Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 22

Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 17. desember 1981 Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið John Wayne i galianum sem varö sam- hljóma nafni hans. Syngjandi Wayne Stjörnubíó Villta vestriö/ The Wild West • Meöal þeirra sem fram koma: John Wayne, Henry Fonda, Gregory Peck, Roy Rogers, Clint Eastwood, Charles Bronson, Cary Cooper og Robert Mitchum. John Wayne er oftar á tjald- inu i þessari syrpu saman- klipptra atriöa úr kvikmynd- um um Villta vestrið en nokk- ur annar ofangreindra leikara enda lék hann i myndum af þessu tagi í yfir 40 ár. Er hann fékk Óskarsverðlaunin á sfn- um tima var það ekki ein- gtingu fyrir leik sinn f mynd- inni True Grit heldur var meira verið að heiöra hann fyrir hið mikla starf hans f þessum kvikmyndum. I syrpunni kynnumst við nýrri hliö á John Wayne en hann birtist okkur sem syngj- andi kúreki. Okkar allra vegna og hans sjálfs þá hætti hann söngferli sinum fljótlega enda átti ég bágt með að trúa þvi að þetta væri Wayne sem birtist allt f einu á tjaldinu á hvitum hesti, f Roy Rogers galla og með gitar I hendinni. Fjörið hefst i Tombstone bænum sem reis á einni nóttu enda sat hann á einum rikustu silfurnámum sem fyrir fundust I Vestrinu. Doc Holli- day gengur um krána og reynir aö fá menn til einvfgis við sig, Wyatt Earp stillir hann. John Wayne, bros- mildur og sjálfsöruggur gengur inn i krána. Hann kássast upp á jússur illvigra náunga og kemur af stað hörku slagsmálum eins og oft sjást I myndum af þessu tagi en þeim lýkur með þvf að Wayne er hent út úr kránni. Hinum sögufræga bæ Tomb- stone var raunar aldrei lýst á réttan hátt i myndum um vestrið. Frægasta kráin þar The Oriental skartaöi 30 feta löngu barborði úr dýrasta maghony, þykk plussteppi huldu öll gólf, dýrasti kristall hékk f loftinu, vinkjallarinn gaf f engu eftir þvf besta í Paris og innfluttir franskir kokkar elduðu ofan f gesti staðarins. Eitt sinn reyndu tveir kúrekar að rfða á hestum sinum inn I krána. Þeir voru skotnir til bana af fyrsta manni sem sá þá koma inn úr dyrunum fyrir þessa ókurteisi. A barnum báðu menn ekki um hrátt viski heldur nýjustu kokteila þess tima. í syrpunni förum við siöan i gegnum borgarastriðið og timana þar á eftir en myndin endar á siðustu sýningu Buffalo Bill. Syrpan er alls ekki tæmandi sérstaklega þar sem varla er til filmubútur i henni sem er gerður eftir 1960 og er það miður. Auk þess er allt of miklum tfma aö minu mati eytt i hina svokölluðu syngj- andi kúreka. Þulur myndar- innar segir þaö enn opna spurningu hvort slikir kúrekar hafi verið til eða ekki. Ég efast ekki um að syngjandi kúrekar hafi verið til þ.e.a.s. skitugir, sauðdrukknir menn, drekk- andi á sóðalegum börum og kyrjandi klámvisur. Syngj- andi kúrekar i stfl við Roy Rogers voru örugglega ekki til enda efast ég um aö Roy gamli hefði lifað af meir en tvær minútur i Tombstone. Fyrir unnendur Villta vestursins er þetta ágætis mynd þvi f henni má finna margar perlur eins og til dæmis götubardagana f „High Noon” meö þeim Gary Cooper og Grace Kelly. —FRI ★ ★ Bankaræningjar á eftirlaunum ★ ★ Alltiplati ★ ★ ★ útlaginn ° Flugskýli 18 ★ ★ Hefndaræði ★ ★ ★ Blóðhefnd Stjörnugjöf Tfmans ★ ★ * * frábær • *** mjóg góð • ★ ★ góö • ★ sæmlleg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.