þegar kærleikar takast með börnum fjandsamlegra flokka og þegar börnin neita að fylgja dæmi feðr- anna og lifa á ofbeldi, ránum og forréttindum. Hvar slik saga á sér rúm í timanum vitum við ekki. Heyrir hún til fortið eða framtið? Skiptir ekki máli, ef samtiðin skilur hana. Þessi saga ber einkenni höf- undar sins og verður sjálfsagt vinsæl, en engu skal spáð um það hvar henni verður skipað i röð meðal verka hennar, enda verður það sjálfsagt misjafnt. Það er auðvitað dirfska að finna að þýðingu án þess að þekkja söguna á frummálinu. Yfirleitt finnst mér þýðingii) góð og málfar falla vel að óhefluðu ræningjalífi. En ég efa að nafnið Helvitisgjá sé rétt, þó að ég efi Tvö sönglagahefti ■ Fyrir rúmum 20 árum fór ég viða um Suðvesturland sem land- mælingamaður, og kom þá við á mörgum bæjum. Mér þótti at- hyglisvert, hve viða var hljóðfæri á bæjunum, einkum orgel, en var hins vegar iðulega sagt, að enginn kynni að spila á það — þvi hefði verið hætt þegar útvarpið kom. Ekki dó þó heimilistónlist alveg út, þrátt fyrir útvarp og glym- skratta, og nú mun hún vera i sókn á nýjan leik fyrir tilstilli laga um tónlistarskóla, sem und- irbúin voru og samþykkt i menntamálaráðherratið þeirra Magnúsar Torfa og Vilhjálms Hjálmarssonar. Þessa atburði má sjá endurspeglast i nótnaút- gáfu hér á landi: fyrrum voru tið- um gefin út sönglagahefti eða lagasöfn, eins og „Fjárlögin” og einstök hefti eftir ýmis tónskáld. Söngvasafn Kaldalóns var gefið út 1946 ljósprentað, „Nýtt söngvasafn handa skólum og heimilum” kom út 1949 (prentað i Kbh.), Almenna bókafélagið gaf út „Islensk þjóðlög” árið 1960, en almennt var mjög litið um þessa útgáfu eftir strið. En nú virðist sem sagt vera að rofa til aftur og það til marks, að nú fyrir jólin koma út a.m.k. tvö hefti, annað handritað og offset- prentað eftir Atla Heimi Sveins- son, hitt vélritað með nýrri vél, valið og útgefið af Jóni Kristni Cortes. Mun sú nýja tækni, nótna- vélritun og offsetprentun, von- andi veröa til þess að örva enn frekar nótnaútgáfu hér á landi. Fyrir nokkru bárust mér i hendur tvö nótnahefti, Sönglög 1 og 2 eftir Sigurð Agústsson i Birt- ingaholti, sem höfundur gaf út á eigin kostnað árin 1978 og 79. I fyrra heftinu eru 18 einsöngslög og tvö tvisöngslög, en i hinu sið- ara 12 lög fyrir blandaðan kór og 11 fyrir karlakór. Heftin eru off- setprentuð, og prýðilega skrifuð af Gunnari Sigurjónssyní. Þegar Sigurður Agústsson var ungur maður. austur i Hreppum var þar mikil sönglist, enda hefi ég heyrt, að þá hafi menn sungið kvartetta á sumum bæjum við heyskapinn, en fjölradda kórsöng á stórbýlum. Sigurður hefur verið organisti þar eystra frá 14 ára aldri, og árið 1924 stofnaði hann sinn fyrsta kór ásamt Helga bróð- ursinum — hann starfaði til 1950. A yngri árum dvaldist Sigurður nokkurár i Reykjavik og nam þá tónlist m.a. hjá Páli Isólfssyni og Sigvalda Kaldalóns. Auk þess stundaði hann söngnám i Kaup- mannahöfn um tveggja ára skeið. En að öðru leyti hefur hann unnið ræktunarstörf austur i Hreppum — ræktun lands og tónlistar. Ég heyri það á ungu fólki, sem nú syngur i kór, að það „vilji ekki syngja lummur”, heldur ný verk og spennandi. Og þannig hefur það alltaf verið, allt frá timum Jóhanns Sebastians Bach, sem sá sinum kór og hljómsveit fyrir tón- list. Sigurður Agústsson hefur stjórnað kórum þar eystra i tæp 60 ár, og notað þau hljóðfæri sin til að flytja bæði verk annarra og sin eigin. Þannig verður lifandi tónlist til, af þörf tónskáldsins til að semja, eða þörf flytjenda fyrir tónverk. Sigurður hefur ekki einasta samið þessi lög og útsett þau, heldur er hann höfundur 9 ljóða I heftunum. Að visu ér hann þekkt- astur fyrir texta, sem ekki er þarna, enda við annars lag, nefni- lega „Það var i ágúst að áliðnum slætti” sem hann „setti saman að gamni sinu handa krökkunum”. En einmitt vegna þess, að Sigurð- ur er lika skáld, er greinilegt af heftum hans að hann leggur mikla áherslu á að lögin falli vel að textanum, en á þvi sviði eru fá- ir islenskir sönglagahöfundar vammlausir aðrir en Sigfús Ein- arsson og Páll Isólfsson. Viðamesta tónverk Sigurðar Agústsonar mun vera kantata sem hann samdi og flutti á Sel- fossi i tilefni Þjóðhátiðarinnar 1974 — textann gerði Guðmundur Danielsson, en Garðar Cortes og Elin Sigurvinsdóttir sungu ein- söng. Kantatan er að sjálfsögðu ekki i sönglagaheftunum tveim, en þar er hins vegar kórverkið „Grátittlingurinn” sem hann samdi vegna samkeppni um lag við ljóð Jónasar Hallgrimssonar. Sigurður varð of seinn til aö senda „Grátittlinginn” i keppnina, en Sigurður Þórarinsson varð hlut- skarpastur þar. Þetta kórverk, „Grátittlingurinn” er „gegnum- kompónerað” sem kallað er, 22ja takta forspil þar sem stefjaefnið er kynnt, og siðan fylgir kvæðið i 101 takti. Nú, þegar Hannes Pét- ursson skáld hefur vakið Jónas upp frá dauðum, ef svo mætti segja, með bók sinni Skálda- fylgsni, er meiri ástæða en nokkru sinni fyrr til aö flytja þetta verk. Sigurður semur að sjálfsögðu i anda islenskrar sönglagalistar á þessari öld. En þetta eru ekki bara „falleg lög”, heldur er i þeim að finna ýmsar óvæntar vendingar, takt- og tóntegunda- skipti, sem ljá þeim aukinn lit og fjölbreytni. Þau eru ekki sprottin upp úr skólalærðri tónfræði, held- ur úr þeim listræna jarðvegi sem meö þjóðinni bjó og býr — þörf fyrir sönglist og félagslif, ást á kveðskap og sönglist, lifinu sjálfu. 13.12. Sigurður Steinþórsson. Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist ekki að megi styðja það við orða- bækur. Þessi stofn er að þvi ég veit best dæmalaus I örnefnum á Islandi og verður þvi framandi islenskri hugsun og tungutaki. Ég heldaðHeljargjáhefði verið betri og réttari þýöing. LAURA INGALLS WILDER Laura Ingalls Wilder. Húsið við ána. Herborg Friðjónsdóttir þýddi. Setberg. Þetta er framhald af Lárubók- unum en persónur þeirra þekkjum við frá Húsinu á slétt- unni i' sjónvarpinu. Þvi þarf hér ekki mörg orð. Hérsegirfrá Landnámiá slétt- um miðrfkjanna i Bandarikjun- um þar sem sumur eru heit og moldin frjó en samt er við ýmsa erfiðleika að etja. Engissprettur herja og skilja eftir sig sviðna jörð. Þannig er þetta fróðleg og raunsæ landnámssaga af fólki, sem ýmsir telja til kunningja sinna og flestum sem til þekkja eru hugþekkar. Nedanjarðarstarfsemi háskólabókasafnsins fer fram neðanjarðar Athugasemd vid grein háskólabókavarðar ■ Einar Sigurðsson, háskóla- bókavörður, hefur sent blaðinu „Athugasemd frá háskólabóka- safni”, þar sem hann gjörir að umræðuefni fullyrðingar minar um ólöglega ljósritun og rit- hnupl I safninu. Athugasemdina gjörir hann við þau ummæli min hér i blað- inu, sem ég sé nú ekki betur en standi óhögguð, þrátt fyrir þessa athugasemd. Ummæli min voru þessi: „Háskólabókasafnið stundar nefnilega stóriðju og hefur gjört um langa hrið, i að ljósrita ólög- lega bækur eftir skáld og fræði- menn og borgar engin höf- undarlaun. Þar er nú ekki verið að „aðstoða höfunda við að ná réttisinum” heldur er ryksugan á fullu, og nú er svo komið, að safnið eyðir meiri peningum i ólöglegarútgáfur.eða ljósritun, en til bókakaupa, að þvi fróðir menn hafa tjáð mér.” Þessu til andsvara, segir há- skólabókavörður m.a. á þessa leið: „Þarna er vikið meira af vegi sannleikans en jafnvel nokkur rithöfundur getur leyft sér i skjóli skáldaleyíis. Háskóla- bókasafn annast að visu rekstur ljósritunarvélar, en einungis einnar af mörgum, sem eru i eigu Háskólans. Sú vél er i læstu herbergi i kjallara safnsins og er einungis ætluð þeim, sem þurfa að ljósrita úr ritum safns- ins til einkanota, hvort heldur eru kennarar, stúdentar eða aðrir. Slikt er fyllilega löglegt.” Að læsa sig inni með Ijósritunarvélar. Þessu er til að svara, að ég hygg að það sé nú ekkert nýtt að neðanjarðarstarfsemi fari fram neðanjarðar, eða i kjöllurum, og það breyti þvi ansi litlu þótt menn i háskólabókasafninu kjósi að læsa að sér niðri i kjall- ara við að fjölíalda bækur ólög- lega. Á hinn bóginn er það liklega of mikil einföldun að setja mál mitt þannig fram, að þessi iðja meö bækur safnsins sé stunduð i safninu sjálfu einvöröungu. Það hefi ég aldrei sagt. Væri þvi fróðlegt að fá einhverja yfirlýs- ingu frá deildarforsetum i há- skólanum, eða háskólarektor, hvort þeim sé kunnugt um að ljósavélar háskólans séu notað- ar til að stela úr bókum. Mér hefur nefnilega verið tjáð, af mönnum, sem ég get til- greint, ef rannsókn fer fram, að nokkrir háskólakennarar hafi um langa hrið stoliö, ljósritað efni, með bútum úr hugverkum, til sölu. Þeir munu svara þvi til aðspurðir að þetta séekki gjört i ágóðaskyni, heldur til hagræð- ingar, og hafa sumsé sjálfir ákveðið, að fyrir bragðið skuli ekki greidd höfundarlaun fyrir þessa góðgeröarstarfsemi. Þetta kann aö þykja viss dyggð i musteri kjaftafaganna, en ég er á hinn bóginn ekki viss um að sömu háskólakennarar tækju i mál el rithöfundar færu að gefa námsmönnum kennara- launin þeirra i mannúðarskyni. Að hemja þjófseðli. Þá stendur einnig þetta i mót- mælum Einars Sigurðssonar, háskólabókavarðar, og eru það vissulega áhugaverð ummæli: „Þess má svo geta til fróð- leiks, að fyrsta brúklega ljós- ritunarvélin, sem Háskólinn eignaðist, kom i Háskólabóka- safnum mitt ár 1969. Lengra er nú ekki siðan. Þetta var góður uppvakningur, sem allir fögn- uðu og safninu hefur tekist að hemja fyrir sitt leyti. En eins og allir vita getur uppvakningur orðið að mögnuðum draugi, missi menn tökin á honum. Þetta hefur vist viða gerst i þjóðfélaginu, sem segja má að haldið sé eins konar ljósritunar- fári nú um stundir. Og þá er nú heldur ekki horft i skildinginn.” Þarna er einmitt komið að kjarna málsins, og þótt háskóla,- bókavörður telji mig vikja meira af vegi sannleikans, en skáldaleyfin heimila, vil ég segja honum, svona til uppörv- unar, að Rithöfundasamband Islands er nú á næstu dögum aö höfða lögbannsmál á hendur a.m.k. tveimur skólabókasöfn- um og hefur fengið hæstaréttar- lögmann, með mikla reynslu i höfundarrétti, til að flytja þessi lögbannsmál. Þannig að fleiri en ég, hafa aðra skoöun en há- skólinn á fjölföldun. Ekki veit ég hvort háskóla- bókasafnið verður annað af þeim söfnum sem verða lögsótt, en ég veit að lögmaöurinn hefur þó séð stúdenta íjölfalda 500 blaðsiðna ritverk i ljósritunar- stöð sem er starfandi: i félags- miðstöð stúdenta, sem er angi af háskólanum og bókasafni hans um leið. Þessi bók var endurgerð i mörgum eintökum, þannig að þessi mál eru á allt öðru stigi núna, en i sendibréfaformi milli min og Einars Sigurðssonar, háskólabókavarðar. Er þvi lik- legt að þeim fækki, sem leita „sér athvarfs viö gin Ijós- ritunarvélanna” eins og há- skólabókavörður lýkur grein sinni hér I blaðinu. Jónas Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.