Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 15
15 Fimmtudagur 17. desember 1981 Sinfóníutónleikarnir ■ Siöustu tónleikar Sinfóniu- hljómsveitarinnar fyrir jól voru haldnir 10. desember. Á efnis- skránni voru Svita úr Blindings- leik eftir Jón Ásgeirsson, Pianó- konsertnr. 21 (C-diir) eftir Moz- art, og 7. sinfónia Beethovens i A- dúróp. 92.Lutz Herbig frá Þýzka- landi stjórnaöi. Þvi miöur tókust þessir tdn- leikar ekki eins vel og bezt hefði verið á kosiö, sem er þeim mun ergilegra meö þaö i huga, aö það var „skipulagsfeil” um aö kenna — nefnilega ónógri æfingu i öllum verkunum nema hinu fyrsta. Þvi i þaö fór allur krafturinn, enda frumflutningur. Stjdrnandinn kom ekki til landsins fyrr en á þriðjudaginn fyrir ttínleikana, og istaöþess aö æfa tónleikana með Páli H. Pálssyni, var dundaö viö aöra hluti. Og viö lá, aö einleik- arinn, Gisli Magnússon, yrði aö spila hluta af konsertnum i fyrsta sinn með hljdmsveitinni á kon- sertnum sjálfum. Svona handabakavinna gengur auövitað ekki. Þótt ýmsir að- standendur hljómsveitarinnar kunni að telja þaö skipta mestu máli aö hljómsveitin „uppfylli 40 tima vinnuskylduna” með hvers kyns gutli, þá er það hinn mesti barnaskapur aö leggja ekki höf- uðáherzlu á hina hálfsmánaöar- legu tónleika, sem eru helztu tengsl hljómsveitarinnar við þjóöina. Og gagnvart islenzkum einleikurum gæti þaö nánast litið út sem hefndarráöstöfun að gefa þeimekki kost á nema 2-3 æfing- um meö hljómsveitinni. Það er nefnilega óliku saman að jafna þegar útlendir feröatónlistar- menn koma hér viö og spila kon- sert, sem þeir eru búnir að spila 500 sinnum á undanförnum 500 dögum með jafnmörgum hljóm- sveitum. Þegar islenzkir einleik- arar eiga aö spila er alveg sjálf- sagt aö þeir fái jafnmargar æfingar og þeir þurfa ( þaö er ekki sfzti tilgangur Sinfóniu- hl jómsveitarinnar aö gefa islenzkum tónlistarmönnum tækifæri til að koma fram meö fullum sóma. Svita Jóns Asgeirssonar Ur Blindingsleik er verulega skemmtilegt verk og hnyttilega Siguröur Steinþórsson skrifar um tóniist samið. Jón nær með ýmsum tón- skáldabrellum þeim „stemmn- ingum”sem fyrirsagnir kaflanna segja aö hann ætli að ná. Og þarna gat að heyra hinn fi'nasta harksöng, svo ég hef varla heyrt annan betri hérlendis, enda telst það til tiðinda, ef jazzistifær heila sinfóniuhljómsveit til umráöa — jafnvel „bigböndin” svonefndu eru litið annaö en lúörasveitir. C-dUr pianókonsertinn er i hópi meistaraverka Mózarts, enda sameinar hann frægð, vinsældir og listræna snilld. Allir þekkja hann af upptökum með frægum pianóleikara. En til aö vera „full- kominn Mózart” heföi þurft aö æfa þetta betur, eins og áöur sagði, þvf nvorki hljómsveit vor né einleikarar geta hrist svo hreinan og brothættan atburð sem „fullkominn Mózart” fram úr erminni undirbúningslitið. Og siöast á efnisskránni var 7. sinfóni'an, sem Beethoven samdi árið 1812. Louis Spohr lýsir i endurminningum sinum þeim at- burði, þegar Beethoven stjórnaöi frumflutningi 7. sinfóniunnar, þá varhann oröinn svo heyrnarsljór, aö hann heyröi ekki nema hávær- ustu kaflana: „Hin nýju tónverk Beethovens uröu feykivinsæl, sérstaklega A-dúr sinfónian: hinn dásamlegi annar kafli var klapp- aður upp, og haföi djúp og varan- JSLENSK BOKAMENNIfcilG ER VERÐMÆTI BÆKUR MENNINGARSJÓDS THORKILD HANSEN , Steindór Steindórsson frá Hlöðum JENS MUNK Bókin lýsir á eftirminnilegan hátt svaöilförum Jens Munks í norðurhöfum svo og aldarandanum í Danmörku um 1600. Þetta er sú bók Thorkilds Hansen sem náð hefur mestri útbreiðslu og gerði hann að einum virtasta höfundi Norðurlanda. ÍSLENSKIR NÁTTÚRUFRÆÐINGAR Átján þættir og ritgeröir um brautryðjendur íslenskra náttúruvísinda og jafnframt innsýn í sögu þess tímabils. SAGA REYKJAVÍKURSKÓLA Skólalífiö í Lærðaskólanum 1904—1946. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 — Reykjavík leg áhrif á mig. Flutningurinn var stórkostlegur þrátt fyrir óörugga og iðulega hlægilega stjórn Beet- hovens. Það gat hver maður séö, aö þessi vesalings pianósnillingur heyröi ekki lengur slna eigin tón list. Þetta var sérstaklega áber- andi i siöari hluta fyrsta „all- egro”-kaflans, þar sem þagnir koma fyrir tvisvar I röö, i seinna skiptiö „pianissimo”. Þetta virö- isthafafarið framhjá Beethoven, eftir siöari þögnina var hann kominn 10 eða 12 takta fram Ur hljómsveitinni þegar pianissimó- kaflinn byrjaði. Til að sýna pianissimóiö var hann búinn að beygja sig alveg undir púltið, og rétti nú úr sér hægt og hægt eftir þvi sem „crescendo” jókst, unz hann stökk hátt í loft upp þegar hann taldi aö „forte” ætti að byrja. Þegar þaö skeöi ekki leit hann furöulostinn i kringum sig, undrandi yfir þvi aö hljómsveitin væfi ennþá aö spila „pianissimo” og áttaöi sig ekki fyrr en „forte”- kaflinn byrjaöi loksins og hann fór að heyra tónlistina sjálfur.” Svona fór nú þaö. Stjórnandinn á fimmtudaginn, Lutz Herbig, sýndi þess öll merki aö hann kynni sitt fag, en einhvern veginn lyftist sinfónian aldrei almenni- lega til flugs hvað sem olli — ég gizka á æfingaleysi. 13.12 Siguröur Steinþórsson Bisa Þessi margeftirspurða rúmsamstæða komin aftur. Verð kr. 3.970.— með dýnum Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 RsherPrice LEIKFÖNG í MIKLU ÚRVALI 10 mismunandi gerðir af barna-fararskjótum. Nýtt leikfang á hverjum degi. Playmobil í miklu úrvali. Póstsendum. m m LEIKFANGAVERZLUNIN J0J0 AUSTURSTRÆTI8 - SÍM113707

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.