Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 24

Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Mikiö úrval Sendura um land allt Kaupum nýleff B, Opið virka daga bíla til niðurrifs ® 19 Sími (91) 7 - 75-51, (91) 7-80-30. aaga 10 lb HEDD HF. Kiípavogi 20 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafé/ag labriel HÖGGDEYFAR (JJvarahlutir Armiíla 24 Sfmi 36S10 EKKI HÆGT AD SEGJA AÐ ÞAÐ SÉ ÓVENJULEGT rnm — segir Markús A. Einarsson, veðurfræðingur, um kalda haustið ■ „Miði ég við hitafarstölur frá Reykjavik, þá vill svo til að á eftir fimm köldustu haustum — siðan mælingar hófust þar um 1870 — þá fóru mjög kaldir vetur”, sagði Markús Á. Einarsson, veðurfræðing- ur, er Timinn spurði hann hvort kuldarnir i haust gefi okkur kannski tilefni til að ætla að við megum búast við hörðum vetri. ■ Markús tók iram, að þessir fimm köldu vetur hafi þó vita- skuld verið mjög miskaldir. „Þar skar einn sig úr, sem l'rægur er, þ.e. veturinn 1881, sem var mjög afbrigðilega kaldur hér á landi. En aðrir frægir kuldavetur — eft- ir köldu hausti — voru 1874, 1888 og 1918, sem er mjög frægur. Eftir þetta haust okkar sem nú er nýliðið (október og nóvember) horfir málið svo við.að það er það kaldasta sem hér hefur komiö siðan mælingar hófust", sagði Markús. Reyndar bætti hann þvi við að haustið 1917 var svipaö. ,,Þó ég vilji ekki halda þvi fram að um algera tilviljun hafi verið að ræða, aðsaman fari kalt haust og kaldur vetur, þá er þó alveg ljóst að það er alls ekki hægt að segja að þarna sé um almenna reglu aö ræða. Og þetta segi ég ekki bara til huggunar, heldur hygg ég að þetta sé staöreynd. Það hafa t.d. komiðnokkur köld haust önnur en þau fimm köld- ustu ogég gæti bent á nokkur sem hér hafa orðið, en á eftir fóru skaplegir vetur, t.d. haustin 1923, 1926 og 1930. Þannig að þaö er af og frá að spá einhverjum heljar hörkum á þessum grundvelli ein- um saman”, sagöi Markús. Við spurðum hann hvort — auk dropar kuldans — hafi ekki verið óvenju- lega staðviðrasamt i haust og vet- ur, þ.e. stöðug kuldatið án úr- komu nánast vikum saraan. „Það er kannski ekki hægt að segja aö það sé óvenjulegt. Hér syðra þá munu menn hins vegar telja óheppilegt að það sé svo kalt á auða jörð i lengri tima. Frost fer þá kannski djúpt i jörð ef þessu heldur áfram sem horfir. A hinn bóginn er ég þeirrar skoðunar að það sé kominn timi til að fara að nota orðið „óvenju- legur” dálitið sparlegar i þessu sambandi. Það er i rauninni kom- inn timi til að menn hætti að verða hissa á nokkuö köldu veð- urfari. Það er nefnilega svo að talsverðan hluta af þessari öld okkar—eðafrá þviupp úr 1920 og fram til 1964 — þá bjuggum viö hér á landi við veðurfar og hita- far, sem var alveg óvenjulega hagstætt. Þessi hluti aldarinnar var það hagstæður, að maður má ekki reikna með að slikt standi lengi og komi oft. Þessvegna er það e.t.v. nær lagi, að við séum núna i frekar venjulegu veðurfari, eins og það var i upphafi þessarar aldar og á siðustu öld t.d. Ef til vill er þaö svolitið dapurlegt að segja þetta, en er engu að siöur staöreynd, að minu mati”, sagði Markús. * é ■ Kratísk rekstrar- hagfræði ■ Við útgáfu hins fjög- urra siöna Aiþýðublaös starfa eftirtaldir: rit- stjóri, ritstjórnarfulltrúi, þrir almennir blaðamenn og fimm manns i öörum störfum. Er það kyn þó keraldiö leki? Samhugur og einhugur Allaballa ■ Alþýðubandaiags- inenn hafa löngum stært sig af þvi að i þeirra flokki riki samhugur og eining fullkomin um flest mál. Sú er þó ekki raunin I bygginganefnd borgar- innar, þar sem fulltrúar flokksins eru komnir i hár saman og bókanir ganga á vixl. Og út af hverju halda menn svo að hat- rammar deilur standi á milli hinna tveggja Alla- ballafulltrúa i umræddri nefnd? Jú, hvort leyfa skuli Dagblaðinu stækkun á húsbyggingu sinni i Þverhoiti! Umrædd stækkun var samþykkt á fundi bygg- ingarnefndar meö fjórum atkvæðum gegn tveimur, — á móti voru Guörún Jónsdóttir og Gunnar H. Gunnarsson, en Gunnar er annar fulltrúa Alþýðu- bandalagsins i nefndinni — hinn er Magnús Skúla- son, formaður nefndar- innar. 1 bókun, sem Gunnar lét gera, kemur meðal annars fram eftirfarandi: „Ég vil lýsa furðu minni á ákefð formanns nefndar- innaraökeyra þetta mál í gegnuin nefndina og gera sig m.a. sekan um brot á þeirri hefð að fresta máli til næsta fundar... Ég hlýt aö mæla hart gegn sam- þykkt þessa máls, enda i hróplegu ósamræmi við mótaða stefnu Alþýöu- bandalagsins i skipulags- málum.” Undir þessu gat Magn- ús formaður og fclagi ekki setið og lét bóka á móti: „Ég harma bókun G.H. G. Erindið hefur verið meðhöndlað á tveimur fundum nefndar- innar og fengiö eölilega afgreiðslu. Hingað til hef- ur tiökast, aö nefndar- menn geti haft sinar skoðanir, án þess aö verða fyrir persónulegum Fimmtudagur 17. des, 1981 fréttir Margeir í öðru sæti tapaði í síð- ustu umferð. ■„Ég var að ljúka við að tefla sfðustu um- ferðina rétt i þessu, og skákin fór þannig að ég tapaði fyrir Djuric,” sagði Margeir Pétursson, skákmaður i viðtali við Timann i gær- kveldi. Margeir hefur að undanförnu keppt á skákmóti i Júgóslaviu og fyrir siðustu um- ferðina var hann i öðru sæti með 8,5 vinninga en Djuric i fyrsta sæti með 9 vinn- inga, þannig að Djuric dugði jafntefli i þess- ari skák. Djuric sigr- aði þvi i þessu móti með 10 vinninga og Margeir varð i öðrú sæti með 8,5 vinninga. —AB Lengsta stopp i sögu sjónvarpsins ■ Sjónvarpsútsend- ing lá niðri i gærkveldi i iiðlega hálftima á miðjum útsendingar- tima, þvi dreifimagn- ari bilaði. Sjónvarps- útsending hefur aldrei i sögu sjónvarpsins stöðvast jafnlengi, og að sögn Harðar Fri- mannssonar, verk- fræðings Sjónvarps- ins, þá stöðvaðist sending þetta lengi, þvi illa gekk að finna hvað væri að. Þegar i ljós kom að dreifi- magnarinn var bilað- ur, var um leið skipt um magnara, og var þá hægt að hefja út- sendingu á nýjan leik, enda marga farið að lengja eftir „dallasn- um”. —AB dagar til jóla dylgjum um ástæður til afstöðu”. Svona eru nú ástir sam- lyndra flokksbræðra.... Krummi ... sér i Gunnarsbókinni haft eftir forsætisráðherra: „stunda leikfimiæfingar flesta morgna áður en ég fer á fætur” hmm....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.