Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 17. desember 1981 14 heimilistíminn ^ Umsjón: B.St. og K.L. Sambandið „Átak gegn áfengi” kynnir: Óáfenga veislu- drykki ■ Glæsilegar kökur á jólakaffiboröiö: Súkkulaöikaka, hnetusmákökur Kökurá jólakaffi- borðid ■ Hér á landi hefur veriö stofnað samband 35 félaga og stofnana sem nefnist „Atak gegn áfengi” og áað vinna gegn vaxandi vanda af neyslu áfengis og annarra vfmuefna. Það ýtti undir stofnun sambandsins að Alþjóðaheil- brigöisstofnunin hefur beint þvi til aöildarþjóða sinna að reyna með öllum tiltækum ráðum aö minnka heildarneysju áfengis, þar eðtjónið sem neyslunni fylgir er í ákveðnu hlutfalli við hann. Tekið skal fram að öll félög og samtök sem vilja leggja hönd á plóginn eru boðin velkomin til samstarfs. Upplýsingareru veitt- ar i sima 19944. Eftirtaldir hafa þegar gerst aði lar: Afengisvarnad. Heilsuv .st.R. Afengisvarnaráð Alþý ðubandalag Alþýðuflokkur Alþýðusamband Islands Bandalag fslenskra skáta Bandalag kvenna i Reykjavi'k Bandalag starfsm. rikis og bæja Bindindisfélag isl. kennara Bindindisfélag ökumanna Félagsmálastofnun Reykjavilcur Framsóknarflokkur Heilbrigðisráðuneytið Islenska bindindisfélagið Islenskir ungtemplarar Iþróttasamband islands Kennarasamband tslands Krabbameinsfélag Reykjavikur Kristilega skólahreyfingin Kvenfélagasamband lslands Landssamband KFUM og KFUK Landssambandið gegn áfengis- böiinu Landssamtök Junior Chamber Menntamálaráðuneytið Samtök áhugafólks um áfengis- vandam. Sjálfstæðisflokkur Slysavarnafélag íslands Stórstúka tslands Unglingaregla Stórstúku tslands Ungmennafélag tslands Æskulýðsráð Reykjavikur Æskulýðsráö rikisins Æskulýðssamband tslands Æskulýösstarf þjóðkirkjunnar öryrkjabandalag tslands. Atak gegn áfengi hefur sent frá sér leiðbeiningar um óáfenga hátiðadrykki og er þar bæði um heita og kalda drykki að ræða. Areiðanlega finna þarna allir eitthvað við sinn smekk: Jótiin eru háttö allrar fjölskyld- unnar! Bjööum öáfenga drykki á jólum! Sólskin 2 dl sterk sólberjasaft 2 dl vatn 3 1/2 dl eplasafi 3 negulnaglar litiö eitt af kanel 1/2 dl rúsinur 20 afhýddar möndlur Blandið saman saft, vatni, epla- safa og kryddinu. Hitiö og látið sjóöa hægt i' nokkrar minútur. Skiptið möndlum og rúsinum i glösin. Tilvaliðaðbera fram með piparkökum. Boðlegur 1 li'tri appelsinusafi safi úr einni sitrónu 2 flöskur sftrón 7 dl eplasafi 1/2 dós blandaöir ávextir isteningar Saltaðar hnetur og kartöfluflögur þykja góðar með. Notalegur Blandið 4 dl af sterku kaffi saman við 4dl af vatnskakó, sem gert er úr 4 tsk. kakó 4 tsk. sykri 4 msk. rjóma 4 dl sjóðandi vatni. Hrærið saman kakó, sykri og rjóma — þeytið i sjóðandi vatni. Blandið saman kaffi og kakó og hitið án þess að sjóða. Bætið i sykri eftir smdck. — Þeytiö 1 1/2 dl af rjóma. Framreiðið drykkinn heitan i stórum bollum — með rjómadoppum. Berið með honum smurðar saltkessamlokur. Bananamjólkurdrykkur 1 1/2 dl. mjólk 1 lftill banani 1 1/2 msk si'trónusafi 1 msk sykur 4 msk. Emmess vanilluis Appelsinusneið, Merjið bananann með gaffli og þeytið siðan allt saman. Súkkulaðimjólkur- drykkur 1 1/2 dl mjólk 1/2 dl súkkulaðiissósa 4 msk Emmess súkkulaði-, van- illu- eða dúettis Þeytið allt vel saman og berið fram strax. Gullmjólkurdrykkur 1 1/2 dl mjólk Safi úr 1/2 sitrónu Safi úr 1/2 appelsinu 1 eggjarauða 1 msk. sykur 2 msk. Emmess appelsinu- eða vanilluis. Þeytið saman mjólk og eggja- rauðu. Blandið öllu hinu samar við og þeytið. Notiðalltaf iskaldc mjólk i alla ísdrykki. Templar 6 cl. Tropicana 2 cl Mai Tái Mix (Holland House 1 cl pönnukökusiróp Fyllt með Seven-Up Skreyting: + AppeJsinusneiö, ananasbitar, rautt kirsuber, rauö rör. Marfa Hilmarsdóttir Ógnvekjandi 3 cl. Tropicana 3 cl si'trónusafi 2 cl rjómi 1 cl grenadine 1/2 pressuð appelsína Skreyting: Sftrónusneið, rauð rck' og súkkulaðispænir Kristjón örn Kristjónsson Prinsessan 6 cl Egilssafi 6 cl sódavatn 6 cl Tropicana Skreyting: rauð kokteilber, dash af bl. ávaxtasafa frá Val ■ Um hátíðina er mikið um heimsóknir á heimilum og er þá gaman að bera hátiðlegt meðlæti með kaffinu. Hér sýnum við á myndinni fallega súkkulaðiköku, hnetusmákökur með hjúpsúkku- laði og koniakshringi. Hentugra er að hafa smjör- krem eða súkkulaði krem á súkkulaöi-kökunni, því þá er betra að geyma hana, en gott er að bera þá sér fram þeyttan rjóma ískál. 1 myndinni er þeytt- umrjóma hellt yfir kökuna og lit- að marsipan lagt yfir en skreyt- ingin er skorin út úr marsipan og rauðu kokkteilberi stungið inn i hvert blóm. Súkkulaðikaka: (á glerfatinu) 200 gr. mjúkt smjör eða smjör- liki, 250 gr sykur, 3 egg, 3/4 dl rjómi, 4 tesk. kakó, 2 tesk. vanillusykur, 1 1/2 tesk. lyftiduft 250 gr hveiti. Smjör og sykur hrært vel saman, og eggin hrærð út i eitt i einu og siðan rjóminn. Þá eru þurrefnin sett út í og allt hrært saman. Deigið er sett i vel smurt form. Það getur verið hvort sem er hringlaga „springform”, eða stórt sandkökuform leins og er á myndinni), en ekki má setja meira f formið en að það sé að 2/3 fullteöa svo. Ef kakan er bökuð i sandkökuformi við ca. 160 gráðu hita,erbökunartiminn áætlaður 1 klst. Þegarkakan er oriSn velköld á að skera hana eftir endilöngu i þrjá parta og siðan sett smjör- krem, eöa annaö krem á milli og skreytt að vild. Hnetusmákökur (i glerdiskinum á fæti) 125 gr hakkaöir hnetukjarnar, 100 gr sykur, 100 gr smjör, 50 gr. fint saxað súkkat, 125 gr hveiti. Hjúpsúkkulaði og glassúr-krem litað til að skreyta kökurnar með. (áætlaðar 50 kökur). Sykur, hnetukjarnarnir og súkkatið er hnoðað saman við smjörið og hveitið. Allt hnoðað vel saman og siðan rúllað saman isivalning.sem er aðeins þykkari en venjulegt kústskaft. Deigið er svo geymt i isskáp 1/2-1 tfma. Siðan er það skorið i smákökur, sem settar eru á smjörpappir á plötu og bakaðar við 200 gr hita i ca 8 minútur. Kökumar eru penslaðar með bráðnu hjúp- súkkulaöi og puntaðar með smá- dropa af lituðum glassúr (eða smarties). Koniakshringir (á laufblaðs-diskinum) 200 gr smjör (eða smjörlíki), 250 gr. hveiti, 75 gr sykur, 2 eggjarauður, 2 snafsglös koniak. Til skrauts ofan á : egg, valhnetu- kjarnar og sykur. (Ca. 50 stk.) Smjörið er blandað saman viö hveitið, sykur settsaman við. Þá er deigið hnoðað með eggjarauð- unum og koniakinu. Deigið er siðan látiö biða um stund i kulda, en svo breitt út á borö og stungnir út hrihgir með tveimur stæröum afglösum. Hringirnir eru settir á smjörpappir á bökunarplötu, penslaðir mtí) hrærðu eggi og siöan sáldraðyfir hökkuðum val- hnetukjörnum og sykri. Hringimir eru bakaöir við 200 gráðu hitaí um það bil 10 minút- ur. Liklega er best að halda konfaksliringjum frá börnum og aðvara þá sem alls ekki vilja — eða þola — að fá minnsta magn af alkóhóU i blóðið. Sagt er að það geti verið afdrifaríkt fyrir alkó- hólista að finna svo mikiö sem vinbragðið i kökum eða mat. og koniakshringir. ■ Karsa er auðvelt að rækta inni í gluggakistu. Hann lætur sér nægja votan pappir eða bóinull til að spretta á. Bragðið er sterkt og krydd- að. Klippið karsa yfir smurða brauðið, eða notið hann á sama hátt og stein- selju og dill, klippið hann yfir matinn til bragöbætis. ■ Fonduegafflar eru oft m jög hvassir og beittir til að ganga vel i kjötið og þvf ekki gott að geyma þá i skúffu með öðrum hnffapörum. Hægt er að útbúa ágætis geymslu fyrir gafflana úr papparúllu undan eldhús- þurrkum eða minni tegund- inni af áipappir. Fallegt er að líma ,,contact”-pappfr eða einhvern skrautlegan pappir utan um rúlluna og fá svo hæfilega korktappa i báða enda. Þá er komin góð geymsla fyrir fonduc-gaffl- ana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.