Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 10
Fimmtudagur 17. desember 1981 10 Laus staða Þorskveiðibann20.-31. desember 1981, nær til allra íiskiskipa annarra en þeirra, sem falla undir „skrapdagakerfið”. Hætta ber veiðum i siðasta lagi kl.24,00 aðfaranótt 20. desember n.k. Á banntima er óheimilt að leggja eða hafa þorsk-, ufsa- eða ýsunet i sjó. Sjávarútvegsráðuneytið Auglýsing Staða deildarstjóra Saltfisk- og skreiðar- deildar hjá Framleiðslueftirliti sjávaraf- urða er laus til umsóknar. Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf, sendist sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 15. jan. n.k. Sjávarútvegsráðuneytið, 15. desember 1981 menningarmál Bartók á háskóla- tónleikum ■ 25. marz sl. heföi ungverska tónskáldiö Béla Bartók oröið 100 ára, og hefur þess afmælis veriö minnzt viöa um heim. Hér á landi hefur veriö minna stáss meö af- mæliö gert en æskilegt hefði verið, en Kammermiísi'kklúbb- urinn, sem harðsnúnasta menningarklfka þjóðarinnar stýrir — (klika er hér notað i já- kvæðri merkingu um samstæðan hóp og samhugaí — stóð fyrir tvennum Bartók-tónleikum i fyrra (28. febrúar og 2. marz) þar sem þýski Markl-kvartettin lék. Og í síðustu háskólatónleikum haustmisseris lék Halldór Haraldsson pianóleikari nokkur verk eftir skáldið. Halldór hefur að auki haft nokkra þætti i Ut- varpinu með tónlist Bartóks svo nokkuð er að gert. A efnisskrá Halldórs voru Rú- menskir þjóödansar (1915), Svita óp 14 (1916) og Sónata (1926). Rúmensku þjóödansarnir eru vinsælustu píanóverk Bartóks, en Bartók vann að söfnun rúm- enskra þjóðlaga á þessum tfma. Ahrifa þeirra gætir einnig i' Svft- unni óp. 14, nema i einum kaflan- um, sem kemur frá tónlist Arab- anna i Biskra og nágrenni, þar sem Bartók safnaði þjóðlögum árið 1913. (allt þetta er úr tónlistarnótum Halldórs Haralds- sonar, sem birtar voru í skránni). En veigamesta tónsmið Bartóks fyrir pianó er sónatan frá 1926, sem að sögn Halldórs leggur áherzlu á ásláttarhliö slaghörp- unnar, meö harðri og hrjúfri hljömanotkun. Til skamms tima voru i Norræna húsinu tveir flygl- ar, hinn upprunalegi Bechstein hússins, og Steinway frá Útvarp- inu. Flestir kjösa Steinwayflygil- inn, en Halldór taldi að Bech- steininn hefði hentað betur fyrir Bartók —og vitimcnn, hann er þá kominn suður á Bessastaði, hvað sem flyglar gera þar. Ekki fannst mér það þó koma að sök, enda er sitthvað fleira iBartók mikilvægt en klingjandi ásláttur — t.d. hin einkennilega taktföstu stef, og allt þetta leysti Halldór frábær- lega vel af hendi, svo sem hans var von og visa. Mér finnst það mikill skaði, að sú ágæta (og oft nýstárlega og spennandi) tónlist, sem heyrzt hefur á háskólatónleikum i haust, skuli boðin svo fáum að njóta. Það hefur nefnilega margsýnt sig,að jafnvel þótt mikill áhugisé á hvers kyns tónlistarflutningi úti um land, þá nægir aögangseyrir yfirleitt ekki einu sinni til að standa undir ferðakostnaði tón- listarmannanna. Þess vegna er eftirsjáaöstofnunum eins og „list um landið”, sem einu sinni var á dögum: kannski forsjármenn há- skólatónleika ættu að sækja um styrk til Menningarsjóðs, einsog raunarvar gert iárdaga háskóla- tónleikanna, til aö halda tónleika á helztu stöðum utan Reykja- vikur. Þvi' eru ekki Háskólinn og Menningarsjóður eign allrar þjóðarinnar? Fjórða Béið Bach, Beethoven og Brahms eru kallaðir ,,stóru Béin þrjú”, og sumir vilja telja Bartók hið fjóröa. Hann fæddist 25. marz 1881iUngverjalandi, sonur skóla- stjóra landbúnaðarskóla. Hann lærði i tónlistarháskólanum i Búdapest, og fyrstu verk hans drógu dám af Brahms og Liszt. Arið 1905 fór hann að fást við þjóðlög U ngverja, Slóvaka og Rú- mena og ferðaðist um allt ásamt Kodaly, með upptökutæki, eins og Hallfreður örn Eiriksson um Is- land, og tók upp tónlist, alls ein 16,000 lög. Fyrir tilstilli þessara rannsókna gerbreyttist still hans sjálfs, þó ekki þannig að hann tæki upp þjóðlög og útsetti þau, heldurfékk hann annan skilning á grundvallaratriðum tónlistar, svo sem kemur fram i verkum hans. Arið 1908 gerðisthann pianókenn- ari við tónlistarskólann i Búda- pest, en sagði af sér árið 1934 af pólitískum ástæðum og snéri sér ■ Béla Bartók að þjóðlagarannsóknum sinum af alefli. Þegar Ungverjar tóku að daðra við þýzku nazistana ofbauð Bartók, og hann fluttisttil Banda- rikjanna 1940, sextugur að aldri, þar sem hann var gerður að heið- ursprófessor við Columbia-há- skólann i New York. Hann dó úr hvitblæði, snauður mpður og vinafár. Hin sorglegu endalok tónskáldsins spuröust brátt út, og ollu áðuróþekktum áhuga á manninum og verkum hans. Hann hafði komizt að nýjum sannleik með rannsóknum sinum og búið til nýtt „tungumál tónlist- arinnar”, án dúrs, molls eða takt- strika, sem fylgdarmenn hans halda fram að hafi verið hin sanna rót tónbyltingar þessarar aldar miklu fremur en ttílf tóna- músik Schönbergs. Sjálfur er ég nú ekki þeirrar skoöunar, að Bartök sé jafnoki hinna Béanna þriggja, en allt um það væri veröldin stórum fátæk- ari ef hanshefðiekki notið viö. Og sömuleiðis væri hér alvarlegt skarð fyrir skildi i pianólist ef Halldórs Haraldssonar nyti díki viö. 13.12Siguröur Steinþórsson Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist. Vivitar - Vivitar. Val atvinnuljósmyndarans jafnt sem áhugaljósmyndarans Mest seldu eilíföarflöss í heiminum Vivitar nr. 285 — 283 — 3500 — 3200 — 2500 — 225 — 215 — 115 og 45, ásamt öllum fylgihlutum Verö viö allra hæfi enda úrvaliö ótrúlegt FÓKUS Lækjargötu 6b sími 15555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.